Morgunblaðið - 15.12.1968, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1068 Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 »*©> «H' 1-44-44 mmiBiR So&xÆec&a, Hverfisgöta 103. Siml eftir lokun 31160. MAGIMUSAR skiphou»21 símar21190 eftir lokuh slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Ha(stætt leigucjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 31748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - SundiaugaveKÍ 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður Kirkjutorgi 6, sími 1-55-45. Fjaðrir, fjaðrablöð, hijóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. Schannongs minnisvarðar K0benhavn 0. ö Farimagsgade 42 Biðjið um ókeypis verðskra. Sigurður Helgason héraðsdóinslögmaður Dlgranesveg — Siml 42390. Kð, sem leitið, athugið: Hin furðulega bók OAHSPE svarax gpurningum okkar. — Saga lífsins á jörðinni í 24.000 ár (og himnanna sem henni fylgja). Enska útgáfan 905 bls. & 1—3. Skrifið U1 KOSMON PRESS c/o Mr. Frost 23 Howard Road Sompting, Lancing, Sussex, Englandi, eða leggið nöfn yð- ar inn hjá afgr. Mbl.____ 0 Aðgát skal höfð í nær- veru sálar......... „Hryggr móðir" skrifar Velvak anda og skýrir frá atviki á heim- ili sínu. Kveðst hún óska þess, að fleiri heimili þurfi ekki að verða fyrir hinu sama, en bréf- ritari er móðir eins þeirra fjög- urra, sem mest voru umtaiaðir í íslendinga sagna ~ iitgáfan KIÖRCARÐI, LALCAVEC.I 59, SÍVII 14510, PÓSTHÓLF 71. Konunga sögur 3 bindi verð kr. 1.260,00 Eru þessi bindi til í yðar safni? Þau vantar víðast í heildarsafn Islendingasagnanna. Allar bókaverzlanir taka á móti áskriftum og veita nánari upplýsingar. blöðunum (nafngreindir í a.m.k. einu þeirra) og sýndir í sjón- varpi fyrir nokkrum dögum. Vegna yngri systkima spyr móð- irin, hvort réttlætanlegt sé, „að löggæzla þessarar borgar komi 1 fullum skrúða og berji að dyr- um hjá foreldrum og systkinum þessara ógæfusömu dremgja, nefni viðkomandi með nafni og segi blákaldan samnleikann, svo að aU ir geti heyrt. Er þetta rétt gagn- vart systkinum drengsins míns? Við foreldrarnir óskum eftir þvl, að slíkt komi ekki fyrir aftur, vegna annarra foreldra, sem eiga við sömu vandamál að stríða. Vildi ég beina því til lögregl- unnar, að hún tali einslega við foreldrana, þurfi hún að berja oftar að dyrum við svipaðar eða sömu kringumstæður, en skjóti ekki litlum sakleysingjum skelk í bringu, sem losnar þaðan kannske seint eða aldrei. — Þá andmælir „hrygg móðir" bréfi konunnar á Sauðárkróki sem vildi taka upp hýðingar og aðrar refsingar á almannafæri. „Hefur sú heiðvirða móðir átt börn í höfuðborginni? Mundi hún vilja, að sonur hennar og stóri bróðir bamanna hennar, sem hafði alltaf reynzt þeim svo vel innan veggja heimilisins, yrði eftirlýst- ur í sjónvarpinu?" § Kærleikurinn einn getur það Sigurður S. Heiðberg skritar: „Velvakandi! í sjónvarpinu I gærkvöldi, 9. des„ voru sýndar myndir af strökuföngunum og blöðin voru full af frásögnum af þeim. Ég les ekki þessar frásagnir. Mér sýndist þetta vera unglingar, vart komnir af bamsaldri. Eru engin takmörk fyrir þvl, sem fréitta- þjónuetunm er leyft að birta? Þessir vesalings unglingar hljóta að eiga einhverja ástvini. Ekki hefur það glatt þá að sjá þá. Harka og svona sýningar gera engan að betri mönnum. Það er ekki nema eitt, sem bætir menn- ina, en það er kærleikur. Hann einn megnar það. Sigurður S. Heiðberg". 