Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1968 Systurnar, Rósa og Guðrún Jónasdætur í Snyrtivðrnverzluninni Si«rnu t.h. við þær eru tvær afgreiðslustúlkur, Sigurbjörg Ar- manns og Emilía Sigursteins. Ný snyrtistofa I Hafnarfirði Síðastliðinn laugardag tók til starfa í Hafnarfirði, ný snyrti- stofa, Snyrtistofa Rósu. Er hún í stórhýsi Olivers Steins, við Strandgötu, fyrir inn an snyrtivöruverzlunina Signu, og er eigandi Rósa Jónasdóttir. Er þetta þriðja árið, sem hún starfrækir verzlun og snyrti stofu í Hafnarfirði, með systur sinni. Þær Iærðu báðar snyrtingu í snyrtistofu Margrétar, Skóla- vörðustíg í Reykjavík, þar sem nú er Snyrtistofan Maja. — Þær systur urðu greiðlega við svör- um, er blaðamaður Morgunblaðs ins leit inn fyrir skemmstu. — Hvernig hafa viðskiptin gengið hjá ykkur? — Við höfum haft alveg nóg að gera, en hitt húsnæðið var orð ið alltof lítið, svo að ekki var annað að gera en flytja. — Hvaða þjónustu bjóðið þið viðskiptavinunum svo? — Við höfum nudd og húð- hreinsun fyrir unglinga og hand snyrtingu. Svo gefum við ljós- bðð og hitalampa. Einnig not- um við teslatæki, tökum af hár með vaxi og litum augabrúnir og augnhár. — f seinni tíð er fólk farið að nota sér miklu meira þá þjón ustu, sem við bjóðum með kvöld snyrtingu. Við höfum gjarnan opið miklu lengur, er árshátíð- ir eru í uppsiglingu, og eins á laugardögum, eftir verzlunar tíma. — Eruð þið með einhverja nýjung í þjónustu? — Já, til dæmis, þegar við- skiptavinir okkar eru að kaupa Hollywood 3. des. AP EIGINKONA leikarans Roberts Taylor, Ursula Thiess, skýrði frá því í dag, að maður hennar þjáð ist af lungnakrabbameini og hefði honum verið það kunnugt um nokkra hríð. Taylor gekkst undir mikla skurðaðgerð í fyrra mánuði og var þá numið brott nær allt hægra lungað. Uppskurð -urinn þótti takast vel eftir von- um, en nú hefur leikarinn verið lagður inn á sjúkrahús á ný til rannsókna og frekari aðgerða. Guðrún Jónasdóttír snyrtir við- skiptavin. snyrtivörur, þá snyrtum við þá gjarnan með viðeigandi vörum, eða því sem við álítum að fari bezt, og Ieyfum þeim þannig að reyna vöruna frá okkur. Einnig höfum við samstarf við hárgreiðslustofu Guðrúnar, sem er hér uppi á lofti. Geta kon- urnar komið niður til okkar og fengið snyrtingu, meðan þær eru með rúllurnar í sér, og síð- an farið upp aftur og látið greiða sér. Þannig aflagast ekkert, sem búið er að gera fyrir þær! — Gerir fólk mikið að því að heimsækja snyrtistofur? — Það er að aukast mikið, að fólk notfæri sér þessa þjónustu. — Koma karlmenn líka mikið til ykkar? / Þeir hafa látið sjá sig, en mest koma þeir þó til að verzla. — Er eitthvað, sem þér álítið að mætti betur fara í snyrti- málum fólks almennt? — Það væri þá helzt hand- snyrtingin. Mér finnst, að karl- menn mættu gjarnan notfæra sér hana meira en þeir gera! GuUna hliðið frumsýnt uð Flúðum LEIKFÉLAG Hrunamanna frum sýndi í gærkvöldi Gullna hliðið eftir Da/váð Stefánssan. Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Með helzfau hlutverk faæa: Sigurtojörg Hreiðarsdóttir og Guðmundur Inigiimarsson, sem léku kerling- una og Jón bónda. Grasakonan er leikin af Eyrúnu Guðjónsdótt ur, en óvininn leikur Haufcux Jóhannes Helgason. Alls eru hlut verkin yfir 20, og að leiksýning- unni starfa nrilli 40 og 50 manns. Söngvar eru æfðir af Sigurði Agústssyni. Þessi leiksýning tókst með mikhim ágætum, og éreiðanlega ein sú bezta sem sett hefur verið á svið hér austanfjalls. Leikarar fóru yfirleitt vel með hlutverk sín, og sumir af mikilium ágæt- um. Flutningur söngvanna var fallegur og þróttmifcill og heild arsvipur