Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBE3R 1968 tjlfcgiedBandi H.f. Árvakur, Reykjaivíik. FxamkvæmdaBtj óri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Sigurður Bjarniason frá Vigur. Mafcthfas Johannes&'en. Eyjólfur Kcmráð Jónsson, Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðjmmdssoih Fréttaistjóri Björn Jóhannsson'. Augiýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rifetjórn og afgreiðsla ASaisfcræti 6. Sími ift-100. Auglýsingar Aðafetrœ'ti 6. Sími 22-4-80. AskTÍftargj'ald kr. 150.00 á mánuði innahlands. í lausasötu kr. 10.00 eintakið. Pétur Ottesen Með Pétri Ottesen, sem í dag verður lagður tii hinztu hvíldar í ættarhéraði sínu hverfur atf sjónarsviðinu einn svipmesti og sérkennilegasti íslendingur þessarar aldar. Að baki honum liggur stórbrotið lífsstarf á svo a’ð segja öllum sviðum þjóðlífsins. Hann var glæsilegur bóndi, sem sat jörð sína af alhliða myndarskap og ræktarsemi, héraðshöfðingi í sínum fögru ættarbyggðum og þjóð- málaleiðtogi og þingskörungur í hart nœr hálfa öld. Pátur Ottesen var á sinni löngu og farsælu starfsævi viðriðimn _yel flest meiriháttar mál þjóðar sinnar, með einum éóa öðrum hætti. Telst það til eindæma að slíkur baráttumaður, sem sótti flest áhugamál sín af sérstæðu kappi skyldi aka svo heilum vagni heim að hvergi sá kám á skildi hans. Gæfa Péturs Ottesen lá í heilsteyptri skapgerð hans, andlegu sjálfstæði og réttlætistilfinningu, sem sjaldan brást honum. Áhugamál hans náðu til allra sviða íslenzks þjóðlífs. Enda þótt landbúnaðurinn stæði næst hjarta hans var efling sjávarútvegs og fiskiðnaðar honum ekki minna virði. Sjálfur var hann í æsku bæði bóndi og sjómaður. Hann gerþekkti þessar tvær undirstöðuatvinnu- greinar landsmanna af eigin reynslu. Vernd fiskimiðanna umhverfis landið var eitt hans stærsta hugsjónamál. Hverskonar rányrkja var eitur í beinum hans. Átti hann sinn stóra þátt í umdirbúningi lag- anna um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sem sefct voru árið 1948, og allar aðgerðir okkar í landhelgismálum hafa síðan byggzt á. Traust bænda og útvegsmanma á Pétri Ottesen má bezt marka af því að hanm sat áratugum saman í stjórnum Búnaðar- félags íslands og Fiskifélgs Islands samtímis. ★ Þegar Pétur Ottesen var kosinn fyrst á þimg fyrir Borgarfjarðar- sýslu árið 1916 var komið að riðlun hinna gömlu flokka, sem fyrst og fremst höfðu byggzt á atfstöðunni til sjálfstæðisbarátfcunnar við Dani. Gamli Sjálfstæðistfkxkkúrinn gekk klofinn til þessara kosn- imga og tiiheyrði Pétur Ottesen ,,.þversum-“mönnum hans. Síðar tók hann þátt í myndun Borgaratflokksins og íhaldsflokksins. Loks varð hann einn af áhritfamestu Sfcofnendum Sjáltfstæðisflokksins ■árið 1929, og einn af leiðtogum hang til dauðadags. Það var bjargföst skoðun Péturs Otfcesen, að frumsikilyrði upp- byggingar og framfara í hinu íslenzka þjóðfélagi væri öflugt ein- staklings- og félagsframtak. Sterkir einstaklingar skapa sfcerkt þjóðfélag, var kjarni ræðu, sem hann flutti eitt sinn á landstfundi Sj álf staéðismanna. Þegar Pétur Ottesen flutti ræður um mál er voru honum hug- leikin, hvort heldur var á Alþinigi eða utan þings, var sem gneistaði af honum