Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 Pétur Ottesen ulþingismuður - MINNINGARORÐ Pétur Ottesen, sá máður, sem lengst allra hefur setið á þjóð- kjörnu Alþingi Islendinga, var fyrst kosinn þangað á miklum umbrotatímum í miðri fyrri heimsstyrjöldinni. Á árinu 1916 voru nýir flokkar að myndast og hin fyrri flokkaskipan að riðlast. Sjálfstæðisflokkurinn gamli hafði klofnað árið áður í ,,langsum- menn“ og „þversum' ‘,og var bar- áttan einkum hörð á milli þess- ana flokksbrota. „Þversum- menn“ kunnu þess vegna vel að meta, þegar ungur röskleika- maður, Pétur Ottesen, bsettist í þeirra hóp. Faðir minn var einn „þversum- manna“ á Alþingi og gexðist Pétur Ottesen þegar í stað kunn- ugur á heimili foreldra minna. Vinátta þeirra hélzt ævilangt, þótt stundum skildu leiðir um sinn, Sjálfum finnst mér ég hafa þekkt Pétur frá því, að ég sá hann fyrst, fyrir meira en hálfri öld, þótt tuttugu ára aldursmun- ur hefði að sjálfsögðu áhrif á kynni okkar framan af. Þótt þeix, er ég hafði sam- neyti við, fögnuðu kosningu Péturs, fanmst ekki öllum í fyrstu mikið til hans koma. Einhverjir andstæðingar hans kölluðu hann í bosningabaráttunni „grifflasala“ hjá Morten Hansen. En svo stóð á þeirri nafngift, að Pétur var heimagangur hjá hinum vinsæla skólastjóra Reykvíkinga Morten Hansen, sem var aldavinur föður Péturs, Oddgeirs Ottesens bónda og kaupmanns á Ytra-Hólmi. Mér er það í bamsminni, a'ð einhverju sinni á þessum árum sagði fáðir minn, að sér fyndist óþörf og lítt hyggleg sú fyrirtekt Bjarna frá Vogi, sem var manna mest á móti ættamöfmum, að ávarpa Pétur Ottesen á flokks- fundum ætíð með nafninu Pétur Oddgeirsson. Svo óþarft sem föð- ur mínum fannst þetta, þótti Pétri sjólfum það vafalaust enn óþarfara. Því að hann hélt með réttu upp á ættarmafn sjálfs sín, föður og forfeðra. Ottesensnafn- ið tóku upp afkomemdur Odds á Þrngeyrum, bróður Ólafs Steph- enssens stiftamtmanns. Koma karl leggir Ottesena og Stephensena því saman í séra Stefáni á Hösk- uldsstöðum, og þykjast þeir að vonum ekki ættsmáir, sem af þeim karllegg eru. Móðurkyn Péturs ber og af vegna þess, hversu margir af þvi hafa skarað fram úr að gáfum eða dugnaði — og sumir að hvorutveggja — í Borgarfirði og víðar. Á Pétri sannaðist, að sjaldan fellur eplið fjarri eikinni, því að hann varð er stundir liðu einn mesti afreksmaður á íslandi um sína daga. Hann var nokkuð ein- þykkur allt frá æskudögum, og mun það hafa ráðið miklu um, að hann var ekki settur til mennta, því að hugur hans stóð þegar til búskapar og sjósóknar. Búskapnum sinnti hann fram á síðasta dag ævi sinnar hvenær sem honum gafst færi til og sjó- róðrar voru einnig hans yndi fram á elliár. Sjálfur sagði Pétur í sínum síðustu ávarpsorðum til þjóðar- innar, að sökum skorts á skóla- menntun hafi hann byrjað starf sitt í stjómmálum sem frekar þröngsýnn maður. Víst er það, a!ð á fyrri árum var Pétri oft brugðið um þröngsýni, en jafn- víst hitt, að hann gerðist skjót- lega með atkvæðamestu þing- mönnum. Pétur varð nokkuð snemrna á þingferli sínum viðskila við hina upphaflegu flokksbræður sína í Sjálfstæðisflokknum gamla. Jón Sigurðsson á Reynistað kom á þing 1919 og urðu þeir Pétur fljótt miklir mátar. Árum eða áratugum saman voru þeir her- bergisfélagar á meöan þingtíma stóð. Aðrir urðu þess aldrei varir, að þeim bæri neitt verulegt í milli. Jón var aldavinur Magnús- ar Guðmundssonar frá því, að