Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1968
17
Stofnaður félagsmálaskóli
verkalýðssamtakanna —
LAGT hefur verið fram á Alþingl
frumvarp um stofnun félagsmála
skóla verkalýðssamtakanna,
Flutningsmenn frumvarpsins eru
Hannibal Valdimarsson, Pétur
Sigurðsson og Bragi Sigurjóns-
son. Leggja þeir til með frum-
varpi sínu að stofnað verði til
félagsmálaskóla verkalýðssam-
takanna er starfi sex mánuði að
vetrinum, frá 1. nóv., til 1. maí
ár hvert, þar sem kennd verði ís
lenzka, bókmenntir, saga, þjóð-
félagsfræði, auk þess sem nem-
endur fái ýtarlega fræðslu um
sögu, stjóm og störf verkalýðs-
félaga, samvinnufélaga og sam-
tök atvinnurekenda, svo og meg-
inatriði íslenzkrar félagsmálalög
gjafar.
Flutningsmenn gera ráð fyrir
að heimilt sé að skipta námstíma
skólans niður í tvö þriggja mán-
aðar námskeið og sé námsskrá
þá breytt í samræmi við þá til-
högun, og að skólinn geti einnig
haft styttri fræðslunámskeið, og
fari kennslan þá aðallega fram í
fyririestrum og með námshópa-
starfi.
Auk framantalinna námsgreina
leggja flutningsmenn til að
kenndar skuli fundarreglur, og
fundarstjórn, og nemendum verði
leiðbeint að setja fram hugsanir
sínar skipulega í ræðuformi. Enn
fremur verði kennd bókfærsla og
undirstöðuatriði í vinnurannsókn !
um. Heimilt skal að ákveða í
reglugerð að kennt skuli eitt i
Norðurlandamála, svo og vélrit-
un.
f frumvarpinu segir að kennsla
fari fram í fyrirlestrum, að því
leyti sem betur þykir henta. Fyr-
irlestrar skuli haldnir m.a. um
framleiðnimál, atvinnulýðræði,
hagræðingarmál, vöruvöndun,
endurhæfingu starfsmanna og
kjararannsóknir. Öllu starfsliði
skólans ber að vinna að félags-
þroska og alhliða menningu nem
endanna.
í ákvæðum frumvarpsins um
stjórn skólans segir m.a. svo:
Stjórn skólans er í höndum fimm
manna skólanefndar. Skulu fjór-
ir nefndarmanna tilnefndir af
miðstjórn Alþýðusambands fs-
lands, en félagsmálaráðherra til-
nefnir hinn fimmta, og er hann
formaður nefndarinnar. Skóla-
! nefnd ræður skólastjóra og kenn
ara.
f greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. fram, að frumvarp
um sama efni hefur verið þrí-
vegis áður flutt á Alþingi, síð-
1 ast fyrir 10 árum, en hefur ekki
j hlotið afgreiðslu. Segja flutnings-
j menn að tilgangurinn með frum
varpi þessu sé sá að skapa starf-
! andi og verðandi forustumönn-
| um verkalýðshreyfingarinnar, á-
hugamönnum um störf hennar og
hverjum félaga hennar, sem
njóta vill, möguleika til hald-
góðrar fræðslu í þeim greinum,
sem tengdastar eru starfi alþýðu
samtakanna. Segja þeir, að það
sé tvímælalaust skylda þjóðfé-
lagsins við verkalýðsstéttina að
veita henni tækifæri til þeirrar
fræðslu, sem henni er nauðsyn-
leg til þess að geta rækt félags-
legt hlutverk sitt, eflt samtök sín
og þroskað. Þessi skylda hafi þeg
ar hlotið nokkra viðurkenningu
í verki víða um lönd þ.á.m. um
Norðurlönd, en þar hafi um langt
skeið starfað skólar, hliðstæðir
þeim, sem hér er gert ráð fyrir,
og þó stærri í sniðum. Þyki skól
ar þessir hinir gagnlegustu menn
ingarstofnanir fyrir félagssamtök
verkalýðssamtakanna og sjálf-
sagður þáttur í skólamálum þjóð
arinnar.
Fá stúdentar aukin á-
hrif í stjórn Háskólans?
f GÆK kom til umræðu á Al-
þingi fyrirspurn frá Tómasi
'Karlssyni um lýðræði í æðri
skólum. Rakti Tómas í framsögu-
’ræðu sinni kröfur þær sem stúd-
'entar hefðu sett fram um aukinn
láhrifamátt á stjórn háskólanna,
'víða um lönd, 0g spurðist fyrir
Ihvaða áform ríkisstjórnin hefði
til að tryggja lýðræði í æðri skól
'um á Islandi.
Gylfi Þ. Gísason, menntamála-
ráðherra. gaf þau svör, að 1957
hefðu verið sett lög sem kváðu
'á um þátttöku stúdenta í stjórn
'Háskóla íslands og ætti nú jafn-
'an einn stúdent sæti í Háskóla-
ráði með fullum tilögu- og at-
fevæðisrétti, og á deildarráðs-
Skylduþjónustu til-
laga endurflutt
FYRIR skömmu voru lögð á
Alþingi allmörg ný mál.
Ólafur Jóhannesson og Lúðvík
Jósefsson flytja eftirfarandi til-
lögu til þingsályktunar:
Alþingi ályktar að lýsa yfir
vantrausti á ríkisstjómina.
Samkvæmt þingssköpum munu
fara fram út v a rpsumr æ ður um
tillöguna,
Lagt var fram stjómarfrum-
varp um ráðstafanir vegna flutn-
inga sjósaltaðrar síldar af fjar-
lægum miðum sumarið 1968.
