Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 2
* 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 Ný verðlagsákvœði: Álagning verzlunar skert um 20-25% að me&altali * Fulltrúar launþega gengu af fundi Verðlagsnefndar VERÐLAGSNEFND ákvað a fundi sínum í gær hámarksálagn. ingu á ýmsar vörur miðað við lög um ráðstafanir vegna ákvörð unar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu. í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði verðlagsstjóri, Kristján Gíslason, að gæta bæri þess, að þegar lögin um 20% innflutn- ingsgjaldið voru gefin út, hefði álagningin verið umreiknuð með tilliti til þess, að umreikningin nú miðaðist ekki við þau ákvæði heldur verðlagsákvæði, sem giltu frá febrúar s.l. Kristján nefndi nokkur dæimi um breytimgu álaigniaigari'nin'ar frá því í febrúar og mú, og hver hún var miðað við ákvæðin u-m 20% inmflutnimgisigjaMið. Á ým-sum kornvörum og gykri var álaigningin í febrúar 7% í heildisölu en í sm-ásölu 24-30%. Nún-a er hún 6,5% heildsölu og 22-27% í smásöiu, en það er óbreytt frá því sem var meðan 20% igjaildið var í giMi. Á mýjuim ávöxtum var álagn ingin 13% í heiidsölu ,en 42% í smásöl'u. Nú er hún 10% í heild- sölu og 33% í smásölu, var 11,5% í heiMsölu og 38% í smásöl-u með ákvæðúm 20% gjaidsins. Álagndn-gin á hreinlætisvörum, svo sem sápu og þvottaefni var 10% í heitldsöki og 28% í smá- sölu, en er nú 7,5% í heildsölu og 22% í smásölu. Álagningin var 9,5% í heildsöl-u og 26% í smásölu miðað við á'kvæði imn- flutnin-gsigj aMsins. Álagnmg á Skófatnað var í hieildisölu 10% og í sm-ásöl-u 27%, en er nú 7,5% og 21 %í smásölu. ' Miðað við i-nnfiutnin,gsgjaMið va-r hún 9,5% í heildsö'lu og 25% í smiásöiu. Álagning á leir- og glervörum var 16% í heildsölu í febrúar og 35% í smásölu, en er nú í heild- sölu 12% og 25% í smásölu. Mið- að við ákvæðin vegna innflutn- ingsgjaldsins þá var hún 15% í heildsölu og 33% í smásölu. Þetta er þó aðeims brot af þeim vöruflokkum sem teknir voru fyrir á fundi Verðlangsmefndar, en gefur þó nokkra mynd af breytingu álagningarinnar. Morgunblaði’ð sneri sér til Sveins Snorrasonar, lögfræðings, sem setið hefur fund Verðlags- nefndar fyrir verzlunina, og spurði hann hvað nýju ákvæðin »táknuðu fyrir verzlunina. Sveinn sagði, að þau táknuðu raimar 20 —25% skerðingu álagninga-rpró- sentunnar að meðaltali. I sumum vöruflokkum væri skerðingin mun meiri, því að sýnilegt væri að stórfelldur samdráttur yrði á eftirspurn sums vamings vegna minnkandi kaupgetu almennings. Fulltrúar launþega gengu af fundi verðlagsnefndar í gær og barst Morgunblaðinu síðdegis fréttatilkynning frá Alþýðusam- bandi Islands og Bandalagi starfs manma ríkis og bæja, þar sem segir að fulltrúar samtakamna hafi í gær gengið á fund félags- málaráðherra í f jarveru viðskipta málaráðherra og afhent honum ' mótmælabréf. Báru fulltrúamir fram kröfu um að staðið yrði við gefið loforð á sl. ári um auk- fð verðlagseftirlit og lögð sér- stök áherzla á að vörubirgðir yrðu kannaðar og eftirlit haft með því að þær yrðu seldar á gamla verðinu. Ennfremur gerðu þeir tillögur um að tekið yrði upp betra eftirlit af opinberri hálfu með verðlagi í viðskipta- löndum landsins til samanburðar og til að kanna hagkvæmni í inn kaupum landsins. í bréfinu er ráðherra var af- hent kemur fram, að samtökin telja að með nýsamþykktum lög um um ráðstafanir vegna ákvörð unar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu hafi Verð lagsnefnd verið svipt löggildandi valdi sínu í verðlagsmálum í mjög veigamiklum atriðum og verksvið hennar á miklum breyt ingartímum þrengt stórlega. Síðan segir orðrétt í bréfinu: Stjórnir samtaka vorra mót- mæla þessari valdasviptingu gagnvart Verðlagsnefnd harð- lega með sérstöku tilliti til þess að skipun Verðlagsnefndar eins og hún var ákveðin 1. nóv. 1967 var gerð með samkomulagi við Alþýðusamband íslands og þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að hún héldi áfram því valdi og valdsviði, sem þágildandi lög kváðu