Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORjGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 um fram og til baka, leigubíla, strætisvagna, þar sem menn voru að lesa kvöldblöðin á pöll- unum á 'leið sinni heim. — Gay-Lussa-götu, sagði hann við ekilinn. — Ég skal segja til, hvar á að stanza. Háu trén í Luxemborgargarð- inum svignuðu í golunni, og all- ir stólar voru setnir: þarna var mikið að sterklitum fötum og nokkur börn voru enn að leik á stígunum. — Er Orin málfærslumaður heima, frú? spurði hann dyra- vörzluna. — Hann hefur nú ekki komið út í mánuð, vesliingurinn. Maigret hafði allt í einu mun- að eftir honum. Hann var lík- lega elzti lögfræðingurinn í allri borginni. Maigret hafði enga hug mynd um aldur hans, en hafði aðeins munað hann sem gamlan, hálf-farlama mann, sem var þó alltaf brosandi og talaði um kvenfólk með ffllkvittnislegt blik í augunum. Hann bjó, ásamt ráðskonu, sem var næstum eins gömul, í pip- arsveinsíbúð, þar sem allt var fullt af bókum og myndum, sem hann safnaði, og myndirnar voru flestar eitthvað klám- kennds efnis. Orin sat í stól við opinn gluggann og með ábreiðu yfir hnjánum, þrátt fyrir hitann. — Jæja drengur minn? Gam- an og óvænt æra! Ég var farinn að halda, að allir væru búnir að gleyma mér, eða halda að ég væri dauður og grafinn. Hvað er nú að? Hann var ekkert að reyna að blekkja sig og Maigret roðnaði ofurlítið, því að það var ekki nema satt, að hann heimsótti gamla manninn aidrei nema ein- hver eigingjarn tilgangur lægi að baki. — Mér þatt í hug, hvort þú skyldir einhverntíma hafa þekkt mann að nafni Serre, sem ef mér ekki skjátlast,, er dáinn fyrir rúmum þrjátíu árum. —• Alain Serre? — Hann var málfærslumaður. — Það hlýtur að vera Alain. — Hverskonar maður var hann? — Ég má víst ekki spyrja, hversvegna þú vilt vita það? — Það er út af honum syni hans. — Ég hef aldrei séð drenginn, ef hanin þá hefur verið til. Þú skilur, Maigret, að við Alain vor 40 um í þeim hóp manna, sem kannski hugsuðu ekki um heim- ilið fyrst og síðast. Við vorum aðallega í klúbbunum eða að tjaldabaki í fjöilleikahúsunum, og við þekktum allar kórstelp- urnar með skírnarnafni. Svo bætti hann við með glettn isglotti: — Þú skilur, hvað ég á við. — Þekktirðu ekki konuna hans? — Ég hlýt að hafa verið kynntt ur henni. Átti hún ekki heima einhversstaðar í Neulliy? Alain komst úr umferð árum saman. Og hann var ekki sá eini, sem þannig fór fyrir. Meira að segja voru nokkrir, sem litu niður á okkur, eftir að þeir voru komnir í hjónabandið. Ég bjóst alis ekki við að rekast á hann aftur. En svo...........löngu seinna. — Hér um bil hve löngu seinna? — Það man ég ekki. Nokkrum árum. Sjáum nú ti.l Klúbburinn var þá búinn að flytja sig um set. Tíu ár? Tó'lf ár? Að minnsta kosti kom hann til okkar aftur. Hann hagaði sér eitthvað skríti- lega í fyrstunni, rétt eins og hann héldi, að við værum eitt- hvað móðgaðir vegna þess, að hann hefði yfirgefið okkur. — Og svo? — SVo ekki neitt. Hann tók til með tvöföldum krafti, þar er fyrr var horfið. Sjáum nú til. Hann var lengi með lítilli söng- stelpu með stóran rnunn, sem var kölluð . .. við höfðum eitthverf uppnefni á henni. .. eitthvað hálfklæmið ... ég man það bara ekki lengur. — Drakk hann mikið? — Ekkert meira en við hinir Tvær-þrjár flöskur af kampa- víni öðru hverju . .. — Hvað varð af honum? — Ja, hvað