Morgunblaðið - 19.11.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1968, Blaðsíða 10
f 10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 Endurskoöa þarf hraifrystihúsa Frá tundi Hagfrœðingafélags íslands Frímerkjasýningin opnuð á föstudag Ceir Hallgrímsson, borgarstjóri verður verndari hennar H AGFRÆÐIN GAFÉl. AG Is- lands boðaði til fur.dar s.l. laug ardag og var umræðuefnið gengis breytingin. Frummælandi var Guðmundur Magnússor prófess- or við viðskiptadeild Háskólans, en auk hans voru fjórir aðrir sem fjölluðu um brevtinguna, þeir Jónas Haralz, Jóhannes Nor dal, Úlfur Sigurmundsson og Þor varður Alfonsson. Fundurinn var vel sóttur og báru fundarmenn fram fjölmargar fyrirspurnir. Fundarstjóri var Bjarni Bragi Jónsson, formaður Hagfiæðinga- félags íslands. Bjarni Bragl Jónsson setti fundinn og sagði, að þessi geng- isbreyting gæfi fyrirheit um nýja landvinninga, breytingm væri brú yfir tfl framtíðarinnar, spurn lngin væri því, hvort nauðsyn- legt hefði verið að bypgja þessa brú, og væri það verkefni þessa fundar að fjalla um það Guðmundur Magnússon próf- essor hóf síðan mál s’tt. Hann ræddi í upphafi nokkuð um mark mið og leiðir í efnahagsmálum, m.a. ræddi hann nokkuð um verðbólgu, sem hann taldi mjög skaðvænlega, þegar tit lengdar létL Þá vék hann að genginu og sagði að miðað við það ástand sem hér hefði ríkt, hefði gengis- fellingin verið mest freistandi. Sumir hefðu að vísu vitjað upp- bótarleið en sú leið hefði orsak- að samdrátt og fryst vmnunýt- inguna. Möguleiki til framtiðar- þróunar hefði einnig orðið hverf andi, svo að uppbótar'lmðin væri undir öllum kringumstæðum lé- leg leið, nema þá til mjög skamms tíma. Um gengisfellirgu væri það að segja, að húr\ raskaði tekjuskiptingunni eins og upp- bótarleiðin. en hún hefði það fram yfir, að kaup er.endra á íslenzkum vörum yrðu meiri, vegna ódýrara verðs : erlendri mynt, að útflutningur mvndi auk ast og, innflutningur hráefnis til úrvinnslu yrði meiri. Að 'lokum lagði Guðmundur nokkrar spurn ingar fyrir fjórmenningrna. Jóhannes Nordal seðiabanka- stjóri sagði i ræðu s'nni, að gengisbreytingin núna hefði ver ið eina hagkvæma leiðir. Menn hefðu áður haldið, að tekjurýrn unin á s.I ári væri timabund- ið atriði, en reynslan befði styrkt þá trú, að hér væri um að ræða írnr í kröfugöngum Londonderry, Norður írlandi YFIRVÖLD á Norður írlandi ótt ast, að til blóðugra óeirða kunni að draga í dag og á morgun, þar sem boðuð er mikil ganga til að leggja áherzlu á kröfur borgara um réttindi. Yfirvöld hafa neitað að gefa samþykki sitt til að gangan verði farin, en því hefur verið lýst yfir, að það bann verði að engu haft. „Borgararéttindanefndin" krefst meiri réttinda til handa kaþólskum minnihlutanum á Norður írlandi, einkum hvað snertir atvinnu og húsakost. Pidal 777 Madrid 15. nóv. NTB RAMON Mendez Pidal, einn fremsti málfræðingur Evrópu, lézt í Madrid á föstudag, nær hundrað ára gamall. Pidal var heiðursdoktor við átján þekkta háskóla víðs vegar um heim. Hann ritaði fjölda bóka og rit- gerða um málvísindi á langri ævi. Þekktasta framlag hans til bókmenntasögunnar voru rann- sóknir hans á uppruna Poma del Mio Cid, sem er eitt elzta og þekktasta skáldverk Spánar. varanlega tekjurýrnun sem ætti rót sína að rekja til fallvalt- leika sjávarútvegsins Yrðu menn því að búast við lægra stigi í neyslu um alla framtíð, nema möguleikar væru á aukn- um útflutr.ingi annarra afurða. Sagði Jóhanr.es, að ef ekki væri möguleikar á slíkum útfiutningi væri