Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 imimM Wmmmm nustu, svo það mætti halda, að hann gæti tekið fyrir sig af rétt- unum hvenær sem væri. í stað þess klúðrar hann þessu eða nær i einhverja bölvaða óveru, hvenær sem hann hefzt eitthvað að. Kannski talaði Boissier svona afþví að honum fannst ferill Frissa vera eitthvað svipaður sínum eigin ferli, að þvi undan- teknu að sjálfur hafði hann heilsu, sem þoldi takmarkalaus- an fjölda snafsa og útiveru í hvaða veðri sem var. — Það skrítna er, að þó að þeir settu hann inn í tíu ár eða tuttugu ár, mundi hann strax byrja þar sem fyrr var frá horf- ið, jafnvel þó hann væri orðinn sjötugur og gengi við hækjur. Hann hefur fengið það í kollinn að hann þurfi ekki nema eina góða ferð og þá sé hann búinn að tryggja sig fyrir 'lífstíð. — En nú hefur hann orðið fyr fyrir slæmu áfalli, útskýrði Ma- igret. Svo virðist sem hann hafi verið að fást við skáp úti í Neu- illy og þá rekizt á lík í herberg- inu. — Hvað var ég að segja? Svona nokkuð gæti ekki komið fyrir aðra en hann. Og svo stakk hann af? En hvað ætli hann hafi gert við hjólið? — Fleygt því í ána. — Og hann er nú í Belgíu? — Sennilega. — Ég ætla þá að hringja til Bruxelles, nema þú viljir al'ls ekki láta handsama hann. — Jú, sannarlega vil ég láta handsama hann. — Veiztu hvar þetta gerðist? — Ég veit bara, að það var í Neuilly og að við húsið er garð- ur með smíðajárnsgrind í hlið- inu. _ — Það ætti að vera auðvelt. Ég kem fljótt aftur. Maigret var svo nærgætinn að panta tvo Pernod í viðbót frá kránni meðan hinn var í burtu. Það færði með sér ilminn, ekki einasta frá Tunglstrætistímabil- inu, heldur og frá Suður-Frakk- iandi, einkum þó frá lítilli krá í Cannes, þar sem hann hafði ver ið í sendiferð og þá kom til sög unnar atvik, sem lyfti málinu upp úr hversdagsfarinu og gerði ferðina líkari skemmtiferð. Hann hafði nú ekki lofað konu sinni neitt ákveðið að hitta hana á Blómatorginu, og hún vissi vel að það þýddi aldrei að bíða eftir honum. Boissier kom aftur og með skjalaböggul, sem hafði fyrst og fremst inni að halda tvær embættislegar ljós- myndir af Alfred Jussiaume. — Svona lítur peyi út! Þetta var hvorttveggja í senn andlit meinlætamanns og götu- róna. Húðin var teygð á beinun- um nasahólurnar voru langar og 7 eins og saman klemmdar og augnaráðið var næstum dular- fullt og um leið svipmikið. Jafn- vel á þessum oflýstu Ijósmynd- um — að framan og frá hlið — flibbalaus og útstætt barkakýli, mátti greina hinn djúpa einmana leika mannsins og sorgarsvip, sem var þó engan veginn grimmdarlegur um leið. Það var eins og hann væri — Það var hann Óli — hann bauð mér í leikhúsið — ég hafði enga afsökun. fæddur til að lúta jafnan í lægra haldi, og því ekki nema eðlilegt, að verið væri að elta hann. — Á ég að lesa skýrsluna hans fyrir þig? — Það er engin þörf á því núna. Ég vildi heldur fara yfir hana af fullkominni óhlutdrægni. Það sem ég vildi sjá. er skráin. Boissier var hrifinn af þess- ari síðustu setningu. Það vissi Maigret að hann mundi verða, um leið og hann segði það, því að hann ætlaði beiniínis að gera liðþjálfanum til geðs. — Þú vissir að ég mundi hafa hana? — Já, ég var viss um, að svo væri. Því að Boissier kunni raunveru lega sitt verk. Skráin, sem um var að ræða, var listi tekinn upp úr bókum Planchards