Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1963 Tillaga um stofnun t> ýðingasjóðs Afnotagjöld síma ódýrari hér en víðast annars staðar — rætt um málefni pósts og sima á Alþingi UMRÆÐUR urðu í efri-deild Al- þingis í gær um málefni pósts og síma, en f jórir þingmenn deild arinnar, þeir Tómas Karlsson, Ólafur Jóhannesson, Ásgeir Bjarnason og Björn Jónsson hafa lagt fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir, að stofnuð verði Pósts- og símamálastofnun fslands og kjósi Alþingi í nefndina, sem síð an hafi yfirumsjón með starf- semi pósts og síma. Ingólfur Jónsson, póst- og símamálaráðherra, sagði í ræðu er hann flutti, að ekki virtist nein sérstök þörf til að stofna þetta ráð, en vitanlega væri það í höndum Alþingis að ákveða það. Póstur og sími væri undir miklu eftirliti frá Alþingi, þar sem fjárveitinganefnd fjallaði ætíð um mál hans og athugaði skýrslugerðir, auk þess sem rík- isendurskoðendur færu yfir bók hald hans. Stonfunin hefði á und angengnum árum fært mjög út starfsemi sína, og segja mætti að hún væri nú komin í nokk- uð fast form. Lagt hefði verið í miklar fjárfestingar til þess að geta aukið þjónustuna og segja mætti, að starfsemi pósts og síma hefði verið umkvörtunarlítil. Ráð herra vakti athygli á því, að gjöld pósts og síma hefðu ekki verið hækkuð í tvö ár, en nú hefði verið haft á orði að hækka þau til þess að stofnunin gæti haldið uppi nauðsynlegri þjón- ustu og fjárfestingum. Segja mætti að hækkun væri ekki ó- eðlileg, þar sem staðfest væri að gjöld þessi væru mun lægri hér en víða annars staðar. Tómas Karlsson (F) sagði, að svo virtist sem ráðherra hefði lítinn áhuga á að mál þetta næði fram að ganga, þótt hér væri nánast um hliðstæðu að ræða við sumar aðrar ríkisstofnanir. Þann ig hefði t.d. ráðherra beitt sér fyrir stofnun Orkumálaráðs. Þá sagði þingmaðurinn að póstburð argjöld væru ekki lægri hér en víðast hvar erlendis og vitnaði í tímaritið Frímerki, þar sem m.a. kom fram að í Frakklandi er póstburðargjald kr. 3.50, í Bandaríkjunum 3,50 og í Eng- landi kr. 2,40 á meðan það væri 5.00 hérlendis. Þá rakti þingmað- urinn einnig gagnrýni blaðsins á frímerkjaútgáfu stofnunarinn- ar. Ingólfur Jónsson, sagði, að ekki væri neitt handahóf við útgáfu á frímerkjum, en ætíð væri það þannig að sum frí- merki seldust fljótt upp en önn- ur ekki. Ráðherra sagði, að starf ÁRSHATÍÐ 0 Lions-umdæmisins á íslamdi verður haldin í kvöld (föstud. 15. nóv.) að Hótel Sögu, Sðlnasal. Húsið opnað kl. 19. Lionsfélagar fjölmcnnið og takið með ykkur gestL Aðgöngumiðasala við innganginn. Skemmtinefndin. Fífa auglýsir Allar vörur á gamla verðinu. Úlpur, peysur, terylenebuxur, stretchbuxur, sokkabuxur og nærfatnaður. Einnig regnfatnaður á börn og fullorðna. Verzlið yður í hag. Verzlið í FÍFU, Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorrabraut). BLAÓBURÐARFÓLK ÓSKAST Tjarnargata Talið við afgreiðsluna i sima 10100 eftirtalin hverfi: semi pósts og síma væri með allt öðrum hætti en orkumála- ráðs, þar sem það fjallaði mik- ið um nýjar framkvæmdir, en starfsemi pósts og síma væri að verulegu leyti komin í fast form. Ráðherra rifjaði síðan upp sam- anburð á afnotagjöldum síma hér og í öðrum löndum. Á íslandi er afnotagjaldið kr. 3.000 á ári, en t.d. í Noregi kr. '7.656.00, í Danmörku kr. 6.740,00, í