verður af okkur öllum, áður en lýkur? Hann dó. — Var það allt og sumt? — Ef þú villt vita framhald- ið, verðurðu að spyrja þarna uppi. Sánkiti Pétur getur svar- að því en ég ekki. Hvaða glæp hefur sonur hans framið? — Það veit ég ekki enn, en konan hans er horfin. — Er hann dálítill spilagosi? — Nei öðru nær. — Juliette. Gefðu okkur eitt- hvað að drekka. Maigret neyddist til að vera þarna stundarfjórðung enn hjá gamla manninum, sem vildi endi lega finna meðal mynda sinna, mynd af söngkonunni áður nefndu. — Ég skal nú ekki bölva mér uppá, að húm sé mjög lík. Það var ágætur teiknari, sem gerði hana, eitt kvöldið, þegar allur skrfllinn var samankominn í vinn stofunni hans. Stúlkan var allsnakin og gekk á höndum og andllitið sást ekki almennilega, vegna þess að hár- ið á henni hékk alveg niður á gólf. — Líttu inn til mín aftur, drengur minn. Ef þú hefðir tíma til að taka ómerkilegan bita hjá mér. Það var verið að velgja vín- flösku úti í horni á stofunni og þægilegur matarilmur fyllti í- búðina. Lögreglan í Rouen hafði ekki getað fundið Dapra Frissa, frek ar en starfsbræður hennar í Le Havre. Kannski var innbrots- snillingurinn alls ekki lengur þar f borg. En var hann á leiðinni til Parísar? Hafði hann séð skila boðin frá Ernestine? Maigret hafði sent óeinkennis klæddan mann að leita fram með árbakkanum. — Hvar á ég að byrja? — Eirvs ofarlega og þú getur. Hann hafði einnig hringt til konunnar sinnar og sagzt ekki koma í mat. — Heldurðu, að ég sjái þig nokkuð í kvöld? — Það er ólíklegt. Hann gerði sér ekki ofimiklar vonir. Hann vissi sjálfur, að hann hafði tekið á sig mikla ábyrgð með því að hraða málinu svona mjög og fara með Serre í lög- reglustöðina, áður en hann hafði nokkrar sannanir í höndunum. En nú var það ofseiint séð. Héðan af gat hann ekki sleppt honum. Hann var syfjaður og í vondu skapi. Hann settist úti fyrir Dauphinekránni, en er hann hafði kynnt sér matseði'linn, bað hann um samloku og glas af öli, því að hann var ekkert svang- ur. Hann gekk hægt upp stigann í stöðinni. Það var nýbúið að kveikja ljós, enda þótt ekki væri orðið dimmt. Þegar hann kom upp á aðra hæð, leit hann, ei/ns og ósjálfrátt inn í biðstofuna, og það fyrsta sem hann kom auga á, var grænn hattur, sem var þegar tekinn að orka illa á taug- arnar í honum. Þarna var Ernestine og sat andspænis frú Serre, með hendur Félog motreiðslumanna heldur jólatrésskemmtun á Hótel Loftleiðum 30. des- ember frá kl. 3—-6. Aðgöngumiðar verða se’dir á Óðinsgötu 7, efstu hæð 27., 28. des. frá kl. 3—5. STJÓRNIN. FLI JGELE IAMARKAÐUR *A*< - OTRULEGT > ÖRVAL Tk 500 i 1 BÍLASTÆÐI OPIÐ laugardag kl. 9-18 sunnudag kl. 13-18 mánudag kl. 9-22 \ gamlársdag kl. 9-16. HJÁLPARSVEIT SKÁTA SKÁTABÚÐIN SNORRABRAUT - " 1 — Það eru teiknibólur á gólfinu ef þú skyldir ganga í svefni. í skauti, eins og gamla konan, og sama þolinmæði- og uppgjafa svipinn. Hún kom auga á hianm og gaf honum merki með því að stara fast á hann og hrista ofur- lítið höfuðið. Hann skildi, að hún væri að gefa merki um, að hann skyldi ekki þekkja hana. Og svo fór hún strax að skrafa eitthvað við gömlu konuna, rétt eins og þær hefðu þegar áður verið farmar að tala saman. Hann yppti öxlum og opnaði dyrnar að varðstofunni. Hraðrit arinn var þar að verki, með pappírsblokk á hnjánum. Hann gat heyrt þreytta röddina í Jan- vier og fótatakið hans, er hann