Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1968 Kristján Karlsson fyrrv. skólasffióri — Minningarorð í DAG verðuir til moldar borinn Kristján Karlsson, erindreki Stéttarsaimbands bænda og fyrr- verandi sikólastjóri á Hóluim í Hjaltadal. Andlát hans bar að með snöggum hætti, en kom þó ekki með öllu á óvart þeim, sem næst honum stóðu, því að hann hafði ekki gengið heill til skóg- ar hjn síðari ár. En starfsgleði Kristjáns var mikil. Áhugi hans á óleystum viðfangsefnum var svo vakandi, að hann gat ekki verið annað en sívinnandi, jafnvel etftir að heilsunni tók að hnigna. Þá mun honum líka hafa liðið bezt, þegar mikið var að gera og framlag hans til starfanna var nauðsyn- legt og kom öðrum að gagnf. Kristján vann meira fyrir aðra en sjálfan sig. Hann mældi ekki árangur verka sinna í metorðuim eða fjárhagsávinningi, heldur því, að hvaða gagni störf hans gætu orðið landbúnaðinum. Væri vel, að þjóðin ætti á að skipa sem flestum ósérhlfnum atorku- mönnum á borð við Kristján á sem flestuim sviðutm. Þá myndi henni vel farnast. Kristján mun þó lengst verða mér minnisstæður fyrir hæfileika þá, sem hann hafði til skóla- stjórnar. Nemendur, sem komu í Bænda skólann á Hólum í fyrsta sinn, fundu, að hugur fylgdi máli, þegar Kristján skólastjóri bauð þá velkomna. Traust handtakið, hlýlegt bros- ið og einlægnin í viðmótj veitti nýliðanum vissu um það, að hér væri hann velkominn, hér ætti hann heimili, meðan á skóladvöl stæði og hér myndi hann mæta velvild og skilningi, ef eitthvað bjátaði á. En festan í svípnum, einarð- legt og hvatlegt yfirbragðið og sívökult augnaráðið sýndi nýlið- Móðir mín og tengdamóðir Guðrún S. Norðdahl frá Úlfarsfelli, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju á morgun, föstu- daginn 6. desember kl. 1.30 e.h. Blóm vinsamlega afþökk- uð, en þeim sem vildu miinn- ast hinnar látnu er bent á Sjálfsbjörg, fólag Lamaðra og fatlaðra. Guðbjörg Ester Ólafsdóttir, Þorsteinn Júlíusson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, og bróðiir Svanur Jónsson verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði laug- ardaginn 7. des. kl. 2. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fríkirkjuna í Hafnar firði. Aslaug Hallgrímsdóttir og synir, Erla Svansdóttir Garthwaite, William Garthwaite og dætur, Vilhjálmur Svansson, Agnes Svansdóttir, Dagfbjört Vilhjálmsdóttir, Jón Eiríksson og systkin hins látna. anum líka, að óráðlegt myndi vera að virða fyrirmæli skóla- stjóra að vettugi. Kristján naut þeirrar sérgáfu að vekja traust unglmga. Nem- endum, sem til hans komu með vandamál sín, tók hamn þannig, að hann hlýddi með atihygli á rök þeirra, gerði þeim ljóst, að hann skjldi sjónarmið þeirra og ræddi síðan við þá um úrræði eða sýndi þeim vingjarnlega fram á veilur í málflutningi þeirra. Ekkert mál taldi hanm svo lítið, að ekki bæri að ræða það, og enginn þurfti að óttast, að tekið yrði af ónærgætni á málunum, enda var Krjstján ávallt mjög varkár í dómum og einstaklega orðvar. Hann forðað- ist alltaf að gera annað úr mál- uim en efni stóðu til. Réttlætiskenndin er næm hjá unglingum. Kristján gætti þess vandlega að misbjóða henni aldrei, og það viðhorf varð hon- um heilladrýgst í samskiptuim við nemendurna. Enginn skyldi þó halda, að réttsýnin ein duigi til að halda öllu óstýrilæti ungra bændaefna á Hóluim í skefjuim. Kristján gerði sér þess líka ljósa grein, að unglingar á bænda- skóla eru engar brúður. Hann gerði ráð fyrir, að þeir væru eins og fólk er flest. Væru ærsl þeirra græskulaus, lét hann þau afskiptalaus, en gengju þau úr hófi, tók hann í taumana af festu og þurfti aldrei mörg orð til að lægja óldurnar. Svo vel fylgdist hann með nemendum og skildi þá, að hann vissi alltaf, hvað við átti hverju sinni, hvort ástæða var til að beita fullum alvöru- þunga eða góðlátlegu gxíni. Hvorttveggja hreif, og hvorugt vildu þeir þurfa að reyna aftur, sem fyrir urðu. Við slík tækifæri kom í ljós, að Kristján gerði sér miklu betri grein fyrir daglegri framkomu nemenda en þá sjálfa grunaði. Fór hann svo vel með þá vit- neskju, að hann hlaut af því bæði aukna virðinigu og vinsæld- ir. Það mun tæpast ofimælt, að Kristjáni hafi fundizt nemend- ur sikólans sér jafn-nákomnir og þeir væru hans eigin synir. Hann tók sárt að sjá á bak þeim, sem útskrifuðust frá skólanum á hverju vori, og margir búfræð- ingar frá Hólum munu minnast þess, hve annt hann lét sér um að fylgjast með ferli þeirra seinna á liifsleiðinni. Því minnast nemendur Krist- jáns hans nú með þakklæti og söknuði og senda konu hans, börnum, tengdabörnum og barna