Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBXiAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
Mær jólapósturinn við-
takendum fyrir jól?
PÓSTST J ÓRNIN ábyrgist ekki
að jólapóstur, sem berst henni
dagana fram að jólum, komizt
til viðtakanda fyrir jól, en hins
vegar mun hún gera sitt ítrasta
til þess að svo verði. Þetta sagði
Matthías Guðmundsson, póst-
meistarinn í Reykjavík í viðtali
við Mbl. í gær.
Svo sem kunnugt er auglýsti
póststjórnin að jólapósturinn
yrði að hafa borizt fyrir mið-
nætti á mánudag, ætti hann að
ná til viðtakanda fyrir jól. Matt-
hías sagði að megnið af jólapóst-
inum hefði komið inn nú um
helgina og væri nú verið að vinna
að undirbúningi dreifingu hans.
Við jólapóstinn vinna um 200
manns og erfitt er að koma fleira
fólki við — m. a. vegna hús-
næðis. Hann sagði, að póststjórn-
in reyndi allt hvað hún gæti til
þess að koma jólapóstinum til
skila, en sakir magnsins yrði ein-
hver frestur að vera. Aðfanga-
dagur er nú orðinn frídagur og
að þessu sinni er hann á þriðju-
degi.
Áskorun Húseigendafélags Reykjavíkur:
Hækkun fasteigna-
skatta verði felld
MBL. hefur borizt fréttatilkynn-
ing frá stjórn Húseigendafélags
Reykjavíkur', þar sem skorað er
á borgarfulltrúa að fella tillögu
um hækkun fasteignaskatta, sem
lögð hefur verið fram í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Fer frétta-
tilkynningin hér á eftir.
Leyfum okkur hér með að
skora á alla borgarfulltrúa að
fella tillögu þá um hækkun fast-
eignaskatta, sem lögð hefur verið
VETRAR-
HJÁLPIN
ÞAR sem Mæðrastyrksnefnd
hefur tekið við Vetrarhjálp-
inni í Reykjavík, treysti ég
öllum þeim einstaklingum,
fyrirtækjum og félagasamtök-
um, sem studdu mig af dreng-
skap og velvilja í mínu starfi
um 13 ára skeið til að láta
Vetrarhjálpina njóta sömu
velvildar og sendi sínar gjaf
Ir til Mæðrastyrksnefndar i
nafni Vetrarhjálparinnar eða
Mæðrastyrksnefndar. Oft hef-
ur verið þörf en nú er nauð-
syn..
Um leið vil ég þakka öll-
um þeim, sem með mér unnu,
fyrir sín óeigingjörnu störf og
drengskap mér sýndan á þessu
tímabili.
Reykvíkingar, gefið hver
öðrum gleðileg jól með því að
styrkja þá bágstöddu, yngri
sem eldri.
Magnús Þorsteinsson.
fram í borgarstjórn. Minnum á,
að á árinu 1968 hækkuðu eigna-
skattar og eignaútsvör samtals
um 110%, svo það væri að bera
í bakkafullan lækinn að bæta
þar enn við.
Við skiljum tekjuþörf borgar-
innar, en fáum ekkí skilið, að
þörf sé að hækka þennan lið,
þegar hægt væri að ná svipaðri
upphæð með því að hætta tap-
rekstri Rorgarútgerðarinnar.
Treystum borgarfulltrúum til
að stöðva þá óheillaþróun sem
stefnt hefur verið að undanfarin
ár með dulbúinni eignaupptöku
í mynd alls kyns fasteignagjalda.
Sögurnor um
Siggu og góðu
skessunu
ÍSAFOLD hefur gefið út fjór-
ar bækur fyrir yngatu lesend-
urna. Eru það bækumar um
Siggu og skessuna, eftir Herdísi
Egilsdóttur, kermara: Sigga og
skeœan í fjallinu, Sigga í helli
skessunnar, Sigga og skessan í
skóla, Sigga og skessan í sundi.
Þetta er einkar góð skessa, sem
segir frá í sögunum, og samskipt
um hennar og lítillar stúlku í
sveitiinni. Bækurnar eru einkum
ætlaðar börnum á aldrinum 6-9
ára. Höfundurinn, Herdís Egils-
dóttir, kennari, hefur kennt böm
um á þessum aldri í skóla fsaks
Jónssonar mörg undanfarin úr og
hún teiknar einnig myndirnar,
sem prýða bækumar.
