Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 Um 34 þeirra sem sátu boðaðan aðatfund Neytendasamtakanna Voru með fölsuð félugsskírleini — seg/r Sveinn Ásgeirsson í bœklingi sínum, nnrásiu í Neytendasamtökin" FYRIR skömmu kom út bækl- ingur eftir Svein Ásgeirsson, hag fræðing, sem hann nefnir „Inn- rásin í Neytendasamtökin". Þar gerir hann grein fyrir stjórnar- byltingu á aðalfundi samtakanna. sem mikil áhöld eru um að hafi verið lögmætur, og aðgerðum þeirra, sem þá komust í stjórn oð komu höfundi bæklingsins sem öðrum á óvart. í upphafi bæklingsins segir Sveinn Ásgeirsson: „Fyrir nær 16 árum gekkst ég fyrir stofnun Neytendasam- takanna. Það er vafasamt, hvort ég hefði gert það, ef ég hefði vitað, hversu langa og erfiða baráttu ég átti fyrir höndum á beztu starfsárum ævinnar. Og ekki auðveldaði það mitt eigið brauðstrit. Slík félagsstörf eru ekki til fjár. Þó fer því fjarri, að ég sjái eftir því. Mér varð það fljótt ljóst, eftir að ég kom heim frá námi og stofnaði heimili hér, hversu mjög hallaði á neytend- ur frá viðskiptalegu og réttar- farslegu sjónarmiði. Þótti mér einsýnt, að frá því sjónarmiði væri mun auðveldara og ánang- ursríkara að vinna að hagsmun- um aknennings en með hinni hefðbundnu kauphækkunarbar- áttu, og að það, sem þannig áynn ist, væri til hagsbóta þjóðarbú- skapnum í heild. Hagsmunir neyt enda almennt og þjóðarhagsmun ir færu saman. Þeim mun meira, eem ég hugleiddi þetta, þeim mun alvarlegra og merkara varð mál- ið í mínum augum. Það fór svo, að það varð mér hugsjónamál.“ Eftir að hafa fjallað um hinn þrönga fjárhag samtakanna snýr höfundurinn sér að hinni veiku félagslegu byggingu þeirra. Seg- ir hann m.a.: Það hefur mikið verið rætt um sem til þekkja, að samtökunum væri mikil hætta búin, þegar þess er gætt, hversu fáir menn gætu á aðalfundi umturnað stjóm og lögum svo fjölmennra sam- faka, sem þau nú eru orðin. Ekki srvo að 3kilja, að líklpgt væri, að margir væru óðfúsir að leggja fram krafta sína til að vinna að hagsmunamálum neytenda al- mennt, þótt þeir væru ekki til þess fallnir, heldur var hættan fyrst og fremst fólgin í því, að önnur sjónarmið og þá sennileg- ast pólitísk kynnu að koma til að ráða málum og mönnum. í því lá beinlínis dauðahætta fyrir samtökin. Það er svo auðvelt og fljótlegt að eyðileggja það, sem latngan tíma hefur tekið að byggj a af grunni. Það hafði mikið verið rætt um breytingar á lögum og skipulagi Neyten d asam tak an na, og þær stóðu vissulega fyrir dyrum, þeg- ar innrásin var gerð, eins og áður hefur verið greint frá. Flest ir hafa verið sammála um, að grundvallarbreytingar væri þörf. En þangað til hún hefði verið að fullu undirbúin, var látið nægja fyrir nokkrum árum að slá tvo vamagla við því, að menn gætu svo að segja gengið inn á aðal- fund beint af götunni, skráð sig í samtökin og haft þar úrslita áhrif, án þess að hafa nokkum fíma nærri þeim komið áður. Eru vamaglarnir fólgnir í síðari (hér feitletrað) setningu 4. greinar laganna: „Allir, sem orðnir eru 16 ára, geta orðið félagsmenn sam takanna. Atkvæðisréttar á aðal- fundi og annarra félagsréttinda njóta aðeins þeir, sem skuldlaus- ir eru við samtökin og hafa geng ið í þau í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.