börnum innilegar samúðartoveðj- ur. Stefán Aðalsteínsson. tfarfoiiai'kuriii' INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA JfhHí- Zr tltÍhutlÍf H ?. V.LHJÁL RÁNABGQTU 12. SÍMI 19669 MSSON Hasqvama Saumavélar ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR sýnir hvað nýjasta HUSQVARNA saumavéHn getur gert. Sýningin er frá kl. 14 — 22. iKl Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA t A - REYKJAVÍK • SÍMI 81680 Margrét Sigríður Friðriksdóttir - Kveðja Fædd 5. des. 1910 Dáin 29. júlí 1968 Kveðja frá foreldrum og syst- kinum. Hún fæddist í Efri-Miðvík, Að alvík, Sléttuhreppi 5. des. 1910. Hún var áttunda í röðinni af 17 börnum foreldra sinna, hjón- anna Þórunnar Þorbergsdóttur og Friðriks Finnbogasonar. Hún fluttist með þeim á fyrsta ári að Látrum í Aðalvik og ólst þar upp í stórum systkinahópi við þau hörðu lífskjör, sem alþýðu- fólk átti þá við að búa. 15 ára gömul fór hún í vist til ísafjarð- ar og árið eftir til Akureyrar og var þar í vistum, en lengst hjá hjónunum Kristbjörgu og Halldóri heitnum Aspar, sem reyndust henni sem beztu for- eldrar og hjá þeim eignaðist hún elzta son sinn sem ber nafn þeirra hjóna. Þegar hann Var fjögurra ára fluttist hún aftur til heimabyggðar sinnar og stuttu síðar fór hún að búa með æskufélaga sínum, Theodór Jóns syni og eignaðist með honum fjögur börn. En þá varð hún fyrir þyngsta áfalli lífs síns, þeg ar hann drukknaði á línuveið- aranum, Pétursey frá ísafirði ár ið 1941, er hún gekk með fjórða barn þeirra. Barnið varð hún að láta frá sér til frændfólks Theó- dórs hjónanna Pálmeyjar Krist- jánsdóttur og Hannesar Jónsson ar, sem hafa alið hana upp sem kjördóttur og reynst henni eins og beztu foreldrar. Nú var hún í vistum með sumt af börnun- um, en hin voru hjá skyldfólki og stundum með henni og sýndi hún mikinn dugnað og fórnfýsi í þessum erfiðleikum. Á Patreksfirði kynntist hún seinni manni sínum Sigurði Þor- steinssyni nokkrum árum síðar. Hann er frá Litlu-Hlíð á Barða- strönd, Sigurður tók hana að sér með fjórum börnum og reyndist þeim ávalt sem bezti faðir. Alla eignaðist hún níu börn og var yngsta 15 ára þegar hún lézt. Fyrir hálfu öðru ári kenndi hún þess sjúkleika, sem dró hana til dauða. Stuttu áður hafði hún /^|\ Veljum VH/islenzkt til iölagjafa heimsótt dóttur sína sem gift er vestan hafs og hafði hún mjög gaman af þeirri för. Einnig kom fjölskylda dóttur hennar til hennar frá Ameríku síðustu jól- in sem hún lifði, þar sem þau vissu að hverju dro. Þ6 hún væri þá orðin mjög lasburða hafði hún þó mikla ánægju af þeirri heimsókn. Veikindi hennar voru mjög erfið, hún gekkst undir erf- iðar aðgerðir og var tímum sam an á sjúkrahúsi, en allt bar hún þetta með styrk og þolinmæði sem var henni eiginleg. Hún var ákaflega vel verki farin og hafði haga hönd, sem bezt sést hvað hún saumaði vel og prjón- aði. í þessum veikindum reynd- ist Sigurður maður h«nnar og einnig börnin henni sérstaklega vel. Við getum ekki látið hjá líða að þakka honum það. Fimm af bornunum voru enn I heimahúsum þegar hún lézt og er að þeim og eiginmannínum þyngstur harmur kveðinn. Mar- grét var dagfarsgóð og mild í lund. Nú senda allir ástvinirn- ir henni kveðjur yfir landamær- in. Háaldraðir f oreldrar, sem nú hafa séð a bak tveimur börnum sínum á minna en fjórum mán- uðum, senda henni þakkir fyrir dótturlega tryggð og við systkin in þökkum henni allt gott, það hryggði okkur mjög, þegar for- lögin hQguðu því þannig að við sem búum á Suðurlandi gátum ekki staðið yfir moldum hennar. Einnig vitum við að maður henn ar og börn þakka fyrir allt og biðjum við góðan guð að styrkja þau. Barnabörnin og tengdabörnin sem hún var alltaf svo góð, senda henni sínar kveðjur, þar sem hún nú dvelur á guðsvegum. UppboS Að kröfu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar verður vélasamstæða til gúmmíhanzkagerðar og vinnuhanzkahúðunar, talin eign dánarbús GuðTmundar Guðmundsisonair, seld á opin- beru uppboði að Norðurbraut 26, Hafnarfirði, í dag, fimmbudaginn 5. desember kl. 5 síðdegis. Greiðsla fari fram við haimanshögg. Bæjarfógetinn í Haifnarfiirði. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Nauðungarupphoð annað og síðasta á neðri hæð húseignarinnar Austur- vegar 30 á Seyðisfirði, tilheyrandi þrotabúi Dverga- steins h.f., fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. des. 1968 og hefst kl. 09.30. Uppboð þetta var áður auglýst í Lögbirtingablaði, sjá 53. tölublað 1968. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 30/11. 1968 Erlendur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.