Ilárastúlkubarn
dæmt fyrir morð
Newcastle on Tyne, 17. des.
(AP)
MARY Flora Bell, 11 ára göm
ul, var í dag dæmd fyrir
manndráp, kæruleysi og
ábyrgðarleysi, en vinkona
hennar, Norma Joyce Bell,
sýknuð af öllum ákærum,
vegna dráps tveggja smá-
drengja, Martins George
Brown, 4ra ára og Brians Ed-
wards Howe, 3ja ára.
Mary var dæmd í ævilangt
gæzluvarðhald.
Telpumar höfðu í réttar-
höldunum sagt, að þeim hefði
verið kunnugt um, hvað skeði,
ef tekið væri fyrir kverkarn-
ar á fólki, og hert að. Mary
sagði: „Það deyr. Ég veit það
Dýr-
af því að ég hef horft á
linginn“.“
Hún kvaðst ekki vita, hvar
barkakýlfð væri.
Seinna, er hún var spuirð,
hvers vegna hún hefði minnzt
á hálsinn, sagði hún: „Við sjá-
um þetta í sjónvarpinu, í
Apache indíána þáttum og
svoleiðis msmdum."
Stúlkumar, sem eiga heima
í Scotswood, Newcastle upon
Tyne, hafa þrætt fyrir sekt
sína um morðin.
Mary litla brast í grát, er
hún heyrði dóminn. Móðir
hennar og amma sátu grátandi
fyrir aftan hana í réttarsaln-
Þórarinn í danshlutverki.
Lucíuhótíð
sænsk-íslenzhu
félugsins
LUCÍUHÁTÍÐ ísl.-sænska fé-
lagsins var haldin að venju þann
13. des. á degi hinnar heilögu
Lucíu, að sæniskum sið.
Hátíðin hófst með ávarpi for-
mannsins, Guðlaugs Rósinkranz,
þjóðleikhússtjóra. Bauð hann
gesti velkomna og þá sérstak-
lega ræðumann kvöldsins, Gösta
Edling konsúþ sem nýlega hef-
ur tekið við störfum í sænska
sendiráðinu.
Gösta Edling konsúll futti síð-
an ræðu um Lucíuhátíðahöld á
hinum ýmsu stöðuim, sem hann
hafði dvalið innanlands og utan,
meðal annars í Lundi, Washing-
ton og Rómaborg. Að ræðu kon-
súlsins lokinni kom Lucia með
ljósakrónu á höfði ásamt þem-
um sínum og sungu Sankta
Lucia og ýms sænsk jólalög og
sálma. Lucia var að þessii sinni
Rósa Ingólfsdóttir en undirleik
og stjórn söngsins annaðist Þor-
gerður Ingólfsdóttir. Sýnd var
litkvikmynd frá Stokkhólmi. Þá
sungu samkvæmisgestir, sem
voru um 100, sameiginlega imd-
ir borðum marga sænska þjóð-
lega söngva og vísur og loks var
dansað.
íslenzkur ballettdansari lofaður
ÞÓRARINN Baldvinsson, 24
ára gamall ballettdansari hef-
ur getið sér góðan orðstír í
London.
Þórarinn byrjaði ballettnám
hérna sjö ára gamall hjá Sig-
ríði Ármann. Síðan fór hann
til Bidsteds í Þjóðleikhúsinu.
Síðast var hann nemandi Fay
Werner í Þjóðleikhússkólan-
um.
Hann var við verzlunarnám
í Englandi í eitt ár og eitt og
hálft ár í Royal Ballet Sehool,
og á þeim tíma fékk hann oft
minni hlutverk í Covent
Garden.
Ballets Minerva heitir dans-
flokkur, sem ferðast mikið um
og sýnir dans 'víðsvegar um
Bretland. Sendimenn frá dans
flokki þessum komu við í
Royal Ballet School, og sáu
Þórarln dansa þar, og réðu
hann strax til starfa hjá sér,
um leið og honum var út-
vegað atvinnuleyfi, sem sagt
er, að erfitt sé að fá.