0 Var Kristur, hinn annarAdam, ekki til? Heiðrún Helgadóttir, Reyni- hvammi 33, Kópavogi, sendÍT eftirfarandi bréf. Hún er nokkuð harðorð í garð eins þekktasta Kaupmannasamtökin efna til jólatrésfagnaðar fyrir böm félagsmanna og gesti þeirra laugardaginn 28. des. n.k. í Sigtúni, kl. 3.00 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir n.k. þriðjudag og miðviku- dag á skrifstofu Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2, og á þriðja í jólum, ef eitthvað verður eftir. Stjórn Kaupmannasamtakanna. kennimanns íslenzku þjóðkirkj- unnar, en ég þykist vita, að hann sé maður, sem tekur sér slíkt ekki mjög nærri, og að sjálf- sögðu er honum heimilt að svara bréfinu í þessum dálkum. „Herra Velvakandi! Ég bið yður að Ijá þessum fáu orðum mínum rúm í þessum dálk um yðar. Tiiefnið er: Kópavogs- presturinn, séra Gunnar Árna- son, sendir frá sér ritsmíð nokkra er hann kallar „Pistlar" I októ- berblaði Kirkjuritsins. Ég veit, að fleiri eru lesendur Morgunblaðs- ins en Kirkjuritsins, svo að ég vil gera aithugasemd við svohljóð andi orð í þessum pistli, þar sem séra Gunnar Ámason segir: „Skyldu þeir vera margir, sem nokkra verulega uppfræðslu hafa hlotið, er trúa því, að sköpunar- saga biblíunnar sé bókstaflegur sannleikm1? Sú var tíðin, að mönnum var mörgum talin trú um það, en þá voru hvorki raun- vísindin né sagnfræðin komin á það stig, sem þau eru nú á, við vitum öll, að þessi saga er aðeins líkingarfrásaga, og að enginn hef ur hugmynd um, hvað fyrsta mannlega veran hét. Og vafa- laust hefur hún ekki verið neitt svipuð Adam, svo sem honum er lýst“. Þetta eru orð prestsins, er á að uppfræða lýðinn hér í Kópavogi. Vafalaust er honum frjálst að hafna Guðs orði, varpa því að baki sér. En þá er betra að segja skilið við þá hempu, er hann klæðist sem þjónandi prest- ur í lútherskri, evangelískri kirkju og klæðast sinum réttu klæðum, klæðum afneitarans og eigin speki, og leggja líka niður ritstjóm Kirkjuritsins: því að ef siíkar raddir heyrast frá eina mál gagni kirkjunnar, Kirkjuritinu, hverju megum við þá búast við úr öðmm áttum? Að vera evang elískrar, lútherskrar trúar, er að trúa Guðs orði réttu og heinu. Ég játa, að ég trúi Guðs orði og þá einnig sköpunarsögunni, eins og hún er rituð í Guðs heilaga orði. Og þess ætti séra GunnarÁma son að minnast, að Guðs orð hljóð ar þannig: 1 Korintubréf 15. kafla, vers 45—50: „Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál, hínn síðari Adam að lífg- andi anda. En hið andlega kemur ekki fyrst, heldur hið náttúrlega: því nsast hið andlega. Hinnfyrsti maður er frá jörðu, jarðneekur, hinn annar maður er frá himni. Eins og hinn jarðneski var, þann ig em og hinir jarðnesku: eins og hinn himneski var, þannig eru og hinir himnesku. Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska". Guðs orð kennir: Kristur er hinn annar Adam. Of ef hinjn fyrsti Adam hefur aldrei verið til, þáer heldur enginn annar Adam — Jesús Kristur tii: það ætti séra Gunnar Ámason að at- huga í Guðs orði. Enda þá eng- inn náðarboðskapur heldur til, og því óþarfi að halda komandi jólahátíð. Br það þetta sem séra Gunnar Árnason vill? En Guði sé lof, hinn annar Adam, Jesús Kristur, kom til að frelsa synduga menn, fallna I hin um fyrri Adam. Og þvi segir svo: „Yður er í dag frelsari fædd- ur, sem er Kristur — Drottinn í borg Dvíðs“. Heiðrún Helgadóttir, Reynihvammi 33, Kópavogi'". Hin fyrsta mannlega vera hef- ur ekki getað heitið neitt annað en Adam, því að Adam þýðir maðnr. 0 Meira ljós! „Gömnl kona, sem kveðst oft eiga leið um Miðbæinn, þegar rökkva taki, spyr, hvoirt ekki sé hægft að bæta etnum ljósastaur i við í Thorvaldsensstræti sunnan- verðu á milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Hún sé vön að stytta sér leið þar gegnum sundið, en veigri sér við það í skammdeg- inu vegna lélegrar lýsingar. — Þessari ósk er hér með komiið áieiðis. VANDIÐ VALIÐ VELJIÐ MOON-SILK SNYRTIVORUR RalIdórJónssonhf Hafnarstrieti 18 • Reykjavik Siml 22170

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.