framtíðin skuggaleg. Úlfur Sigurmundsson, hag- fræðingur, sagði í sinni ræðu, að gengisbreytingin hefði verið óumflýjanleg, og bætti við, að sumum þætti hún jafnvel ekki nóg. Hluti gengisbreytingarinn- ar færi strax í hækkanir og fyr- ir hraðfrystihúsin kæmi hún hún ekki að fullu g&gni: ein- hver fróður maður hefði reikn- að það út að til þess að hún nægði þeim, þyrfti hún að vera milli 80 og 90%. Ræddi hann síðan um áhrif þessarar gengis breytingar fyrir iðnað og iðnað- arútflutning. Þorvarður Alfonsson, hag- fræðingur ræddi aðallega í sinni ræðu um aðstöðu íslenzks iðn- aðar ti'l útflutnings. Hann sagði, að aðstaða iðnaðarins til slíks hefði óneitanilega batnað en mörg ljón væru þó í vegi enn, og þyrfti að fara fram ýtarlegar rannsóknir á hverjar vörur væru vænlegar til útflutnings. Benti hann á, að sl. 30 ár hefði hið opinbera ákveðið, bverjar út flutningsvörur íslendirga ættu að vera. Jónas Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar, fjallaði í ræðu sinni aðallega um frysti- húsin. Hann sagði að frystiiðn- aðurinn hefði aldrei verið rekinn með miklum ágóða, þó væri það ekki algilt. Margar ástæður lægju til misjafnrar afkomu, en óneitanlega ætti mismunandi góð stjórn fyrirtækjanna þar mikinn þátt í. Þá hefði gætt mjög til- hneigingar til affjárfestingar í grundvöll frystiiðnaðinum eins og í annarri vinnslu sjávarafurða. Takmarkað ur sjóndeildarhringur þeirra manna, sem í sjávarútvegi störf- uðu og af eðlilegum ástæðum hefðu ekki reynzlu né þekkingu í öðrum greinum ætti hér einnig hlut að máli. Ennfremur ætti starfsemi banka og fjárfestinga- sjóða hér nokkra sök á. Margir héldu að fjárfestingareftirlit hefði getað komið að haldi í þessu efni. Þetta væri þó alger misskilningur, þar sem í slíku eftirliti hlyti pólitískra sjónar- miða að gæta mjög og gallarnir í uppbyggingu hraðfrystiiðnaðar- ins ættu að nokkru rót sína að rekja einmitt til þess tíma, þeg ar fjárfestingareftirlit var hér við líði. Jónas Haralz sagði að leiðin til að hafa áhrif á bætt skipulag í fjárfestingarmálum í sjávarút- vegi lægi fyrst og fremst í gegn- um starfsemi banka og fjárfest- ingarlánasjóða, auk þess sem nauðsynlegt væri að tryggja sjáv arútvegi almennan starfsgrund- völl er væri heilbrigður, eins og nú væri stefnt að með gengis- breytingunni en ekki yrði gert með uppbótarkerfi. Jónas Haralz sagði að fiskverð væri óeðlilega lágt og stafaði það af hlutaskiptareglunum. Þær hefðu leitt til þess að útgerðar- menn sæju sér takmarkaðan hag í að hækka fiskverð og reyndu heldur að gerast aðilar að fisk- vinnslu. TaJdi Jónas að hækka bæri fiskverð og breyta um leið hlutskiptareglunum, það yrði sjó mönnum tvímælalaust til góða. Að lokum ræddi Jónas Haralz um útflutning iðnaðarvara. Hann sagði að smáiðnaður væri þannig að öll áætlanagerð þar væri meira og minna út í loftið og gæti jafnvel orðið skaðvænleg. Reynsla grannþjóðanna bæði í Danmörku og Noregi benti einnig í þá átt. Þó hófust almeninar umræður. Báru menn fram fyrirspurnir til frummælenda, og komu margar fyrirspurnir fram. Að lokum tóku frummælendur aftur til máls og svöruðu fyrirspurnum. Sýningarblokkin sem gefin er N.K. FÖSTUDAG hefst frímerkja sýningin DIJEX 1968, á vegum Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara og Deutsche Phila telisen Jugend. Jafnframt mun sambandið halda sitt fyrsta lands þing, en það var stofnað í fyrra. Geir Hailgrímsson, borgarstjóri, verður verndari sýningarinnar og mun opna hana formlega. Dag- inn sem