Morgunblaðið - 18.12.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.12.1968, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 ÍMH ingarnir voru kyrrir í skápnum, en hún var skulduð fyrir upp- hæðinni. Maigret blaðaði í bókinni nokkrar mínútur, stóð síðan upp þegjandi og gekk svo inn í hina stofuna, þar sem borgara- klæddu lögreglumennirnir fóru að eins og skólastrákar og lét- ust allt í einu vera önnum kafn- ir, hikaði, eins og hann væri að hugsa um, hvort hann ætti að láta senda sér bjór upp, en gekk síðan að hálftómu glasi, eins og ósjálfrátt, og tæmdi það sem í því var. Þegar hann kom iran aftur, hafði Serre ekki hreift sig, en var að kveikja sér í nýjum vindli, en tautaði nú: — Með leyfi? — Maigret jánkaði því, í illu skapi, en yppti öxlum. — Þér hafið hugsað um þessa seinni gluggarúðu, hr. Serre? — Ekki hef ég nú lagt það á mig. rétt. Betra væri ef þér gætuð fundið einhverja skýringu á henni. - Ég er ekkert að leita að neinni skýringu . .. — Haldið þér því þá enn fram, að þér hafið ekki sett í nema eina rúðu í gluggann í les- stofunni yðar? — Já, bara daginn eftir þrumu- veðrið. — Viljið þér, að við fáum það staðfest hjá Veðurstofunni, að ekki hafi neitt þrumuveður ver- ið á þriðjudagsnótt? — Það er tilgangslaust. Nema þér gætuð haft einhverja á- nægju af því. Ég átti við þrumu- veðrið í hinni vikunni. — Næsta dag fóruð þér í búð- ina og keyptuð rúðu og kítti. — Já, það hef ég þegar sagt. — Og eruð þér reiðubúinn að sverja, að þér hafið ekki komið þangað síðan og keypt aðra rúðu? 35 / Um leið ýtti bann að honum myndinni af innfærslunni í bók- ina. — Hversvegna teljið þér, að þeir hefðu tekið uppá því að færa þetta inn í bókina í annað sinn? — Það hef ég enga hugmynd um. — Hversvegna ætti kaupmað- urinn að bera það fram, að þér hafið komið eldsnemma á mið- vikudagsmorgun — klukkan um átta? — Því verður hann sjálfur að svara. — Hvenær notuðuð þér síðast bílinn yðar? — Síðastliðinn sunnudag. Það er nú annars ekki — Hvert fóruð þér? Við móðir mín fórum út að aka í eitthvað þrjár klukku- stundir, eins og við erum vön á sunnudögum. —í hvaða átt? —■ Áleiðis til Fontainebleau- skógarins. — Fór konan yðar með ykkur? — Nei, hún var eitthvað las- in. — Höfðuð þið ákveðið að skilja? — Það var ekki talað um neinn skilnað. Hún var þreytt og miður sín. Henni kom aldrei saman við móður mína. Við kom- um okkur saman um, að hún skyldi fara heim í föðurland sitt í nokkrar vikur eða nokkra mán uði. — Og hún tók samt með sér alla peningana sína? — Já. — Hversvegna? — Afþví að það gat vel kom- ið til mála, að hún kæmi alls ekki aftur. Við erum hvorugt nein börn lengur og getum litið á lífið með rósemi. Þetta var eins konar tilraun hjá okkur. — Segið mér, hr. Serre: Það verður að fara yfir tvenn landa- mæri til að komast til Amster- dam, ekki satt? Og frönsku yf- irvöldin eru afar ströng með flutning á peningum, þegar farið er út úr landinu. Var ekki konan yðar hrædd um, að gullið fynd- ist og yrði gert upptækt? — Er ég skyldugur að ,svara því? — Já, mér finnst það geti verið í yðar eigin hag. — Jafnvel þó ég eigi á hættu málshöfðun? — Hún verður sennilega skárri en morðákæra-. — Gott og vel. Ein ferðatask- an konunnar minnar var með tvö földum botni. — Fyrir þessa ferð sérstak- lega eða hvað? — Nei. — Hafði hún þurft á þessu að halda áður? — Já, hvað eftir annað. -— Til þess að komast yfir landamærin? — Já, landamæri Belgíu og einusinni svissnesku landamærin. Þér hljótið að vita, að til skamms tíma var ódýrara að kaupa gull bæði í Sviss og Belgíu. — Þér játið þá meðsekt yðar i þessum f jármunaflutningum? — Já, það geri ég. Maigret gekk fram í varðstof- una. — Viltu koma héma inn snöggvast, Janvier? Síðan mælti hann við Serre: — Aðstoðarmað- ur minn ætlar að skrifa niður þennan hluta samtals okkar. Ger ið svo vel að endurtaka orðrétt 18. DESEMBER Viðskiptin eru óráðin ennþá. Skipuleggðu vel öll smáatriði, lærðu Hrúturinn 21. marz — 19. apríl eitthvað nýtt. Nautið 20. apríl — 20. maí Hæfileikar þínir til að sjá út sameiginlegan hagnað og reikn- inga eru góðir. Leggðu strax í framkvæmdir. . Tvíburarnir 21. maí — 20 júní Vertu samvinnuþýður. Félagar þínir fylgjast ekki með því, sem þú hugsar og segir. Farðu hægar. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Einhver óánægja ríkir heima fyrir vegna einhvers óvænts. Ferða lög fara öðrvísi en ætlað var. Það gengur allt betur, þegar þú ert búinn að sættast við heimamenn. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Farðu hægt I breytingar í dag. Gleddu börn og gamalmenni Meyjan 23. ágúst — 22. september Notaðu hæfileika þína til að taka ákvarðanir. Láttu það ekki eftir fólki að hörfa. Haltu þér síðan við efnið. Vogin 23. september — 22. október Nú ríður á að hjakka í farinu, hvað sem það kostar. Reyndu persónutöfrana á fólk. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Starfaðu með gömlum vinum. Þú getur gætt hag þinn með eilífum tilrauniun til að hagnast. Þú getur vel minnzt á sjálfan þig án þess að miklast. Bogmaðurinn 22. nóvember — 22. desember Þú ræður allt í einu ekki neitt við neitt, og tapar sennilega eitthvað. Félagslífið blómstrar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Farðu nú yfir allt, sem setið hefur á hakanum, og komdu því í röð og reglu. Láttu ákvarðanir bíða betri tíma, þegar allt er ekki eins viðkvæmt og hættir ekki svona til frumhlaupa. Láttu ástvini þína vita eitthvað af þér. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Allt sem þú segir verður fyrir harðri gagnrýni. Því bera fæst orð minnsta ábyrgð. Eitthvað gerir rómantikin vart við sig. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Ef þú flytur mál annarra, skaltu gera jákvætt tllboð í dag. Viðskiptin ganga eðlilega. Athugaðu betur smáatriðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.