Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 Félag íslemkra snyrtisérfræðinya Fundur verður haldinn miðvikudaginn 20. nóv. kl. 8.30 að Hótel Sögu herb. 513. Fundarefni: Gísli Þorkelsson efnaverkfræðingur talar. Kaffi. / STJÓRNIN. Framtíðarstarf í bókhaldsdeild Ungur maður 20—26 ára verður ráðinn á næstunni til þess að annast ýmis skrifstofustörf í fjármáladeild stórs fyrirtækis í Reykjavík. Krafizt er reglusemi, mikillar nákvæmni og góðrar enskukunnáttu. Þetta er starf sem útheimtir eljusemi, en býður á móti fölbreytni og trygga framtíð. Vinnuskilyrði og starfsskilyrði er eins og bezt gerist. Laun verða greidd í hlutfalli við atorku og starfs- árangur. Tilboð með sem fyllstum upplýsingum sendist Morg- unblaðinu merkt: „Nútímatækni — 6692“. Nauðungaruppboð sem auiglýst var í 28., 31. og 33. tfbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Skálagerði 17, hér í borg, þingl. eign Jóns Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Amar Þór hrl., Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbanlkans, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 21. nóv. 1968, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 43., 45. og 48. febl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Hjarðarhaga 60, hér í borg, þingl. eign Hauks Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 21. nóv. 1968, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Grensásvegi 22, hér í borg, talin eign Iðnplasts h.f., fer fram á eigninni sjáliri, fimmtudaginn 21. nóvember 1968, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 45. og 48. tfel. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Hraunbæ 54, hér í borg, talin eign Bjarna Th. Matthíassonar, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guð- mundssonar hdl., og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 21. nóvemfeer 1968, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tryggingastofnunar iíkisins, Fiskimála- sjóðs, Fiskveiðasjóðs íslands og Ólafs Þorgrímssonar, hrl., verður fiskverkunarstöð í Akurhúsatúni í Grinda- vík, þinglesin eign Gunnars Halldórssonar, seld á nauðngaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 22. nóv. 1968, kl. 2.30 e.h Uppboð þetta var auglýst í 11., 14. og 16. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1966. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. •Nýútskrifaðir meinatæknar. Fremri röð frá vinstri: Elín Þ. Björn sdóttir, Vilborg ólafsdóttir, Arn- ttís Theódórs, Kristín Ragnarsdóittir, Hlín Aðalsteinsdóttir og Anina Kristjánsdóttir, sem hlaut fhæstu einkunn, 9,2. Aftari röð frlá vinstri: Soffía Sigurjónsdóttir, Kristín Bergsteinsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Ástríður Hauksdróttir, sem hlaut aðra hæstu einkmnn, 9,1, Ingunn Hjaltadóttir, llðunn Óskarsdóttir og Sigríður fGissurardóttir. Á myndina vantJar Guðnýju Dóru Kristinsdóttur log Ásthildi Pálsdóttur sem báðar starfa nú erlendis. — Ljósm. tMbl. Á. J. Fyrstu meinatœknarnir trá Tœkniskólanum TÆKNISKÓLI íslands útskrifaði í gær fyrstu meinatæknana frá skólanum, alls 15 stúlkur. Meina- tæknar eru aðstoðarfólk á rann- sóknarstofum, sem hafa stundað sémám í tvö ár, bóklegt nám og verklegt. Þessar 15 stúlkur, sem útskrifuðust ' gær eru fyrstu meinatæknarnir, sem útskrifast úr skóla hérlendis. Bjarni Kristjánsson, skóla- stjóri Tækniskólans, afhenti meinatæknunum skírteini sín í gær að viðstöddum kennurum og yfirlæknum rannsóknarstofnana. Skólastjóri sagði m. a. í ræðu' sinni: „Þegar þjóðfélagið vantar hóp af sérhæfðu fólki til vandasamra verka, þá gerist það venjulega að einn eða fleiri aðilar ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því að komið sé á fót kerf- isbundinni merntun, sem full- nægi þörfinni. Fyrir nálega einum áratug munu forstöðumenn rannsókna- stofnanna, sem nú taka þátt í menntun ykkar, sem hér á að útskrifa í dag, hafa komið á hjá sér einskonar menntunarkerfi fyrir meinatækna. Að nokkru leyti var það fólgið í því að láta verðandi meinatækna sækja vissa tíma í Læknadeild háskól- ans. Þessi skipan mála sýndi sig þó að vera ófullnægjandi, og fram fyrir skjöldu gengu forstöðu- menn rannsóknastofnanna. Fé- lag íslenzkra meinafræðinga og Hlín Aðalsteinsdóttir. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 20. nóv. kl. 8.30 síðdegis í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni. 1. Lagabreytingar, tillaga að nýjum lögum fyrir félagið. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál Kvikmyndasýning, kaffidrykkja. Félagskonur fjölmennið. STJÓRNIN. nefnd á vegum M’enntamála- ráðuneytisins, þannig mjakaðist málið áleiðis. Af þeim 20 sem hófu nám . október 1966 hættu 4 námi fyrri- hluta vetrar, 15 stóðust próf í lok námskeiðsins, og þessar 15 hafa nú allar lokið síðari hluta námsins." Við ræddum stuttlega við Hlín Aðalsteinsdóttur frá Neskaup- stað, eina af stúlkunum úr hópi hinna nýju meinatækna og spurðum hana hvernig námið gengi fyrir sig. Fer viðtalið hér á eftir: — Hvaða menntun þarf til þess að geta hafið meinatækna- nám? — Það þarf stúdentspróf til þess og námið tekur tvö ár, s^m skiptist í átta mánaða bóklt gt nám með lokaprófi, og síðan er 16 mánaða verkleg þjálfun á rannsóknarstofum. — Á hvaða rannsóknarstofum fer þjálfunin fram? — Á Borgarspítalanum og Landspítalanum er þjálfað í blóðmeinafræði og meinefna- fræði og á Rannsóknarstofu há- skólans við Barónsstíg er þjálf- að í vefjafræði og sýklafræði. — Hafið þið laun á meðan á verklegri þjálfun stendur? — Já, fyrir fyrstu 4 mánuðina fáum við 50% laun, sem eru um 6 þúsund kr., í eitt ár f'um við svo 60% launa. — Hvað tekur nú við hjá pér að námi loknu? — Að minnsta kosti til að byrja með mun ég vinna á rann- sóknarstofu Borgarspítalans, þar sem ég lærði, en síðan getur vel verið að ég fari utan og vinni þar. — Nú er til félag meinatækna. — Já, fyrir einu ári var stofn- að félagið Meinatæknafélag ís- lands. í því eru um 60 meina- tæknar og tilgangurinn er að efla samvinnu við önnur meina- tæknafélög á alþjóðav'ett’Tangi, og gæta hagsmuna meinat.ekna. Nýlega hefur Meinatæknafé- lagið gerzt aðili að Norðurlanda- samtökum meinatækna og auð- veldar það í íslenzkum meina- tæknum að fá atvinnu á Norður- löndum og einnig er í ráði að sækja um inntöku í alþjóðasam- tök meinatækna. Bræður 17 og 24ra ára óska eftir atvinnu, gætu haft bíl. Eru öllu mögulegu vanir, útkeyrslu, innheimtu, sölumennsku. Einnig þýðingar úr erlendum tungumálum eða verzlunarstörf. Tilboð merkt: „Athafnasemi 6694“ sendist skrifstofu Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.