frímerkjasýningin opnar, kemur út sérstök sýningarblokk, sem sýnir fyrsta frimerkið, sem gefið var út í Bayern og á fs- landi. Frímerkjasýningin Dijex 1968 er unglingasýning og taka þátt í henni íslenzkir og þýzkir ungl- ingar, en auk þess hafa Samein- uðu þjóðirnar ák\teðið að sýna safn sitt og Guðbjartur Ólafs- son mun sýna gott fslandssafn er hann á. í frétt frá Landssambands ís- lenzkra frímerkjasafnara segir m.a., að það sé Landssamband- inu sérstök ánægja, að borgar- stjórinn sé verndari sýningarinn- ar, en þetta sé önnur unglingasýn ingin sem haldin sé hér á landi. Hin fyrsta var „Dagur frímerk- isins 1960“, sem haldin var að út í tilefni DIJEX 1968. Lindargötu 50. í heiðursnefnd sýningarinnar eiga sæti: Ingólfur Jónsson, póst- og símamálaráðherra, Gunnlaug- ur Briem póst- og símamálastjóri, Max Kiesel, Múnchen og Torf- hildur Steingrímsdóttir Hafnar- firði. Formaður framkvæmda- nefndar sýningarinnar er Sigurð- ur H. Þorsteinsson, forseti LÍF. Sýningin verður haldin að Frí- kirkjuvegi 11 og opnuð n.k. föstu dag kl. 19.30 fyrir almenning og verður opin til 29. nóv. kl. 10-12 og 14-16 verður sýningin opin fyr ir unglinga í skólum borgarinn- ar og nágrennis, en á sýning- unni verða tvö söfn, er sýna notkun frímerkjanna í skóla- starfi. Laugardag og sunnudag verð- ur sýningin ópin fyrir almenn- ing kl. 14-22, en aðra daga kL 17-22. Sérstakt pósthús, með sér- stimpli verður opið á sýningunni, þegar hún er opin fyrri almenn- ing. Leikrit Guðmundar Kambans, Vér morðingjar, hefur nú verið sýnt 55 sinnum hjá Þjóðleikh isinu við ágæta aðsókn. Leikur- inn var frumsýndur þann 20. apríl s.l. á 18 ára afmæli Ieik- hússins, og hlaut frábæra dóma leikgagnrýnenda. Aðalhlut- verkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld og Gunnari Eyjólfs- syni, en leikstjóri er Benedikt Árnason. Næsta sýning leiks- ins verður n.k. föstudag þann 22. nóvember. Myndin er af Gunnari og Kristbjörgu. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sonur okkar ei bezti drengur, en hann ráfar um og virð- ist ekki hafa neinn áhuga á lífinu. Við erum áhyggju- full út af honum. Hvað getum við gert til þess að hrista af honum slenið? Flestir unglingar eru einatt leiðir í skapi. Við gæt- um kallað þetta andlega vaxtaverki. Þegar við erum orðin fullorðin, munum við aðeins eftir sólskinsstund- um æskunnar, og við segjum: „Unga fólkið er ekki eins ánægt og við vorum í mínu ungdæmi“. Ég hef átt tal við margt ungt fólk, og ég hef komizt að raun um, að það, sem það þarfnast öllu öðru fremur, er kærleikur, skilningur og traust. Jesús um- gekkst fólk af mikilli vizku, og eitt af því, sem sýnir það, er sú trú og það traust, sem hann bar til manna. Hvað gat styrkt óstöðugan mann eins og Pétur meira en orð Jesú, þegar hann segir: „Þú ert Pétur, og á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn?“ Eða, hvað var fremur þess megnugt að fjarlægja brodd iðrunarinnar úr hjarta hórseku konunnar en orðin, sem hún fékk að heyra: Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú, syndga ekki upp frá þessu“? Ef til vill var það fremur trú Jesú á fólkinu en trú fólksins á Guð, sem breytti lífi þess. Auðvitað fór hvort tveggja sam- an og hvort tveggja er nauðsynlegt. Reynið að efla sjálfstraust sonar yðar með því að sýna honum, að þér hafið trú á honum. Að baki hverj um manni, sem nýtur velgengni, er einhver, sem trúir á hann, væntir mikilla hluta af honum og örvar hann. g upp- S m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.