Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNöLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 28. DESEMBBR 1968 17 r- 3 ta verður hættulegasta augnablikið fyrir mennina tvo sem Ienda á tung linu. Tunglferjan hefur sig á loft aftur en skilur eftir neðsta hlutann sem aður er fyrir skotpall. ferðinni, skref fyrir sikref. Þótt hreyfing- arnar kunni að virðast hægar og jafnvel klunnalegar ættu myndirnar að vera nokk- uð skýrar. Fyrsti maðurinn sem stígur fæti sínum á tunglið mun nota um 20 mínútur til að safna tunglvegssýnishornum, en allt í allt munu þeir félagar vera þar í 24—26 klukkustundir áður en þeir stíga aftur um borð í tunglíerjuna og halda til móts við Apollo 11. NASA (Geimferðastofnun Bandaríkj- anna) lýsti því yfir nýlega að geimfararn- ir yrðu ekki látnir gera neinar yfirgrips- miklar vísindarannsóknir í fyrstu ferðinni. Það var talið að þeir ættu nógu erfitt með að ganga um hrjóstrugt yfirborðið þótt ekki væri verið að hlaða á þá allskonar vísindatækjum til að koma einhversstaðar. 1 síðari ferðum er hinsvegar talið fullvíst að ýmiskonar mælitækjum verði komið fyrir. FLUCTAKIÐ Tunglferjan mun hefja sig á loft frá lendingarstaðnum. Neðan undir áhafnar- klefanum er lítil aukavél sem hjálpar til við að lyfta henni af yfirborði tunglsins og í veg fyrir Apollo 11. Þegar Apollo nálgast stýra geimfararnir tveir ferjunni upp að geimhylkinu og tengja þau saman. Þá skríða þeir úr ferjunni yfir til félaga síns og taka með sér sýnishom sem þeir söfn- uðu á tunglinu. Síðan verður tunglferjunni aftur sleppt frá og geimfararnir þrír hefja ferðina til jarðar. Afturkoman inn í gufu- hvolf jarðar verður alveg eins vandasöm og fyrir Apollo 8, en líklega verða menn þá ekki jafn hræddir um að eitthvað beri útaf. Eins og nærri má geta verður tunglförun um tekið sem hetjum við komuna til jarð- ar, en þeir verða að bíða nokkrar vikur eftir að njóta móttakanna. Strax og geim- fararnir eru lentir verður þeim stungið inn í sérstakan geymi og fluttir til Hawaii. Þaðan verður geymirinn fluttir í risastórri flugvél til Houston í Texas og þar — í vandlega einangruðum rannsóknarstofum — verða mennirnir og sýnishornin tekin til nákvæmrar rannsóknar. Það verður ekki fyrr en vísindamenn hafa ömgglega gengið úr skugga um að engar veimr eða sýklar leynist í sýnishornunum, eða geimförun- um sjálfum, að þeir fá að fara heim til fjöskyldna sinna. HVAÐ SVO? Eins og málin standa í dag em menn ekki vissir um hvað tekur við þegar búið er að lenda á tunglinu, satt að segja hafa þeir hjá Geimferðastofnuninni nokkrar áhyggjur af því. Það er útlit fyrir að fjár- framlög til geimferða verði minnkuð all verulega og jafnvel óttast að eftir fyrstu lendinguna verði ekki farin önnur slík í bráð. Vísindamennirnir í Houston í Texas, vilja óðir og uppvægir senda fleiri geimför þangað og snúa sér svo að öðrum verk- efnum, eins og t.d. að senda mannað geim- far til Marz. Ómannaðir gervihnettir hafa þegar verið sendir þangað og á næsta ári er ráðgert að senda fleiri. Árið 1971 er ráðgert að senda tvo gervihnetti á braut umhverfis plánetuna og áður en mjög langt um liði yrði þeim fylgt eftir með mönnuð- um geimförum. Þessir vísindamenn em vissir um að Rússar hyggist senda mannað geimfar til Marz í náinni framtíð, og muni jafnvel sleppa því að senda menn til tunglsins vegna þess m.a. að þeir geta ómögulega orðið á undan Bandaríkjamönnum til þess. Aðrir telja það þó ólíklegt að Rússar muni ekki senda geimfar fyrst til tunglsins. Proton eldflaugin, sú sterkasta sem Rússar eiga núna, er ekki nógu aflmikil til að gera þetta kleift. En Rússamir vinna örugglega að endurbótum og nýsmíðum og Banda- rískir gervihnettir hafa tekið myndir af gríðarstómm eldflaugarhreyflum sem þeir em að reyna. Sérfræðingar telja að þrýsti- afl þeirra sé 10 til 14 milljón pund ((Saturn ur 5. hefur 7,5 milljón punda þrýstiafl) en það myndi gera þeim kleift að fljúga geim- farinu til tunglsins, lenda því þar og fljúga til jarðar aftur, .ón þess að þurfa mánaferju Það myndi einnig gera þeim kleift að fara í lengri geimferðir, eins og t.d. til Marz. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn em famir að hugsa um geimstöðvar, bæði til hemaðarlegra nota og vísindalegra. Ef nokkmm flutningageimförum yrði skotið á braut umhverfis jörðu, og hvert þeirra hefði með sér eitt eða fleiri eldflaugarþrep, væri hægt að setja endanlega geimfarið saman úti í geimnum og langdrægni þess myndi margfaldat, þar sem það þyrfti ekki að eyða eldsneyti í að komast af skotpalli á jörðu niðri. Ef Bandarískir vísindamenn fá nægilegt fjármagn gætu þeir að öllum líkindum einn ig orðið á undan Rússum á þessu sviði. Geimfarar þeirra hafa miklu meiri æfingu í stjóm geimfara og tengingu við önnur för. Rússar hafa satt að segja enga reynslu á því sviði. Menn bíða því með öndina í hálsinum eftir fréttum af fjárframlögum til NASA. Allir helztu vísindamenn og sér- fræðingar landsins hafa lýst yfir nauðsyn þess að halda áfram á sömu braut. Þeir benda á að þeir séu nú búnir að afla sér „grunn-þekkingar“ og því verði ekki nauð- synlegt að hækka fjárframlög hlutfallslega eins mi'kið og gert hefur verið á undanföm um ámm. Eitt af kosningaloforðum Nixons var að Bandaríkin myndu halda forystu í geimferðum og rannsóknum. Nú er bara að sjá hvort hann efnir það. — ÓIi Tynes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.