Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 23
-MATVÆLASÝNING Framhald af bls. 10 förunum. Höfuðatri5i er að bera vín fram með rétfu hita- stigi: hvítvín og rósarvín 6—12 stiga heitt, Kaimpavín og freyði vín þurfa að liggja í ísfötu í tvo tíma og a'lls ek'ki má ksela þau í ísskáp nema í neyðartil- fellum stutta stund sem fjærst íshólfinu. Og rauðvín á að hafa með stofuhita, hðlzt gieyma það í tvo daga í viðkomandi her- bergi. Að sjálfsögðu er algert bann við að reyna að hita það öðruvísi. Þá eT komið að því að bera vínið fram. Aldrei má fylla glösin, svo að ilmurinn dreifist sem minnst, og víns á að njóta með augum, illmfærum og bragðlaukum. Glasið á að sjálf- sögðu að vera þanndig, að það hæfi bæði netfi og vörum, ekki aðeins augunum, og það þarf að viera iitlaust, helzt úr krystal, svo litur vínsins og áferð nái að njóta sín. Með því að lyfta glasinu má njóta litarins, anda svo að sér ilminum um leið og glasið er borið hægt framhjá nefinu og loks bragða á þvi í smásopum. Þannig segja Frafck- ar að maður njóti bezt góðra vína. Síðan á helzt að láta ein- hver j a spekingslega athuga- semd um vínið hrjóta atf vörum. í augum Frafcfca er efckert grin samtfara þeirri athöfn að bragða gott vín. Og þeir segja: I guðs bænum, eyðileggið efcki bragð- næmina tfyrir máltíðina með því að drékka stierka drykki á undan. Og blandið aldrei tó- bakslykt saman við ilminn af víninu. Að sjálfsögðu þykir mikilvægt að velja rétt vin með réttunum, í stórum dráttum hvítvín eða rósavín með for- réttum, hvítrvín eða freyðivín með fiskréttum, létt rauðvín með fuglakjöti, þung bragð- mikil rauðvín með öðru kjöti, kampavín eða freyðivín með sætum ábætisréttum og kampa- vín eða sæt vín með árvöxtum. En auðvitað miá bera kampavín eitt fram með heilum máltíðum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 23 AÐEINS ÞAR VAXA VÍNBER í KAMPAVÍN Kampavinið er aðeins fram- leitt á einum stað, um 150 km. norðaustur af París, í Cham- pagne-héraði, þar sem mildir vindar Atlantshafsins mæta strangara loftslagi frá megin- landinu. Á 30 þúsund hektara svæði eru 18 þúsund hektarar af víngörðum og þar eru 250 smáþorp. Jarðvegurimn á þessu svæði er djúpur og sérkenni- legur og hvergi annars staðar vaxa þessar þrjár tegundir af vínþrúgum, sem blandað er saman í kampavínið, tvær dökkar og ein græn vínberja- tegund. Vínviðurinn ber blóm í júnímánuði, hver jurt í fyrsta sinn á fjórða ári og svo getur hún enzt í 30 ár. Um 100 dög- um seinna, venjulega í septem- ber, kemur uppskerutím i nn. Hver vínberjaklasi er vamdlega skoðaður og úrvalið fer í press- una. Úr 4000 kg af vínberjum fást 2000 lítrar við fyrstu press- un og 666 Htrar við aðra press- un. Nú tekur við nokkurra vikna gerjun í tunnum og yfir veturinn er vínið látið hreins- ast, svo það verði alveg tært. Um vorið velja smakkarar og sérfræðingar um 20—30 teg- undir í blömdu, sem er fram- leiðsluileymdarmál hvers og eins. Nú er sykri blandað í vín- ið og það 'látið á flösbur, þar sem það gerjast hægt á 3, 4 eða 5 árum í loftgóðum, dimm- um og jatfnheitum vínkjöllur- um. Á seinna gerjumarstiginu sezt venjulega til í flöskummi og grugginu verður að ná áður en það blandast tæru víninu. Kunnáttumaður leggur þá flösk una varlega í þar til gerða grind, þar sem stúturimm haill- ast ofurlítið niður. Síðan snýr hann fllöskunni á nofckrum mánuðum ofurhægt, áttunda hluta úr snúning í hvert &inn, um leið og hann hallar henni smám saman, þar til stúturinn snýr niður og gruggið safnast við tappann. Til að ná því, er stútnum stungið snöggt niður í frystilög og Óhreinindin föng- uð í ísmola. Sérfræðingur gríp- ur flöskuna, réttir hana við snögglega um leið og hann los- ar tappann og þrýstingurinn þeytir isklumpinum úr og s'kil- ur vínið eftir kristaltært. Síðan er bætt víni af sömu tegund í flöskuna og tappinn festur með málmþræði. Freyðandi kampa- vínið er þá tilfoúið til neyzlu, Neytandinn tekur úr tappann með smelli, hellir hægt í glas, hlustar ofurlítið, virðir drykk- inn fyrir sér, lyktar af honum og dreypir á glasi sínu — sfcál! Frakkar segja, að kunni menn þá list að velja og njóta góðra vína, beri það vott um menn- ingu — og bæti heilsuna. LÉLEGT UPPSKERUÁR í haust færði vínberjaupp- skeran Frökkum enga gieði. 