Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1968
Þórunn Austmar
— Minning
„Skjótt þitt æsku yndi
átti sólarlag,
skall hér á í skyndi
skapa reiðarslag.
Fyrir feigðar vindi
féllstu um miðjan dag.“
Þessar Ijóðlínur komu í huga
minn, þegar sú harmafregn barst
mér, að fyrrverandi nemandi
minn og samstarfsstúlka, Þórunn
Austmar, væri látin. Ó, þú dauði,
hví ertu svo miskunnarlaus. Ég
get tæpast trúað því, að þú sért
farin frá okkur, elsku Þórunn
mín, svo sviplega. Tóta, eins og
ég var vön að kalla hana, kom
til mín 15 ára unglingur. Þú
varst óvenjuleg ung stúlka, dug-
leg, hugsunarsöm og fær í þínu
starfi, Tóta mín. Alltaf varstu
glöð og öllum þótti vænt um þig.
Oft áttum við yndislegar ánægju
stundir saman, bæði í vinnunni
og utan hennar. Ég þakka þér
fyrir öll árin, sem við unnum
saman, og fyrir alla hjálpina, því
að alltaf mátti ég leita til þín
'og altaf komstu, ef það var
mögulegt, eftir að þú varst farin
frá mér. í>ú varst ljúfur nem-
andi og gaman var að kenna þér
hárgreiðsluna, og mörg störfin
itókstu af mér árin, sem við unn-
um saman.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Stefán Kristjánsson,
fyrrv. vegaverkstjóri, Ólafsvík
andaðist í Akranesspítala hinn
14. nóv.
Jarðarförin auglýst síðar.
Svanborg Jónsdóttir og börn.
t
Eiginmaður minn
Ármann Sveinsson
stud. jur.
ver’ður jarðisunginn frá Dóm-
kirkjunni í dag föstudaginn
15. nóvember kl. 1,30. Jarð-
sett verður í kirkjugarðinum
við Suðurgötu.
Helga Kjaran.
t
Jarðarför konunnar minnar
Ingibjargar Magnúsdóttur
Þingeyri,
sem andaðist laugardaginn 9.
nóvember, fer fram á Þing-
eyri laugardaginn 16. nóv.
og hefst með húskveðju á
heimili hennar kl. 2.
F. h. vandamanna.
Baldur Sigurjónsson.
t
Þökkum innilega öllum þeim
er sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og jarðar-
för
Elínborgar Kristjánsdóttur
Eskihlíð 18a.
Stefán Jónsson
Kristjana Stefánsdóttir
Jón Stefánsson
Sigurlaug Lárusdóttir
Eiínborg Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Stefán Jónsson.
Þórunn var einstök kona, og
aldrei hefi ég þekkt ungling, sem
hafði jafn ríka ábyrgðartilfinn-
ingu gagnvart fjölskyldu sinni og
hún, þó sérstaklega móður sinni,
Iþað var líka mikið kært með
íþeim mæðgum. Hún var líka
eins og verndarengill móður
■sinnar og síðustu orðin hennar
.voru: „Mamma mín, hefur þú
slasazt?“
Móðir Þórunnar bjó henni
yndislegt heimili, þar óx hún og
þroskaðist við mikið ástríki með
bróður sínum, sem var henni svo
ikær. Þar lærði hún allan þann
myndarskap, sem húsmóðir og
imóðir þarf að kunna.
Tóta mín kæra, þú varst alltaf
opin fyrir því góða og fagra í
lífinu, en lokaðir hitt úti.
Þórunn giftist ung úrvals
manni, Gunnari Jónssyni frá
Auðsvaðsholti í Landssveit. Þau
byggðu hús sitt á bjargi, og hún
bjó sínum ágæta og elskulega
manni mikið myndarheimili. Þau
hjónin eignuðust tvíburasystur,
en urðu fyrir þeirri sorg, að
annarri þeirra varð ekki lífs
íauðið. Hin litla stúlkan, mikið
imyndarbarn, óx og dafnaði við
mikið ástríki og varð augas.teinn
foreldra sinna. Ingibjörg litla er
nú aðeins 5 ára gömul, þegar
sorgin sækir hana heim. Ég bið
iþess, að hún fái að einhverju
leyti létt hina þungu sorgarbyrði
föður síns, og henni til handa á
t
Innilegar þakkir sendum við
öllum þeim, sem sýndu okk-
ur hluttekningu og vinsemd
vegna andláts og jarðarfarar
Hans Ágústssonar,
flugmanns.
Eiginkona, faffir, tengda-
foreldrar og systkin.
t
Innilegustu þakkir sendum
við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför
Ingibjargar
Snæbjarnardóttur
frá Hergilsey.
Snæbjörn Jónsson
og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum er sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og jar'ð-
arför
Þorvaldínu Magnúsdóttur
Hraffastöffum.
Sérstakar þakkir færum við
konum úr Kvenfélagi Lága-
fellssóknar, stjóm og starfs-
fólki Hlégarðs.
Vandamenn.
iég ekki betri ósk, en hún megi
taka að erfðum manndóm og at-
gjörvi móður sinnar.
Þórunn Austmar. var fædd 1.