Finn- landi kr. 4.522,00, í Sviþjóð kr. 3.784,00, í Bretlandi kr. 5.257,00, í Frakklandi kr. 11.180,00, í Vest ur-Þýzkalandi kr. 8.930,00, í Sviss kr. 4.228,00 og í Bandaríkjun- um kr. 10.417,00. Að lokum tók Ólafur Jóhann- esson til máls og sagði, að ekki væri óeðlilegra að Alþingi kysi stjórn pósts og síma, en t.d. í stjórn síldarverksmiðju ríkisins, sementsverksmiðjunnar og fl. Sagði þingmaðurinn að það hlyti að vera styrkur fyrir embættis- mennina að hafa slíka nefnd starfandi. Raunverulega væri mál þetta liður í stærra við- fangsefni, — hvernig stjórnir rík isstofnana skyldu skipaðar og hvernig starfsemi þeirra gæti í ríkara mæli farið fram fyrir opn- um tjöldum. — er aðstoði rithöfunda við að koma verkum sínum á framfœri erlendis í GÆR mælti Tómas Karlsson fyrir frumvarpi er hann flytur um viðauka við menningarsjóð og menntamálaráð. Leggur hann til í frumvarpinu að stofnaður verði þýðingasjóður, sem veiti íslenzkum rithöfundum styrk til að láta þýða verk sín á erlend tungumál. Viðaukagreinin sem Tómas leggur til að bætt verði við lög- in er svohljóðandi: Menntamála ráð fer með stjórn Þýðinga- sjóðs. Hlutverk þessa sjóðs er að veita íslenzkum rithöfundum styrki til að láta þýða verk sín á erlend tungumál með útgáfu á verkunum erlendis í huga. Menntamálaráð skal árlega, eft- ir að sjóður þessi hefur tekið til starfa, auglýsa eftir umsókn- um um styrki úr ÞýðingasjóðL Menntamálaráð úthlutar styrkj- um þessum, og skal úthlutun miða að því að koma athyglis- verðum íslenzkum samtímabók- menntum á framfæri erlendis. Menntamálaráð skal aðstoða rithöfunda við útvegun hæfra þýðenda. Þýðingasjóður menntamála- ráðs tekur til starfa, þegar fé hefur verið veitt til hans á fjár- lögum. Heimilt er menntamála- ráði að nota að hluta starfsfé sjóðsins til að kynna íslenzk sam tímaskáldverk erlendis. Menntamálaráðherra setur 1 reglugerð nánari ákvæði um starfsemi Þýðingasjóðs. Þjððleikhúsiö styrki leikritahöfunda frumvarp á Alþingi TÓMAS KARLSSON (F) mælti í gær fyrir frumvarpi er hann flytur um breytingu á lögum um þjóðleikhús. Gerir flutnings- maður ráð fyrir því í frumvarpi sínu, að heimilað verði að ráða einn leikritahöfund á föstum Iaunum til leikhússins ef þjóð- Andstaða gegn happ- drættisfrumvarpi PÉTUR Sigurðsson, alþingismað ur, kvaðst mundu greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvarpinu um happdrætti Háskóla íslands, en frumvarpið var til 1. umræðu í neðri deild í gær, eftir að hafa verið samþykkt einróma í efri- deild. Sagði Pétur, að ekki væri ástæða til þess að stofna eitt happdrættið í viðbót, og nýr flokkur í þessu happdrætti mundi hafa neikvæð áhrif á sölu ann- arra happdrætta. Þá væri einn- ig ástæða fyrir nefndarmenn þeirrar nefndar er fjallaði um frumvarpið að kanna hvort full- notaðar væru þær heimildir um útgáfu happdrættismiða sem Há- skólinn hefði. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, taldi að um misskilning væri að ræða hjá þingmanninum, þegar hann talaði um að stofna ætti til nýs happdrættis. Einung- is væri ætlunin að fjölga hluta- miðum. Sagði ráðherra það ekki ætlunina að gera lítið úr öðrum happdrættum, en Háskólahapp- drættið gegndi miklu hlutverki í fjáröflun til handa Háskólan- um. leikhússtjóra og þjóðleikhúsráði þykir ástæða til. Tillögugreinin er svohljóðandi: Heimilt skal þjóðleikhússtjóra, að ráða til eins árs í senn, á kjör fastra leikara, í hæsta launa- flokki, rithöfund til að rita ís- lenzk leikrit. Skal viðkomandi leikritahöfundur skila minnst einu íslenzku leikverki í lok starfsárs en það er í höndum þjóðleikhússtjóra og þjóðleikhús ráðs að ákveða, hvort eða hve- nær verði sýnt. Verði verk- ið tekið til sýningar, skal leik- ritahöfundurinn fá þóknun fyrir í samræmi við það, sem höfund- um íslenzkra verka er greitt fyr- ir leikrit þau sem tekin eru til sýningar í þjóðleikhúsinu. Flutningsmaður vakti athygli á, að hér væri aðeins um heim- ildarlög að ræða og ekki gert ráð fyrir að þau yrðu notuð fyrr en fjármagn væri fyrir hendi hjá leikhúsinu, og þjóðleikhússtjóri sæi ástæðu til. Hlutur erlendra leikrita í þjóðleikhúsinu færi stöðugt vaxandi og væri illt til þess að vita, að íslenzkir rithöf- undar gæfu sig ekki að leikrita- gerð. Með flutningi frumvarpsins vekti það fyrir sér að þjóðleik- húsið gerði höfundum, sem áhuga hefðu á leikritinu, kleift að sinna verkefni sínu. Umrœður um byggingu safnabúss á Alþingi Önnur umræða um stjórnar- frumvarpið um Landsbókasafn tslands fór fram í neðri-deild Alþingi í gær. Bjartmar Guð- mundsson mælti fyrir áliti menntamálanefndar deildarinn- ar, en hún mælti einróma með samþykkt frumvarpsins eftir að hafa gert eina breytingu á því. Bjartmar Guðmundsson gerði safnahúsmálin að nokkru um- talsefni í ræðu sinni, og sagði, að nefndin vildi taka mjög undir þau ummæli menntamálaráð- herra í framsögu fyrir þessu frumvarpi, að rík nauðsyn sé að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð Landsbókasafnsins og Há skólabókasafnsins. Gera þyrfti sem fyrst áætlun um byggingu bókasafnshúss, er rúma'ði hin vís indalegu bókasöfn íslendinga, og stefna bæri að því, að hún yrði reist í sambandi við 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974. Breytingatillagan er nefndin gerði var þannig: Landsbókasafn skal þaulsafna prentuðu efni íslenzku eða því, sem ísland og íslenzk málefni varðar, á hverri tungu sem er. Sé enginn kostur frumrita, skulu fengnar af þeim filmur, eða annars konar myndir, eftir því sem auðið er. Landsbókasafn skal varðveita ónotað eitt eintak af sem flestu íslenzku prentuðu efni, og skal þeim eintökum feng insérstaklega örugg geymsla. Magnús Kjartansson tók undir það sem kom fram í ræ'ðu Bjart- mars Guðmundssonar, að nauð- synlegt væri að hraða byggingu safnahúss. Sagði hann að ekki þýddi að setja skynsamleg lög, ef húsnæðisskortur stofnunarinn ar kæmi í veg fyrir að hægt væri að framfylgja þeim. Nauð- synlegt væri að taka afstöðu til þessara mála á þessu þingi, og þyrfti ríkisstjórnin að hafa frum- kvæ’ðið um það mál, því ella yrði því tæpast hrundið í fram- kvæmd. Bjami Benediktsson, forsætis- ráffherra, vakti athygli á því að nú væri starfandi nefnd sem allir flokkar ættu fulltrúa í, og ynni hún að því að gera tillögur um hvernig minnast skyldi 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Kvaðst ráðherra hafa heyrt að nefndin hefði uppi ráðagerðir um bygg- ingu safnahúss, en endanlegar til lögur hennar mundu lagðar fyrir Alþingi og ræddar þar. Ekki væri hægt að ætlast til þess áð ríkisstjómin gæfi yfirlýsingar um þetta mál, fyrr en það væri fullkannað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.