“ Þetta ákvæði laganna á eftir að koma mjög við sögu.“ Sveinn Ásgeirsson skýrir því næst frá aðalfundinum og hvem- ig hann hafi verið boðaður, svo og því sem fór fram á þeim fundi. Segir í bæklingnum, að Sveinn hafi tekið það skýrt fram, að mikil áhöld væru um lögmæti fundarins, enda hefði stjóm sam takanna samþykkt að fresta hon um. Lýsir höfundur ítarlega, hvemig þróun mála varð, svo og þeim mönnum, sem mesf komu þar við sögu. Er sá bafli bækl- ingsins hinn skemmtilegasti af- lestrar og hinn fróðlegasti. Þá segir Sveinn, að nú hafi tekizt að fullsanna, að um % þeirra, sem mættu á fundinum 29. júlí sl„ hafi framvísað föls- uðum félagsskírteinum og grein ir frá því, hvernig það hafi get- að gerzt. Segir hann svo orðrétf: „Er nú skemmst frá því að segja, eins og sannað er, að þeir afhentu fólki skírteinin gegn lof- orði um að mæta á aðalfundin- um og útfylltu þau með nafni viðtakenda, en tóku ekki við einu einasta árgjaldi. Sennilegast er, að flest þeima hafi verið afhent á sama stað og eggin fyrir hljóm leikana í Háskólabíói fyrir skemmstu.“ Sevinn Ásgeirsson segir í bækl- ingnum, að eftir þessa atburði í Neytendasamtökunum, hafi kom izt á kreik orðrómur um brátt andlát sitt og hafi sá orðrómur verið furðu lífseigur. í þessu sambandi minnir Sveinn á það er Mark Twain frétti um sitt eigið andlát og komst þá svo að orði, að fregn- irnar væru „mjög orðum aukn- ar.“ Til að létta lesendum skapið birtir Sveinn í lok bæklingsins gamansögu eftir Mark Twain og getur Sveinn þess, að hún sé jafnframt birt, sem dæmisaga um máttarvald ásökunarinnar. Þykir Morgunblaðinu við hæfa, að birta söguna hér á eftir: MARK TWAIN Á VRTTVANGI STJÓRNMÁLANNA. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég í framboði til ríkisstjóra í New Yorkríki og var á lista ó- háðra. Mótframbjóðendur mínir voru herra John T. Smith og herra J. Blank. Ég taldi mig hafa töluverða yfirburði yfir þessa herra, þar sem ég var sannfærður um, að ég hefði nokkum veginn óflekkað mannorð. Það kom berlega í Ijós í dagblöðunum, að ef þessir tveir herrar hefðu nokkum tíma vit- að, hversu mikilvægt er að hafa hreinan skjöld í þessum efnum, þá var að minnsta kosti mjög langt síðan. Það var ekki um að villast, að á seinni ámm höfðu þeir tileinkað sér flestar tegund- ir þrælslegra afbrota. Þó var eitt- hvað, sem kom í veg fyrir, að ég nyti til fulls þeirra yfirburða, sem ég hafði yfir þessa tvo herra. Tilhugsunin um það, að nú mundi nafn mitt úthrópað ásamt nöfnum þessara þokkalegu herra, gerði mitt tæra lukkudjúp eilít- ið graggugt. Tilhugsunin olli mér sívaxandi hugarstríði og loks skrifaði ég ömmu minni um þetta. Svar hennar kom um hæl og hljóðaði svo: Þú hefur aldrei gert neitt, sem þú þarft að skammast þín fyr- ir. Þú skalt bara taka þér blað í hönd og gera þér ljóst hvers konar herrar þessir Smith og Blank eru. Síðan geturðu hugs- að þig um, hvort þú vilt lítil- lækka þig með því að hefja opin- bera kosningabaráttu með þeim. Þetta var einmitt hið sama og ég hafði hugsað. Mér kom ekki dúr á auga nóttina eftir. Þegar allt kom til alls gat ég ekki dreg ið mig í hlé. Héðan af varð ekki aftur snúið. Þegar ég renndi aug unum yfir blöðin við morgun- verðinn daginn eftir, rakst ég á þassa athugasemd, og ég verð að bæta