Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 7
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 7 íslendingm knupn mnnnn mest nf nmerísku tóbnki Fyrir allnokkru komu hingað tveir Ameríkanar á vegum Lar us and Brother Inc. i Ricmond í Virginiu, en frá því fyrir- tæki eru seld píputóbökin Edge worth og Holiday hér á landi. Þetta voru þeir Eugene Conway framkvæmdastjóri oig Donald A. Littlefield sölustjóri. Áttum við þá stutt spjall um framleiðslu á píputóbaki. — Staðreyndin er sú, sögðu þessir tveir ágætu menn, — að íslendingar eru með stærstu inn flytjendum í heiminum á am- erísku píputóbaki, og þetta er ekki miðað við fólksfjölda, en heldur beinlínis við tonnin, sem inn eru flutt. Þótt ótrúlegt sé, er flutt meira magn af amerísku píputóbaki til Is- lands, en t.d. til Bretlands, V- Þýzkalands og Frakklands, svo að einhver lönd séu nefnd. Máske er það þessi staðreynd, sem veldur því að við komum til íslands með sérstakri ánægju Neyzlan á okkar tóbaki er mik il, svo að birgðir standa stutt við. Ætli við verðum ekki að fara að flytja þetta til íslands með fiugvélum. 'tm 60 ára er í dag Helgi Bergmann, listmálari, Grundarstíg 21. Eins og margra „umsvermaðra" manna er siður, er hann að heiman í dag, svo að hann rennir ekki á könn- una fyrir gesti í dag. Helgi er mað ur vinsæll og vinir hans senda Ihonum heillaóskir í tilefni afmælis ins, og vonandi komast þær þang að, sem hann felur sig í dag. FRÉTTIR KFUM og K, Hafnarfirði Almenn samkoma sunnudaginn kl. 8.30, e.h. Guðni Gunnarsson tal- ar. Allir velkomnir. UD, mánudags kvöld kl. 8. Mæðrafélagskonur Fundur verður haldinn fimmtu- daginn 21. nóv. að Hverfisgötu 21 Félagsmál — Mar-grét Margeirs- óttir félagsfræðingur talar um ungl ingavandamálið. Konur eru vinsam lega beðnar að skila basarmunum á fundinum. Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnud. 8. des. kl. 2. Velunnarar félagsins eru beðn- ir að koma basarmunum á skrifstof una eða hringja í síma 33768 (Guð rún). Stjórn Sambands Dýraverndun- arfélaga íslands boðar hér með til aðalfundar sambandsins sunnu- daginn, 8. desember kl. 10 í átt- hagasal Hótel Sögu. Dagskrá sam- kvæmt lögum sambandsins. Systrafélag Innri-Njarðvlk held- ur bazar í Stapa sunnudaginn 17. nóv. kl. 4. Margt góðra muna. Kristilegt félag hjúkrunarkvenna heldur fund í kvöld í kristniboðs- húsinu Betaniu Laufásvegi 13 kl. 8.30 Séra Lárus Halldórsson segir frá starfi sjúkrahúsprests og hef- ur hugleiðingu. Allar hjúkrunar- konur og nemar velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldraðfólk í safnaðarheimili Langholtssóknar alla fimmtudaga frá kl. 8.30—11.30 árdegis. Pantanir teknar í sima 12924. Frá Guðspeklfélaginu. Fundur í kvöld föstudaginn 1S. Og með það kvöddum við þessa geðþekku menn, en því má viðbæta, að í ráði er, að í öllum aðaltóbaksverzlunum verði stórar dósir, sem menn geta fengið ókeypis pípufylli af Edgeworth og Holiday tób- aki, likt og í gamla daga að snússdósin stóra var höfð í and dyri Hótel íslands, öllum til þénustusamlegrar brúkunar. Fr. S. Keflavík Maðurinn sem tók herbergi á leigu á Austurgötu 26 er beðinn að .koma þangað strax. Áríðandi. íbúð óskast Reglusöm fjölskylda utan af landi óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð í Austur- eða Miðbænum. Uppl. í síma 37333. Saumavél í eikarborði til sölu, sími 36198. Skrifstofuhúsnæði 20—30 fermetra óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 21365 kl. 10—12 og 15—17. Herbergi til leigu með aðgangi að eldhúsi, ná lægt Kennaraskólanum. Til boð sendist afgr. Mbl. merkt „69 — 6727“ fyrir 2. nóvember. 'Píanó — dvergflygill Notað píanó eða dvergflyg- ill óskast til kaups. Upp- lýsingar í síma 33335 eftir 'kl. 5 í dag. Bezt aií auglýsa í Morgunblaðinu Donald A. Littlefield og Eugene tóbaksdósunum. — (Ljósm.: Sv. nóvember kl. 9 í Guðspekifélags- húsinu Ingólfsstræti 22, á vegum Reykjavíkurstúkunnar (Afmælisf. stúkunnar). Erindi fiytur Karl Sig urðsson er hann nefnir: „Gildi bræðralagsins fyrir mannlífið og nú tímann." Kvenfélagið Aldan. Konur, mun- ið bazarinn sunnudaginn 17. nóv. kl. 3 í Hallveigarstöðum. Þær, sem ekki hafa skilað munum, vinsam- lega skilið þeim á skrifstofu öld- unnar, Bárugötu 11. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboð inn, Hafnarfirði heldur fund í Sjálf stæðishúsinu mánudaginn 18. nóv. kl. 8.30 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis flokksins mæta á fundinum og ræða um bæjarmál og svara fyrirspurn- um fundarkvenna. Allar sjálfstæð- iskonur velkomnar. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi heldur basar sunnudag- inn 17. nóv. 5 Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6. Félagskonur og aðrir, sem gefa vilja muni, eru vin samlega beðnir að tilkynna um það í síma 40168, eða koma þeim í Sjálf stæðishúsið, fiinmtudag eða föstu- dag eftir kl. 8 síðdegis, eða laug- ardag eftir kl. 3. Nemendasamband Húsmæðraskól ans á Löngumýrl minnir á fyrir- hugað námskeið um val snyrtivara og meðferð þeirra um miðjan nó- vembermánuð. Uppl. hjá Jóhönnu í s. 12701, Kristrunu í s. 40042, Þur- íði í s. 32100 og Láru í s. 30686. Systrafélagið, Innri-Njarðvík Masar verður haldinn, sunnudag- inn 17. nóvember 1 Stapa. Margt góðra muna. Styrktarfélag lamaðra og fatl aðra, kvennadeild. Basar félagsins verður laugardaginn 30. nóv. í Æf- ingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins beðnir að koma munum í æf- ingastöðina, sími 84560. Kvenfélag Kópavogs. Mætum allar í Ásgrímssafni, Berg- staðastræti 74, laugardaginn 16. nóv kl. 3. Kvenfélagið Hrönn heldur spilakvöld og dans í Domus Medica kl. 8.30 föstudaginn 15. nóv ember. Stofnfundur Vopnfirðingafélags- ins verður haldinn í Lindarbæ föstu daginn 15. nóvember kl. 8.30 með kaffi, söng og dansi. Kvenfélag Laugarnessóknar heldui sinn árlega basar laugar- daginn 16. nóvember kl. 3 í Laug- arnesskólanum. Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins, sem vildu gefa muni hafi samband við Nikulínu í s. 33730, Leifu í s. 32472 og Guðrúnu í s. 32777. Kvenfélagskonur, Keflavík Góðfúslega skilið basarmunum í síðasta lagi á næsta föstudag. Bústaðasókn, baukasöfnun. Þeir, sem eiga óskilað baukum, vinsamlegast skilið þeim 1 hlíðar- gerði 17, eða Litlagerði 12, Einnig má hringja I síma 32776, og verða baukarnir þá sóttir ef óskað er. Fj áröflunarnef nd. Kvenfélag Kópavogs heldur nám skeið í tauþrykki. Uppl. í sím um 41545 (Sigurbjörg) og 40044 (Jóhanna) Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, heldur námskeið í tau- prenti. Félagskonur athugið. Ekk- ert kennslugjald. Mörg önnur nám skeið verða síðar í vetur. Sími: 41286 og 40159. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Bazar félagsins verður í nóvem- ber. Allar félagskonur og velunn- arar félagsins eru góðfúslega beðn ir að styrkja okkur með gjöfum á bazarinn. Móttaka er alla mánu- daga frá kl. 2—6 að Hallveigar- stöðum, gengið inn frá Túngötu. Mæðrafélagskonur Basar félagsins verður 25. nóv. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. All- ar félagskonur og velunnarar fé- lagsins eru beðnir að styrkja okk- ur með gjöfum á basarinn. Nán- ari upplýsingar í síma 24846, 38411 34729 og 32382. Félagskonur í kvenfélagi Hreyfils Basar verður 8. des. að Hallveig arstöðum við Túngötu. Uppl. í sima 32403, 36418, 34336, 34716 og 32922 Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Horðfex WISAPAN Spónaplötur trá Oy Wilh. Schauman aJb Vér eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu finnsku spónaplötux í ©11- um stærðum og þykktum. Gaboon-plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- um fyrirvara. E inkaumboðið ÞÉR LÆRIOISIYTT . TUISIGUIUAL A 60 TMUM..I A ótrúlega skömmum tíma, læríð þór nýtt tungumál. Heimsins beztu tungumála- kennarar leiðbeina yður, á yðar eigin heimili, hvenær sem þér óskið. L1NGUAPHONE tungumálanámskeið á hljómplötum: ENSKA, ÞÝ2KA, FRANSKA, SPÁNSKA, PORTUGALSKA, fTALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. HLJÖÐFÆRAHÚSIÐ LAUGAVEGI 96 SÍMI: 13656

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.