hann hafði verið sýslumaður Skagfirðinga. Nú var Magnús orð iran fjármálaráðherra og manna skilningsbeztur á þarfir bænda. Pétur gerðist brátt honum mjög handgengiran og var imdir hand- leiðslu Magnúsar og Jóns Magnús sonar þátttakandi í „Sparnaðar- bandalagi" eða hvað þau nú hétu þingmannasamtökin, sem urðu undanfari stofnunar íhaldsflokks ins á árinu 1924 undir forystu Jóns Þorlákssonar. Bjargföst vinátta varð með Pétri og Ólafi Thors. Pétur var öruggur talsmaður þess með Ólafi að mynda Sjálfstæðisflokkinn nýja á árinu 1929 og var til efzta dags á meðal helztu forvígis- manna hans. Vinátta þeirra Ólafs haggaðist aldrei til lang- frama og reyndi þó stundum nokkuð á einkum við mynd- un „nýsköpunarstjórnarinraar“. Stjórnarsamstarfið við kommún- ista varð um sinn til fáleika milli Péturs Ottesens annars vegar og vina hans Ólafs Thors og Péturs Magnússonar hinsvegar. Vinátta þeirra bar þó ekki varanlegan hnekki af þessum sökum, enda slitu kommúnistar samstarfinu von bráðar, vegna þess að þeir bomu ekki fram fyrirætlunum sínum um að einangra ísland frá lýðræðislöndunum, Aftur á móti var Pétur einn þeirra Sjálfstæðismanna, sem vildu reyna samstarf við Fram- sóknarflokkinn í lengstu lög. Hann var raáinn samstarfsmaður Tryggva Þórhallssonar og ann- arra þeirra, sem ætluðu að ein- angra hina ,,bæjarradikölu“ inn- an Framsóknar. Enn síðar studdi Pétur mjög að myndun „þjóð- stjórnarinnar“ á árinu 1939 og samstarfi þessara tveggja flokka á árunum 1947—1956. Eftir mynd un „vinstri stjómarinraar" og það, sem í hennar kjölfar sigldi, hafði Pétur fengið nóg. Hann fylgdi fast fram kjördæmabreytingunni 1959 og þeirri stefnu, sem þá var valin og enn er haldið. Pétur Ottesen var allt í senn skoðanafastur, harðsækinn og skapstór. Hann fylgdi málflutn- ingi sínum oft eftir með þvi að brýna röddina, enda bæði mælsk ur og ófeiminn. Tók oft undir í þingsölum þegar Pétur talaði og flokksfuradi yfirgaf hainn á stund- um svo, að engum duldist, að hurðir höfðu verið hreyfðar. Pétur kunni hinsvegar vel að gera góðlátlegt gaman að sókn- hörku sinni Hann sagði t.d. eitt sinn, þegar rætt var um hugsan- legt framboð alþekkts atorku- manns, eitthvað á þessa leið: „Þið eruð stundum í vandræðum vegna þvermóðsku minnar, en ekki er hún nema svipur hjá sjón miðað við það, sem þið þurfið við að fást, ef þessi kemur á þing“. Auk sjálfstæðismálsins voru helztu hugðarefni Péturs á Al- þingi lengst af laradbúnaður og sjávarútvegur. Enda varð hann þegar stundir liðu forystumaður í samtökum beggja atvinnu- greina. Smám saman fékk hann einnig mikinn áhuga fyrir iðn- væðingu landsins, varð og á efri árum atkvæðamikill stjórnarmað ur í sementsverksmiðjunni og á- kafur hvatamaður stóriðju. í mörg ár var Pétur hinn ráða- mesti á meðal fjárveitingarnefnd- armanna og um skeið formaður nefndarinnar. Hann var frumfcvöðull um ráð- tafarair til friðunar fiskimiða og talsmaður þess, að fiskveiðilög- sagan væri stækkuð svo sem fremst væri fært. Pétur slakaði aldrei á kröfum til fulls sjálfsrtæðis þjóðarinnar, og skildi manna bezt, að það yrði nú á dögurn örugglegast tryggt með öflugu samstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir. Skapgerð Péturs virtist slík, að ætla hefði mátt, að vild eða óvild réðu mifclu um gerðir hans. í öllu því, semkþýðiragu hafði, lét hann þó málefnin og skoðun sina á þeim ráða. Vafalaust átti hann sinn metnað ekki síður en