Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBBR 1966 13 - Geimskot frá Kennedyhöfða 12.50 21. des. RPOLLQB o Geimhylkið. Farið inn í gnfuhvolíið á 40.000 km hraða^ Ef nfallshnrn of Æ bratt hefði geim- skipið brunnið. Ef A hornið of lftið t / hefði farið hciyt M i ut í geiminn ivnýÆM Geimhylkið losnar frá OGeimlarar hcfðu farizt ef loftkælikerfi hefði bilað nálægt tungiinu. Til tunglsins og til bnkn 800.000 km. o Haldið á tunglbraut. Bilun gæti hafa leitt til hraps á tunglið. II f.h. 24. des. 315 km Lending á 35 km hraða 3.50 27. des. Tíu 2 klst. hringferðir 113 km. ™ Sambandslaust í 45 mín. i hverri hringferð. o Lagt af stað til jarðar kl. 6 f.h. jóiadag. Geimfarar hefðu strandað á tungl- braut ef eldflaug hefði bilað. IB jörgunarskip Tunglferð hefst á 39.000 km hraða eftir 2-3 hringfcrðir um jörðu. OHættuIegustu augnablik ferðarihnar Geimfari i útsýnissæti ISæti lagt_ niður Geimfari á vak Ummál 3.90 m -♦ 3 manna stjórnfar •l| Eldflaugar I w Eldfiaugarhylki | Loftnct is tunglið. Þeir voru dálítið taugaóstyrkir er þeir fóru á tungibraut og út af henni aftur en annars voru þeir alltaf af- slappaðir og rólegir. Samkvæmt áætlun áttu þeir að hvílast °g sofa í ferðinni umhverfis tungl- ið, en gátu það ekki. Borman tilkynnti að hann og félagar hans væru útkeyrðir og þeir fengu sér langþráðan þlund þegar hin 274.000 kílómetra ferð aftur til jarðar hófst. — Stefna geimfarsins reyndist hár rétt. ★ Á jóladagsmorgun fengu geimfararnir jólakveðjur frá fjölskyldum sínum og snæddu kalkún í jólamat. Tímann not- uðu þeir fyrst og fremst til að sofa og hvílast. Þegar sjónvarpað var frá Ap- ollo á jóladag sagði Borman: „Við höfum sýnt ykkur tungl- ið og jörðina og núna ætlum við að sýna ykkur heimili okk- ar.“ Fyrstu myndirnar sýndu Lovell gera leikfimisæfingar og Anders við matreiðslustörf. — Hann bjó til ávaxtasafa og Lov elj tók fram að þetta væri ekki auglýsing, en vörumerkið er þekkt úr sjónvarpsauglýsing- um. Geimfararnir kváðust vona að sjónvarpsáhorfendur hefðu fengið betri jólamat en þeir, en annars létu þeir ekki illa af matnum. „Jólasveinninn kom með ljúffengan jólarétt,“ sagði Lovell og bætti því við að þeir vildu ekki vera ósanngjarnir við matvælaframleiðendur. Að kvöldi annars í jólum var í síðasta sinn sjónvarpað frá Apollo, og var þá geimskipið í 180.000 km fjarlægð frá jörðu og stefndi til hennar á 7.200 km hraða á klst. eða 2 km hraða á sekúndu, Bormann sagði að þeir væru stoltir af ferðinni, en fegnir því að vera á heimleið. Alls var sex sinnum sjónvarp- að frá geimfarinu. Geimfararnir voru í ágætu skapi þegar þeir nálguðust jörð ina, og ferðin gekk svo vel að ■hætt var við smávægilegar stefnubreytingar sem höfðu verið ráðgérðar. „Það gleður okkur að tilkynna, að jörðin stækkar stöðugt," sagði Borman Þannig hugsar listamaður sér hv ernig Apollo fór af tunglbraut og stefndi áleiðis til jarðar. og hann tilkynnti að þeir félag- ar væru vel hvíldir og vel fyrir kallaðir eftir nægan svefn. — „Okkur hlýtur að líða eins og sæfarendunum á gömlu segl- skipunum þegar þeir sneru heim eftir langa útivist," sagði Anders. Borman tilkynnti að hitinn í geimfarinu væri heldur meiri en venjulega, en annars voru erfiðleikar sem þeir urðu fyrir aðeins smávægilegir. Það sem eftir var ferðarinnar gerðu geimfaramir venjulegar en mik ilvægar tilraunir á öllum tækj- um til að ganga úr skugga um hvort þau störfuðu eðlilega fyr ir lendinguna á Kyrrahafi, þar sem mikin floti skipa og flug- véla bjó sig undir að bjarga þeim. Veður var gott á lend- ingarsvæðinu. Meðan þessu fór fram bjuggu geimfararnir sig undir einn erfiðasta hluta ferð- arinar — ferðarinnar gegnum gufuhvolfið. Apollo yfir Hawaii er kveikt var á eldflauaahreyflunum er þrýstu geimfarinu af jarðarbraut og i áttina til tunglsins. Árás á flugvél Arabar varpa handsprengjum og skjóta á ísraelska farþegaþotu Aþenu og Tel Aviv, 26. des. — AP — AÐ morgni annars jóladags réð- ust tveir Arabar að farþegaþotu frá ísraelska flugfélaginu E1 Al, vörpuðu tveimur handsprengjum að henni og skutu á hana úr hríðskotabyssum. Var þotan að Ieggja af stað frá flugvellinum áleiðis til Parísar og New York, og með henni voru 37 farþegar og tíu manna áhöfn. Einn far- þeganna varð fyrir skoti og lézt, og ein flugfreyjan. særðist, en aðrir sluppu ómeiddir. Flugvélin skemmdist talsvert. Samtök arabískra flóttamanna frá Palestínu hafa lýst því yfir að það hafi verið félagsmenn þeirra, sem ódæðið frömdu. Sagði talsmaður samtakanna i Beirut í Sýrlandi að árásin hafi verið gerð til að benda á hlut- verk E1 A1 flugfélagsins í hem- aðarundirbúningi Israelsmanna. Sagði talsmaðurinn að nýlega hefðu farþegaþotur E1 AI flutt ísraelska flugliða til þjálfunar- stöðva, þar sem þeir eiga að læra að fljúga bandarískum Phantom- orustuþotum. Levi Eshkol, forsætisráðherra ísraels, hefur fordæmt árásina, sem hann segir sanna ofstækis- fullt brjálæði þeirra, sem að árás inni stóðu. Arabamir tveir, sem árásdna gerðu, komu flugleiðis til Aþenu frá Beirut, stuttu á'ður en E1 AI þotan átti að legigja af stað. Komust þeir óhindraðir að þot- unni og vörpuðu hvor sinni haind sprengjunni að henni. Önnur handsprengian lenti undir hægra vaeng og sprakk þar. Eyðilagðisit einn hreyfillinn, og leki kom að eldsneytisgeymi. Hin sprengjan ienti undir nefi þotunnar, en sprakik ekki. Þegar þeir höfðu varpað hand- sprengjunum gripu Arabarnir tveir til skotvopna sinna. Beindu þeir byssum sínum að farþega- rýminu, og varð fimmtugur vél- stjóri, sem sat framarlega í þot- unni, fyrir einu skotanna og beið saimstiundis bana. Gríska flugvallarlögreglan kom fljótlega á vettvang, og reyndu þá Arabarnir að komast uiidan. Það tókst þó ekki, og voru bá'ðir Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.