Morgunblaðið - 18.12.1968, Side 25
MQRGUNBT.A£>IÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
25
- ALÞINGI
Framliald af bls. 14
isðflun til handa fiskvinnslu-
afcöðvum. f öðru lagi, hvort hægt
er að freata aðgerðum í málinu
fram yfir áramót, miðað við þá
aðatöðu, sem nú hefur skapazt
í sambandi við veiðar þeasara
báta. f sambandi við fyrra atrið-
ið liggur fyrir skýrsla frá Fiski-
félagi íslands um árangur af
botnvörpuvieðum, báta, og það
aflamagn, sem bátar, sem þessar
veiðar hafa stundað, hafa skil-
að í land til fiskvinnslustöðv-
anna. Af þeirri skýrslu sézt að
árið 1966 var heildarafli þessara
báta rúmlega 18 þús. tonn. Árið
1967 færist hann upp í 35 þús.
Ifcann og til þess tíma sem skýrsl-
an var gefin 1968, var hann
kominn upp í 56 þús tonn en
mun vera endanlega til 1. des.
að ég hygg, að m.k. 60 þús.
tonm
Það segir sig alveg sjálft, að
slíkur afli er ekki aðeins orðinn
hagsmunamál fyrir sjómenn og
útgerðarmenn, heldur mundi ég
segja, að það væri orðið ekki
tninna, og jafnvel mun meira
hagsmunamál fyrir það verka-
fólk sem unnið hefur við fisk-
iðnaðinn í hinum ýmsu sjávar-
pláasum víðsvegar um land að
þessar veiðar geti haldið áfram.
Ég hygg, að það sé ekki ofmælt,
að á mörgum stöðum mundi verða
um verulegan samdrátt í atvinnu
að ræða, ef afli botnvörpuveiði-
bátanna dregst saman og ef
hann stöðvaðist alveg einhvem
ihluta ársins, mundi víða um land
verða algjört atvinnuleysi. Fisk
vinnslustöðvamar eru sérstak-
lega á hinum smærri stöðum og
reyndar sums staðar á hinum
stærri stöðum einnig, orðnar nær
einasta atvinnutæki byggðarlag
anna. Ef samdráttur verður hjá
þeim, liggur alveg í augum uppi,
hvernig fara muni um atvinnu í
þeim byggðarlögum, hvaða afleið
ingar það mimdi hafa fyrir það
fólk, sem við fiskiðnaðinn vinn-
ur. Ég endurtek því, að hér er
ekki einungis um hagsmunamál
sjómanna og útgerðarmanna að
ræða, hér er einnig um mikið
hagsmunamál hins vinnandi
fólks í sjávarplássum að ræða.
Þá er það hibt atriðið, hvort
nauðsynlegt sé að gera nú þeg-
ar ráðstafanir í þessu máli. Eins
og ég minntist á, hefur það á-
stand skapast eftir 1. des. s.l.,
að víðast hvar hafa bátar hætt
að stunda veiðar með botnvörpu
Það þýðir ekkert að loka aug-
unum fyrir því, að þessar veið-
ar hafa í vaxandi mæli á und-
anförnum árum verið stundaðar
í trássi við gildandi lög og regl-
ur. Ég tel ekki að Alþingi
geti ætlast til þess, að þeir að-
ilar, sem framkvæma eiga lögin,
líti endalaust fram hjá því, ef
þau eru brotin, heldur hljóti það
miklu fremur að vera skylda Al-
þingis að ráða fram úr vandan-
um, sem skapazt hefur á þann
hátt, sem eðlilegt hlýtur að telj-
ast. Og í þessu tilviki mundi ég
segja, að það væri gert með því
að' veita verulegar tilslakanir á
þeim reglum, sem gilda um þess-
ar veiðar. Hér er að sjálfsögðu
ekki um neitt sérhagsmunamál
þeirra þingmanna, sem sfcanda
að flutningi þessa frumvarps að
ræða. Vil ég í því sambandi
skírskota til ályktunar, sem
Landsamband ísl. útvegsmanna
gerði á fundi sínum fyrir nokkr
um vikum. En þar var gerð
samhljóða ályktun, sem sýnir,
að þeir aðilar telja fulla ástæðu
til, að þessi mál verði nú þegar
tekin til meðferðar hér á Al-
þingi.
