Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBBR 1868 „HVAÐ VORUM VID AD TALA UM?" Fáein orð í filefni umsagna um John Steinbeck Eftir Jóhann Hjálmarsson ÞESSA dagana hefur öðru hverju mátt sjá viðtöl við Thor Vilhjálmsson í blöðunum, flest um það hve miklir þeir séu í augum heimsins, hann og Hall- dór Laxness. Ekki mun ég draga í efa, að Laxness sé þekktur rithöfundur í Evrópu, en hvern ig Thor Vilhjálmsson hefur orð- ið í augum málsmetandi manna, sem ekki kunna íslensku, einn af helstu höfundum álfunnar, er mér ókunnugt um. Hans er að vísu getið í æviminningum Arturs Lundkvists, kallaður þar „módernistinn Thor Vil- hjá'lmsson frá fslandi". Ekki hef ur Lundkvist treysit sér til að gefa honum hærri einkunn. í löngu viðtali við dagblaðið Tímann 21. desember, ræðir Thor um Nóbelsverðlaun, og er það ekki að furða, að þau haldi fyrir honum vöku, sé það sem hér hefur verið drepið á að framan haft í huga. Hann kall- ar Rússann Sjólókoff „skálk“ án þess að rökstyðja það nánar, enda er rökræn hugsun ekki hin sterka hlið þessa orð- drukkna „menningarmanns“. En Thor heldur áfram, og beinir nú brandi sínum að bandaríska rit- höfundinum John Steinbeck, sem er nýlátinn: „ — og það er reyndar líka sárt að hugsa til Steinbecks eftir að hann hóf að agítera fyrir mannamorðum í Ví- etnam og tala um fingurna flug- mannsins á sprengjugikknum, að þeir minntu hann á fingur Pab lo Casals á sellóstrengjun- um, en Þrúgur reiðinnar, við skulum ekki gleyma henni, þrátt fyTir allt. Hvað vorum við að tala um?“ Gegnum þessi orð Thors skín í afdráttarílausa hræsni, sem kennir sig við frjálslyndi, eina mynd þess kommúnisma, sem heltekið hefur marga hérlendis. Eftir ferðaþáttum Thors að dæma gerir hann sér far um að þefa uppi hverja kommúndsta- klíkuna eftir aðra, gefist hon- um næði frá hangsi sínu á kaffi húsum í Suðurlöndum, en þar situr hann löngum, blindaður ne- onljósasæ'lu þess manns, sem bað ar sig í ímyndaðri frægð. Thor Vilhjálmsson nefnir Þrúgur reiðinnar, eftir Stein- beck en þessa þjóðfélagslegu skáldsögu gaf Mál og menn- ing út hérlendis fyrir mörgum árum, einnig Mýs og menn. Á þeirri tíð var John Steinbeck á- deiluhöfundur í samræmi við tím ann. Þá var hægt að nota hann, en varla lengur. John Stein- beck fór að gagnrýna Sovétrík in harðlega. Hann leyfði sér einnig að hafla aðnar skoðanir á Víetnammáliniu en algengt er meðal rithöfunda. Lesendur Morgunblaðsins þekkja afburða greinar hans frá Víetnam, enda flestar, ef ekki allar, prentaðar í hlaðinu. Eitthvað var fréttamaður £ þeirri stofnun, sem kona Thors Vilhjálmssonar stjórnar, að gefa í skyn að meta mætti Steinbeck sem rithöfund þrátt fyrir Víet- namskrif hans. Þetta er ósvífni af því tagi, sem hlutaðeig- endur ættu að sjá sóma sinn í, að biðjast afsökunar á. Leggur Ríkisútvarpið það t.d. í vana sinn, að segja flrá láti kommún- istískra rithöfunda á þann máta, að séu öfgafullar skoðanir þeirra látnar liggja milli hluta megi lesa skáldverk þeirra sér að gagni. En höldum okkur við boðskap Thors Viihjá'lmssonar. Hann hneykslast á líkingu Steinbecks um finguma á gikknum. Thor setti að skilja það manna best.að rithöfundar grípa oft til lík- inga, jafnvel fáránlegra. Alvar- ilegri er sú ásökun Thors, að Steinbeck hafi „agíterað fyrir mannamorðum í Víetnam". Eng- inn sómakær rithöfundur, sem vill orða sig við frjálslyndi, tek ur þannig til máls nema hann sé innlimaður í þann hring, sem hvergi sér stríð og manndráp nema þau sem Bandaríkjamenn eru viðriðnir. Við þekkjum öll þamin hugsunarhátt, og skal ekki fjölyrt um hann hér að þessu sinni. Þess er líka skemmst að minn ast, að ungt ljóðskáld, Birgir Sig urðsson, orti ósmekklegt níð- kvæði um John Steinbeck vegnia greina hans um Víetnam, og var því hælt fyrir snjalla heimsá- deilu. af bókmenntagagnrýn- anda