Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1966 Fiskiskipaflot- inn í Rvíkurhöfn — en óvenju fá farskip um jólin JÓLAHELGIN var í Reyfcjavík tíðindalítil en fögur. Veðiurfar var Útför Péturs Ottesens gerð í dug ÚTFÖR Péturs Otitesens, frv. al þingiSmanns og bónda á Ytra- Hókni, verður gerð frá Akranes- fcirkju fcl. 14,00 í dag. Séra Jón Guðjónsson, sófcnar- prestur á Akranesi, jarðsyngur. Félagasamtök í Reykjavíik, þar sem hinn látni var í forystusveit, hafa efnt til ferða upp á Akranes vegna útfararinnar og varðskip- ið Ælgir fer einnig með útfarar gesti þangað upp eftir. Alþingi hefir óskað eftir að fcosta útför hins látna. flrekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Háaleitikbrautar og Kringlumýr- arbrautar á jóladag. Hlutu tvær konur höfuðmeiðsl og voru flutt- ar í Slysavarðstofuna og önnur þaðan í Borgarsjúkrahúsið, en hún hafði hlotið heiiahristing. Meiðsl kvennanna voru þó ekki talin alvarlegs eðlis. Areksturinan var með þeim hætti, að Moskwits-bíl var ekið suður Kringlumýrarbraut og yolkswagen-sendiferðabíl vestur Háaleitisbraut. Á gatnamótunum skullu bílarnir saman. Konumar tvær, sem meiddust, voru far- þegar í sendiferðabílnum. Báðir bílamir skemmdust tals- vert en sendiferðabíllinn þó öllu meira. eins og bezt varð á bosið. Jóla- gU'ðíaþjónusftur voru mjög vel sótt ar, og allar fcirkjur þéttskipaðar. Fiskisfcipaflotinn var allur í höfn, og 80 bátar í fiskiihöfniinni, en síldarflotirm var kominn heim fyrir jól. Aftur á móti var óvenju lítið af öðrum skipum í höfninni. Þau sem þar voru setftu svip sinn á jólaihaldið, og spegluðust mis litar ljósaskreytingar þeirra í haf fletinum, logn var og ládeyða. Þar varu Dettifoss, Bakkafoss og Selfbss, öll Ríkisskipin, Kyndill, Stapaifell, Freyfaxi og Askja. ..... iÍflCfe ■ : : ískort Landhelgisgæzlunnar frá í gær. Á því sést hve nærri ísröndin er komin. Tékkóslóvakía verður sam- bandsríki um áramótin Verður Smrkovsky oð vikja? \ Flugpontonir til tunglsins Miami, Florida, 27. des. AP. BIÐLISTI fyrir ferðamanna- flug til tunglsins hækkaði | upp í 168 í dag, er bandarísku / geimfaramir komu aftur heim úr ferð sinni umhverfis ‘ tunglið. Flugfélagið Pan American j World Airways skýrði frá því. að það hafi látið skrá hjá sér ’ og tekið við öllum pöntunum I i þeirri von, að það yrði fyrsta j flugfélagið til þess að koma á , ferðalögum um geiminn fyrir ferðamenn og kaupsýslumenn,' sem ættu leið til tunglsins. Margar þessara pantana j áttu sér stað, á meðan ferð ] Apollo 8 stóð yfir, að því er' skýrt var frá af hálfu flug- félagsins. Skrifstofa þess í New York hefur tekið á m\L 143 pöntunum, en 25 eru á biðlista í Miami. Prag 271 desember NTB-AP Gustav Husak, leiðtogi kommúnistaflokks Slóvakíu, ítr- ekaði á miðvikudagskvöld þau ummæli sin, að Sólvaki ætti að verða forseti sambandsþings Tékkóslóvakíu, en endurbóta- sinnar í landinu eru þvi fylgj- andi, að forseti sambandsþings- ins, sem komið verður á fót nú um áramótin, verði Josef Smrk- ovsky, núverandi fosreti þjóð- þings landsins. Á mánudaginn var barst Smrkovsky óvæntur liðstyrkur, er visindaakademian Bratislava, höfuðborg Slóvak- iu, lýsti yfir stuðningi sinum við Smrkovsky. Áður hafa verka- menn hótað verkfalli verði Smr kovsky vikið úr stöðu þjóðþings forseta. Tékkneski rithöfundurinn Pavel Kohout gekk í dag fram fyrir skjöldu til varnar Smrk- ovsky og Iýsti sig fylgjandi því, að hann yrði forseti sam- bandsþingsins. Varaði Kohout slóvakiska þjóðernissinna við því að fara í bága við þau sam- bandslög, sem skapað hafa þeim jafnrétti á við Tékka. Sovézk sendinefnd undir for- ystu Konstantins Katusjevs flokks ritara kom í kvöld til Prag, en samtimis komu fram í Moskvu nýjar og harðar árásir á svokall aða endurskoðunarsinna í Tékkó slóvakíu. 