Við, sem að flutningi þessa
frumvarps stöndum, höfum reynt
að gera það eins einfalt fyrir
Alþingi og við töldum frekast
kost á, þar sem aðeins er gert
ráð fyrir, að heimild ráðherra
til þess að leyfa veiðiheimildir
nái til tveggja svæða, þ.e. á
Norðurlandssvæðinu frá Homi
austur að Rauðunúpum, og fyrir
Suðurlandinu á svæðinu frá
Garðskaga austur af Stafnnesi,
en þeitta eru þau svæði, sem
akýrslur Fiskifélagsins benda til
að togveiðar hafi mest verið
stuandaðar á og svæði sem gefið
hafa mestan afla bæði vetur og
sumar. Við drógum út þau svæði
fyrir Austurlandi, Vestfjörðum
og Vesturlandi, sem vitað er, að
deilur hafa staðið um, hvort að
veita ætti veiðiheimildir á, og
ennfremur eru önnur svæði, sem
landhelgisnefndin hlýtur að
kanna betur og athuga í hve
ríkum mæli kæmi til greina að
veita veiðileyfi á. Það kunna
að vera svæði, þar sem jafnvel
þyrfti að fara inn fyrir fjórar
mílurnar ef nýta ætti þau á al-
mennilegan máta, það eru þau
svæði, sem flatfiskur verður
veiddur eða var veiddur á, á síð-
ustu árum í dragnót og hefur nú
í sumar og haust verið veiddur
í botnvörpu. Um Vestfirði og
Vesturland ^r það að segja, að
það kæmi aldrei til greina nema
á ákveðnum stöðum, sem sam-
komulag gæti orðið um, að skyn
samlegra væri að hagnýta með
botnvörpu heldur en á annan
hátt, og á ég þá aðallega við
þau svæði, þar sem um flatfisk-
veiðar er að ræða á vissum tím-
um, helzt yfir haustmánuðina.
Fyrir Norðurlandi er hér lagt
til, að ráðherra verði veitt heim
ild til veiðileyfa á hinu tiltekna
svæði, er ég nefndi áðan, allt
inn að fjórum sjómílum, frá
grunnlínupunktum, eins og þeir
voru í gildi frá 1. sept. 1958.
Þebta þýðir, að allir flóar og
firðir verða eftir sem áður lok-
aðir og ætti þetta því ekki að
koma svo mjög að sök fyrir hina
smærri báta á þessum stöðum,
þó að togveiðar yrðu leyfðar
fyrir utan 4 mílur frá hinum
gömlu mörkum, sem voru í gildi
frá 1. sept. 1958. Þetta mundi
hins vegar rýmka veiðisvæði tog
bátanna fyrir Norðurlandi veru
lega, og verða atvinnulífinu þar
til mikillar upplyftingar. Ég skal
geta þess að Norðurland kemur
inn í skýrslu Fiskifélagsins með
verulegt magn af fiski, sem veidd
ur hefur verið í botnvörpu á ár-
inu 1968. Á árinu 1966 var hér
um 272 tonn að ræða, á árinu
1967 voru þetta 1687 tonn, og á
þessu ári til þess tíma, sem
skýrslan gefur upp, mun afla-
magnið á þessum veiðum vera
um 12.390 tonn.