því við, að ég hef aldrei á ævi minni orðið jafn undrandi: „Kannski vill herra Mark Twain, nú er hann hefur látið stilla sér upp sem frambjóðanda til ríkisstjóra, lúta svo lágt og skýra frá því, hvemig það ait- vikaðist, að hann 1863 var af- hjúpaður af 34 vitnum í Waka- wak í Cochin Chirua, hafandi gerzt sekur um meinsæri. Hinn rangi eiður var svarinn til þess að hafa jarðarskika af gamalli ekkju. Jörðin var hið eina sem þessi einmana og yfirgefna ekkja hafði til þess að lifa af. Herra Mark Twain þarf ekki eingöngu sjálfs sín vegna að varpa ljósi á þetta mál, heldur vegna allra þeirra kjósenda, sem hann bið- ur nú allra náðarsamlegast að krossa nafnið sitt. Þorir hann að upplýsa þetta mál?“ Ég var nærri spranginn í loft upp af undran. Þetta var ein- hver viðbjóðslegasta og miskunn arlausasta ásökun, sem ég hafði kynnzt. Ég hafði aldrei svo mikið sem séð þennan stað, Cochin China. Ég hafði ekki einu sinni heyrt talað um Wakawak. Hvað átti ég að gera? Ég var æfareið- ur, en þó ekki fær um að gera neitt. Ég lét daginn líða án þess að hafast nokkuð að. Morguninn eftir flutti sama blað svolátandi athugasemd: „Við biðjum lesendur okkar að taka eftir þögninni, sem herra Mark Twain kýs að láta ríkja um meinsæri sitt í Cochin China-málinu.“ Það sem eftir var kosninga- baráttunnar kailaði þetta blað mig aldrei annað en „svívirðilega meinsærismanninn Mark Twain.“) Næsta blaðið, sem minntist á mig var Gazette. Það skrifaði: „Gæti hinn nýi frambjóðandi til ríkisstjóra ekki gert svo vel og skýrt samborguram sínum (sem kynnu að vera svo vitlausir að kjósa hann) frá því, hvernig það atvikaðist að tjaldfélagar hans í Montana söknuðu jafnan ýmisisa verðmætra hluta. Það er sagt, að þessir hlutir hafi oftast fundizt á herra Twain eða þá í „kofforti“ hans (gömlu dagblaði, sem hann geymdi klútinn sinn í). Loks neyddust félagar hans til að að- vara hann ofurlítið með því að dýfa honum ofan í tjöra og velta honum síðan upp úr fiðri. Þar á eftir bára þeir hann um tjald- búðimar á stöng og skipuðu hon um að sjá svo um, að mér eftir yrði fletið hans tómt. Vill herra Mark Twain ekki upplýsa eitt- hvað í máli þessu?“ Var hægt að láta sér detta í hug illgirnislegri skrif en þetta? Ég hafði aldrei á ævi minni ver- ið i Montama! (Upp frá þessum degi var ég aldrei kallaður annað en „Mont- ana-þjófurinn Twain“ í þessu ágæta blaði). Mér fór nú ekki að vera sama um blöðín, — ég þorði varla að líta í þau, á sama hátt og mann grunar að það sé eiturslanga und ir teppi, sem maður þarf að nota. Einn daginn rakst ég á eftir- farandi: „Michael O’Flanagan Esq. frá Five Points og herra Snub Raff- erty ásamt herra Catty Malligan frá Water Street hafa nú með hátíðlegum eiði fullyrt, að hin- ar lúalegu frásagnir Mark Twain nm að afi okkar heiðraða fram- bjóðanda, herra Blank J. Blamk, hafi verið hengdur fyrir rán á götu úti, séu helber ósannindi og lygi frá upphafi til enda. Það hlýtur að vekja viðbjóð í hjarta sérhvers heiðarlegs manns, þeg- ar menn beita svo lítiknannleg- um aðferðum sér til framdrátt- ar á sviði stjómmála. Yfirleitt lofa menn hinum látnu að hvíla í friði í gröfum sínum. Þegar maður hugsar um það, hvílíka sorg svonia lagað bakfal vekur hjá eftirkomendum hinna burt- gengnu, þá freistast rnaður til þess að taka til sinna ráða án hliðsjónar af lögum og rétti, en nei ... (Ef það gerðist raim- veralega, að fólk gæfi tilfinning- um sínum lausan tauminn og beitti níðinginn baæðrétti í blindri reiði, þá segir það sig sjálft, að enginn dómstóll mundi dæma það).