aðrir, en aldrei tranaði hann sér fram heldur þverneitaði tignarstöðum, sem hon.im hvað eftir annað voru boðnar, eins og að verða íorseti Alþingij og ráðherra. Þegar kjördæmabreytingin var samiþykíkt á árinu 1959 var Pét- ur orðinn rúmlega sjötugur og vildi þess vegna alisekfci iengur sitja á þingi. Hann reyndist þó enn atkvæðamikill í flokksstarfi, var á meða1. helztu forystumanna á Landsfundum og gaf kost á sér til kjörs í miðstjórn. Fundi henn- ar sótti hann hin siðustu misseri af meira kappi en nokkru sinni áður. Hann taldi sig auðsjáanlega eiga erindi þangað. Erindið var að brýna okkur hina yngri. Pétur Ottesen var á síðari ár- um ekki einungis orðinn víðsýnni heldur og mildari en áður. En ein beitni hans og málafylgja bilaði ekki með aldrinum. Hann var sunnfærður um, að í öllu, sem mestu máli skifti, væri nú rétt stefnt, og áminnti okkur um að láta mótblástur og óviðráðanleg áföll ekki verða til þess að við hvikuðum frá þeirri stefnu, sem horfði til heilla landi og lýð. Hinn 1. desember á fimmtíu ára afmæli fullveldisins, beindi hinn víðsýni, djarfhuga öldungur hvatningu sinni til allrar hinnar íslenzku þjóðar. Drengilegri kveðjuorð hefur engiran forystu- maður til hennar mælt. Bjarni Benediktsson. í DAG verður gerð frá Akranes- kirkju útför fyrrverandi alþing- ismanns, Péturs Otteeen. Hann lézt að heimili sírau, Ytra-Hólmi, 16. þ.m. Pétur var fæddur að Ytra- Hólmi 2. ágúst 1888 og var því rösklega áttatíu ára er hann léat. Hann var sonur hjónanna Sigurbjargar Sigurðardóttur (frá Efstabæ í Sfcorradal) og Oddgeirs Ottesen á Ytra-Hólmi, og á Ytra-Hókni átti hann heima alla ævi. í uppvexti vandist hann störfum bæði til sjós og larads, því jafraframt búskapnum á Ytra-Hóbni var lengi gert út sexmannafar. Eimnig stundaði hann sjóróðra suður í Garði á yngri árum. En óg hygg þó, að landbúnaður hafi alla tíð staðið honum nær. Það sýndu hinar mi'klu jarðabætur og húsa, sem h.ann lét framkvæma á jörð sinni. Mun töðufall hafa auk- izt í hans tíð á Ytra-Hókni úr um 300 hestburðum í a.llt að fjög ur þúsund hestburði í meðal ári, enda rak hann jafnan stórt bú og í seinni tíð í félagi við Jón son sinn. Pétur hafði alla tíð mikinn og vakandi áhuga fyrir öllum nýjungum í landbúnaði og var fljótur að færa sér þær í nyt. Þannig var hann fyrsti bóndi í sinni sveit til að setja súgþurrk- un í hlöðu. Hann fékk einnig fyrstu mjaltavélina og þaranig var um fleiri nýjungar. Snemma valdist hann til for- ustu í sveitarfélagi sínu; var óslitið hreppstjóri, hreppsnefnd- armaður og sýslunefndarmaður frá 1918 til dauðadags, eða í 50 ár, auk þe';S sem haran hafði margskonar aðra fyrirgreiðslu fyrir sveituraga sína. Það áttu því margir erindi að Ytra-Hólmi og stóð þar jafnan opið hús gest- risni og fyrirgreiðslu. Pétur var kvæntur milkilli gæða- og myndarkonu, Petrínu Jónsdóttir frá Káraneskoti í Kjós. Þau áttu tvö börn, Sigur- björgu, búsetta í Reykjaivík, og Jón, bónda á Ytra-Hólmi, og hvíldi búskapurinn mtkið á hans herðum hin síðusrbu ár. Ég vil nú, er leiðir skiljast, færa þessum látna vini mínum kærar þakkir fyrir áratuga vin- áttu og samstarf ,og votta ást- vinum haras mína dýpstu samúð. Guðmundur Jónsson, Innra-Hólmi. f dag er til moldar borinn frá heimili sínu að Ytra Hólmi í Innri Akraneshreppi, þingskör- ungurinn og bændahöfðinginn Pétur Ottesen fyrv. alþm. — Hann lést að heimi'li sínu þ. 16. desember s.l. Með fráfalli Péturs