Ég hef sannar fregnir af því,
frá þeim mönnum, sem við fisk-
iðnað fást fyrir Norðurlandi, að
veiðar í botnvörpu hafi hreinlega
á mörgum stöðum í vetur og
sumar, bjargað atvinnulífinu í
hinum ýmsu sjávarplássum, þann
ig að auðsætt er, að ef ekki
verða gerðar tilslakanir á veiði-
heimildum fyrir Norðurlandi, þá
mundi verða um verulegan art-
vinnusamdrátt að ræða.
Fyrir Suðurlandi er um miklu
róttækari breytingar að ræða,
þar sem lagt er til, að heimilrt
verði að fara allt inn að þrem-
ur mílum frá strandlengju á svæð
inu frá Garðskaga að Stafn-
nesi. Við Suðurströndina horfir
þetta mál allt öðru vísi við. Þar
er ekki um að ræða neina firði.
Þar sem um uppeldi á smáfiski
er að ræða. Ströndin er heldur
ekki vogskorin, eins og menn
vita. Fiskur sem þar er bæði
vetur og sumar er að miklu
leytj göngufiskur sem fer með-
fram ströndinni. Þetta þekkja
sjómenn, sem lengi hafa stund-
að veiðar vel. Fiskurinn kemur
í torfum eins og kallað er og
á það sér stað bæði vetur og
sumar, eða ákveðinn tíma á á-
kveðnum stöðum, heldur síðan
göngu sinni áfram og hverfur
af þessum miðum. Um uppeldis-
stöðvar í verulegum mæli er þar
ekki að ræða. Hins vegar er á
þessum stað hryggningarstöðvar
bæði síldar og annarra nytja-
fiska okkar, þorsksins og ýsunn
ar, en í tillögunum er gert ráð
fyrir, að hrygningarsvæði síldar
og önnur svæði, sem Hafrann-
sóknarstofnunin telur nauðsyn-
legt að vernda verði friðuð fyrir
botnvörpu þann tíma, sem nauð-
synlegt er talið, þannig, að þó
þetta frumvarp yrði að lögum,
tel ég enga hættu á því, að
rányrkja eða ofveiði eða skemmd
ir á hrygningarsvæðum yrðu.
Ég tel ekki, að það mundi í
sjálfu sér leysa neinn vanda,
þótt skemur yrði gengið í þessu
við suðurströndina heldur en til
lagan gerir ráð fyrir, það mundi
lítinn sem engan vanda leysa,
þófct leyfðar yrðu togveiðar 4
mílur út frá hinum fyrri eða
;síðari grunnlínupunktum. Þeir
ieru dregnir það langt út, að
bátaflotinn mundi ekki með nein
um árangri geta stundað þessar
veiðar, ef hann ætti að halda
sig utan við það svæði, sem þar
er um að ræða.
Eins og ég sagði áðan telja
flurtningsmenn þessa frumvarps
óhjákvæmilegt að skjóta lausin til
bráðabirgða verði fundin á þessu
máli, og er þá reiknað með að
nefnd sú, sem sjávarútvegsmála-
ráðherra skipaði í haust haldi
áfram störfum og skili áliti þeg-
ar hún telur tímabært. Ég vil
undirstrika, að hér er um tíma-
bundnar ráðstafanir að ræða, sem
aðeins eiga að gilda í fjóra mán-
uði og aðeins á tveimur tiltekn-
um veiðisvæðum landsins, en alLs
ekki kring um landið allrt,
BANN GEGN BOTNVÖRPU-
VEIOI
Á laugardaginn var fram hald
ið í neðri deild Alþingis 1. um-
ræðu um frumvarpið um bann
gegn veiðum með botnvörpu.
Tóku þá þátt í umræðunum Jón
Skaftason, Björn Pálsson, Birg-
ir Finnsson, Eysteinn Jónsson,
Guðlaugur Gíslason, Eggert G.
Þorsteinsson sjávarútvegsmála-
ráðherra og Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra. Var frum-
varpinu síðan vísað til 2. um-
ræðu og sjávarútvegsnefndar.
Jón Skaftason (F) sagði m.a.