lása- smiðs, yfir peningaskápa, sem höfðu verið settir upp meðan Jussiaume vann þar. — Bíddu meðan ég slæ upp Neuilly. Þú ert viss um að þetta hafi verið þar? — Já samkvæmt framburði Ernestine. Sjáðu til — hún var nú ekki svo vitlaus að leita til þín. En hvers vegna einmitt til þín? — Afþví ég tók hana fasta fyrir sextán eða sautján árum, og þá gerði hún mér meira að segja bölvaðan grikk. Þetta kom Boissier ekkert á óvart, svo hversdagslegt var það í starfinu. Þeir þekktu báðir hvor á annan. í glösunum mátti finna ilminn af gulgrænum per- nod um alla stofuna og hann virtist hleypa broddflugunni í ham. — Banki . .. Nei, áreiðanlega ekki. Frissi fékkst ekkert við banka, afþví að hann e: hrædd- ur við þjófabjöllur . . hér er olíufélag, sem er farið á haus- inn fyrir tíu árum . . . ilmvatns- framleiðandi ... og hann fór á hausinn i fyrra. Loksins stanzaði fingurinn á Boissier við nafn og heimilis- fang. — Guilliaume Serre, tann- læknir, Bæjargötu 43, Neuilly. Þú kannast við það? Það er rétt handan við dýragarðinn og ligg ur eins og Wal'lace-Breiðgat- an. — Ég þekki það. Þeir litu snöggvast hvor á ann an. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Þú íylgir hugboði þér tekst að bæta vinnu og afköst. Ef þú átt það skilið, skaltu fara fram á hvað sem þér dettur í hug, því að miklar líkur eru til þess að þú fáir það. Nautið, 20. apríl — 20. maí Undanfarið hefur fólk svarað samvinnu þinni snúðugt, en málin eru að snúast við. Reyndu að vera góður. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Reyndu að vinna þér í hag. Vertu ekki svona ákveðinn í sambandi við persónulegar óskir annarra í fjölskyldunni. Krabhinn 21. júní — 22. júlí Hömlur eru á ferðalögum. Þeir sem öllu ráða virðast ekki hafa mætur á hugmyndum þínum í svipinn. Þolinmæðin dugar bezt. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Bezt er að fara að öllu með ró. Þú ert tungulipur, og getur grætt mikið á því, en ekki á áhættu! Meyjan 23. ágúst — 22. september Þér gengur betur, ef þú ert ekki svona kröfuharður við aðra. Djúphyggja þín forðar þér frá illindum. Reyndu að hlýða á tón- list í kvöld. Vogin, 23. september — 22. október Ef þú kemst hjá eigin sýndarmennsku, geturuðu haft mikil áhrif á þá, sem þér eru mikilvægastir. Þú hefur hugboð um, að þér megi takast að bæta fjárhaginn. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Vinir þínir eru afar hjálpsamir við að útvega þér góð sam- fcönd, en því miður er allt of auðvelt að róða sér inn í illdeilur. Bogamaðurinn, 22. nóvember — 22. desember Góður dagur til að kanna dulspeki. Fylgdu hugboðum þínum, og rannsakaðu ofan í kjölinn, því þú verður margs vísari. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Nú hefst hálfur mánuður, sem gerir þér miklu auðveldara að tjá þig. Þú gerir mikið til að bæta ráð þitt og verður býsna frum- legur. Forðaztu það að dæma þá, sem ákvörðunarvaldið hafa. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Reyndu að ganga dálítið lengra í fjármálum og íhugun, þannig færðu betri yfirsýn. Fylgdu kenningum um viðskiptamál. Reyndu að vinna upp, það sem miður hefur farið menningarlega. Fiskarnir, 19. febrúar — 21. marz Reyndu að bæta ráð þitt í dag, og auka hæfni þína og vit- neskju. Ef kostur er, skaltu fá þér hjálp,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.