stikaði fram og aftur í næsta herbergi. — Samkvæmt framburði yð- ar hr. Serre, fór konan yðar út til að ná sér í leigubíl, niður á breiðgötuna. Hve lengi var hún í þeirri ferð? Áður en hann leysti Janvier af hólmi, fór hann upp í þak- herbergið til Moers, þar sem Moers var önnum kafinn að raða skjölum. — Segðu mér kallinn minn: Var ekkert inni í bílnum nema þetta múrsteinsdusl? — Bíllinn hafði verið vand- lega hreinsaður. — Ertu viss? — Það var fyrir hreina til- viljun, að ég fann ofurlítið múr- steinsdust í einni fellingu ó mott- unni við ökusætið. — En hvað ef bíllinn hefði alls ekki verið hreinsaður og ekiriimn hefði farið að ganga út á vegi? — Malbikuðum vegi? — Nei. Hugsum okkur, að hann hefði farið út og farþeg- inn með honum og þau hefðu gengið einhvern spöl og síðan farið upp í bílinn aftur? — Og bíllinn hefði ekki verið hreinsaður á eftir? — Já. — Þá hefðu sézt einhver spor. Kannski ekki mörg. En ég hefði fundið þau. — Annað þarf ég ekki að vita. En farðu ekki alveg st.rax. — Gott og vel. En annars fann ég í herbergi horfnu kon- unnar tvö hár af henni. Hún er ljóshærð en hefur skolað hár- ið upp úr henna. Og ég get líka sagt þér, hverskonar andlitsduft húm notaði. Maigret fór niður aftur, en nú inn í skrifstofu sína og fór úr jakkanum. Hann hafði reykt pípu þarna inni, allan seinnipartinn. Janvier hafði reykt vindlinga en Serre vindla. Loftið var blátt af reyk, sem steig upp, eins og þoka kring um lampann. — Eruð þér ekki þyrstur, hr. Serre? 28. DBSEMEBER Hrúturinn, 21. marz — 19. april Nú fer þriggja daga spennu að létta. Leitaðu marma og gerðu tilboð fyrir nýja árið. Nautið, 20. apríl — 20. maí Leitaðu læknis eða sérfræðings. Gerðu fjármunayfirfærslur fyrir nýja árið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Flýttu þér að gera hreirut fyrir þínum dyrum yfrir áramót. i Krabbinn, 21. júni — 22. júlí Það er bezt að hafa sem mest að gera. Þiggðu hjálp er hún býðst. Einhver tekur málstað þinrn óbeðinn. t Ejónið, 23. júli — 22. ágúst Þú færð styrk og einhverjia viðurkenningu. Haltu ótrauður áfram. Meyjan, 23. ágúst — 22. september t Þetta er betri dagur til hugve rka, en framkvæmda. Einhver ó- kunnugur bendir þér óafvitandi á tækifæri. Gríptu það. Vogin, 23. september — 22. október Haltu vel áfram meðan þú ert alvairlega hugsandi. Þá birtir yfir. Þér er eðlilegt að vísa veginm. Hlustaðu vel á maka þinn. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Hugmyndir þínar fá hljómgrunn á æðri sviðum, en þeir, sem ekki eru eins vel gjörðir leggjast á móti. Forðaztu ferðalög, eða ferðaztu, er lítil umferð er. Bogamaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Vertu heima við og reyndu að koma daglegum störfum í rétt horf. Skrifaðu ekki undir samninga. Athugaðu hedlsufarið. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Smekkvísi þín eða framkvæmdaafl leiðir athyglina að þér á furðulegustu stöðum. Ættingjar og grannar flækjast eitthvað fyrir þór. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reiknaðu með fréttum sem kunma að valda vonbrigðuim. Ljúktu því, sem þú ert að gera. Farðu ekki I skemmtiferðir. Veðrabrigði eru á næstu grösum. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Ræddu ekki um aðferðir. Ljúktu daiglegu sitarfi. Taktu þátt I málefnum sem varða granna þíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.