ágúst 1941 í Reykjavík, dóttir
ágætishjónanna Ingibjargar Þórð
ardóttur frá Þorkelshóli í Víði-
dal, V-Hún., og Höskuldar Aust-
imar frá Akureyri. Hún lézt af
afleiðingum slysfara föstudaginn
<8. nóv.
Ég bið algóðan Guð að veita
öllum ástvinum Þórunnar styrk
til að bera þessa miklu og sáru
sorg.
Elsku Þórunn mín. „Far þú í
friði, friður Guðs þig blessi,
‘hafði þökk fyrir allt og allt.“
Blessuð veri minning þín, elsku-
lega vina.
Árdís Pálsdóttir.
TÓTA horfin. Hvemig mátti
slíkt gerast. Hún, sem var svo
tápmikil, hraust og glaðvær.
Andlit hennar geislaði ætíð af
tápi og fjöri. Aldrei var logn-
molla eða deyfð í kringum hana.
Hún smitaði aðra með hlátri sín-
um, gerði heiminn betri. Nú er
hún horfin bak við móðuna bláu,
skyndilega köllu'ð á brott 1 blóma
lífsins, brott frá ástvinum og fé-
lögum.
Ég minnist þess, frænka mín,
þegar þú heimsóttir mig á spít-
alann, hve hressandi blæ þú
barst með þér inn á stofuna.
Með komu þinni hvarf allur leiði
og heimþrá. Þú hafðir svo gott
lag á því að kalla fram glað-
Jónas Guðberg Kon-
ráðsson — Minning
F. 28. ágúst 1916.
D. 4. nóv. 1968.
JÓNAS Guðberg sem við nú
kveðjum á bezta aldri, var fædd-
ur á Hallbjarnareyri í Eyrar-
sveit. Hann var soruur hjónanna
Elisabetar Stefánsdóttur Hjalta-
lín, af hinni kunnu Hjaltalíns-
ætt og Konráðs Jónssonar frá
Hraunsfirði í Eyrarsveit. En
Konráð lézt fáum árum eftir fæð
ingu Guðbergs sem mun hafa
verið næst yngstur af 4 börntkn
þeirra hjóna sem á legg komust,
en þá höfðu Elísabet og Konráð
misst 2 börn Þá voru erfiðir
ttonar og erfiðari en nú, þó okkur
finnist eitt og annað að. Elísabet
var góð og dugleg kona og með
einstökum og óbilandi kjarki
tóikst henni að halda saman
heimili þeirra og koma þremur
börnum þeirra tiil manns. Eru
þau öll manmvænl'eg og gift.
Pétur búsettur í Grundarfirði.
Olga og Guðrún í Reykjavík.
En Guðberg vár þá kominn í fóst-
ur til föðursystur sinnar Maríu
Jónsdóttur, sem þá bjó á Naust-
um í Eyrarsveit ásamt móður
sinni Guðlauigu Bjarnadóttur.
Heimili þeirra mæðgna var
fáækt, en þar sem hjartahlýja
og góðvild ráða, þar er láka nóg
rúm fyrir smælingjana. Á
þessu 'heimili ólst Guðberg upp.
Ég dvaldi hjá Maríu frænku, (en
svo var hún ávallt kölluð) sem
barn. Er mér það í fersku minni
og ljúft að minnast þess hve
María frænka var alltatf fín og
hve ávallt var snyrtilegt heima
hjá henni. Alltaf hafði hún ttona,
aldrei átti hún svo annríkt að
ekki væri ttoni til að sinna þeim
sem að garði bar. Þó þurfti hún
að vinna hörðum höndum til þess
að hafa í og á sína fjölskyldu.
En hún var kjarkmikil og skap-
föst kona og okkur hefði aldrei
dottið í hug að brjóta boð henn-
ar _eða bönn.
Árið 1925 flutti hún búferlum
til Reýkjavíkur. Eftir það stund-
aði María frænka sauma eða
matsölu á vetrum og fórst henni
það hvort tveggja vel úr hendi
og munu margir gamlir Reykvik-
ingar vafalaust muna eftir þess-
ari litlu, en dugmiklu konu.
En á sumnum tók hún sig upp
og fór I kaupavinnu, hafði móð-
ur sína með og réð Guðberg sem
léttadreng. Þannig vandist hann
fljótlega að vinna. En sjáltfsagt
hefur nú amma litið til með hon-
um og hirt um plöggin. Það var
ekki lítils virði í þá daga, þegar
krakkar þurftu að ösla um mýr-
ar og flóa á eftir hestum eða fé.
Og eftir því sem honum óx þrek,
jukust störfin. Hann varð sendi-
sveinn á vetrum, með skólanóm-
inu. En það sem mest er um
vert, allsstaðar var hann vel
kynntuir. Og það hetfur líklega
ekki átt hvað minnstan þátt í
Hárgreiðslustofan
FEMÍNA
verður lokuð vegna jarðar-
farar í dag, föstudaginn 15.
frá kl. 2—4.30.
því að þegar atvinnuleysið miMa
var eftir 1930, þá fékk Guðberg
.fasta atvinnu. Þetta var í bakaríi
við Tjarnargötu, hann átti að
aka út vörum, kaupið var ekki
hátt, en það var þó fast kaup.
