Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1908 31 Stympingar í Austurstræti — takmark göngufólks að komast í kast við lögregluna, sem naut stuðnings almennings ENN SLÓ í brýnu milli lögreglu- þjóna og félaga úr Æskulýðs- fylkingunni og Félagi róttækra stúdenta á Þorláksmessukvöld. Félögin tvö höfðu fyrr um dag- inn tilkynnt lögreglunni, að far- in yrði mótmælaganga frá Sig- túni, og m.a. upp Bankastræti og Skólavörðustíg. Lögreglan til- kynnti félögunum, að hún myndi ekki Ieyfa göngunni að trufla al menna umferð, en stakk upp á þvi, að í stað þess að fara upp Bankastræti og Skólavörðustíg færi gangan upp Hverfisgötu og um Ingólfsstræti, en þvi höfnuðu félögin tvö algjörlega. Virðist því friðsamleg mótmælaganga alls ekki hafa verið takmark félag- anna tveggja heldur það eitt að valda erfiðleikum i jólaösinni og lenda í kasti við lögregluna. — Má benda á, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem félagar í Æsku Iýðsfylkingunni velja öðrum fremur annasamari daga hjá lög- reglunni til að fara með óspekt- um um götur borgarinnar. Er þar skemmst að minnast átakanna, sem urðu við Reykjavík urhöfn á H-dag í sumar. Þorri viðstaddra, sem fylgdust með stympingunum á Þorláksmessukvöld, var á bandi lögreglunnar og virtist yfir- leitt hafa andstyggð á framferði göngufólksins. Lögðu ýmsir lög- reglunni lið í stympingunum. Á Þorliákismessu var dreift um borgána fundarboði fná ÆskuJýðs fylkingunni og Félagi róttækra stúdenta um almennan fund í SigttÚBi 'kl. 20,30 um kvöldið. — Sama dag var lögregkistjóra af- hent bréf, sem í var tilkynnt, að félögin tvö myndu fara í mót- mælagöngu að fundimum loknum; fná Sigtúni um Austurstræti, Bankastræti, Skólavörðtnstíg, Fraikkastíg, Laugaveg og Banka- stræti og ljúka göngunni á Lækj- artongi, þar sem stutt ávarp yrði flutt. Bréf þetta var undirritað af Birnu Þórðardóttur (sú siem fékk skeinuna sl. laugardag og hróp- aði þá: Hrvar er sjómvarpið!) fyr iir hönd Félags róttækra stúdenta og Leifi Jóelssyni fyrir hönd Æskuiýðisfy l'kingarinnar. Þetta kvöld hafði verið augiýst sérstök takmörkun á umferð í Reykjavík, m.a. lokun miðborgar- innar fyrir bíluim, og aðrar sér- stákar ráðstafanir gerðar til að greiða fyrir umferð á öUum helztu umferðangötum, þ.á.m. iþeim sem félögm tivö huigðust ganga eftir. Þar sem sýnt var, að igangan myndi valda verulegri trufiun á allri umferð hafði Bjanki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, samband við Leif Jóelsson og fór fram á það við hann, að gönguileiðinni yrði breytt til sam- rœmis við auglýstar umferðartak markanir. Stakk Bjanki upp á því við Leif að -gengið ynði t.d. um Aust- urstræti, Hafnarstrætd og Aðal- stræti, en því hafnaði umboðs- maður Æskulýðsfyikingarinnar. Þá bauð Bjarki að gengið yrði um Austunstræti, Lækjartorg, Hverí- isgötu, Ingólfsstræti, Bankastræti og niður á Lækjartorg og bað um boðstmaður Æskulýðsfy lkingar inn ar um frest til að bera þessa tii- lögu undir félaga sína. Þegar sá fres'.ur var utrunninin hringdi umiboðsmaðurinn og bað um lengri frest, sem lögregiLan veitti tafarilaiust. Loks kl. 21,35 um kvöldið hringdi umboðs maðurinn svo og tilkynnti, að gengin yrðá sú leið, sem félögin tvö í upphafi völdu og að hann væri ekki til viðræðu um neinar hreytingar þar á. Tjáði Bjarki honum þá, að hann lýsti fullri ábyrgð á hend- ur honuim og ennfremiur, að lög- reglan myndi> bindra gönguna í að fara upp Wanlkastræti; á móti allri aimennri umferð. Svaraði umboðismaðurinn þvi til, að lög- reglan gæti aldrei hindrað göngu fólkið; félögin tvö hefðu á að skipa 1000 manna liði, sem myndi brjóta sér leið, ef með þyrfti. Um 50 lagregluþjónar fóru svo uindir stjórn Bjarka EMassonar út á Lækj artsong og mynduðu þre fallida röð yfir