Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 5 Ný forusta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík — ÞAð hefur tæplega farið fram hjá þeim, sem að staðaldri fylgjast með stjórnmálum, aðung ir menn í öllum flokkum hafa á síðari árum haft uppi sífellt harð ari kröfugerð um aukin áhrif í málefnum fLokka sinnia. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki far ið varhluta af þessum kröfum hinna ungu sem náðu hámarki með aukaþingi ungra Sjálfstæð- iamanna í septembermánuði sl. Hins vegar vill það oft verða svo, að kröfugerðin sjálf vekur meiri athygli en það, þegar við henni er orðið. Sá atburður gerð isit þó í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík fyrir u.þ.b. tveimur vikum, þegar ungir menn voru valdir til forustu fyrir Fulltrúa ráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Formaður Fulltrúaráðsins var kjörinn Hörður Einarsson, sem er aðeins þrítugur að al'dri, vara formaður var kjörinn Ólafur B. Thors, sem er 31 árs gamall og ritari var kjörinn Steinar Berg Björnsson, formaður Heimdaliar, sem er nokkrum árum yngri. Að auki var úngur viðskiptafræði- nemi, Eggert Hauksson, kjörinn í varastjórn og framkværnda- stjóri Fulltrúaráðsins Ragnar Kjartansson, er kornungur mað ur, sgm hefur raunar þegar aflað sér víðtækrar reynslu í starfi hjá Fulltrúaráðinu. Þessir ungu forustu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjiavík til trausts og halds eru svo menn á borð við Pétur Sigurðsson alþm., sem er í hópi hinna ynigstu þing manna Sjálfstæðisflokksins, Baldvin Tryggvason, fyrrv. for-' maður Fulltrúaráðsins og Jó- hann Hafstein, varaformaður Sjá'lfstæðisflokksins, auk for- manna hinnia Sjálfstæðisfélag- anna þriggja. Til þess að þeir, sem ekki eru kunnugur starfi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, geti betur gert séir gredn fyrir þeirri víðtæku og mikil- vægu breytingu, sem hér er á orðin, er ástæða til að skýra ör- lítið starfsemi þess. Fulltrúaráð- ið er eins koniar samnefnari Sjálfstæðisfélaganna fjögunra, sem starfa í Reykjavík. Það er byggt upp af sérstaklega kjörn- um fulíltrúum félaganna og þó fyrst og fremst hinum svo- nefndu umdæmiaful'ltrúum, en á þeirra herðum hvílir sú ábyrgð að sjá til þess, að kjósendur skili sér á kjördag. Jafnframt er Full trúaráðið sá aðili, sem tekur á- kvörðun um framboð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík til borgar- stjórnar og Alþingis, og aðal- stjórn Fulltrúaráðsins er í lykil- aðstöðu við val manna á fram- boðslista. í Fulltrúaráðinu eru töluvert á annað þúsund manns. Af þessu má ljóst vera, að mik il ábyrgð hefur nú verið lögð á herðar ungra rnanina í Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík. Segja má með nokkrum sanni, að þeim hafi verið afhent meiri háttar völd og áhrif í málefnum flokks ins í Reykjavík. Þetta er þeim mun athyglisverðara, sem örlaga ríkir tímar fara nú í hönd á vetít vangi stjórnmálanna. Hinn- ar ungu forustu Sjálfstæðis- manina í Reykjavík bíða því mik- il verkefni. Þau verkefni eru fyrst og fremst þríþætt. f fyrsta lagi að aðlaga skipulag Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík breyttum aðstæðum. í öðru lagi að breyta reglum um ákvörðun framboðs á þann veg, að val á framboðslista verði ekki í jafn ríkum mæli í höndum svo sterks miðstjórnarvalds, sem verið hef- ur og í þriðja lagi að blása nýju lífi í starfsemi Sjálfstæðisfélag- anna sem hefur óneitanlega staðnað á hinum síðairi árum og er ekki lengur í samræmi við þær breytingar, sem orðið hafa á viðhorfum fólks í höfuðborg- inini til flokksstarfs og þátttöku í því. Það hefur úrslitaþýðingu um svipmót Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í hugum reykvískra kjósenda, hvernig hinum ungu mönnum í forustu Fuiltrúaráðsins tekst till við lausn þessara verk- efma. Reykjavík er breytt frá því, sem áður var og viðhorf kjósenda eru nú önnur. Enginn vafi leikur á því, að sívaxandi fjöldi kjósenda hefur á síðari árum tekið þá ákvörðun að bmda ekki trúss sitt við einn á- kveðinn flokk og fylgja honum í blíðu og stríðu, heldur taka af- stöðu í kosningum eftir því,hvern ig á stendur hverju sinni. Af þeim sökum hefur þýðing hins hefð- bundna flokksstarfs minnkað frá því, sem áður vair, en mikilvægi annarra þátta stjórnmálastarfs- ins aukizt að sama skapi. í