Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1988 •I Sendibíll Til sölu Commer 2500 1967 lítið keyrður og í góðu standi, stöðvarleyfi getur fylgt. Uppl. í s. 84578. Skrautskeljar og kuðungar úr Indlands- hafi og Kjrrrahafi. Fást að- eins hjá Þórði Kristófers- syni, úrsmið, Hrísateig 14. Sími 83616, Reykjavík. Spil og leikföng fyrirliggjandi, gamalt verð. Eidorado, heildverzl. Hall- veigarstíg 10, Reykjavík, sími 23400. Gólfteppahreinsun Hreinsum teppi og hús- gögn. Hlaupa ekki, þorna á 1—2 tímum. Fljót og góð afgreiðsla, sími 37434. Síva þvottavél til sölu, sýður, vindur, er í góðu lagi, verð kr. 5.000,-. Upplýsingar í síma 82893. Húsnæði 100—150 ferm. óskast fyrir félagsstarfsemi. Tilb. send- ist Morgunbl. merkt „6831“. Prentvél (dígull) óskast til kaups. Tilboð sendist Morgunblað inu merkt „Prentvél 6830“. Rennismíði Tek rennismíði úr tré, stól- og borðfætur ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 84330. Iðnaðarhúsnæði Vil taka á leigu verkstæðis pláss fyrir léttan tréiðnað, stærð 40—50 fermetrar. — Upplýsingar í sima 84 330. Píanó- og orgelstillingar Munið að láta stilla hljóð- færið fyrir jólin. Hljóðfæraverkstæði Pálmars Árna, sími 32845. Heitur og kaldur matur Smurbrauð og brauðtertur. Leiga á dúkum, glösum, diskum og hnífap. Útv. stúlkur í eldhxis og framr. Veizlustöð Kópav., s. 41616. Heildarútgáfa fslendingasagna frá 1946, útgefnum af íslendinga- sagnaútg., alls 38 bindi í mjög góðu geitarskinnsb. til sölu. Uppl. í síma 30949. Húsbyggjendur Tökum að okkur smíðj á innréttingum. Kynnið yður verð og greiðslukjör. — Smíðastofan, Súðavogi 50, sími 35609. Dilkakjöt Hryggir, læri, kótelettur, saltkjöt. Gamla verðið. Kjötmiðstöðin Laugalæk 2. sími 35020. Hangikjöt Útbeinuð hangilærL Út- beinaðir hangiframpartar. Gamla verðið. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. Á ÞORLÁKSMESSU £g man að það marraði í snjónum — morgunsólin var bleik. Esjan speglaðist ofan í snjónum — allsstaðar börn að leik. 1 leit að hríslu þær lögðu af stað litlar systur þrjár og höfðu meðferðis heimanað hundrað krónur fjár. Með húfur og vetblinga hlýja — hei'ðaslá fallega blá — mjallhvíta skinnkraga man ég — nýja — mjúka skó fótum á. Þær höfðu ei gengið hálfa stund er hleyptu þær á sprett — flugu yfir freðna grund sem fisið létt. Þær stóðu móðar hjá stærðar skóg af stofnfögrum trjám og greinum — frá imgu barri ilmi sló yndis ferskum — hreinum. Þær völdu hríslu og heim á leið hurfu glaðar í bragði. Móðirin eftir þeim öllum beið yfir þær blessun lagðL Úr trénu var greitt tréð var skreytt — í töfraljóma stendur. Englahárið var á það breitt — ótal kúlur me'ð rendur. Er húmið kom yfir kyrrlátt rann var kerti Þorlák borið. Það friðsælt logaði fyrir hann. Nú fengu þær laufbrauð skorið. Sagan mín er um systur þrjár er sæla minning geyma. Það verður aldrei virt ta fjár sem vekur upp töfraheima. Steingerffur Guðmundsdóttlr. FRÉTTIR Kirkja Óháða safnaðarins Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2. Sr. Emil Björnsson. Samkomur Votta Jehóva. Reykjavík: Fyrirlestur í Félags- heimili Vals við Flugvallarbraut kl. 5. „Sáttmálar Guðs mannkyn- inu til blessunar". Hafnarfj örður: Fyrirlestur I Góð- templarahúsinu kl. 4. „Opinberun í þágu safnaðar Guðs“. Keflavík: Fyrirlestur kl. 4. „Breytni sem orsakast af kristnum kærleika". Fluttur af Guðmundi H. Guðmundssyni. Allir velkomnir. Kristileg samkoma í Tjarnarlundi Keflavík sunnudag inn 15. des. kl. 4.00 e.h. Boðun Fagnaðarerindisins (það sem var frá upphafl) I Jóh. I Allir eru vel- komnir. Eldon Knudson Calvin Casselman tala. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur jólafund í Frí- kirkjunni miðvikudaginn 18. des. kl 8.30 KFUM og K i Hafnarfirði Kristniboðssamkoma á sunnudags kvöld. Ræðumaður Bjarni Eyjólfs son ritstjóri. Tvísöngur. Tekið verð- ur á móti gjöfum til starfsins í Konsó. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundur fyrir stúlkur og pilta verður 1 félagsheimilinu mánudag- inn 16. des. kl. 8.30 Opið hús frá kl. 8 Frank M. Halldórsson. Nessókn í fjarvistarleyfi mínu frá 15 des. gegnir séra Páll Þorleifsson embætt isstörfum mínum. Hann verður til viðtals i Neskirkju kl. 6—7 alla virka daga, nema laugardaga, sími 10535. Séra Jón Thorarensen. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum MJóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 15. des. kl. 8 Verið hjartanlega velkomin. Langholtssöfnuður Aðventukvöld í safnaðarheimil- inu sunnudaginn 15. des. kl. 8.30 Bræðrafélagið. Langholtssöfnuður Óskastund barnanna sunnudag- inn 15 des. kl. 4 Filadelfía, Reykjavik Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8 Hallgrímur Guðmanns- son og Glúmur Gylfason kennari. Safnaðarsamkoma kL 2 Allir vel- komnir. Hájlpræðisherinn Sunnudag kl. 11 Helgunarsam- koma. KL. 8.30 Hjálpræðissamkoma Flokksforingjar og hermenn taka þátt í samkomum dagsins. Allir velkomnir. Heimatrúboðið Þvf af náð eruð þér hólpnir orðn ir fyrir trú, og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þeæ að enginn skuli geta þakkað sór það sjálfum. — Efes. 2.8.,9. I dag er sunnudagur 15. desember og er það 350 dagur ársins 1968. Eftir lifa 16 dagar. 3. sunnudagur í jólaföstu. Árdegisháflæði 2.04. Upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnar í slma 18888, simsvara Læknaféiags Reykjavík- cr. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarspítalan um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er í sima 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 tii kl. sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Kvöld- og helgldagavarzla í Iyfja búðum í Reykjavík vikuna 14. des. — 21. des er í Laugamesapóteki og Ingólfsapóteki. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardnga kl. 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspítalinn í Fossvogi Heimsóknartími er daglega kl. 15.00-16.00og 19.00-19.30. Borgarspítallnn í Heilsuvemdar- stöðinni Heimsóknartími er daglega kl. 14.00 -15.00 og 19.00-19.30. Næturlæknir í Keflavík 11.12 Guðjón Klemenzson 12.12 Kjartan Ólafsson 13.12, 14.12, 15.12 Arnbjöm Ólafsson 16.12 Guðjón Klemenzson Næturlæknir í Hafnarfirffi. helgarvarzia laugardag til mánu dagsmorguns 14.—16 des. er Jósef Ólafsson simi 51820, aðfaranótt 17. des er Eiríkur Bjömsson simi 50235 Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2 hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstími prests, Jrriðjudag og föstudag 5-6. Framvegis verður tekið á mótl þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmdud. og föstud. frá kl 9-11 fh og 2-4 eh. Miðviku- daga frá kl 2-8 eh. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21 Langholtsdeild, í Safnaðarhelmill Langholtskirkju, laugardaga kl 14. I.O.O.F. 10 = 15012168% = Jólav. I.O.O.F. 3 = 15012168 = Jv. P Edda 596812177 — jólaf. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 15012178% = Fl. RMR—18—12—20—VS—MT—■ Jólam—HT Almenn samkoma sunnudagirm 15. des. kL 8.30 Allir velkomnir. 1 renfélagið Keðjan Basarinn verður baldinn að Bárugötu 11, sunnudaginn 15. des- ember kl. 3. Tekið verður á móti munum á sama stað laiugardag milil 2—4. Kvenfélag Háteigssóknar. Þessir vinningar i Happdr. Baz- arnefndar Kvenfélags Háteigssókn- ar eru enn ósóttir. No. 6, 16, 10, 1416, 11, 1051, 12, 431, 13 634, 16, 42 9 339 20 50 2 829 22 00, 27, 661, 28, 1426, 29, 1447, Vinsamlegast vitjist sem alíra fyrst í Stiaghl. 