krafturinn. Röddin var há og hvell, svipurinn hreinn og málafylgjan öll karlmannleg og drengileg. Pétri Ottesen voru ekki tamar krókaleiðir að settu marki. Hann kaus helzt að fara beinf og hiklaust í samræmi við persónulega skoðun sína. Fyrir kom að hann færi sínar eigin götur án tillits til flokksstetfnu í einstökum málum. Skerti það ekki hið mikla traust, sem hann naut innan Sjálfstæðisflokksins. Innan hans hefur alltaf verið hátt til lofts og vítt til veggja. Sjálfstæðis- og öryggismál þjóðar sinnar lét Pétur Ottesen jafnan mjög til sín taka. ★ -* Líf og starf þessa þjóðmálagarps hefur verið ísienzku þjóðinni mikils virði. Heiðarleiki hans og vammleysi sköpuðu honum vin- sældir og traust langt út fyrir raðir samiherja hans. Slíkir stjórn- málamenn eru í raun og sannleika hverri kynslóð lífsnauðsynlegir, ekki sízt í örfámennu þjóðfélagi, þar sem návígi dægurbaráttunnar skapar háskalega tortryggni, dreifir kröftunum og leiðir til úlfúðar og átaka. Pétur Ottesen vildi sameina kraíta þjóðar sinnar eftir fremsta megni. Hann trúði því að stéttir hennar og starfsihópar ættu sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Bóndinn og sjómaðurinn, verkamað- urinn og atvinnurekandinn, iðnaðarmaðurinn og menntamaðurinn væru í raun og sannleika allir í sama báti, sem því aðeins kæmist að landi að öll skipshöfnin hefði áralagið. Þessi aldna kempa vann þjóð sinni á Alþingi í 43 ár og sat 52 þing, eða fleiri en nokkur annar. Hann lagði jafnan góðum málum lið og hafði forystu um margvísleg nýmæli. Af samstarfi við hann mátti margan lærdóm draga. Þrátt fyrir kapp sitt og þróttmikla málafylgju var hann ljúflingur í framkomu, yfirlætislaus og aldrei upp yfir það hafinn að fræðast um menn og málefni. Hann naut þesss í ríkum mæli á etfri árum sínum að breg*ða sér utan og kynn- ast nýjum háttum meðal framandi þjóða. Síðast á s.l. sumri rættist sá draumur hans að heimsækja Grænland, sem um langt skeið hafði verið óskaland hans og ævintýraheimur. Um þá för skrifaði hann fróðlegar og skemmtilegar greinar í Morgunblaðið. Pétur Ottesen varð rúmlega áttræður að aldri. En hugur hans var ungur og opinn. Hann þráði sífellt a'ð víkka sjóndeildarhring sinn og var að því til efstu ára. Hann gekk ótrauður til verka sinna að Ytra-Hólmi að morgni hins hinzta dags, og mætti þar örlögum sínum. Slík var gæfa hans. í dag kveður íslenzka þjóðin Pétur Otfcesen og þakkar lif hans og starf. Morgunblaðið þakkar honum langa og fjölþætta samvinnu um leið og það vottar konu hans, börnum og öllu skylduliði einlæga samúð við fráfall hans. r=CI X Næsta skrefið í geimferðasögu Banda- ríkjanna verður að senda menn til lend- ingar á tunglinu og það verður líklega stigið í júní á næsta ári, með geimfarinu Apollo 11. Áður verður búið að senda Apollo 9 og 10 til hringferða um tunglið og þá verður tunglferjan reynd með því að fljúga henni í um 50 þúsund feta hæð yfir yfirborði þess. Byrjunin á ferð Apollo 11, verður ekki ósvipuð byrjununni á ferð Apollo 8. Satum us 5. eldflaug flytur geimfarið fyrst á braut umhverfis jörðu og nokkrar hringferðir verða farnar meðan geimfararnir yfirfara tækin. Þá verður þriðja eldflaugarþrepið ræst að nýju og það sendir farið út fyrir aðdráttaraflssvið jarðar og áleiðis til tungls ins. Geimfaramir þrír munu gera stöðuút- reikninga og beina Apollo 11. nákvæmlega á rétta braut. 