Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 3 TVEIR fulltrúar æskulýðs félaga í Tékkóslóvakíu eru staddir hérlendis í boði Æskulýðssambands íslands og munu dveljast til 18. nóvember. Á laugardaginn kemur munu þeir koma fram á opnum fundi í Þjóð leikhúskjallaranum, sem haldinn er á vegum Æsku- lýðssambandsins og Tékk- nesk-íslenzka félagsins. Þar munu þeir fjalla um: „Lífið í Tékkóslóvakíu nú á dögum.“ i>eir félagar áttu fund naeð blaðamönnum í gær. Þeii heita Karel Rejzek, starfsmað ur Æskulýðssambands Tékkó- slóvakíu, sem hefur með í- þróttir og skipulagðar æsku- lýðsferðir að gera, og Ivan Blaha, verkfræðingur, forma? ur Landssamtaka æskulýðs- klúbba. Ragnar Kjartanssooi, formað ur Æskulýðssambands Islands, kynnti þá félaga og sagði, að Fulltrúar tékkóslóvakíska Æskulýðssambandsins, Ivan Blaha (t.v.) og Karel Rejzek — Ljosm. Ól. K. M.) „Sjð mánaða frelsi hefur gefið niðurbældum skoðunum líf — segja tveir tékkóslóvakiskir œsku- lýðsfulltrúar, sem hér eru í heimsókn Æskulýðssambands íslands þetta væri fyrsta heimsókn til sambandsins frá Austur- Evrópuríki og fyrsta skrefið, sem það stigi til þess að efla kynni landanna. Slík boð gætu orðið til þess að eyða tortryggni og auka samskipt- in. Tékkarnir tveir létu í Ijós ánægju með komuna til ís- lands. Þeir sögðust undrandi yfir því hve íslenzkur almenn ingur væri f róður um imnan- ríkismál Tékkóslóvakiu og sagði að ungt fólk í Tékkó- slóvakíu vildi fara sínar eig- in leiðir til betra þjóðfélags. Tékkóslóvakar skiptust nú í tvær fylkingar — „gömlu kommúnistana" eims og þeir orðu'ðu það og hins vegar hreyfing unga fólksins. Aðspurður um ummæli Ota Sik, nú fyrir skömmu í Stokk hólmi um, að Gomulka og Ulbricht hefðu óttast sömu stefnu og náð hefði tökum á Tékkum og því hvatt rnjög eindregið til imnrásarinnar sögðu þeir félagar, að Gom- ulka og Ulbricht væru, að þeirra sjálfra dómi, mjög und ir áhrifum og þrýstingi frá voldugri erlendri ríkisstjórn og stundum kæmu þeir bein- línis fram sem talsmenn henn ar. Hins vegar sögðust þeir hafa heyrt um það að vakn- ing hafi verið á meðal Pól- verja og Austur-Þjó'ðverja. En hvort hún var' samhljóða frels ishreyfingu Tékka vissu þeir ekki. Það er einkennandi fyrir ungt fólk — í Tékkóslóvakíu, sem annars staðar, að það mótmælir. Þess vegna hafa verið mótmælaaðgerðir í öll- um stærstu borgum landsins — sögðu þeir félagar. Áður fyrr þekkti Tékkósló- vakísk æska ekki slíkar mót- mælaaðgerðir, en eftir að létt var á harðstjórninni og opin- berir fundir leyfðir er ekki svo gott að hverfa til baka. Þess vegna lætur unga kyn- slóðin í Tékkóslóvakíu ekki segja sér fyrir verkum. 