Morgunblaðsins Edlendi Jónssyni. Bók þessa unga höf- undar, sem ljóðið birtist í, er gef in út af Alinerma bókafélaginu, en það var á sínum tíma stofnað til að spyrna fótum við á- sókn kommúnista í íslensku menningarlífi. Nú þegar Mál og menning, einbeitir sér að fræði ritum og hægfara bókmenntum öðrum, hleypur Almenna bókafé lagið undir bagga og gerist vett- vangur hlnna nýju rauðu penna, eða kamnski bleikrauðu. John Steinbeck vair stríðs- fréttaritari í seinni heimsstyrj- öldinni, og þegar hann tók að sér að segja frá stríðinu í Ví- etnam samkvæmt eigin reynslu af ferðalagi þangað þótti mörg- um fengur í þeim skrifum. En kommúnistar og fylgifiskar þeirra urðu æfir. Steínbeck leit sínum augum á það, sem var að genast á þessum slóðum. Hefði hann aftur á móti snúist önd- verður gegn baráttu Bandaríkja mianna í Víetnam, stutt útþenslu stefnu kommúnista í Asíu, hefði allur aá „frjálslyndi" hópur, sem þykist gerat vita um gang heimsmála, rekið upp gleðirokur með Thor Vilhjálmsson og Frétta stoflu Ríkisútvarpsins í broddi fylkingar. Sama fólkið og féll í stafi yfir innrás Rússa í Un.g- verjaland og Tékkóslóvakíu. íslenskir lesendur, sem bók- mennrtum unna, munu aftur á móti minmast hlýlega Johns Steinbecks, þess Steinbecks, sem samdi Kátir voru karlar, Þrúg- ur reiðinnar, Mýs og menn, Aust an Edens, og fleiri bækur. Og enginn, sem fylgdist með hinum snjöllu greinum hans frá Víet- nam í Morgunblaðinu, mun gleymia blaðamanninum Stein beck, hinum þjálflaða stríðsfrétta ritara, sem ekki hafði ástæðu til að láta neina alheimshreyf- ingu segja sér hvernig hann ætti að hugsa og skrifa. Við kveðjum nú merkan rit- höfund, þökkum honum sam- fylgdina, gleymum ekki persón- unum, sem hann kynnti fyrir okkur og þeim umhugsunarefn- um, sem hann fékk okkur. Hitt er svo annað mál, að Nóbelsverð launin fékk hann of seint. En það er hvorki mér né Thor Vil- hjálmssyni að kenna. Jóhann Hjálmarsson. John Steinbeck ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: Kópavogsbíó HVAÐ GERÐIR ÞÚ í STRÍÐINU, PABBI? (What did you do in the war daddy?). Stríð er ekki eitt af Því, sem bezt er til þess fallið að gera það fyndið eða broslegt. Það er þó verið að reyna hérna. Er valin innrás Bandamanna á Sikiley í heimsstyrjöldinni síðari, sem var allt annað en fyndin fyrir þá sem tóku þátt í henni. Blake Edwards er leikstjóri og framleiðandi, William Peter Blatty sanidi kvikmyndahandrit- ið og Henry Mancini gerði tón- listina. Þetta eru allt kunnir at- vinnumenn og maður hefði ætl- að, samkvæmt fyrri reynslu, að myndin ætti að bera þess merki. Því miður er svo ekkL Aðalhlutverk leika Dick Shawn, James Coburn, Aldo Ray og Sergi Fantoni og má segja að leikur þeirra sé nær einj ljósi bletturinn á myndinni. Ýmsir fleiri leika ágætlega, en það bæt- ir úr litlu. Myndinni verður ekki bjargað. Margt er sér til gamans gert og víða leitað að hlutum, sem eiga að vera broslegir. Fremur en rekja hér söguþráðinn, sem er svo margbrotinn, að ekki er eennilegt að það tæki minna en tvær síður, vil ég gefa nokkur dæmi um þann skilning, sem lagður er í fyndni og skemmtun í þessari mynd. Það er til dæmis fyndið, þegar ítali nokkur sækir dóttur sína hálfnakta í rúmið til yfirmanns hins sigrandi hers. Hún hafði kynnzt honum kvöldið áður. Ha, ha. Það er fyndið, þegar menn ræna líki þýzks hershöfðingja og drasla því fram og aftur um bæinn. Ha, ha. Það er fyndið þegar verið er að grafa mann lifandL ha, ha, og enn meira sniðugt þegar botninn dettur úr gröfinni ofan í gömul jarðgöng og hann bjargast, ha, ha. Það er ofsalega fyndið, enda sýnt oft, þegar maður er hægt og hægt að missa vitið og verða brjálaður. Ha, ha. Það er víst ógurlega fyndið, ef dæma má eftir lengd senunnar, þegar þýzkur liðsforingi er aö leita á amerískan