Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 12
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 Móninn er „hrímfölur og grnr“ svört og hvít víðnttn... litlnus... ögnþrungin... ofrynileg... 5 „TUNGLIÐ kemur okkur ólíkt fyrir sjónir,“ sagði Frank Bor- man geimfari þegar hann og fé- lagar hans lýstu því sem fyrir augu þeirra bar er þeir hring- sóluðu um tunglið í Apollo 8 á aðfangadag. En þeim bar öll- um saman um að tunglið væri ógnþrungið og eyðilegt. Lýsing- ar þeirra voru blátt áfram og lausar við allar málalengingar og þær skáldlegu tilfinningar. sem hafa verið tengdar tungl- inu. Og hætt er við að skáld- Iega hugmyndir verði að víkja fyrir fullt og allt eftir hina sögulegu ferð Apollo 8. Jafnvel rómantískir elskendur og skáld neyðast til að sætta sig við lýs- ingar geimfaranna. Höfundur vísuorðanna: „Mán inn hátt á himni skín, hrímföl- ur og grár“, Jón Ólafsson skáld, hafði þá sannarlega rétt fyrir sér — grár, það hefur þá ekki bara verið rímsins vegna. Willi- am Anders geimafri lýsti yfir- borði tunglsins þannig að það væri „grátt, líkast skítugum fjörusandi með ótal fótspor- um“. Annars var hann hrifnast- Ur af sólaruppkomu og sólsetri á tunglinu. James Lovell lýs-ti tuglinu þannig, að það væri „geysistór vin í hinni miklu víð áttu geimsins.“ Borman kom tunglið þannig fyrir sjónir, að það væri víðáttumikið, einmana legt ógnvekjandi og tómlegt. — „Það er ekki lokkandi staður að ibúa eða vinna á,“ sagði hann. Samkvæmt lýsingum þeirra hefur mannlegt auga aldrei Itið hrjóstrugri stað. Tunglið er jafnvel ennþá eyðilegra en Sa- hara-eyðimörkin. í lýsingum þeirra komu hvað eftir annað fyrir orð eins og „svört og hvít víðátta . . . litlaus . . . ógnþrung- in ... ófrýnileg ... Anders sagði: „Það má sjá að ótal loft- steinum hefur rignt yfir tungl- ið frá örófi alda . . . Hver fer— þumlungur er holóttur .. . Að- eins nýjustu kennileitin hafa auðkennilega lögun og skera sig greinilega úr.“ ★ Undarlega margt er líkt með ferð Apollo 8 og tunglferðinni sem Jules Verne lýsti í bók sinni „Ferðin umhverfis tungl- ið“ fyrir meira en 100 árum. í bók Jules Verne voru geimfar- arnir þrír og nöfn þeirra báru sömu upphafsstafi og nöfn geim faranna í Apollo. Nafn eins þeirra var Ardan. Geimfarið var úr áli og því var skotið með „risabyssu" frá Florida- skaga. Ferðin stóð í sex daga og sex nætur og hún var farin í desembermámuði. Þannig mætti lengi telja. Sonarsonur Jules Verne, Je- an Jules Verne, var í hópi áhugasömustu sjónvarpsáhorf- Þessi mynd af yfirborði tunglsins var send til jarðar frá Apollo. Þegar Apollo fór yfir gígana Colombo og Guttenberg sagði Anders að þeir „sæjust mjög greinilega“. Geimfararnir horfðu yfir hásléttur þakta gíg- um, stórgrýti og hrjóstrugum fjöllum. Lovell sagði, að sumir gígarnir virtust hafa myndazt við fall loftsteina á yfirborð tunglsins, einkum þeir gígar, sem væru kringlóttir í laginu. Stallar voru í veggjum sumra gíganna að innanverðu, um sex eða sjö alls. Ljósgeislar virtust koma úr einum gígnum að sögn Lovells, en tekið var fram að það gæti verið sjónhverfing. Meðan á geimferðinni stóð, sáu margir skært ljós í grennd við tunglið, en sennilegast er tal ið að hér hafi verið um að ræða Venus og olli skýring vísinda- manna mörgum þeim vonbrigð- um er töldu að þeir hefðu þarna séð Apollo sem var að sjálf- sögðu ósýnilegur frá jörðu. ★ Kl. 5.42 fór Apollo í síðasta sinn á bak við tunglið og sam- bandið við stjórnstöðina í Houst on rofnaði í 15 mínútur meðan enn var kveikt á eldflaugunum og stefnu geimfarsins var aftur beint til jarðar. Þetta var eitt háskalegasta augnablik ferðar- innar. Ef aflvélar geimfarsáns hefðu ekki verkað hefðu geim- fararnir verið dæmdir til að enda sem fylgdust með ferð Ap ollo 8. Þegar hann var barn brýndi Jules Verne fyrir hon- um að ,,‘bera saman raunveru- legar tunglferðir við þá sem hann spáði“. Jules Verne gaf honum handritið að „Ferðinni umhverfis tunglið" og sagði hon um: „Geymdu það vel, því að ég veit að þú munt lifa það að sjá menn fara til tunglsins.