7 mán aða frelsi hefur gefið margra ára niðurbældum skoðunum líf og nú kemur lögregluvald ið ekki að haldi sem áður. — Ástandið í landinu — sögðu þeir, var aldrei þannig að flokkurinn gæti ekki ráð- ið við það. Hér var heldur ekki um það að ræða að Tékkó slóvaikía sliti sig úr saimbandi við Austur-Evrópulöndin. Við vildum aðeins fá að þróa okk ar sósíalisma við hæfi okkar þjóðfélags og í samræmi við efnahag landsins. Aðspurðir um takmarkanir á ferðafrelsi Tékkóslóvaka sögðust þeir félagar mjög lít- ið hafa heyrt um það mál, þar eð takmörkunin hafi komið um leið og þeir hefðu haldið til íslands. Þeir vissu þar af leiðandi ekki meira en það sem staðið hefði í blöðum. Þá voru þeir félagar spurð- ir að því hvort þeir óttuðust að Dubcek, Cernik og Svo- boda yrði vikið frá völdum, eða þeim þröngvað til þess að taka upp algjöra sovétstefnu. Þeir svöruðu því til, að hér væri um að ræða, hvort menn væru svartsýnir eða bjartsýn- ir. Þessir menn eru vissulega mjög þvingaðir, en við viljum ekki trúa því sögðu báðir, að þeir bregðist áhugamálum fólksins í landinu. Tékkósló- vakar álitu heldur ekki að einn væri öðrum liprari gagn vart Rússum. Þessi þrenning [ væri einvala lið, sem þjóðin yrði að treysta. Við, Tékkó- slóvakar getum ekki breytt saðreyndum, hvorki 1 nútíð eða framtíð. Hér er um hern- aðarlega staðreynd að ræða og við erum í rauninni lítið stærri en ísland. Þeir félagar sögðu, að marg ir menntaðir Tékkósióvakar 'hefðú fiarið til útlamdia, er inn ráisin var gerð. Miargir hafi verið erlendds og eklki þorað að snúia heim af ótta við að truflainir yrðu á vísindaisitarfi þeirna, en straumuriinin væri nú aftur farirnn að Stefna til landsins. Svo eru enin aðriir, sem heidur Ikjósa að vimna í öðru laindi. Þeir koma ekki heim og þeir viilja það eldki af sömu ástæðum og þegar brezkuir vísindaimaðiur ftyzt til Banidaríkjamna itil þess að starfa þar. Hainm immheiimtir meira fyrir störf isdm þar en heirna fyrir. Þeir félagar voru spurðir að því, hvenær það „eðlilega" ástamd yrði komið á í Tékk'ó- slóvaikíu, að hierir Varsjár- bamdialagsríkjanma Igiætu farið Iheim. „Hið eðlilega ástand" töldu þeir þýða í eyrum Rússa, ástamdið eims og það Framhald á bls. 31 STtUNDOR STEINDÖRSSON LANDIÐ ÞITT ANNAÐ BINDI eftir STEINDÓR STEINDÓRSSON, skólameistara. Prýdd myndum Páls Jónssonar og Þorsteins Jósepssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf, skóla- störf og vísindarannsóknir. Hanri hsf- ur um áratugaskeið ferðast um byggð- ir og óbyggðir til gróðurrannsókna og lagt grundvöllinn að þekkingu manna á hálendisgróðri íslands. í LANDIÐ ÞITT lýsir Steindór um 700 stöðum og óbyggðasvæðum, en auk þess fylgir bókinni staðanafnaskrá yfir bæði bindin; sú mesta sem prent- uð hefur verið á íslenzku. Bók Steln- dórs er nauðsynlegt framhald fyrra bindis og staðanafnaskráin auðveldar notkun beggja binda. Bókin er ávöxt- ur áralangra kynna höfundar af há- lendi íslands og mikill fengur hverjum þeim, sem legf ur rækt við þjóðlegan fróðleik og lætur sér annt um landið sitt. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Borgartúni 21, sími 18660. (hús SendibílastöSvarinnar) a STAKSTEIMAR Grípa til örþriíaráða Ráðamenn Kommúnistaflokks- ins finna nú greinilega jörðina gliðna undan fótum sér. Bar- áttuaðferðir þeirra minna á fálm kennd viðbrögð sökkvandi tmanns. Þegar örvæntingin hel- tekur þá grípa þeir jafnan til sömu örþrifaráða. Þeir senda skríl út á göturnar og láta hann kasta grjóti, eggj- um og öðru sem hendi er næst. Síðasta afrek kommún- 'istaleiðtoganna í þessum efnum voru skrílslæti þan, sem fram fóru við Alþingishúsið sl. þriðju dag er kommúnistaleiðtogarnir öttu fylgismönnum sínum fram tii þess að hefja grjóthríð á þing húsið, brutu þar nokkrar rúð- ur og ollu öðru tjón'i. Þessum skrílslátum, sem kommúnistaleið togamir stóðu fyrir iýsti komm- únistablaðið með velþóknun á þennan veg: „Nokkrir nngling- ar söfnuðust upp við alþingis- húsið á móti fólkinu, sem þátt tók í mótmælaaðgerðum, hróp- uðu að því og köstuðu steinum. Fjórar rúður voru brotnar í þinghúsinu.... “Skv. þessari kostulegu frásögn kommúnista- blaðsins voru það sem sagt þeir, sem stóðu „upp við Alþingishús- ið“, sem brutu rúðurnar með grjótkasti. Þeim mönnum hlýtnr að vera margt til lista lagt sem kasta grjótinu þannig upp fyrir sig og aftur fyrir sig og hæfa í mark. Sannleikurinn er auð- vitað sá, að kommúnistaskríllinn sem leiðtogar Kommúnistaflokks ins kölluðu út til aðgerða, réðst á Alþingishúsið með grjótkasti eins og þeir hafa stundum gert áður og sýndu þar með grelni- lega hug sinn til þeirra lýðræð- is stjórnarhátta, sem ríkt hafa og rikja munu í þessu landi. En það ættu þeir, sem þátt tóku í hinni „friðsamlegu mótmæla- stöðu“ að hafa í huga, að hefðu þeir safnast saman með þessum hætti í einhverju ríkja sósíalism- ans væru þeir ekki allir í lif- enda tölu í dag. Hvað dvelur íram- kvæmdastjórnina? Skv. uppdrætti að skipulagi Kommúnistaflokksins, sem birtui var í blaði á hans vegum fyrir skömmu, er framkvæmdastjórn flokksins æðsta og valdamesta stofnun hans. Undir hina alls- ráðandi framkvæmdastjóm ei bæði miðstjórn, formaður, vara- formaður og ritari sett. Ætla mætti því að kommúnistar leggðn áherzlu á að hraða kjöri fram- kvæmdastjórnarinnar svo að flokkur'inn væri ekki sem höfuð- laus her of lengi. Samt sem áðui hefur framkvæmdastjórnin ekki verið kjörin enn. Það er hlut- verk miðstjórnarinnar að gera það og miðstjórnin hefur þegai komið saman til fundar að landí fundinum loknum. En af ein- hverjum dularfullum ástæðunc bólar ekkert á framkvæmdastjórn ínni. Ástæðan er sögð vera sú að mikil átök standi að tjalda- baki um skipan framkvæmda- stjómarinnar milli Einars Ol- geirssonar og Lúðvíks Jóseps- , sonar, og ennfremur að ýmsii tignir menn í Kommúnistaflokkr um neiti að taka sæti í fram- kvæmdastjórninni. Er það í san ræmi við ákvörðun manns á borí við Karl Guðjónsson sem neit- aði með öllu að taka sæti í mið- stjórn Kommúnistaflokksins i Iandsfundi hans. Vonandi verðui ekki mjög mikill dráttur á þvi úr þessu að kommúnistum tak- ist að koma framk væmdastjórn inni saman. Fyrr verður ekki ljóst hver verður hinn raunvert I legi leiðtogi kommúnista á ís- I iandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.