sýningarinnar með ágæt uim. Leiktjöld eru mjög fögur og vöktu óskipta atlhyigli. Þau hafa gert þrír bændiur í Hrunamanna hreppi, Eiríkux Þorgeirsson, Sig- uirður Tómasson og Hörðoir Ein- arason. Á frumsýningunni var húsið fullskipað og tóku frum- sýningargestir leiknum af mikilli hrifningu. í leikslok voru leik- stjóri, söngstjóri og leikendur margkallaðir fram. Hér hafa Hrunamenn undir ágætri leik- stjórn Helga Skúlasonar unnið mikinn leiksigur. Næstu sýnirng- t)h að leikruum verða að Flúðum n,k. miðvikudag, föstudag og laug ardag kl. 21.30. — Fréttaritari. Norðfirðingu- félug stofnuð í Reykjuvík Miðvikudaginn 20/11 1968 var haldinn stofnfundur í étthaga- félagi Norðfirðinga í Reykjavík og nágrenni. Til fundar mættu 150 manms. Au(k þeirra igerðust stofnfélagar 52. Formaður félagsins var kjðr- inn Friðjón Guðröðarson lögfræð ingur. Aðrir í stjórn: Svavar Lár usson, yfirkennari, Anna Jóns- dóttir ,húsfrú, Ragna Jónsdóttir kennari, Birgir Sveinsson, kenn- ari. Tilgangur félagsins er að við- halda og auika kynni á meðal svo og að treysta böndiin við Norðfirðinga á félaigssvæðinu, heknabyggðina á ýmsum svið- Ný hljomplutu KOMIN er á markaðiinn ný ihljómplata með ungum söngv- ara Sverri Guðjónssyni, með \ ¥trfl\ •ðw Umslag hinnar nýju hljómplötu. hljómsveit fcJður hans Guðjóns Matthíassonar. Þetta er 33 snún- inga plata með fimm lögum. Eru öll lögin eftir Guðjón Matthías- son og textar þriggja þeirra, en leinn textí er eftir Árelíus Níels- son og annar eftir Bigg bláa. I hljómsveit Guðjóns eru auk hans Þorvaldur Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Erlingur Einarsson og José M. Riba. Húsmœður ! Óhreinindi og blettir, tvo sem litublettir, eggja- blettír og blóSbiettir, hverfa á augabragði, ef notaS er HENK-O-MAT I forþvottinn eSa til a3 leggja f bleyti. Síðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-0-MAT, ÚRVALSVABA FRÁ Henkel —Endurskipulagning Framhald af bls. 14 til þekkjum, höfum við merkt í meðfylgjandi sjókortum, og mun um við gera nánari grein fyrir þeim síðar í bréfi þessu. Við viljum leggja sérstaka áherzlu á, að við vitum, að fiskimiðum okkar yrði enn meiri hætta bú- in vegna stóraukinnar sóknar á þau, ef tillögur Reykvíkinga og Suðurnesjamanna yrðu til við- miðunar, næðu þessi mál fram að ganga á Alþingi. Okkur grunar, að ef mál þetta kemur fyrir Alþingi, verði um það mjög skiptar skoðanir og jafnvel að þingmenn sumra kjör dæma séu alveg mótfallnir að veita nokkra aðstöðu til botn- vörpuveiða innan fiskveiðilögsög unnar, en aftur á móti vitum við, að margir bátar frá þeim verstöðvum, sem mest hafa bar- izt á móti botnvörpuveiðum inn- an fiskveiðilögsögunnar, hafa verið útbúnir til botnvörpuveiða og sendir til veiða á okkar mið. Þess vegna leggjum við til, að ef leyfa á botnvörpuveiðar innan fiskveiðilögsögunnar undir vís- indalegu eftirliti verði það gert allt í kringum lanidð, eða svæðaskipting fari fram og verði svæðunum skipt þannig t.d. að bátar úr verstöðvum frá Reykja nesi til Hornafjarðar hafi einir leyfi ti'l botnvörðuveiða á því svæði, og hliðstætt yrði látið gilda um báta frá öðrum ver- stöðvum. Við bendum á svæða- skiptingu með tilliti til þess, að ef ákveðnar verstöðvar eða jafnvel landsfjórðungar vilja ekki fallast á neina rýmkun innan fiskveiðilögsögunnar, geti þeir haldið sínum fiskimiðum lokuðum fyrir botnvörpuveiðum innan núgildandi fiskveiðilög- sögu, en um leið geti þeir ekki sent báta sína til veiða á öðr- um svæðum. Eins og áður er bent á í bréfi þessu, finnst okkur starfsbræð- ur okkar í Reykjavík og Suður- nesjum ganga of nærri fiskveiði lögsögunni