Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 289. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Geimfarið var eins og eldhnöttur, —er það fór inn í gufuhvolfið" sogði Lovell, að lokinni mestu geimierð sögunnar Q Mestu og merkustu geimferð sem farin hefur verið lauk, þegar þeir Frank Borman, James Lovell og William Anders stigu um borð í flugvélamóðurskipið „Yorktown“ á kyrra hafi, um 1600 km suður af Hawaii. Það var klukkan 17.20 að ísl. tíma í gær. Geimfarið lenti kl. 15.51, en þá var dimmt af nóttu á þes sum slóðum og var ákveðið að bíða birtu með að taka geimfarana um borð í þyrlur, sem komu samstundis á vettvang. Lending geimfars- ins tókst í alla staði giftusamlega og var sú nákvæmasta í allri geimferðasögunni og ekki skeikaði mínútu frá þeim tíma sem hafði verið gert ráð fyrir. 0 Um allan heim hefur verið fylgat með tunglferð Apollo 8 af ósviknum áhuga og hvar- vetna hafa menn lofað þann góða árangur sem náðist með henni og frábæra nákvæmni bandarískra vísindamanna og geimfaranna þriggja. Nokkurs kvíða gætti meðal manna á ýmsum stundum ferðarinnar og síðasta hættulega augnablikið var þegar geimfarið hélt á nær 40 þúsund kílómetra hraða inn í gufuhvolfið. • Vísindamenn benda á, að meðal þess sem hafi áunnizt við ferð Apollo 8 sé, að nú er sannað, að Satúrnus 5 eldflaug er nægilega kröftug og traust til að skjóta geimförum til tunglsins og að öryggi Apollo farsins er í engu áfátt. Þá vakti og athygli, að fjarskiptasam- band frá tungli til jarðar er eins og bezt verður á kosið, þrátt fyrir hina gífurlegu fjarlægð. 0 I skeyti Johnsons Bandaríkjaforseta til geimfaranna sagði hann, að með tunglferðinni væri runnið upp nýtt tímabil í sögu mannkyn sins, og þeim áfanga sem Bandaríkjamenn hefðu náð hlytu allar friðelskandi þjóðir að fagna. Inni í blaðinu á bls. 12-13 og 16-17 eru greinar um tunglferð Apollo 8 og næsta áfanga í geimferðum, þ.e. lendingu mannaðs geimfars á tunglinu. Klutkkan 15.3ö að ísl. itíma rofn aði samlband við gekntfarið, er það fór á rösklega 39 þúisund kílómetra hraða, inn í efstu lög guifuh'volfsins. Hitinn utan á geimfarinu nálgaðist þá 3000 gráður á CeMus. Næstu imínút- ur biðu menn í ofivæni, hvort Apollo 8 hefði fiarið inn í gufu- hvolfiið á þeim stað, setn til var æflazt, en ekki imáitti sikeika nema einni gráðu. Hefði munað meiru hefði annað. tveggja gerzt, að geimlarið hefði þeytzt afitur út í geiminn ellegar brunn ið upp og kastast í sjóinn sem glóandi málmsfetta. Allur kivíði reyndist þó ástæðu laus og nokkru síðar sáu skip og þyriivængjur geimfiarið svífa nið- ur að sléttum haiflfletinum, ná- kvæmfega á þeim stað, þar sem því hafði verið ætlað að lenda, eða um 1.600 kíLómetra suður afi Hawaii og í grennd við Jóla- eyju, og í aðeins 5000 meitra fjarlægð frá flugvélamóðurskip- inu „Yorkitown", sem átti að taka þremenningana og geimskip þeirra um borð. Þegar geimifarið lenti á sjón- um var enn diimmt al nóttu á þessum slóðum, en klukkam var þá 1'5.51 að íslienzkum itima og stóðst áætiunin því ekki aðeins mjög vel, heldur svo níákvæm- lega, að ekki munaði mínútu. Það fyrsta sem síðan heyrðist frá geimförunium var, a@ Lovell sagði: „Okkur líður ölflum prýði- lega. Geimfarið var eins og eld- hnöttur þegar það fór inn í gufu hvolfið". Ákveðið var að bíða dögunar með að taka geimfarana um borð Mynd þessi var tekin um borð í flugvélamóðurskipinu York- town í gær þegar geimfararnir þrír stigu út úr þyrlunni, sem flutti þá frá Apolla 8. A myndinni eru, talið frá vinstri: James Lovell, Frank Borman (sá sem veifar) og William Aanders. í þyrlu og notuðu þremiennimg- arnir tímann til að hafa fata- skipti og höfðu uppi gamanmál við stjórnendur þyrilvængjanna, 9em sveimuðu fyrir ofan þá. Bor- man var inntur eftir því úr hvaða efni hann teldi tunglið vera og hann sagði: „Það er að minnsta kosti alls ekki úr gráð- osti. Það er þá frekar úr banda- rískum osti.“ Áttatíu mínúitum síðar voru geiimlfararnir teknir um borð í þyrilvængju, sem flutti þá til flug vélamóðurskipsins „Yorktown", sem hafði hraðað sér í áttina til gekniskipsins, eftir að það lenti í sjónum. Framhald á hls. 21 Rændi telpu og myrti Des Moines, Iowa, 27. des ember. AP. FROSINN líkami Pamelu Powers, 10 ára gamallar telpu, sem rænt var daginn fyrir jól, I fannst í gær í ræsi einu austan við borgina Des Moines í Iowa 1 í Bandaríkjunum. Fannst lik l telpunnar, eftir að 24 ára , gamall blökkumaður, Anthony Erthwell Williams, sem sjálf- ur þykist vera prestur, vísaði lögreglunni á líkið. Williams er strokumaður af geðveikrahæli og hefur sex sinnum áður sætt ákæru fyrir brot. Hann hefur nú verið á- kærður fyrir morð á Pamelu Powers. Froskmenn við Apollo 8 á Kyrrahafi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.