Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968
3
Dr. Sigurbjörn Einarsson, hiskup:
IIPP TIL HANS
MARÍA OG Jósef eru í Jerúsalem í dag
til þess að fara með sveininn nýfædda,
Jesúm í musterið og fæna hann Guði.
Frá þessu er sagit í frambaldi af jóla-
guðspjallinu hjá Lúkasi.
Vafalaust hefur margit fólk orðið á
vegi þeirra í musterinu og forgörðum
þess. Tveir aðeins eru nafngreindir,
karl og kona, Simeon og Anna, bæði
gömul.
Auðvitað gömul. Það er aldrei annað
en gamalt fólk í musterum, í kirkjum.
Það hefur maður oft heyrt, ekki beint
hjá guðspjallamönnum, en spjallgjöm-
um mönnium, sem segja stundum meira
en þeir vita.
Guði sé lof fyrir gamla fólkið í helgi-
dóminum. Öldruð ásjóna, mótuð af lang-
varanlegri nánd hins heilaga — þú
sórð ekkert fegurra í neinu musteri.
Hvað þá á fegurðarsamkeppni. Það er
aðeins eitt, sem jafnast á við þá sjón:
Barn við barm biðjandi móður, bam
með spenntar greipar í bæn. Eða ungt
andlit, sem lýsir af lotningu fyrirKristi.
Þetta jafnast á við helgaða öldungsá-
sjónu, en tekur henni ekki fram um feg
urð. Kunnur erlendur læknir segir:
,,Eina óbrigðula fegrunarlyfið, sem er
1)1, er bæn“.
Gamla fólkið var einu sinni ungt.
Það er algengur en mikill misskilning-
ur, að trú og trúrækni sæki á gamalt
fólk eins og hver önnur ellimörk, að
ekki sé sagt elliglöp. Ellin gerir ekki
annað í því tilliti en að afhjúpa mann
nokkm meir, leiða betur i ljós það, sem
inni fyrir býr. Þú kynnist vart trúuð-
um öldungi, sem hefur ekki iðkað trú
áður en hann varð gamall. Menn ger-
ast ekki bænræknir né kirkjuræknir á
gamals aldri, hafi þeir hvergi nærri
shku komið áður. Og gamalt fólk getur
verið næsta snautt að trú og von og
kærleika. Sá, sem vill eiga birtu í elli
sinni, skyldi leita hennar áður en aug-
un íara að daprast.
Jólin eru hátíð hins heilaga barns.
Hans vegna em þau hátíð allra barna.
En bömin verða fullorðin og fullorðn
ir verða gamlir. Sú trú, sem jólin höfða
til, leitar að vísu eftir þeli barnsins,
bæði hjá ungum og rosknum, eftir tær-
um, opnum huga einlægninnar og ein-
faldleikans. En henni er ekki ætlað að
nema staðar á stigi bernskunnar.
Það er gott að eiga sina bamatrú,
eins og oft er komizt að orði. En eng-
inn á sína barnaitrú, ef hún hefur ekki
dafnað með ámm og reynslu, fengið að
taka út þroska með óðrum þáttum per-
sónuleikans, ef hún hefur ekki.náð að
írjóvga og næra rætur persónuleikans,
ylja tilfinningarnar, skerpa hugsunina
og stæla viljann, um leið og almenn út-
svn víkkar, vit og þekking vex, ábyrgð.
og lífsreynsla.
Trú höfðar til einfaldleikans, hins
upprunalega, falslausa, tilgerðarlausa í
grunni hjartans. Hún kallar á einlægni,
auðmýkt og námfýsi barnsins, og þetta
eru þættir, sem hver maður þarf að
varðveita með sér, ef hann á að vaxa
og verða að manni, andlega talað.
En trúin er ekki einfeldnd. Ef hún
staðnar á stigi barnsins, verður hún
aldrei mótandi afl í lífi manhs, aldrei
sá orkugjafi og gæfulind, sem hún get-
ur orðið og er ætlað að verða. Hjá
mörgum verður bamatrúin eins og ein-
angrað hólf í fylgsnum minninganna.
Þeir telja sig eiga þar verðmæti geymd
og í bakhöndinni, sem þeir geti gripið
til, þegar annað þrýtur. En þeir telja
sig ekki þurfa á þeirri innstæðu að
halda í daglegu lífi og hirða ekkí um
það, hvort hún skilar arði eða ekki.