4 1. h. t.v. Systrafélag Keflavíkurkirkju Jólafundur verður haldinn í Að- alveri sunnudaginn 15. des kl. 8.30 Ekknasjóður Reykjavíkur Styrkur til ekkna látinna félags- manna verður greiddur á skrifstofu Kveldúlfs h.f. Vesturgötu 3 alla virka daga nema laugardaga. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið einstæðar mæður með börn, sjúkt fólk og gamalt! Frá Blindravinafélagi íslands Eins og að venju tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu manna fyrir jólin. Blindravinafél. fslands, Ing. 16 Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er tekin til starfa. Umsóknir og ábendingar sendist til Sigurborgar Oddsdóttur. Álfaskeiði 54. Kvenfélag Ásprestakalls Vinningar í happdrættinu féllu á þessi númer: 1573, 2297, 2164. 2152, 2015, 1417, 3224, 2665, 3333, 1165 1984 3296. Vinningana skal vitja að Ásheimilinu, Hólsvegi 17 þriðjudaga kl. 3—5, sími 84255 eða 32195 Hjálpræðisherinn Úthlutun fatnaðar daglega til 23. des. frá kl. 15 til 19.00. Vinsamlegast leggið skerf I „Jóla pottinn". Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Kvennaskólanemendur Minningargjöfum um Ingibjörgu H. Bjamason er veitt móttaka á Hallveigarstöðum hjá húsverði frá kl. 2,alla virka daga. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið jólasöfnun Mæðrastyrks nefndar á Njálsgötu 3, simi 14349, opið frá kl. 10-6. Jólabasar Guðspekifélagsins verður haldinn sunnudaginn 15. des Félagar og velunnarar eru vinsam- legast beðnir að koma gjöfum sín um eigi síðar en laugardaginn 14. des. í Guðspekifélagshúsið eða Hann yrðaverzlun Þuríðar Sigurjóns, Að alstræti 12. Frá Mæðrastyrksnefnd Gleðjið fátæka fyrir jólin! Flugferðahappdrætti Kaldársels Dregið verður 15. des. Mæðiastyrksnefnd Kópavogs hefur opnað skrifstofu 1 Félags- heimili Kópavogs opin 2 daga i viku frá kl. 2-4.30 á mánudögum og fimmtudögum. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristilegar samkomur sunnudag- inn 15. desember. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 4. Bænastund alla virka daga kL 7 e.h. Allir velkomnir. Sunnudagaskólar Sunnudagaskóli KFUM og K Reykjavík og Hafnarfirði hefjast hvern sunnudag kL 10.30 í húsum félaganna öll börn velkomin. Sunnudagaskóiinn í Mjóuhlíð 16 hvem sunnudag kl. 10.30 öll börn hjartanlega velkomin. Sunnudagaskóli Heimatrúboðs- ins hvern sunnudag kl. 10.30. ÖU börn velkomin. Sunnudagaskóli Hjálpræðishers ins hefst á sunnudag kl. 2 öll börn velkomin. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk í Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. TURN HALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegar flagg að er á turninum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Rvík. hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk í Safnaðarheimili Langholts kirkju alla miðvikudaga frá kl. 2- 5. Pantanir teknar í síma 12924. Kvenfélag NchMmt Aldrað fólk í sókninni getur fengið fótaaðgerð 1 félagsheimilinu á miðvikudögum frá kL 9-12 Pant- anir í slma 14755 Gengið Nr. 135 — 5. desember 1968. Kaup Sala 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,60 210,10 1 Kanadadollar 81,94 82,14 100 Danskar krónur 1.172,00 1.174,66 100 Norskar krónur 1.230,66 1.233,46 100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50 100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106,65 100 Franskir fr. 1.775,00 1.779,02 100 Belg. frankar 175,19 175,59 100 Svissn. frankar 2.042,80 2.047,46 100 Gyllini 2.429,45 2.434,95 100 Tékkn. krónur 1.220,70 1.223,70 100 V-þýzk mörk 2.203,23 2.208,27 100 Lírur 14,08 14,12 100 Austurr. sch. 340,27 341,05 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptalönd 210,95 211,49 Leturbreyting táknar breytingu síðustu gengisskráningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.