1968 hefur reynzt eitt versta uppskeruár vínyrkjubænda á þessari öld, verra. en 1963 og 1965. Mikil rigning í sumar hefur gert berin alltof vatns- mikil og skortur á sólskini gerir það að verfcum, að þau hafa víða ekki náð fuilllum þroska. Jafnvel sumsstaðar hirða menn nú illa þroskuð ber, sem svo reynast rotin að innan. Upp- skerutíminn byrjaði seint og menn kvarta sáran. En fröskum vínframleiðendum heflur ein- hvern veginn al’ltaf tekizt að koma fram með visst magn at gæðavíni og talsverðar byrgðir eru til af bezta vísi frá góðu árunum. Vínin eru að visu sú grein af lúxusframleiðslu Frafcka, sem við íslendingar — og raun- ar heimurinn allur þekkir bezt. En Frakkar eru sjálfir mjög vandlátir matmenn og leggja mikið upp úr fínu bragðd og hvers kyns „deilkatessum“. Því hafa þeir á boðstólum svo mikið af gæðamatvælum. Þar fær maður staðfest í hvert sinn sem maður gistir Frakkland, ékki hvað sízt þegar matvæla- sýning stendur yfir með til- heyrandi veizluhöldum. E. Pá. VAUXHALL BEDFORD Véladeild SÍS vill bénda heiðruðum við- skiptavinum á, að smásala á Vauxhall og Bedford varahlutum í Ármúla 3, er nú flutt i nýja varahlutaverzlun Vélverks h.f. í Bíldshöfða. Vélverk h.f. getur þannig boðið fulkomna varahluta- og viðgerða- þjónustu á sama stað til hagræðis fyrir viðskiptavini. Véladeild SÍS mun á næstunni opna veg- legan SÝNINGARSAL fyrir nýja og notaða bíla að Ármúla 3, og býður nú sem fyrr nýjustu árgerðina af Vauxhall- og Bedford bifreiðum til afgreiðslu strax eða síðar. Allar nánari upplýsingar veittar fúslega. s AMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA WÍH«ÐL1 ÁRMÚLA 3. SÍM lís gi®® 4 LESBÓK BARNAN'NA í þessari mynd eru nokkrar villur. Getur þii fundið þær? 12. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson nóvember 1968 FRJÁLSI STÍLLINN ÓLI átti alltaf í erfiðleik um með frjálsa stílinn. „Það er svo erfitt að vita um hvað rrnaður á að skrifa", sagði hann af-akandi og leit niður, þegar kennarinn hans andvarpaði og rétti hon- um stílabókina. Hin mildu augu kenn- arans fylgdu Óla eftir, þar sem hann gekk hljóð ur og álútuir til sætis síns. Bara að ég gæti hjáipað honum hugsaði kennarinn. En dag nokkurm kom dálítið fyrir, sem breytti öllu. Óli skrifaði svo góð an stíl að kennarinn hrós aði honum svo að allur bekkurinn heyrði. „Ég hlakka til þess að sjá stílana þína í framtíð inni“, saigði kennarinn og augljóst var að hann meinti það innilega. Hann varð heldur ekki fyrir vonbrigðum því að næsti stíll Óla varð ekki síðri. „Hendi á hjartastað, Óli. Hver skrifar stíliana þína?“ spurði Jói, viinur hans. „Það geri ég sjálfur, að minnsta kosti eftir ein- hverju". „Við hvað áttu?“ „Já, þegar ég á að skrifa stít um eitthvað sérstakt efni, fer ég venjulega á bókasafnið og fæ lánaða bók um það og svo skrifa ég upp úr bókinni, eitt hér og ann- að þar, en úr þessu verð- ur venjulega stíll“. „Já, en Óli þó, þetta i eru hrein svik“, sagði I Jói ásakandi, „þú verður I að hætta þessu undir eins, mundu það að þeg- ar þú tékur próf, þá hef- ur þú engar bækur til þess að skrifa eftir“. „Koma daigar, koma ráð“, sagði Óli. Stíllinn, sem bekkur- inn átti að skrifa næst hét: „Segðu frá fram- andi þjóðflokki“ og Óli hitti á bók, sem Hans nokkur Eiríksson hafði skrifað, en hann var sér- fræðingur í afrískum málefnum. Hans Eiríksson og Óli fengu stórkostlegan stíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.