1 sovézku sendinefnd- inni eru m.a. Vasili Kuznetsov, sem dvaldist þrjá mánuði í Prag sem sérstakur sendimaður sov- ézku stjómarinnar eftir innrás- ina og hernámið i ágúst sl. Gert er ráð fyrir því í Prag, að í við- ræðum sínum við stjórnmála- menn þar, muni Kuznetsov leggja áherzlu á óskir sovézkra ráðamanna um harðari aðgerð- ir gegn framfara- og endurbóta- sinnuðum öflum í landinu. í f ramangrei ndri ræðu sinni benti Huaak á, að bæði forseti landsins, Ludvik Svoboda svo og forsætisráðherra lands- ins, Oldrish Cemik, væru Téfck ar. Þess vegna taldi hann rétt, að forseti sambandsþingsins yrði Slóvaki. Stjórnmálafréttaritariar í Prag hafa efcki dregið neina dul á það, að þeir telji Sovét- stjórnina þess fýaandi, að Smrk ovsky verði gerður áhrifalauis. Cemik forsætisráðherra sagði hins vegar í ræðu á miðviku- dagskvöld, að Smrkovsl^ væri enn of ungur til þess að setjast í helgan stein og að hann gæti unnið mikið og þarft verk áfram fyrir land sitt. Cernik sagði þetta í sjónvarpsávarpi til þjóð ar sinnar og sagði ennfremur, að ríkisstjörnin hefði efcki rætt um mannaskipti í áhrifastöðum við sóvézka stjórnmálamenn og að ekki hefðu verið gerðir nein- ir samningar í slíka átt á fund- inum í Kiev snemma í desember. Stjórn Cerniks mun hins veg- Framhald á bls. 21 - ÍSINN Framhald af hls. 32 Öskubak. Síðan liggur íisinn um 27 sjm. NY af Straumnesi, en sveigir síðan út og aftur upp í áttina að Hælavík og nær þar upp að 12 sjm. fiskveiðitakmörk unum, því næst liggur ísinn um 12 sjm. N. af Kolbeinsey, en 12 sjm. löng ístrunga gengur inn Reykjafjiarðarál og önnur ís- tunga liggur upp að Kolbeins- ey að austanverðu. Þaðan ligg- ur ísinn út frá landinu í NA- læga stefnu. A vestanverðu svæðinu, er mestmegnis um venjulegan haf- ís að ræða, en virðist þó yfir- leitt vera nýlegur, þ.e.a.s. frá þessum vetri. Á svæðinu aust- ur af Kolbeinsey og að stað, 45 sjm. í r-v 014 frá Langanesi, virðist allt hafsvæðið vera að frjósa, og er þar mikið fcrap og ísmyndun (panoakes) a allri leið inni. Áhöfnin á Pueblo mátti sæta hrottaskap og ógnum Mikill fögnuður yfir heimkomu áhafnarinnar Seoul og Sa.n Diego, 27. desem- ber. AP-NTB. ATTATÍU og tveir af áhöfn bandaríska njósnaskipsins „Peu- blo“ gengust fyrr í þessari viku undir læknisrannsókn, eftir að þeir voru látnir lausir af yfir- völdum Norður-Kóreu. t yfirlýs- ingu yfirmanns sjúkrahúss flot- ans í San Diego í Kaliforníu, þar sem mennimir voru skoðaðir eftir heimkomuna, segir, að þeir hafi allir borið merki andlegrar þreytu, næringarskorts og illrar líkamsmeðferðar. Mennimir 82 — einn af áhöfn- inni hafði verið drepinn, er Pueblo var hertekið 23. janúar sl. — Höfðu fyrst verið fluttir á hersjúfcrahús í Pupyong rétt fyr- ir utan Seoul á mánudag, en þá um morguninn höfðu þeir verfð afhentir bandarískum yfirvöld- um í vopnahlésbænum Panmunj- on, en voru siðan fluttir flugleið- Kjarnorkusprenging Kín- verja í andrúmsloftinu Washington, 27. desember. AP-NTB. KÍNVERJAR sprengdu í dag kjarnorkusprengju í andrúmsloft inu. Varð þessi sprenging kl. 7.30 í morgun (ísL tíma) í Sinkiang- héraðinu, þar