liðsforingja, sem er dulbúinn sem kvenmaður. Það er sérstaklega fyndið með tilliti til þess, að dulargervið var ekki betra en svo, að sjáanlegt var að um karlmann var að ræða. Ha, ha. Það á sennilega að vera fynd- ið líka, að á meðan báðir herirn- ir eru á fylliríi og kvennafari í þorpinu, spígsporar hvít dúfa á vélbyssu nokkurrL Friðardúfa, þið skiljið. Ha, ha. Og svo var það maðurinn sem datt í gosbrunninn, ha, ha, og náttúrlega var það enn meira sniðugt þegar fimm í viðbót duttu í gosbrunninn á eftir hon- um, ha, ha. Og svo fékk einn tómata framan í sig, ha, ha. Og einn setti á sig hjálminn sinn, sem fullur var af rauðvíni, ha, ha. En ég gleymdj alveg að segja ykkur frá manninum, ha, ha, sem svaf á láréttri flaggstöng, ha, ha, hann var sko svo fullur, ha, ha, ......ha. Háskólabíó: ELTINGALEIKURINN (Follow that camel) Þetta er ein þeirra mynda, sem koma manni skemmtiílega á óvart. Það má senniilega lýsa henni bezt með því,- að hún er líkust því að hafa verið skrifuð af P. G. Wodehouse. Snerting við rauniveruleikarm er lítil sem eng inn og fer vel á því. í myndinni leika eingöngu karakterleikarar og eru hver öðrum bertrL Uim aldamót er leLkið krikket við herragarð í Englandi. Bo West (Jim Dale) er sakaður um að hafa brugðið fæti fyrir vin sinn og keppinaurt um hýlli stúlku nokkurrar. í örvæntingu sinni gengur hann í útiendinga- hersveitina ásamt þjóni sínum Simpson (Peter Buitterworth). Báðir eru þeir snilldarlegir út í hött í bezta stíl Wodehouise. Það kemur í ljós að West er saklaus og stúlkan hans, lady Jane Ponsonby (Angela Douglas) leggur af stað að leita hans. Fað- ir hennar varar hana við að vilja gera henni eittihivað. Það kernur í ljós að það sem menn vilja gera hennL er henni alls ekki á móti skapi. Hittast þau loks, þegar hún er að því kom in að verða þrettánda kona Ara- bahöfðingja. Kenneth Williams, sem er sér- fræðingur í að leika brezkar yfir stéttir, eins og þær líta út á sín um verri augnablikum, leikur að þessu sinni foringja í útlend- ingahersveirtinini, sem var áður skylmingakennari í Vín. Hann haefði kennt Lady Jane skylm- ingar, jaifnframt því að fleka hana til fylgila'gs við sig. Vegna þeas sem hann hafði gert henni, Kounda endurkjörinn Lusaka, 21. desember. NTB. KENNETH Kaunda, forseti Zam- biu var í gær endurkjörinn í það embætti og flokkur hans, Sam- einaði þjóðlegi sjálfstæðisflokk- urifti, (UNIP), sem farið hefur með stjóm, tryggði sér meiri hlutft í þinginu. í kjördæmum, sem samanlagt ráða yfir 30 þing mönmun, voru frambjóðendur UNIP án noktourra mótframbjóð enda og því sjálfkjörnir og í gær kvöldi hafði þessi sami flokkur tryggt sér 31 af 75 þingsætum, sem samkeppni var um, en Afr- íski þjóðþingsflokkurinn (ANC) hafði tryggt sér 16 aif þessum þingispætum. gekk hann í úttendingafhersveút- ina. Nei, ekki af því að hann flekaði hana saurtján ára gamla, heldur af því að hann gaf henni örlitla skrámu í skylmingum. Joan Sims, þybbin stúlka, sem margir kannast við úr brezkum gamanmyndum, leikur Ztgsig, eiganda kráar í Afríku. Hiún er forsmáð. Nocker liðþjiálfi er elsk hugi hennar, sjálfsániægður og avikull hermaður, leiikinn af Phiil Silvers, sem lenigi var mjög vtnsæll í sjórwarpi í Bandaríkj- unum. Og svo er það damsmeyj- an frá Egyptaiandi sem heiitir Conktip. Það er langt síðan óg hetf séð mynd, sem hefur jaifn mikið af snjöllum comediuibrögðuim. En það sem gerir myndina skemmiti lega er fyrst og fremst það, að hún snertir hvergi raunrverulleik ann að óþörfu. Það verða sjálf- ®agt einíhverjir ailvöruþnjmgnir menn, sem segja að myndin sé „tóm viitleysa", og það er alveg rétt. En það breytir ekki því, að „rtóm viitleysa" getur verið skemmtileg ef vel er með hana farið. ós. JNttgmii’faDifr AUGLYSINGAR SÍMI E2*4*8Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.