1 um það bil 40 þúsund mílna fjarlægð frá tunglinu fer aðdráttarafl þess að segja til sín og geimfarið byrjar að auka hraðann. Þegar það verður komið hæfilega nálægt snúa geimfaramir því við þannig að goshreyfillinn snýr að tunglinu, og setja hann af stað til að minnka hraðann og komast á rétta braut. Þegar Apollo verður kominn á braut í 70 mílna hæð yfir yfir- borði tunglsins byrja geimfararnir að undir búa lendinguna. Tveir þeirra skríða gegn- um ganginn sem tengir stjórnklefann við mánaferjuna, og koma sér fyrir í henni. Nokkmm klukkustundum síðar, eftir að hafa yfirfarið öll tæki og mæla til að full- vissa sig um að allt sé í lagi, verður mána- ferjunni sleppt og hún byrjar ferð sína niður á við. Með því að nota eldflaugar- hreyfla mánaferjunnar stjóma geimfaram- ir tveir hraðanum þannig að þeir lækka sig með um 70 mílna hraða. í 500 feta hæð verður afl hreyflanna aukið og ferjan látin „hanga í lausu lofti“ eins og þyrla, meðan geimfararnir kanna lendingarsvæðið. Ef þeim líst ekki vel á fyrsta staðinn geta þeir fært sig eitthvað annað. Stjórnandi mánaferjunnar lætur hana þá síga hægt og rólega til tungls og þegar lendingafæturnir nema við yfirborð- ið drepur hann á hreyflunum. Vísindamenn héldu í fyrstu að eldflauga- hreyflarnir myndu þyrla upp geysilegu ryk skýi, en lendingar Surveyor faranna (ó- mönnúð könnunarför) leiddu í ljós að yfir- borðið er ekki ósvipað rökum fjörúsandi á jörðinni. FYRSTU SKREFIN Og hvað gera svo fyrstu mennirnir sem lenda á tunglinu, þegar mánaferjan stöðv- ast? Hversu æstir og ánægðir sem þeir verða, og spenntir að stíga út, munu þeir sitja kyrrir í nokkrar klukkustundir við að yfirfara tæki ferjunnar og búa hana undir flugtak. Aðeins þegar þeir hafa sannfært sig um að allt sé í lagi, munu þeir búa sig undir að stíga út. Þeir verða báðir í klunna legum og þunglamalegum búningum sem eiga að vernda þá gegn hinum ofsalega hita og ofsalega kulda sem þeir verða í til skiptis á yfirborði tunglsins. Á bakinu bera þeir súrefnisgeymi og innbyggt í fötin er kælikerfi og talstöð sem þeir nota bæði til að hafa samband við Apollo 11. og stjóm- stöðina í Houston. Hægt og varlega, á hönd um og fótum, skríður annar geimfarinn að framlúgu mánaferjunnar og opnar hana. Hann snýr sér við og gengur afturábak niður stigann sem er á einum lendingar- fætinum. Hinn bíður í sæti sínu fyrst í stað og tekur ljósmyndir af félaga sínum, eins og hver annar ferðamaður. Hann mun líklega einnig beina sjónvarpstökuvél að hinum geimfaranum og þær verða sendar beint til jarðar þannig að stór hluti íbúa heimsins getur fylgst með fyrstu göngu- Tunglferjan fer til lendingar. Efst t.v. ræsa geimfararnir eldflaugarhreyfil ApoIIo 11. til að draga úr ferðinni og komast á braut. Næsta mynd: Geimfararnir snúa ferjunni að tunglinu og (næsta) losa hana frá. Neðst til hægri heldur ApoIIo áfram hringferð- um, en tunglferjan fer á aðra braut og lækkar sig til lendingar. rw UL- 3C -xi=r ixcx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.