um. Líta stjórnirnar því svo á að hér sé um brigð að ræða á nefndu samkomulagi. Af framangreinum ástæðum lýsa stjórnir samtaka vorra yfir því, að þær muni ekki, að ó- breyttu ákvæði 2. mgr. 2. gr. nefndra laga endurskipa full- trúa í verðlagsnefnd, þó þær kynnu að eiga þess kost og í annan stað, að þær leggi fyrir fulltrúa sína í nefndinni að taka engan þátt í verðlagningu og verðlagsútreikningum sem beint leiða af nefndu lagaákvæði, en lýsa í því efni allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni. Verði enn á ný gripið til hliðstæðrar valda sviptingar nefndarinnar munu stjórnir samtakanna leggja fyrir fulltrúa sína í nefndinni að hætta þar endanlega störfum. Samþykkt þessi tilkynnist yð- ur hér með. Þess má að endingu geta, að tilnefning launþega, kaupmanna og vinnuveitenda í Verðlags- nefnd rennur út um næstu ára- mót. Skyrumbúðirnar nýju — 500 gr. dósir. Gerilsneytt skyr í plastumbúðum Skyrverð hœkkar vegna nýju umbúðanna UNDANFARIN ár hafa Mjólkur samsalan og Mjólkurbú Flóa- manna unnið að þvi að breyta framleiðsluháttum, meðferð og pökkun á skyri. Stefnt hefir ver ið að því að skyrið yrði betra, gæðin jafnari og geymsluþolið lengra. Skyrið yrði tilbúið til neyzlu og í allri meðferð þess bæði í framleiðslu og pökkun væri tryggt ýtrasta hreinlæti. Þessi framkvæmd hefir verið all torleyst og tekið langan tíma. Skyrgerð þekkist ekki nema á íslandi, en vélakost varð að sækja til annarra landa. En með margvíslegum tilraunum og breytingum hefir tekizt að bæta aðferð við skyrgerð og skyrpökk un. Þessar tilraunir hafa verið gerðar í Mjólkurbúi Flóamanna Rændu konur veskjum TVÆR eldri konur voru rændar veskjum sínum á götum úti í Reykjavík í fyrrakvöld. í öðru veskinu voru engir peningar, e» 11—1200 krónur í hinu. Síðar um kvöldið handtók lögreglan tvo menn og í gær játaði annar að hafa rænt aðra konuna og sagði félaga sinn hafa rænt hina, en sá neitar enn. Á öðrum mann inum fundust þúsund krónur. Það var eingöngu árverkni tveggja ungra lögregluþjóna, þeirra Atla Ólafssonar og Óskars Sigurpálssonar, að þakka að svo fljótt hafðist upp á ránsmönnun- um. Lögregl-uiþjónarnir voru á eftirlitsferð niður við höfn, þeg- ar þeir veittu tveimur grunsam- legum mönnum athygli. Menn þessir stóð-u inn í dimmu sundi Fundur um bæjurmúl í Vest- munnneyjum Sjálfstæðisfélögin í Vest- mannaeyjum boða til sameig inlegs fundar um málefni bæj arins sunnudaginn 17. nóv. n.k. í Samkomuhúsinu kl. 16.00. Fulltrúar flokksins og varafulltrúar í bæjarstjóm flytja ávörp og svara fyrir- spumum. Sjálfstæðisfólk fjöl mennið. Eyverjar, Eygló, Sjálfstæðisfélag Vest- mannaeyja. og voru að handfjatla kvenveski, sem þeir svo ekki gátu gefið lögregluþjónunum neina skýr- ingu á. Voru mennirnir tveir þá fluttir í geymislu í Síðumúla. Við yfirheyrslur í gærmorgun lagði svo annar þeirra fram játn ingu. Sagði hann, að þeir félagar hefðu verið staddir á veitinga- húsi kvöldið áður og orðið uppi- skroppa með peninga. Fór þá fé- la-gi hans út og skömmu síðar kom hann aftur og kvaðst hafa rænt veski af eMri konu í Garða stræti. Félagarnir fóru með veskið niður að höfn, tóku úr því 1200 krónur í peningum, en fleygðu veskinu í sjóinn. Maður sá, sem játaði, 'kvaðst ekki hafa viljað vera minni maður en félagi hans og þegar hann sá eldri konu vera að skoða í búðarglugga á Kirkjutorgi, vatt hann sér að henni og þreif af henni veskið. Aftur fóru þeir félagar niður að höfn til að kanna ránsfenginn, en þá veittu lögregluþjónarnir tveir þeim athyglL Sem fyrr segir neitar hinn maðurinn öllu ennþá. Menn þess ir eru 22 og 20 ára. á Selfossi og þar er skyrið fram leitt og pakkað. Á landbúnaðarsýningunni í haust gafst mönnum kostur á að kynna sér árangur þessara end- urbóta og nú næstu daga kem- ur skyrið til sölu hjá Mjólkur- samsölunni. urn sparnað með breyttum fram leiðsluháttum og pökkun er ó- hjákvæmilegt að hækka skyr- verðið um hluta af umbúðakostn aðinum. En kostirnir við nýjung arnar eru svo miklir að rétt þótti að