Austurstræti við gatnamóTLækjargötu. Miikill um- ferð ganigandi fólks var og safn aðist marigt fólk saman, þegar það sá viðbúmað lögreglunnar. Klukkan 22,10 kom svo gamgam austur Austurstræti og bar göngu fól'k ísienzka fiánann og ýms spjöld. Fremstur gekk Ragnar Stefiánsson, jarðskjálftafræðingur og forseti Ægkuiýðsfylkingarinn- ar, og bar hann gjallarhom, sem hann hvatti með göngufólkið til að brjóta sér leið gegn um raðir lögreglunnar. í fremstu röð gengu hjú þau, sem undirriltuðu bréfið til lögreglustjóra og fyrr hetfur verið minnzt á. Þegar göngufólkið hugðist brjóta sér leið hófust styrrupingar mijli þess og lögreglumnar. Fyrr nefndur Æskulýðsfylkingarfor- seti klifraði upp á grindverk og þaðan 'hvatti hann lið si'tt til að ganga ihraustlega fram gegn vörðum laganna. Var hann beð- inn að hætta þessum hrópum en hann neitáði og var þá fjarlægður við fögnuð nærstaddra vegfar- enda. Lögneglan hrakti svo gönguifölk ið hægt en mankvisist vestur Aust urstræti og eftir um það bil kkikkustund var korniið vestur að Pósthússtræti. Var þá fiátt göngu- fólk eftir og öll spjöld horfin. Allmargir óbreyttir borgarar lögðu lögreglunni lið í stymping- um þessum og varð lögreglan að hafa hemil á sumum þeirra, sem vildu ganga of lang í aðgeTðum ■gegn göngufólkinu. Þorri við- staddra sem með stympingunum fylgdist, virtist vera á bandi lögregJunnar Um ellefu Jeytið var komin á ró í miðborgiinim og um- ferð aftur með eðlilegum hætti. Tólf göngumenn voru fjarlægð- ir vegna ýmiss konar afbrota. - ÁRÁS Framhald af bls. 13. handteknir. Verða þeir í haldf þar til dæmt hefur verið í máli þeirra. Styliano Patakos, aðstoðar for- sætisráðherra sagði við frétta- menn, að, gríska stjómin harm- aði þennan atburð. Skoraði hann á Araba og Gyðinga að berjast af meiri riddaramennsku í fram- tíðinni, og þá jafnframt á eigin landsvæði. Árásarmennimir tveir eru Mahmoud Mohammed Issa og Maiher Hussein Yamanai. Hafa þeir verfð sakaðir um morð að yfirlögðu ráði og ólöglegan vopna burð. Hefjast réttarhöld í málum þeirra á laugardag í Aþenu. Verði þeir sekir fundir, geta þeir átt á hættu dauðadóma sam- kvæmt grískum lögum. AUGLYSIN6AR SÍIVll SS«4*8Q Phantomþctor til ísraels Washington, 27. desemiber. AP—NTB. BANDARÍSKA utanríkisráðu neytið tilkynnti í dag, að endan- legir sattmingar hefðu verið gerðir við ísrael um sölu á 50 orrustuþolum þangað. Væri sölu verð flugvélanna 200 millj. doll- arar, en þær væru af gerðinni .Phantom F4“. Verður hafizt handa um afhendingu þeirra fyr- ir árslok 1969 og henni haldið ifram árið þar á eftir. Abba Ðban, utanríkisráðlherra ísraels, lýsti í kvöld ánægju sinni yfir því, að viðleitni fsra- slsmanna til þess að fiá keyptar orrustuþotur í Baindaríkj'unum, hefðu Leitt til jákvæðs áramgurs. Hanin minnti á, að ísrael stjórn in hefði unnið að því að koma þessum flugvélakaupum í kring, allt frá því að Levi Eshkol for- sætiisriáðherra hefði rætt við Jolhn son forseta í byrjun þessa árs. Ungkommar hnappast saman undir spjöldum fyrir framan raðir iögreglunnar. Almennmgur skipar sér þétt að baki lögreglunni. Þrír lögregluimenn þurftu læknis meðferðar við, en þeir hlutu Slœm spörk og högg frá göngu- fólkinu. Emginn þeirra meiddist þó alvarlega. Enmfremur vann göngufóllk miiiklar skemmdir á föt uim lögregumanna, reif þau og skar og sleit af lögreglulþjónum einkenni. Þá köstuðu sumir eggj um að lögreglumömnum, en þeir sem ekkert höfðu við hendina hræktu. Bkki var lögregiliunni í gær kunnuigt um, að neinn göngu maður hefði meiðzt illa, en ein- hverjir munu hafa kornið í Slysa varðstofuna á Þorláksmessuikvöld til að fiá búið um meiðsi, sem þeir höfðu hlotið. Lögreglan undirstaða rétt arlegs framkvæmdavalds — Frá stofnþingi Landssambands lögreglumanna HINN 