Frumvarp þetta er til staðfest-
ingar á brá’ðabirgðalögum er
sett voru 10. maí sl.
Vilhjálmur Hjálmarsson og
fjórir aðrir þingmenn Framsókn-
arflokksins flytja tillögu til
þingsályfctunar um strandferðir.
Bjöm Pálsson og Jón Sfcafta-
son flytja tilögu til þingsálykt-
unar um aðgerðir vegna lausa-
sifculda útgerðarfyrirtækja og
vinnslustöðva sjávarafurða.
Lúðvik Jósefsson og £1. flytja
frumvarp um smíði fiskiskipa
innanlands.
Lúðvík Jósefsson flytur frum-
varp um olíuverzlun rikisins.
Hjalti Haraldsson og £L flytja
þingsályktunartillögu um af-
urðalán.
Þingmenn Framsóknarflofcks-
ins í efri deild flytja frumvarp
um breytingu á lausaskuldum
bænda í föst lán.
Björn Jónsson, Hjalti Haralds-
son og Hannibal Valdimarsson
flytja tillögu til þingsályktunar
um húsnæðismál.
Tómas Karlsson flytjur tillögu
til þingsályktunar um alþjóðlegt
ráðstefnuhús í Reykjavík.
Bjöm Pálsson og Jón Skafta-
son flytja frumvarp um tíma-
bundinn greiðslufrest á skuldum
útgerðarmanna, útgerðarfyrir-
tækja og vinnslustöðva sjávar-
afLa, til undirbúnings breyingar
lausaskulda í föst lán og skulda-
skiL
Jónas Pétursson flytur eftir-
farandi tilögu til þingsályktunar
um skylduþjónustu ungmenna:
á aldrinum 14—18 ára í þágu
þjóðarheildarinnar, 4—6 mánuði
alls hjá hverju ungmenni, við
margvisleg störf fyrir ríki, sveit-
arfélög, góðgerðar- og mannúð-
arfélagsskap. Skal stefnt að því,
að nefndin skili frumvarpi að
lögum um þetta efni, sem lagt
verði fyrir Alþingi.
tfundum væru stúdentar áheyrn-
'arfulltrúar með tillögurétt. Sagði
ráðherra að á sínum tíma hefði
ísland verið eina landið í Vestur-
Evrópu, að Noregi undanskildu,
isem tekið hefði upp slíka háttu.
iSagði ráðherra það skoðun sína,
lað þetta hefði orðið til mikilla
ibóta, og væri m. a. ein af ástæð-
'um þess, að minna hefði borið
á misklíð milli háskólayfirvalda
'og gtúdenta hérendis en víða
annars staðar.
Nú sagði ráðherra að þessi mál
væru aftur á dagskrá, og rætt
ihefði verið, m. a. um möguleika
þess, að gera hlut stúdenta í
istjórn háskólans enn meiri og
'að komia á ráðgefandi nemenda-
'ráðum við æðri menntastofnanir.
Ráðherra las upp ályktanir
sem stúdentaráð hefur gert um
þessi mál, þar sem þeir fara
tfram á að áhrifamáttur stúdenta
4 stjórn háskólans verði aukinn.
Nú starfaði stúdentaráð að því
að gera ákveðnar tillögur í þessu
máli, sem síðan yrði lagt fyrir
Háskólaráð og síðan menntamála
iráðuneytið.
Menntamálaráðherra sagði það
'Skoðun sína, að það væri til
'gagns að auka áhrif stúdenta á
'almenna stjórn háskólans, 0g
'ekki síður á stjórn einstakra
deilda. Einkum væri mikilvægt
'að stúdentar kæmu fram með
'sínar hugmyndir um tilhögun
námsins. Hins vegar væri efcki
'hægt að segja ákveðið um hver
'niðurstaðan yrði, fyrr en tillögur
'stúdentaráðs og umsögn Háskóla
ráðs um þær lægju fyrir. Eftir
það mundi einnig verða unnið
'að því að stofna nemendaráð við
'æðri skólana, og væri þegar
'unnið að undirbúningi þess máls.
Aliiuglaskólinn
6 mán. verklegt-munnlegt námskeið í alifuglarækt
hefst í febrúar 1968. Skrifið og biðjið um skrá.
Umsóknarfrestur til 20. desember.
Telemark Landbruksskule,
Ulefoss. Tlf. 49106.
OPIÐ HÚS
að Himinbjörgum
í kvöld
Stúdentur frú MA1966
Vakningarsamkoma verður haldin n.k. laugardags-
kvöld. Skyggnilýsingar og andaglös.
Sjá nánari auglýsingar í anddyri Háskólans.
BEKKJARRÁÐ.
Fífa auglýsir
Allar vörur á gamla verðinu.
Úlpur, peysur, terylenebuxur, stretchbuxur,
sokkabuxur og nærfatnaður.
Einnig regnfatnaður á börn og fullorðna.
Ver/lið yður í hag.
Verzlið í FÍFU, Laugavegi 99
(Inngangur frá Snorrabraut).
Snæfellingar!
Höfum opnað nýja verzlun í Ólafsvík
Þar er m.a. á boðstólum:
• Heimilistæki — þvottavélar — ísskápar
• Sjónvarps- og útvarpstæki — segulbönd
• Plötuspilarar — hljómplötur
• Húsbúnaður — búsáhöld
• Ritföng og skólavörur — leikföng
• Gjafavörur — skófatnaður
• Álafoss-gólfteppi, ZETA-gardínustangir.
Cjörið svo vel að líta inn og skoðið
Verzlunin Snælell
HELLISSANDI - ÓLAFSVÍK
8PILAKV0LO
SjáKstæðisfélaganna f Hafnarfirði
verður í kvöld fimmtud. 21. nó v. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar.
NEFNDIN.