Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1968 »lrteitna<* Ensk dúnheld og fiðurheld efni. 30 gerðir af damaski úr isilki og bómull, hvítt og mis- litt, á gamla verðinu. Póstsendum. HELMA Hafnarstraeti, sími 11877. BÍLAHLUTIB Ra/magnshlutir í flestar geríír bíla. KRISTINN GUBNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 166 Simi 12314 og 21965 Vélapakkningar Be Soto BMO — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, fLestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomas Trader Mercedes-Benz, flestar teg. Gaz ’59 Poheda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. ■ M MOON SIIK SNYRTIVÖRUR L____M____ Halldor Jonsson f Hafnarstræti 18 sími 22170-4 línur 0 Hitunarkostnaður í Kópavogi. Kópavogsbúi skrifar: „Kæri Velvakandi, birtu fyrir mig nokkrar línur. Ég á heima í Kópavogi og mér er heitt í hamsi — og engin furða þar sem mér var rétt í þessu að berast reikningur frá Hitaveitu Kópa- vogs. Þar er mér gert að greiða rúmlega 2000 krónur fyrir upp- hitun og heitt vatn fyrir einn mánuð. Ég fór á stúfana til þess að kynna mér málið, og komst þá að því, að við, sem skiptum við hitaveituna hér greiðum kr. 18,20 fyrir hvern rúmmetra vatns á sama tíma og Reykvíkingar greiða fyrir sama magn kr. 10.77. Verðið hér í Kópavogi er þann- ig kr. 7.43 hærra fyrir hvern rúm- metra en í Reykjavík, eða 68,99 prs. hærra. Að vísu veit ég að vatnið, sem Hitaveitan hér selur okkur, er hitað upp í kyndistöð og þvi kannski ekki við því að búast, að það sé jafnódýrt og hvera- vatnið í Reykjavík, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ég hefi til dæmis heyrt, að sum háhýsin í Reykjavík séu með sér kyndistöðv ar þar sem olía er notuð, og ibúarnir kæri sig hreint ekkert um að fá vatn frá Hitaveitunni þar, þótt þeir eigi kost á því. Það sé lítið sem ekkert dýrara að kynda með olíunni, þ.e.a.s. svartolíu." f Verma sig við reikninginn? „Fastagjaldið hér er líka miklu dýrara en í Reykjavík. Okkur er gert að greiða kr. 297.00, en Reykvikingum kr. 198,30. Gjaldið er því 49.77% hærra hér. Þá langar mig til þess að spyrja ráðamenn hér, hverju það sæti, að vatnið hér hækkaði úr 10 krónum fyrir rúmu ári í rúm- lega 18 krónur á sama tíma og það hækkaði í Reykjavík úr um Innheimtufólk Óskum eftir að ráða fólk til innheimtustarfa nú þegar. Aðalstarf eða aukastarf. Upplýsingar í síma 82300, en aðeins milli kl. 5 — 7. HÁDEGISVERÐAR- FUNDUR Laugardagur 16. nóv. kl. 12.30. Matthías Johannes- sen, ritstjóri ræðir um BLAÐAMENNSKU. FUNDARST AÐUR VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. HOTEL 8 krónum í kr. 10,77. Einnig langar mig til þess að fá upplýst, hvort einhver til- hæfa sé I þeim orðrómi, að kyndistöðin hér sé látin greiða annan kostnað en henni ber. Loks vil ég spyrja bæjarstjórann okkar, hvort hann vilji ekki taka borgarstjórann í Reykjavík sér til fyrirmyndar með fundarhöld, þar sem íbúum kaupstaðarins gef ist tækifæri til að köma þessum og öðrum spurningum á fram- færi, en þurfi ekki að leita í blöðin til þess. En eitt verð ég að viðurkenna: Ef reikningum Hitaveitu Kópa- vogs er ætlað að hita svo í mönn- um, að þeir geti vermt sig við þá næsta mánuðinn, þá held ég að það hafi næstum því tekizt. Með þökk fyrir birtinguna Kópavogsbúi." 0 Enn um bjórinn. „Kæri Velvakandi. í dálkum þínum 8. nóv. s.l. birtust nokkrar línur um hinn margumtalaða bjór, eða bjórmál okkar íslendinga. Bjórsína er mjög sár út af því að fá ekki blessaðan bjórinn, og virðist leggja mikið á sig til þess að ná i þennan guða drykk. Einn- ig talar hún með lítilsvirðingu um templara, og er mjög áryggju full út af því, að þeir fái því áorkað að áfengi fái ekki í fram tíðinni að flóa hér um í jafn stríðum straumum og nú er. Hún gerir sér áreiðanlega ekki grein fyrir þvi, hversu alvarleg áfengismálin eru hér, og vil ég ráðleggja þeirri ágætis konu að kynna sér viðtöl, sem nýlega áttu sér stað og voru birt í blöðum, við Alfreð Gíslason lækni og Bjarka Elíasson, yfirlögregluþjón Ég er ekki bindindismaður, hef gaman af að fá mér glas af víni af og til, og eins finnst mér góð- ur sterkur bjór. Aftur á móti tel ég, að við fslendingar gefcum verið hreyknir af því að hafa hér bjórlaust land og þurfum ekk ert að skammast okkár fyrir það t.d. gagnvart útlendingum. Berum þeim bara á borð 1 staðinn okk- ar heimsins besta vatn.“ £ „Lögverndað smygl.“ „En það er annað, sem kom £ hug minn, þegar ég las pistil Bjórsínu um bjórsmyglið, sem er lögleitt hér. Ég tel það forkast- anlegt óréttlæti og helbera vit- leysu að gefa nokkrum íslenzk- um farmönnum forgangsrétt á því að flytja inn sterkan bjór og selja hér á óheyrilegu verði; lögverndaður svartur markaður og smygl. Ef hér á að vera bjórlaust land sem allt er f lagi með, og við e.t.v. getum verið hreyknir af, þegar við vitum um reynzlu ann arra þjóða af bjórmálum, þá get- um við ekki látið einhvern hóp eða stétt manna leika sér hér með lögverndað smygL Það er þjóðarskömm. H. J.“ H.J. skrifar sig heitan engu síð ur en Kópavogsbúinn hér á und an, en athygli hans skal vakin á því, að sá bjór sem farmenn mega hafa með sér inn í landið lögum samkvæmt, er ekki smýgl varningur. Það magn, sem þar er umfram, er hinsvegar smygl, og sá .innflutningur'* er ekki lög verndaður, siður en svo. LÓUBÚÐ Telpnanáttkjólar frá 129/— Rúllukraga- Undirkjólar — 95/— peysur — 374/— Kvensloppar — 551/— Herrasokkair — 29/— Hvítar nælon- Ódýr nærfatnaður. skyrtur — 140/— Barnahúfur, lambhús- Helanca stretch- hettur, vettlingar. peysur — 156/— Kaupið meðan verðið Stretchbuxur — 168/— er lágt. 1 LÓUBÚÐ, StarmýrL —ÁRMÚLI—l Til söl'u er plata með byggingarétti á 3. hæð í iðnaðar- húsnæði í Ármúla, um 270 ferm. Timbur fyrir uppslátt fylgir. Tilvalið fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem vildu byggja sjálfir yfir starfsemi sína. Teikningax fyrirliggjandi. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austursitræti 17 (Silli og Valdi). Símar 16870 og 24645. Fyrir barnið Barnahúsgögn, barnarúm, barnastólar, barnagrindur, burðarrúm og fl. Lítið inn þegar þér eigið leið um Laugaveginn. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113, SÍM113879 i\if uf uf uf «1UR uf Mfvtufu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.