Ottesen er horfinn af sjónarsviðinu maður sem hafði til að bera óvenju mikinn persónuleika, glæsilegur þingskörungur, bændahöfðingi og forustumaður í margvíslegum framfaramálum þjóðar sinraar um hálfrar aldar skeið, á því tíma- bili sem framfarir hafa verið stór stígari og árangursríkari en dæmi eru til um áður í sögu þjóðarimraar. Pétur Ottesen var fæddur að Ytra Hólmi þ. 2. ágúst 1888 og var því á 81. aldurs ári þegar hann lézt. — Pétur Ottesen átti til sterkra stofna að telja í báðar ættir. Foréldrar hans voru þau heiðurshjónin Oddgeir Ottesen, bóndi og kaupmaður að Ytra Hólmi og kona hans Sig- urbjörg Sigurðardóttir. — Oddgeir faðir Péturs var son- ur Péturs Ottesen dbrm. frá Munaðarhóli á Snæfellsnesi og konu hans Guðnýjar Jónsdótt- ur. Þau fluttust að Ytra Hólmi árið 1859, er Pétur keypti jörð- ina af Þórunni Stephensera, ekkju Hannesar Stephensen alþm. — Alla tíð síðan hafa þeir feðgar mann fram af manni, búið að Ytra Hólmi og rekið bú sitt af miklum höfðings og myndar- skap. — Nafni Péturs og afi var sæ- garpur mikill og atorku maður, haran stundaði um skeið hákarla veiðar með góðum árangri og var einnig talinn afburða góð skytta. Hann hlaut sérstaka viðurkenn ingu fyrir störf sín. — Oddgeir faðir Péturs bjó einn- ig að Ytra Hólmi. Hann rak verzlun jafnhliða búskapnum. Oddgeir gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína, hann var ta'linn vel lesinn í ís- lenzkum fræðum, vinsæll maður og traustur. — Sigurbjörg móðir Péturs var Sigurðardóttir, Vigfússonar, er síðast bjó í Efstabæ í Skorradal, og konu hans Hildar Jónsdótt- ur frá Efstabæ. — Þau hjón áttu stóran barnahóp og komust níu þeirra til fullorðins ára. — Voru þau Efstabæjarsystkyni öll orð- lögð fyrir framúrskarandi dugn að, og myndarskap í hvívetna. — Er sá ættbálkur nú orðinn all stór, og hefur fest rætur m.a. um állar byggðir Borgarfjarðar. Eins og fyrr segir má fullvíst telja að ekkert tímabil í sögu þjóðarinnar marki jafn stór spor í framfara átt og það tímabil sem liðið er af tuttugustu öldinni. Það fer því ekki hjá því, að á slíku framfara tímabili, koma við sögu margir einstaklingar sem lagt hafa hönd á plóginn, og lagt af mörkum mikið starf og orku við þá alhliða uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað. — Einn þeirra mætu manna sem hvað hæst ber í þeirri fylkingu er þingskörungurinn Pétur Otte sen að Ytra Hólmi, — það kom fljótlega í 'ljós á meðan Pétur Ottesen var enn ungur að árum, að menra þóttust sjá að þar fór mikið mannsefni, enda fór það svo, að honum voru þegar á unga aldri falin margvísleg trúnaðar- störf í þágu sinnar heimabyggð- ar og alþjóðar eftir að hann var kosinn þingmaður Borgfirðinga um haustið 1916. Þá aðeins 28 ára að aldri. — Svo sem kunn- ugt er, átti Pétur lengri þing- setu að baki, en nokkur annar fslendingur, fyrr eða síðar, allt frá því að Alþingi var endur- reyst árið 1845, til þessa dags og sat hann samtals á 52 þingum. — Til marks um það hvað Pétur Ottesen átti traustu fylgi að fagna í kjördæmi sínu _ er, að það kom fyrir að hann væri sjálfkjörinn, þar sem engiran bauð sig fram á móti honum. — Um þær mundir sem Pétur Ottesen tók sæti á Alþingi, stóð enn fyrir dyrum lokasóknin í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, — þar tók hann þegalr virkan þátt í og skipaði sér í sveit með þeim mönnum sem fastast sóttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.