“ Þessi lævísa lokasetning gerði það að verkum, að ég spratt á fætur og yfirgaf herbergi mitt þetta kvöld. Ég hljóp út um bak dyrmar meðan hið „hædda og spottaða" fólk ruddist inn um aðaldymar og braut húsgögn og rúður í réttlátri reiði sinni og tók allt lausafé með sér, þegar það fór! Og þó get ég svarið fyrir, að ég hef aldrei sagt svo mikið sem eitt styggðaryrði um afa herra Blamk J. Blank. Ég hafði ekki hugmynd um hvort hanm var lífs eða liðinn, hvað þá heldur að ég hefði minnzt á hann! (f þessu sambandi get ég upp- lýst, að eftir þetta kallaði blaðið mig aldrei annað en „Líkrænimgj ann Twain“). Næsta blaðagrein, serp vakti athygli mína, var svohljóðandi: „Herra Mark Twain, sem boð- að var að myndi halda hvatning arræðu á almemnum fundi óháðra í gærkvöldi, mætti alls ekki á fundinum. Skeyti frá lækni hans upplýsti, að fældir hesbar hefðu ekið yfir hann, bann hefði bein- brotnað á tveimur stöðum og þjáðist mikið — o.s.trv. ___ o.s. frv. — heilmikil romsa af röfli í þessa átt. Flokksfélagar hans lögðu mikið á sig til þess að kyngja þessu og lába eins og þeir viti ekki, hver var í raun og veru ástæðan til þess, að þetta fyrirbrigði þeirra, sem þeir h.afa valið sem frambjóðanda, mætti ekki til fundarins. í gærkvöldi mátti sjá dauða- drakkinn mann ráfa inn á gisti- hús herra Mark Twain. Óháðum ber vissulega siðferðileg skylda til að sanna, að þessi mannvear hafi ekki verið sjálfur Mark Twain. Þeim skal ekki líðast að sleppa á auðveldan hátt að þessu sinni. Rödd fólksins spyr með þruimuraustu ,:,Hver var þessi maður?“ Andartak var mér algerlega ó- skiljanlegt, að mitt nafn skyldi bendlað við mál af þessu tagi. Þrjú löng ár vora liðin síðam ég hafði snert bjór, ég tala nú ekki um vín eða spíritus í einhverri mynd. „Það sýnir Ijóst hversu öfl- ugur máttur vanans er, að ég varð ekki vitund undrandi þeg- ar ég var kallaður eftir þetta í blaðinu „Herra Deliríum Mark Twain“ — og það enda þótt ég mætti búast við að nafnið fest- ist við mig upp á lífstíð). Þegar hér var komið sögu var mestur hluti pósts mínis nafnlaus bréf. Algengast var, að þau hljóð uðu eitthvað á þessa leið: „Hvernig var það með gömlu konuna, sem þér spörkuðuð út um dyrnar hjá yður, þegar hún kom til að betla?“ Eða þá svona: „Það er dálítið ,sem þér haf- ið gert, sem enginn veit nema ég. Þér skuluð taka upp pyngj- una yðar og senda mér dágóða peningasummu, ella munuð þér heyra næst frá mér — í blöð- unum. Handy Andé“. Þannig var tónninn. Og þau voru ekki svo fá bréfin, sem ég fékk. Stuttu síðar „sannfærði“ hið leiðandi blað Repúblikana mig um, að ég hefði þegið mútur og stærsta blað Demókrata hafði staðið mig að f járkúgun. „Af þessurn sökum fékk ég tvö ný viðumefni: „Fjárkúgarinn Twain“ og „Rógberinn Twain“. Þegar hér var komið sögu var skorað svo ákaft á mig úr öll- uim áttum að svara hinum við- bjóðslegu ásökunum, að riitstjór- ar og foringjar flokks míns sáu fram á algjörf pólitískt hrun, ef ég héldi áfram að þegja. Og eins