hrinda þeim í fram- kvæmd. Fyrstu dagana verður lítið magn ^ð ræða, en í næstu viku verð- Þessi breytta aðferð við skyr- l*)r væntanlega hægt að fullnægja gerð er einkum að tvennu leyti íftirspurn. (Fréttatilkynning frá Mjólkur- samsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna). frábrugðin þeirri fyrri. Skyrið er nú gerilsneytt, en það eykur geymsluþol þess upp í 5—7 daga án þess að súrna, ef það er geymt í kæliskápi. Hin nýjungin er sú að í stað þess að sía mysuna úr skyrinu í síu eins og gert hefir verið til þessa, er hún nú skilin frá í skilvindu af sérstakri gerð. Við það verður skyrið mýkra en þéttara í sér og lítið eitt fyrir- ferðarminna en áður en hefir þó sama þurefnainnihald og næring argildi og fyrr. Auðvelt er að hræra skyrið út með mjólk, und anrennu eða vatni ef menn vilja. Skyrið fer úr skilvindunni gegn um kælibúnað í pökkunarvélina og er því pakkað í plastbox í tveimur stærðum 200 gr. og 500 gr. Nokkur aukakostnaður fellur á skyrið við þessar endurbætur. Umbúðir þessar eru miklu dýr- ari en pappírinn, sem notaður hefir verið, og auk þess eru þær hátt tollaðar. Þrátt fyrir nokk- Steingrimur sýnir á Akureyri Steingrímur Sigurðsson heldur málverkasýningu í stóra salnum að Hótel Kea um næstu helgi. Hann sýnir þar 20 nýjar myndir, nær allt oliumálverk. Sýningin verður opnuð kl. 17.30 á föstu- dag og verður þá opin til kl. 20.00, á laugardag verður hún op- in allan daginn, e’ða kl. 10—24 og á sunnudag kl. 19—24, en þá lýkur sýningunni. Þetta er 5. sýningin, sem Stein grímur heldur á tveimur árum. Fyrirhugaðar eru einkasýningar í Evrópu og Vesturheimi á næsta ári. Síðdegisfundur um gengislækk- un og Iuusn efnuhugsvunduns HAGFRÆÐINGAFÉLAG Islands gengst fyrir síðdegisfundi um ofangreint efni í Sigtúni laugar- daginn 16. nóvember. Hefst fund urinn kl. 2.30. Framsögumaður verður Guð- mundur Magnússon, hagfræði- prófesssor, en að framsögn hans lokinni mun umræðuhópur nokk urra hagfræðinga reifa málið nán ar og svara fyrirspumum og at- hugasemdum fundarmanna um eðli gengisbreytingarinnar og væntanleg áhrif hennar á þjóðar búskap, atvinnuvegi og lífskjör. Verða það þeir dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Jónas H. Haralz, forstjóri Efnahags- stofnunarinnar, Úlfur Sigur- mundsson, framkv.stj. Kirkju- sands h.f., og Þorvarður Alfons- son, framkv.stj. Félags ísl. iðn- rekenda. Fundurinn er opinn gestum utan félagsins, meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið sneri sér í gær til Stefáns Björnssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, og sþurð- ist fyrir um tolla og verð á um- búðunum. Stefán sagði, að tollurinn væri 40%. Það þýddi, að skyr í 500 gr. dósum yrði kr. 1.10 dýrara en í pappírsumbúðum. Skyr í 200 gr. dósum yrði 80 aurum dýr- ara. Stefán Björnsson sagði, að Mjólkursamsalan teldi, að verð- hækkuninni væri mjög stillt 1 hóf, þar sem 500 gr. dósirnar kostuðu kr. 2.26 í innkaupi og 200 gr. dósirnar kostuðu kr. 1.73 í innkaupi. Ekkert olvar- lega slasað ENGINN farþeganna fjögurra, sem fluttir voru í sjúkrahús í fyrrakvöld, eftir að bifreið þeirra hafði vcrið ekið á brúar- stólpa á Hafnarfjarðarvegi, mun vera alvarlega slasaður. Var líð- an þeirra eftir atvikum góð í gær. Kanlmiaður og þrjár konur vonu í bílnum. Áreksbuiri'rm varð um kl. 6.30, en Skyggni var þá mjög slæmt og akstursskilyrði erfið. Mun ökuimaðurinin ekki hafia séð 'hamdriðið, ve-gna þess að endiurSkimismeriki á stólpain/um lýstu ekki, þao- seim þaru voru þak in afurslettum. Vairð áireksturinn mjög harður, þótt bifreiðiin væri ekki á mikilli ferð. Fólk sliasað- ist tialsvart, sem fyrr segir, hiiaut áverka á höfði, mairðist og híaut skurði í andliti. VOUGE flytur Verzlunin Vouge hf. í Hafnar- firði flytur starfsemi sína nú um helgina í nýtt og glæsilegt hús- næði að Strandgötu 31 (hús Oliv ers Steins). Hér er um mun stærra hús- næði að ræða og verður þess vegna meira vöruúrval á boð- stólnm en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.