1. desember síðastliðinn var stofnþing Landssambands Lögreglumanna haldið í Reykja- vík. Þingið sóttu 19 fulltrúar frá 9 félögum lögreglumanna, víðs- vegar af landinu. Jónas Jónasson, formaður und irbúningsnefndar, setti þingið. — Þingforseti var kjörinn Magnús Eggertsson og þingritari Guð- mundur Hermannsson. Lög og þingsköp fyrir landssambandið voru samþykkt. í annarri grein laganna segir svo um hlutverk landssambands- ins: 1. Að sameina alla lögreglu- mann innan vébanda sinna, í því skyni að skapa aukin kynni, skilning og samstöðu þeirra í bar áttu fyrir stéttarlegum, félags- legum og menningarlegum hags- munum. 2. Að vinna að því að öðlas't fyrirsvar lögreglumanna og vinna að bættum samningsrétti þeirra. 3. Að styrkja réttárstöðu lög- reglumanna og stuðla að jafn- réttisaðstöðu þeirra við önnur launþegasamrtök. 4. Að vinna að auknum skiln- ingi almennings á þýðingu lög- regfustarfa. 5. Að vinna að aukinni fræðslu- og menningars'tarfsemi innan vébanda sinna. 6. Að hafa samstarf við önnur launþegasamtök innanlands og utan. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt einróma á þinginu: „Stofnþing Landssambands lög reglumanna, háð í Reykjavík hinn 1. desember 1968, fagnar því, að landssamtök lögreglu- manna eru orðin að veruleika. Þingið telur, að vinna beri að því, að landssambandið verði viðurkennt sem sameiginlegur samningaaðili fyrir alla lögreglu- menn landsins. Þingið bendir á. að eðlilegt sé, að heildarsamtök- in marki stefnu í kjara- og menningarmálum stéttarinnar, og telur þingið, að þau muni verða öflugasta aflið til að s'tanda vörð um hag lögreglumanna. Þingið beinir því til stjórnar landssambandsins, að hún vinni ötullega að því, að sambandið verði viðurkennt sem samnings- aðili í kjaramálum fyrir lögreglu menn ]andsins.“ Ennfremur voru tvær aðraar þingsályktanir samþykktar ein- róma. í hinni fyrri er lögð áherzía á að vinna beri af al- efli að því, að fá viðurkennda til launa, fremur en orðið ér, hina augljósu sérstöðu lögreglu- manna í íslenzku þjóðfélagi. Lög reglan sé aðalundirstaða réttar- farslegs framkvæmdavalds í land inu, og því sé mikils- virði, á þeim róstutímum, sem nú virðist fara í hönd í heiminum, að valdir menn séu í lögregluliðinu. Þing- ir æðsta dómi landsins. Þeim beri og að leggja sig í hvers kon- ar lífshættu, sern starfinu fylgi, svo sem mýmörg dæmi vitna um. í annarri ályktun þingsins er lögð áherzla á hina augljósu nauðsyn þess, að hæfir og vel menntaðir menn veljist til lög- Stjórn Landssambands lögregl umanna. Talið frá vinstri: Sitj- andi: Björn Pálsson, ritari, Jónas Jónasson, formaður, Bogi Jóh. Bjarnason, varaformaður. Standandi: ólafur Guðmundsson gjaldkeri og Kristján Sigurðsson, meðstjórnandi. ið 'bendir á, að lögreglumenn hafi í raun ótakmarkaðan starfstíma, ef nauðsyn krefur. Þá verði lög- reglumaður tíðum að taka ör- lagaríka skyndiákvörðun, sem ætlað er að standast, jafnvel fyr- Allar gerdir Myndamóta •Fyrir auglýsingar •Bcekur ogtimarit •Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVÐAMÓT hf. simi 17152 MORGUNBLAÐSHUSINU reglustarfa, svo að réttaröryggi þegnanna verði sem bezt tryggt. Formaður landssambandsins var kjörinn Jónas Jónasson, Rvk, en kauk hans skipa stjórnina þeir Björn Pálsson, Keflavíkur- flugvelli, Bogi Jóh. Bjarnason, Rvk, Kristján Sigurðsson, Rvk, og Ólafur Guðmundsson, Hafnar. firði. í varastjórn eru: Gísli Guð- mundsson, Rvík, Tóanas Jónsson, Seifossi og Axel Kvaran, Rvk. Endurskoðendur vorú kjörnir Sæmundur Guðmundsson, Kópa- vogi og fvar Hannesson, Rvk. t Konan mín, Ásta Pétursdóttir arudaðist í Borgarspítalanuim á jóttadag. Útför fer fram föstudaginn 3. jamúar kl. 1.30 í Fossvogskirkju. Bjöm Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.