og til að undirstrika hvatningu þeirra, birtist eftirfarandá dag- inn eftir í einu af blöðum and- stæðingannia: „Frambjóðandi óháðra kýs enn að þegja. Hvers vegna? Einfald- lega af því að hann þorir ekki að tala. Allar ásakanir í garð hans bafa verið sanniaðar og þögn hans sjálfs hefur staðfest þær, svo að bann mun hér eftir verða með réttu álitinn svikari. Þér, hinn almenni kjósandi, skuluð bara líta á frambjóðanda yðar. Lítið á meinsærismanninn Montana-þjóf- inn, líkræningjann. Takið eftir þessum Deleríum-frambjóðanda, þessum fjárkúgara, þessum and- styggilega rógbera. Virðið hann vel fyrir yður og hugsið yður um, áður en þér greiðið honum atkvæði yðar, honum, sem að undanfömu hefur hlotið hvert uppnefnið á fætur öðru og hefur eikki þorað að opna munninn til þess að hreinsa sig af svo mikið sem einu þeirra." Nú gat ég ekki stillt mig leng- ur um að andmæla. Niðurbrot- inn maður settist ég við að svana þessum niðrandi lýsingum og sví- virðilegu fullyrðingum, En ég gat ekki lokið þessu verki, því að þegar næsta dag birti eitt blað- anna nýja árás á mig og full- yrti að ég hefði kveikt í geð- veikrahæli, af því að það skemmdi fyrir mér útsýni úr íbúð minni — og brennt a,lla sjúklingana inni! Eg fór allur að titna, þegar ég hafði lesið þetta, en meira átti ég eftir að þola. Næsta blað, sem ég leit í, fufll- yrti, að ég hefði byrflað frænda mínum inn eitur, til þess að geta erft hann, og blaðið heimtaði i mafni aillrar þjóðarinnar að gröf- in yrði opnuð þegar í stað. Nú var mer öllum lokið, en lengi skal manninn reyna: Þriðja blaðið, sem ég greip niður í, ásakaði mig fyrir að 'hafa látið tannlausa ætt ingja miína elda matinn á mun- aðarleysimgj aihæli, sem ég át'ti að hafa veitt forsiöðu. Ég var hreim- lega að verða vitlaus. Og til þese að fcóróna þessar ofsófcnir gegn mér, keyptu andstæðingar mínir svertingj akrakka til að gera að- súg að mér, þegar ég flutti ræðu á opinberum kosningafundi, og létu þau æpa ölfl. í kór: Pabbi, pabbi!!!“. Þá var miér nóg boðið. Ég dró miður fána minn og gafst upp. Ég viðurkenni, að ég væri ekki þeim ihæfileikum búinn, sem nauðsyn- legir væru frambjóðendum tiil rík isstjóra í New York. É,g dró frann boð mitt til baka og sendi tilfcynm ingu um það til kjósenda. Og til- kynningin var undimtuð: yðar forboðni Mark Twain, sem einu sinni var heiðarlegur maður, en undirritar sig nú sem: meinsærismann, Montana þjóf, líkrænimgja, drykkjhrút, fjárfcúgara, rógbera m. m.“ Ók ó röngum vegorhelming KONA hlaut höfuðmeiðsl í árekstri á Bæjarhálsi í gærmorg- un. Hún var flutt í Slysavarð- stofuna en rannsókn þar leiddi í ljós, að meiðsl hennar voru ekki alvarlegs eðlis. Áreksturinn varS með þeim hætti, að Cortinu-bíl var ekið að Vesturlandsvegi, þegar dráttarvél kom allt í einu á móti á sama veg arhelmimg. Skullu farartækin saman skammt frá gatnamótun- um. Þrjár konur voru í Cortiniu- bílnum og var konan, sem meidd ist, farþegi í framsætinu. Mun hún hafa kastast á spegilinn við höggið. Ökumaður dráttavélarinnar ber þáð, að hann hafi verið á leið í malargryfju gkammt austan gatnamótamna, en til að komast þamgað þurfti hann að beygja til vinstri út af veginum. Cortina-bílliinn skemmdist talsvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.