í sinni ræðu, að flutningur frum
varps þessa mundi spilla fyrir
3törfum nefndar er starfaði að
lausn málsins, og spilla fyrir því
að samkomulag næðist, sem væri
þó mjög nauðsynlegt.
Bjöm Pálsson (F) sagði að
frumvarp þetta gerði aðeins ráð
fyrir bráðabirgðalausn á vanda-
máli sem þyldi enga bið að greitrt
yrði úr. Samþykki þess spillti
á engan hátt fyrir störfum nefnd
arinnar, heldur þvert á móti gæfi
henni betri tóm til að kanna
málið til hlítar.
Birgir Finnsson (A) sagði í
ræðu sinni, að við afgreiðslu
þessa máls yrðu menn að hafa
í huga alþjóðlega kynningu og
samvinnu Íslendinga að land-
helgismálum. Ekki mætti flasa
að neinu er spillt gærti fyrir því
sem áunni2st hefði.
Eysteinn Jónsson (F) tók mjög
í sama streng og Jón Skaftason
og sagði að óþarflega lengi hefði
dregizt að skipa þessa nefnd,
eftir að ákvörðun Alþingis var
tekin.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar
útvegsmálaráðherra, gerði grein
fyrir af hverju nefndarskipunin
drógst svo lengi, og sagði, að
einstakir aðilar sem tilnefna
áttu fulltrúa í nefndina hefðu
dregið það óþarflega lengi.
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð
herra, sagði að það sem lyti að
hinu alþjóðlega í þessu frum-
varpi, þyrftu íslendingar ekki að
óttast, enda hefði jafnan verið
kynnt ítarlega sjónarmið fslend
inga í landhelgismálinu á er-
iendum vettvangi. Við hefðum
gert öllum grein fyrir því að
landhelgin væri eign okkar
sjálfra, og að við mundum hag-
nýta okkur hana undir vísinda-
legu eftirliti, svo mikið sem skyn
samlegt mætti teljast.
JOHNS - MMILLE
glerullareinangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrun-
ina með álpappírnum,
enda eitt bezta einangrunar-
efnið og jafnframt það
langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4”
J-M glerull og 214” frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappír með!
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Sendum um land allt —
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121. - Simi 10600.
CÓÐ JÓLAGJÖF
pHjjtf g ER
REKAVIÐAR-
MYND
EFTIR
SÓLVEIGU
Húsgagnaverzlun | Árna Jónssonar,
Laugavegí 70,
sími 16468
MÁLSVARI
MYRKRAHÖFÐINGJANS
eftir Morris L. West
er ein vinsœlasta skáldsaga |
, sem lesin hefur verið upp i '
útvarpinu
Nú eru komnar út tvœr
nýjar bœkur eftir hann
Babels-
turninn
MOHRIS L.WKST
iGullna Ostran
eftir
Douald Gordon
er óhemju spennandi
skáldsaga,
byggð á sannsögulegum
staðreyndum um leit aS
| fjársjóði Rommels hershöfð- j
ingja, sem sökkt var undanj
ströndum Afríku.
DONALD GORDON
hefur á óvenju skömmum
| tíma aflaS sér fraegSar fyrir \
þessa og fleiri
metsölubœkur sínar.
VerS kr. 323.25
Prentsmiðja
Jóns Helgasonar
L ðókaafgreiðsla Kjörgarði ]
Sími 14510
Babelsturninn
pem kemur nú út samtímis I
Ihjá þekktustu bókaforlögum |
|i meira en tuttugu löndum.
ÞETTA ER
SKÁLDSAGA ÁRSINS
HÉR OG ERLENDIS
VerS kr. 430.00
Gull og sandur
eftir
I Morris L. West
er spennandi og falleg
ástarsaga, skrifuS af þeirri
frásagnarsnilld sem er
I aSalsmerki höfundar.
L Kostar aSeins kr. 193.50.