Hagur heimiliisins batnaði.
Guðberg kynntist um þetta
leyti indæl'li, dökkhærðri stúlku,
sem hefur verið lífsförunautur
hans síðan. Heitir hún Herdís
Sigurðardóttir, og ættuð frá
Hnífsdal. Hafa þau eignazt 4
mannvænleg börn, þau eru Guð-
laug Elísabet húsfreyja í Gufu-
dal á Barðaströnd. Sigurður
Þórir rithöfundur og kennari bú-
settur í Reykjavík. Jón Konráð
verkamaður, búsettur í Reykja-
vík og Sævar nemandi í Kenn-
araskólanum, er enn dvelur í
foreldrahúsum.
Guðberg hafði sérstaka frá-
sagnargáfu, það sem hann sagði
frá öðlaðist líf og lit, maður naut
þess betur að heyra söguna af
hans vörum en að lesa hana.
Hann skipti ekki oft um atvinnu,
en á stríðsárunum byrjaði hann
að vinna hjá Eimskipatfélaginu
og þar var hann ávallt eftir það.
Þetta sýnir bezt hve góður
starfsmaður hann var þessi hæg-
Innilegustu þakkir til allra
sem heiðruðu mig á 90 ára
afmælisdegi mínum þann 5.
nóvember sl.
Jóhann Bjarnason,
Gunnarsbraut 42, Reykjavík.
Ég þakka ykkur öllum, sem
heiðruðuð mig með heimsókn-
um, gjöfum og hlýjum árna'ð-
aróskum á áttræðisafmæli
mínu, hinn 11. nóvember sl.
Gu*S blessi ykkur öll.
Marteinn Guffmundsson
Hrafnistu.
værð og gáska, og alltaf varstu
fús til að rétta hjálparhönd.
Tvö ár liðu. Þá kom fréttin.
Tóta dáin, aðeins 27 ára. En
minmingin iw góða stúlku má
verða syrgjendum til huggunar.
Hér sannast spakmælið: „Þeir,
sem guðimir elska, deyja ungir.“
Þórunn Austmar fæddist 1.
ágúst 1941, dóttir hjónanna
Ingibjargar Þórðardóttur og
Höskuldar Austmars. Árið 1961
giftist Þórunn Gunnari Inga
Jónssyni. Eina dóttur eignu'ðust
þau, Ingibjörgu.
Megi Guð veita dótturinni
ungu, Gunnari, foreldrum, bróð-
ur og öðrum ástvinum huggun í
sorg þeirra.
M. A.
láti trausti maður, sem ekki lét
yfir sér, en sýndi það í verki að
verður er verkamaðurinn laun-
anna. Þó að ætfistartf Guðbergs
væri í Reykjavik þá stóð hugur
hans út í náttúruna og hann naut
þess einikum eftir að dóttir hans
giftist vestur í Gufudal á Barða-
strönd. Hann naut þess að sjá
grasið vaxa, heyið þorna á tún-
inu og sjá því hlaðið upp í
bólstra. Sjá litlu lömtoin fæðast
og naut þess að fara höndum um
búsmala bóndans. Nú hefur hann
kvatt okkur og lagt upp í ferðina
löngu sem við munum öli fara
að lokum.
Guð blessi minningu hans.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
og börnum innilega samúð.
Hulda Pétursdóttir.
Kveffja frá bamabömum.
Æskan margt þó enn mér hylji,
og oftast búi gáski þar,
Guðs ég veit, að gildir vilji,
góðu ráð og bendingar.
Ákvörðun þó ei ég skilji,
afi þegar sóttur var.
Jú — ég kannski sé það soldið
seinna meir á lífsins braut:
Þó að það, sem heitir holdið
hverfi djúpt í jarðarskaut,
Jesús, sem vort gjald fétek goldið,
gefur líkn með hverri þraut.
Minningin afa er mér dýrri,
er ég þennan sannleilk finn:
Líkt og hann mieð lundu hýrri
létt fékk þerrað tár atf kinn,
Guðs nú hönd á göngu nýrri
góðan ieiðir afa ininn. —
M. J.
Hjartans þakkir til ættingja
og vina, nær og fjær, er
minntust mín á 80 ára af-
mæli mínu 5. nóvember.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Ágústa Lárusdóttir
Vitastíg 7.
Öllum þeim sem glöddu mig
og sýndu mér vinarhug á 75
ára afmæli mínu 1. nóvember
sl. sendi ég mínar hjartan-
legustu þakkir.
Jón Sigmundsson,
Akranesi.
Hjartans þakkir til allra sem
glöddu mig á áttræðisafmæl-
inu 6. nóvember með skeyt-
um, heimsóknuaa, blómum
og öðrum gjöfum.
Einnig þakka ég Jóhönnu
og Eiríki, sem höfðu hér
veitingar handa öllum sem
heimsóttu mig. Guð blessi
ykkur öll og launi ykkur fyr-
ir mig.
Þórey Jóhannsdóttir
frá Bakkagerffi,
nú á Hrafnistu.