ljósi þessara nýju viðhorfa verð- ur skipulag og starf Fu'lltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna að breytast. Þýðingarmikill þáttur þess er tvímæiialaUst að opna meira en verið hefur val fram- bjóðenda. Að vísu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn jafnan efnt til Ragnar Kjartansson. prófkjörs um val á borgarstjórn arlistann þar til fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, en þá var það samdóma álit manna, að prófkjörið gæfi ekki lengur rétta mynd af vilja flokksmanna. Þar með er ekki sagt, að aðrar leiðir séu ekki færar ti'l þess að kom- ast að niðurstöðu, sem sé í sam- ræmi við hinar raunverulegu óskir kjósenda Sjólfstæðisflokks ins. í þeim efnum skiptir vafa- laust mestu máli að finna leið, sem tryggi sem breiðastan grund völll framboðs, því að effir á að hyggja má telja víst, að ein meg- inersök hins niauma sigurs Sjálf stæðismanna við síðustu borgar stjórnarkosningar hafi verið hinn þröngi flokkssvipur á fram boðslistanum þá. f stjórn Fulltrúaráðsins eiga sæti formenn allra Sjálfstæðisfé laganma í Reykjavík og þess vegna er hún kjörinn vettvangur til umræðna um leiðir til þess að breyta starfsemi flokksfélag- amna í samræmi við nýjar aðsfæð ur. Flokksstarfið er nú takmark að við alltof þröngan hóp manna og kvenna, og engar líkur eru á, að breyting verði á því, nema fé lögin taki þá ákvörðun að fylgja vexti borgarinnar í starfi sínu og koma sér upp starfsmiðstöðv- um úti í hverfunum. Það er eng in von til þess, að fólk t.d. í Árbæjar og Breiðholtshverfi hafi aðstæður til að taka veru- legan þátt í flokksstarfi, sem að mestu er rekið í einni miðstöð langt vestur í bæ. Tvímælalaust verður að telja þá ákvörðun aðálfundar Full trúaráðsins að fela svo ungum mönnum forustu þess, mikinn á- fanga fyrir uniga menn í Sjálf- stæðisflokknum. En þar sem þeir hafa náð þessum mikilsverða á- fanga er þeim hollt að hafa í huga, að vera má að þolinmæði hinna eldiri gagnvart kröfum hinna yngri sé nú brátt á þrot- um og mótti raunar sjá þess nokkur merki á aðalfundi Full- trúaráðsins. Þess vegna væri hyggilegt af ungum Sjálfstæðis- möninum að einbeita nú starfs- kröftum sínum að því að sýna, að til nokkurs hafi verið unnið og að þessi mikla breyting beri ein Steinar B. Björnsson. hvern ávöxt. Borgarstjórnarkosn ingar fara fram innan eins og hálfs árs og það verða einhverj ar örlagaríkustu kosmingar, sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa háð. Ábyrgðin á þeim kosn ingum hefur verið lögð á herðar æskunnar í Sjá'lfstæðisflokknum og nú hefur hún fengið tæki- færi til þess að sýna hvað í henni býr. Það hlýtur að verða tilefni nokkurrar bjartsýni, að til for- meninsku í Fuiltrúaráðinu hefur valizt einhver allra hæfasti mað Ólafur B. Thors. Fríðsæl jól ó Akureyri Akureyri, 27. des. JÓLIN voru friðsæl hér á Afcur- eyri og veður hið fegursta, kyrrt og hieiðskírt og bjart af tungli. Jörð var aihivít og frost ncvkkurt, mest á aðfangadag, en þá komst það yfir 1‘5 stig. Fimm smiávægiilegir bíla- árekstrar urðu árdegis á aðifanga- dag, en að öðru leyti hafði lög- Hörður Einarsson. ur, sem ungir Sjálfstæðismenn eiga á að skipa, þar sem er Hörð ur Einarsson, og að nánasti sam starfsmaður hans, varaformaður Fulltrúaráðsins, Ólafuir B. Thors hefur sýnt það í starfi sínu sl. tvö ár, að hann er verður mikils trúnaðar. En verk hinnar nýju forustu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík munu dæma sig sjálf, og það mun koma í ljós á næstu tveimur árum, hvort krafan um aukin áhrif æskunnar hefur ver ið orðagjá'lfur eitt eða sett fram í einlægri trú á það, að unga fólkið hafi eiitthwað nýtilegt og jákvætt fram að færa. Styrmir Gunnarsson. reglan ekkiert við að wera. Engr- ar ölvunar varð vart í bænum og yfirleitt var líferni fól’ksinis eins og vera bar á hátíð friðarins. Kirkjusókn var mikil og auk þess h lýdd'U margir á messur í út- varpi og sjónvarpi, því að nú áttum við Akureyringar okkar fyrstu sjónvarpsjól. Skreytingar voru með mesta móti utanhúiss, bæði á .götum, opnum svæðum og við heimili manna og varð af ljósdýrð þess- ari hin fegursta álfabirta og jók á ævintýrab'læ tunglbirtunnar yfir drifbvítri mjöllinini. — Sv. P. FLUGELDAR ÓDÝRIR FLUGELDAR - MIKIÐ ÚRVAL BRISTOL Bankastrœti 6 c.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.