með tillögum sínum og þá sérstaklega fiskimiðum Vestmannaeyinga, þar sem við teljum mjög vafasamt, að breyt- ing fáist á fiskveiðilögsögunni fyrir Faxaflóa. Leggjum við því til, að á því svæði, sem við til þekkjum frá Tvískerjum að Knarrarósi, verði leyfðar botn- vörpuveiðar Undir visindalegu eftirliti á bátum allt að 150 rúml. inn að gömlu þriggja mílna land helginni, þó með þeim undantekn ingum, sem sýndar eru í með- fylgjandi sjókortum nr. 9, 32 og 33, þar sem við teljum algerlega hættulausar ótakmarkaðar tog- veiðar, austan, sunnan og vest- an við Vestmannaeyjar, því að þar veiðist eingöngu stór fiskur, enn fremur hafa smærri bátar erfiða aðstöðu til sóknar á fjar- lægari mið. Eins og áður er bent á, teljum við ekki ráðlegt að leyfa botn- vörpuveiðar innan þriggja sjó- mílna frá fjöruborði vegna hættu á smáfiskveiðum. Þó telj- um við, að leyfa ætti ótakmark- aðar botnvðrpuveiðar á 631« þessu svæði, þar með talin smá- fisksvæðin merkt 1, 2 og 4 í með fylgjandi sjókortum, þann tíma, sem loðna er í göngu með strönd inni, eða á tímabilinu 15. febrú- ar til 15. apríl ár hvert, að und- anskildu svæði nr. 3 í sjókort- um nr. 9, 32 og 33, sem við leggj- um mjög ríka áherzlu á að baimn aðar verði veiðar með öllum veið arfærum allan ársins hring vegna hættu á skemmdum á raf- streng og væntanlegri vatna- lögn. Ósk okkar um ótakmarkað- ar veiðar innan þriggja sjómílna á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. apríl ár hvert byggist á því, að þá fæst eingöngu stór og góð- ur fiskur á þessu svæði, en nær því enginn fiskur annars staðar, vegna göngu loðnunnar með ströndinni. Við höfum hér aðeins gert til- lögur og bent á reynslu okkar af svæðinu frá Tvískerjum að Knarrarósi, en teljum okkur ekki hafa næga þekkingu á fiskimiðum og fiskigöngum aust- an og vestan við þessa staði, en viljum leggja mjög ríka áherzlu á, að leitað verði álits skipstjórn armanna í þeim verstöðvum, sem að þeim liggja. Til áréttingar á ábendingum okkar um að léyfa ekki botn- vörpuveiðar nær landi en þrjár sjómílur frá fjöruborði höfum við merkt þrjú svæði í meðfylgj andi sjókortum nr. 31, 32 og 33, með tölunum 1, 2 og 4, því að þar vitum við að veiðist nær ein göngu smár fiskur allt árið, nema þann tíma, sem loðna er í göngu með ströndinni. Á svæð- um merktum 1 og 2 í sjókort- um nr. 30, 32 veiðist smár þorsk- ur og ýsa, á svæði nr. 4 í sjó- kortum nr. 32 og 33 veiðist ein- göngu smá ýsa. í bréfi þessu hðfum við reynrt að draga upp sem gleggsta mynd af ástandi því, sem við teljum vera á fiskimiðum okkar, og ótta um ofveiði og ágang á þau. Treystum við því, að þér hafið forgöngu um að kynna öðrum þingmönnum þessar tillögur okk ar, og væntum þess, að þið fylg- ið fast eftir þessu stórmáli okk- ar Vestmanneyinga um hag- kvæma notkun, en jafnframt verndum fiskimiða okkar og lífs afkomu. Virðingarfyllst, f.h. Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja og Skipstjóra- og stýrimannaféL Verðandi. Sigurgeir ólafsson. Hi!mar Rósmundsson. Björn Guðmundsson. Sig-urður Gunnarsson. Bjarnhóðinn F.líasson. Friðrik Asmundsson. Karl Guðmundsson. Arnoddur Gunnlaugsson." Hinn 2. október síðastliðinn (kipaði sjávarútvegsmálaráðherra nefnd, sem skipuð er fulltrúum allra þingflokkanna á Alþingi, til að gera heildartillögu til ríkis- stjórnarinnar um hagnýtingu fiskveiðilandhelginnar. Sæti í nefndinni eiga eftirtaldir þing- menn: Jón Ármann Héðinsson, sem er formaður hennar, Jón Skaftason, Guðlaugur Gíslason, Sverrir Júlíusson og Lúðvík Jós- efsson. /UK Veljum Wislenzkt til jölagjafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.