Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 Aðgöngumiðasala í Ungmennafélagshúsinu í dag frá kl. 4—6 og sunnudag kl. 2—6. Húsmæður ! Óhrelnlndl og blettlr, *vo sem fitublettir, eggja- blettir og blóbblettir, hverla á augabragSi, ef notað er HENK-O-MAT f forþvottinn eða til að leggja f bleyti. Siðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ Alþjóðlegi Ungtemplaradagurinn 1968: Betri heimur? ÞEGAR ungtemplarar í hinum ýmsu löndum koma á þessu ári fram með kjörorð sitt „Við byggjum betri heim í samein- ingu“, er sú hætta fyrir hendi, að margir telji þetta fljótfærnis- lega ákvörðun, og það meira að segja sumir í okkar röðum. Svo mikill kuldj er talinn ríkja í samskiptum þjóðanna og menn beittir slíku ofbeldi, arðráni og óréttlæti, að engin von sé til, að úr rætist. Og þess vegna er líka valin þveröfug leið. Þeir, sem berja hæst bumbur, fá ekki áheyrn hjá stórvelda- samsteypum. Sameinuðu þjóð- irnar og hinar ýmsu stofnanir þeirra vinna mikið umbótastarf, og mörg félög og jafnvel hei'lar þjóðir veita beina aðstoð, en hjálpin við hina nauðstöddu virðist ekki nægileg eða þá illa skipulögð. Það sýnist vera miklu meira vit í að fylgja hörmunga- kenningunni: að jörðin verði víti, þegar fólkinu fjölgi um of, þá verði hungursneyð á stórum svæðum, byltingar og kynþátta- styrjaldir, vatnsskortur, jarð- hræringar, skriðuföll og aðrar náttúruhamfarir. Það virðist eðlilegt að örvænta og gefast upp eða snúa sér frá eymdinni og leita afþreyingar í skemmtanaheimi okkar eða flýja lífið með einhverju móti. Það gerum við víst flestöll á einn eða annan hátt. En æskan krefst þess, að eitt- hvað sé gert til úrbóta. Hún hefur sterka réttlætiskennd. Hún er róttæk, en jafnframt óbundin gömlum kenningum og kreddu- festu í skoðunum, og það ætti að geta rutt braut nýjum, áhrifa- miklu og vel skipulögðu átaki í þessum efnum. Við getum tekið sem dæmi eitt mikilvægt atriði um óréttláta skiptingu meðal íbúa jarðarinn- ar. Hér á landi þykja bað sjálf- sögð grundvallarréttindi, að íbú- arnir læri að lesa og skrifa. Öll börn eiga kost þeirrar mennt- unar, sem þeim hæfir bezt, í hvaða stétt og stöðu sem for- eldrarnir eru. Hins vegar er mál- um svo háttað, að meiri hluti íbúa jarðarinnar á þess engan kost að læra að lesa, hvað þá meir. Um þrír fjórðu hlutar af 400 millj. Indverja eru ólæsir og óskrifandi. Og í mörgum Evrópu- löndum er stór hluti íbúanna ólæs. Nýju Afríkuríkin heyja harða baráttu til að auka mennt- unina — þeir ólæsu eru í meiri- hluta. Hin öra fólksfjölgun veld- ur því, að með ári hverju vex sá fjöldi, sem hvorki kann að lesa né skrifa. Til samanburðar má nefna, að | af útgjöldum allra landa heims til hermála mundi nægja ti'l að kenna a.m.k. 95% af íbúum jarðarinnar að lesa. Það þarf þess vegna meira en fjárhagslega aðstoð og matvæla- sendingar til að bæta úr brýnni þörf. Til að framfarir geti orðið, þarf að mennta þjóðirnar. í auknu hjálparstarfi felst skiln- ingur á þvi, að eigi bræður og systur í fátæku löndunum að geta hagnýtt sér aukna menntun og nýjar atvinnugreinar, verður víða að koma til þjóðfélagsleg bylting, svo að sem flestir geti notið góða af auknum þjóðar- tekjum og framförum á sviði efnahagslífsins. Að s'ama skapi verður þetta fólk þá hæfara að verjast hvers konar yfirgangi. Það er aðkallandi verkefni að herða sóknina fyrir því að byggja betri heim. Og margir, sem nú eru ungir, kunna siðar að taka beinan þátt í þessu mikla mannúðarstarfi. Við ættum ekki að vera hrædd við að takast þá ábyrgð á hendur. Að því mun líka koma fyrr eða síðar. Heim- urinn er allt í kringum okkur. Við getum ekki hlaupizt frá hon- um. Í.U.T. íslenzkir ungtemplarar. Stjórn Félogs íslenzhro mynd- Iistormnnno endurhjörin — - UNGÓ - GAMLÁRSKVÖLD HLJÓMAR leika Fuiltrúi í stjórn Bandalags ísí. lietamanna er Magnús Á. Árna- son. Samþykkt var að bjóða Fkrni Jónssyni að gerast heiðurstfélagi í FÍM vegna brautryðj andastarfa hans í þágu félagsins og ísienzkr ar mynd’listar. Finnur hefur þek'kzt boðið og eru heiðursféiag ar niú þrír, hinir eru Jóh. Kjarval og Lennart Segerstrále fré Finn- landi. Samiþykkt var að bjóða eftiír- töldum listamönnuim inngöngu í félagið: Ágúsit Petersen, Jóni Gunnari Árnasyni. Jens Kristleifs syni, Kristínu Eyfells og Ragn- hildi Óskarsdóttur. Hin árlega sýning í Hassedby- hö'll verður opnuð upp úr ára- mótum og sýna þar atf íslaods hálfu eina mynd hver þeir Finn- ur Jónsson, ViJhjáJmur Bergsson, Hringur Jóhannesson, Hörður Ág ústfsson og Jens Kristleifsson. AÐALFUNDUR Félags íslenzkra myndlistarmanna var nýlega hald inn. Stjóm var endurkjörin, þeir Sigurður Sigurðsson, formaður; Valtýr Pétursson, gjaldkeri og Kjartan Guðjónsson, ritari. Vara- menn: Hjörleifur Sigurðsson og Ragnar Kjartansson. Á sýningamefnd urðu nokkrar breytingair og tóku sæti í henni Bragi Ásgeirsson og Einar Há- konarson. Aðrir í sýhingamefnd voru endurkjömir þeir Steinþór Sigurðsson, sem er foxmaður nefndarinnar, Benedikt Gunnars son, Kristján Davíðsson, Sigur- jón Ólafsson, Jóhann Eyfells og Guðmumdur Benediktsson. I Wst'fehir.!tter RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10-100 — Hljómar, Pops og Ömar Ragnarsson — NÝÁRSSKEMMTUN FYRIR UNGLINGA VERÐUR í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAI Á NÝÁRSDAG KL. 20.30. Húsið skreytt. — Aðgangseyrir kr. 150.00. — Forsala í HLJÓÐFÆRAHÚSINU Laugavegi 94 og í bíl í dag og á morgun við Útvegsbanka íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.