í fyrra var svo Þórarinn að
hugsa um að fara til Frakk-
lands til að dansa þar, en þá
var honum boðin staða sem
aðaldansari flokksins, og því
'ákvað hann að vera um kyrrt
(í Englandi.
Ballettinn hefur nú verið
(í nóvember) að sýna þrjá
dansa, „Boðorðin", „Sköpun
!heimsins“ og „Jónas í hvaln-
lum“.
Þórarins er víða getið. og
fær hann einróma lof í dóm-
um blaðanna.
Menntamálaráð Bretlands
styrkir þennan flokk, og attu
síðustu sýningar um míðjan
nóvember að gera út um,
hvort flokkurinn fengi áfram
styrk, því að fleiri þurfa að
spara en við íslendingar. Von-
ir standa til, vegna góðra
dóma, að framhaldsstyrkur
fáist fyrir flokkinn Ballets
Minerva.
Tóningablaðið
T0PPK0RN
komið út
„Úliur og
Rannveig"
Ný skdldsaga
eftir Anitru
KOMIN er út í íslenzkri þýðingu
ný saga eftir norsku skáldkonuna
Anitru, „Úlfur og Rannveig“. Er
þetta sjötta bókin, sem ísafold
gefur út eftir hana í þýðingu Stef
áns Jónssonar, námsstjóra.
„í þessari bók segir mest frá
Úlfi Bratt, erfingja Leikvallaóð-
alsins", segir á kápusíðu, „en æv-
intýralegir atburðir gerast, sem
valda Leikvallafjölskyldunni
margskonar óþægindum, og skin
og skúrir skiptast mjög á í sögu
fjölskyldunnar". — Bókin er 128
bls. að stærð.
- DREPINN OG...
Framhald af bls. 1
ákvað stríðshöfðingi þorpsins
að hann skyldi drepinn af því
hann var klæddur grænleitum
vinnufötum, svipuðum ein-
kennisbúningi hollenzkra lög-
reglumanna. Skömmu áður en
þetta gerðist hafði lögreglan
tekið fjóra þorpsbúa af lífi
fyrir ótilgreinda glæpi. Bön-
uðu villimennirnir Michael
með spjótum sínum, brytjuðu
lík hans niður og suðu bitana
þarna á ströndinni, segir
Gaisseau.
Ekkert hefði frétzt um ör-
lög Michaels ef ekki hefði
brotizt út styrjöld milli íbúa
Otjanep og ættflokks frá
þorpinu Mitjanep ári síðar.
Leituðu Mitjanep-búar þá til
van Kassels °S kærðu fjand-
menn sína fyrir mannát.
ÚT ER komið 2. tölublað af tán-
ingablaðinu Toppkorn. f blaðinu
er sitthvað af efni frá vettvangi
unga fólksins. Grein um Hljóma
er í blaðinu, viðtal við Gunnar
Jökul, grein eftir Ríkharð Páls-
son um blues og einnig er grein
um nýstofnaðan klúbb ungs
fólks, sem heitir „Club 20“. Þá er
sitthvað fleira á boðstólum í efn-
isvali Toppkorns, en blaðið er vel
unnið og forvitnilegt. Ritstjórar
Toppkoms eru Jón Magnússon og
Ottó K. Ólafsson. Mikið af mynd
um er í blaðinu og uppsctning
skemmtileg.
Happdrætti
Koldúrsels
DREGIÐ hefur verið í flugferða-
happdrætti Kaldársels og komu
upp eftirfarandi vinningar:
1) 2757 flugfargjald að verð-
mæti kr. 17.854, 2) 990 kr. 10.071,
3) 3534 kr. 9.439, 4) 2256 kr.
6.575, 5) 1785 kr. 7.939, 6) 5189
kr. 10.737.
Vinninganna má vitja til Jó-
hanns Pedersens í lögfræðis'krif-
stofu Árna Grétars Finnssonar,
Strandgötu 25, Hafnarfirði.
í gærkvödi var slökkviliðið kvatt að báti, sem lá við Granda-
garð, en kviknað hafði í lest hans, er menn voru að þurrka
hana. Slökkvistarf gekk fljótt og vel.