sem fyrri tilraunir Kínverja með kjamorkuvopn hafa einnig átt sér stað. Það var bandaríska kjamorku- málanefndin, sem tilkynnti, að þessarar sprengingar Kínverja hefði orði'ð vart og er þetta átt- unda kjamavopnatilraun þeirra til þesssa, sem vitað er um. Sam- kvæmt tilkyraningu bandarLsku kjarnorkumálanefndarinnar var afi sprengjunnar, sem sprengd var, um 3 megatonn, þ.e.a.s. um það bil það sama og í sjöttu til- raun Kínverja með kjamorfcu- vopn 17. júní 1967. Lop Nor svæð ið í Sinkiang, þar sem sprenging in var framkvæmd, er um 724 km frá sovézku landajmærunum. is til San Diego í Kalifomíu. Samfcomulag náðist um afhend ingu áhafnarinnar á Pueblo sl. laugardag, en það hafði að geyma játningu af hálfu Banda- ríkjamanna um njósnir, sem þó þegar hafði verið neitað áður. Baradariski hershöfðinginn Gil- bert Woodward lýsti þvi yfir við fréttameran í Panmunjon: — Ég mun undirrita þetta skjai til þess að fá áhöfnina lausa og efckert annað. Norður-Kóreumenn fluttu á- höifnina af Pueblo til Panmunjon í fjórum langfer'ðabílum, en þessi litli bær stendur á hlut- lausa beltirau miUi Norður- og Suður-Kóreu. Kl. 11.30 að stað- artíma gekk skipherrann á Pueblo, Lloyd Bucher hægt ylir brúna, sem ber nafnið „Eragin leið til baka“ í fylgd með efltir- litsmönnum frá Norður-Kóreu, en á eftir honum kom svo sjúkra bifreið, sem fluitti kistu Daniel Hodiges, mannsins, sem drepinn var, er skipið var hertekið, en hann var 21 ára gamall, er það gerðist. Síðan kom áhöfn sk ips- ins gangandi. A meðan áhöfnin var á leið til Pupyong, skýrði Bucher frá þvi, að áhöfnin hefði mátt sæta ógnar aðgerðum og hrottaskap í fanga- visrtinni og bæru margir merki á líkama sínum um það, a@ þeir hefðu verið barðir. NAUÐUNGARJATNINGAR , Bucher visaði á bug öllum þeim játningum, sem hanm og aðrir áhafnarmeðlimir atf Pueblo hefðu verið neyddir til þess að gefa í fangavistinni. Kvaðst hann vona, a@ bandaríska þjóðin hefði skilið, að málið á játniraguraum hefði verið svo orðum aukið, að enginn hefði getað lagt trúnað á það. Neitaði hann þvi, að Pueblo hefði nokkru sinini verið innan landlhelgi Nor'ður-Kóreu og sagði, að NorðurKóreumenn hefði eyði- lagt öll skjöl skipsins og segul- bandsupptökur, sem söranuðu, að skipið hefði allan tímann verið á alþjóðasiglingaleið. Af hálfu sjúkrahússins í San Diego var skýrt frá því, að þrótt fyrir slæma meðferð á áhöfninni, jatfnit líkamlega sem andlega, hefðu að svo komnu efcki komfð fram nein merki andlegrar trufl- unar á meðal neirana af áhöfn-' inni, en í dag átti að byrja að taka skýrslu af hverjum einstök- uim áhafnarmeðlim um töku' Pueblos og fangavistina í Norð-1 ur-Kóreu. Var sagt, að Buoher skipherra væri só eini af áhöfn- inni, sem enn sætti gaumgæfi- legri læknismeðferð, en hann hefði sýkzt af öndunarsjúkdóimi. Þá var skýrt frá því, að það væri algengt á meðal á’hafnarmeð lima á Pueblo, að þeir heRhi létzt um 13—18 kg. í fangavist- inni og einn þeirra hefði létzt um tæp 38 kg. Þegar áhöfnin kom til San Diego í Kaliflomiíu biðu þar fjöl- skyldur og ættingjar og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Fæstir höfðu haft tima til þess að kaupa jólagjafir, en viðlbrögð margra ef ekki alLra ættingja voru sams konar og hjó móðiur eims af áhöfninni, William T. Massie, 20 ára, en efckert bréf hafði borizt frá honium til flor- eldra hans þó 11 mónuði, sem Framhald í bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.