“ Tunglför Jules Verne var álíka þungt og Apollo 8 og furðu gegnir hve margt var líkt með þeim. Jean Jules Verne, sonarsonur hans, var yfirdóm- ari áfrýjunarréttarins í Toulons fyrir átta árum, en hefur nú látið af störfum. Áður en Apollo 8 komst á tunglbraut hafði stjórnstöðin í Houston ekkert samband við geimfarið í 36 mínútur. Þetta var einhver hættulegasta stund geimferðarinnar. Ef eitthvað hefði farið úrskeiðis hefði geim farið annað hvort henzt frá tunglinu út í geiminn í áttina til jarðar eða hrapað á tungl- inu. En allt gekk að óskum. Kl. 9.59 á aðfangadag kveiktu geim fararnir á eldflaugarhreyflun- um er færðu þá á nákvæmlega fyrirfram ráðgerða' braut um- hverfis tunglið í 111-310 kíló- metra fjarlægð. Geimfarið hafði verið þeim megin tunglsins sem sést ekki frá jörðu í tíu mínútur þegar það fór á tunglbraut og í stjórn stöðinni í Houston biðu menn í ofvæni eftir því að það birtist aftur og létti mikið þegar sam- band komst á að nýju og í ljós kom að allt hafði fengið að óskum. Alls fór geimskipið tíu hringferðir um tunglið og í ann arri hringferðinni var stefna þess leiðrétt þannig að það var í 112 km fjarlægð frá yfirborð- inu. Geimfaramir horfðu furðu lostnir á bakhlið mánans, sem mannlegt auga hafði aldrei áð- ur ltið. — Þeir stóðu í spor- um mestu landkönnuða sög- unnar lík-t og þegar Kólumbus leit nýja heiminn fyrst augum. þegar Balboa horfði yfir Kyrra haf og þegar Vasco da Gama sigldi fyrir Góðravonahöfða. Þegar gengið hafði verið úr skugga um að öll tæki geim- farsins störfuðu eðlilega spurði stjórnstöðin í Houston: „Hvern ig lítur máni gamli út?“ Lovell svaraði því til, að hann væri „grár á að líta, nánast litlaus, útsýni ágætt og auðvelt að þekkja öll kennileiti." Einn að- altilgangur ferðarinnar er ein- mitt að gera kort af yfirborði tunglsins til þess að auðvelda tungllendingar í framtíðinni og geimfararnir tóku þúsundir ljós mynda og söfnuðu ógrynni af Fjölskylda Lovells geimfara fylgist með geimskotinu. Apollo yfir yfirborði tungLsins samkvæmt hugmynd listamanns. Trjónan snýr niður og þannig hafa geimfaramir myndað yfirborð tunglsins og rannsakað hugsanl ega lendingarstaði. vísindalegum upplýsingum, sem munu reynast ómetanlegar. ★ Þegar geimfarið flaug yfir einn þeirra fimm staða, sem helzt koma til greina við tungl- lendingar í framtíðinni sagði Lovell að hann væri auðfund- inn. Hann skírði sérkennilegt fjall sem er í nánd við þennan stað í höfuðið á konu sinni, Marylin. Þetta fjall er eins og þríhyrningur í laginu. Ýmis kennileiti skírðu þeir eftir sjálf um sér. „Við fljúgum núna yf- ir Bormangíg. Lovell-gígur er þar rétt hjá og Anders-gígur einnig,“ sagði Anders eitt sinn. Einn gígurinn var skírður Houston-gígur. bíða hægan en kvalalausan dauða er súrefnisbirgðirnar þrytu. En allt gekk að óskum og tæknifræðingar í stjórnstöðinni í Houston lustu upp húrrahróp- um þegar það spurðis,t að Ap- ollo væri á leið til jarðar. Hraði geimfarsins jókst nú í allt að 9.200 km á klukkustund. Tungl- ið var að foaki og ferðin aftur til jarðar var hafin á ný. Kl. 6.25 heyrðist loksins aftur frá geimfarinu eftir að það var komið af tunglbraut þegar Lovell tilkynnti: Gleður mig að segja frá því að jólasveinn- inn er kominn aftur. Geimfararnir voru uppgefnir eftir hina erfiðu ferð umhverf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.