Og þá er hætt við, að margsháttar sveifl
ur á viðskiptasviði lífsins hafi gert
bana verðminni en skyldi, þegar til á
að taka.
Hver sá hæfileiki, sem engin rækt
er lögð við, visnar upp, jafnvel þótt
hann hafi sagt sterklega til sín í
bernsku.
Trúarþörfin er djúprætt og hæfileik-
inn til trúar, til þess að leita Guðs í
trausti og lifa í trúnaðarsambandi við
hann, býr með hverju barni. Ekkert í
upplagi barnsins þíns né í sjálfum þér
er dýrmætara en þessi hæfileiki. Jólin
snerta þennan streng. Þess vegna er
minningin um bernskujólin þín svo hug
stæð. Þess vegna er svo gott að gleðj
ast með börnum á jólum.
En vér eigum ekki að halda áfram að
vera börn, segir Nýja testamentið (Ef-
esusbréf, 4. kap.) Og það bendir í þvl
sambandi á þá staðreynd að þeim, sem
taka ekki út eðlilegan þroska í trú
sinni, hætti til þess að „hrekjast og ber
ast fram og aftur af hverjum kenn-
ingarvindi". Hugblær bernskujóla og
barnatrúar hrekkur skammt til þess að
veita viðnám gegn óhollum áhrifum og
gefa styrk 1 baráttu lífsins, ef vilji,
skilningur og samvizka nær ekki að
taka út vöxt vitö áframhaldandi trúar-
legt uppeldi.
Hið heilaga barn réttir barninu þínu
hönd sína. Kannski finnur þú aldrei
fremur til þess en á jólum, að þín
hönd er of veik til þess að varðveita
barnið þitt og styðja það til sannrar
lífsgæfu svo sem þú vildir. Þannig minn
ir barnið þitt á barnið helga. Fylgdu
barninu þinu í helgidóminn. Taktumeð
barninu þínu stefnu á það mið, sem
Nýja testamenmtið og kirkja Jesú Krisbs
benda á: Vér eigum ekki að halda á-
fram að vera böm, heldur ástunda sann-
leikann í kærleika og vaxa upp til
hans, sem er höfuðið, Kristu.r
Sigurbjöm Einarsson.
- RTJSSAR
Framhald af bls. 1
legam sósíalisma" kynntu sér ná-
ið þessi markmið."
ARAS A DR. SIK
Zhukov nefndi ekki með nafni
neiina núverandi tékkóslóvak-
ísikra leiðtoga er væm í hópi
þeirra sem „gera sér ekki nægi-
lega ljósa grein“ fyrir þessari
meintu hættu. En hann virtist
eiga við frjálslynda leiðtoga eins
og Alexander Duibcek flokksleið-
toga, sem oft hefur notað hug-
takfð „maomlegur sósiíalismi”.
Zhukov gagnrýndi harkalega
hagfræðinginn dr. Ota Sik, sem
nú dvelst í útlegð í Sviss og
sagði að tékkóslóvabískir fram-
farasinnar hefðu erm áform á
prónunum um að endurreisa
kapítalisma. Ota Sik var eini
tékkóslóvakíski leiðtoginn, sem
nefndur var með nafni í grein-
inni, en Zhukov hélt því fram að
margir Tékkóslóvakar væru
„sama sinnis" og harnn. Hamn
minntiist á viðtal er haft var við
dr. Sik í sjómvarpi í Sviss og
Vestur-Þýzkalandi nýlega og vitn
aði óspart í texta þess til að rök-
styðja að Sik og önnur and-
sósíalistísk öfl vildu endurreisa
k-apítalisma í Tékkóslóvakdu og
veikja forustuhlutverk flokksins.
HREINSANIR?
Greinin í Pravda birtist á sama
tíma og nefnd sovézkra ráða-
manna undir forustu Konstantíns
Katusjev situr á Lokúðum fund-
um í Prag með tékkóslóvakásk-
um leiðtogum. Mikil óvissa ríkir
jafnframt um væntanlegar breyt-
ingar á ríkisstjóminni og
Pravda-greiniin hefur gefið þeim
orðróm byr undir báða vængi að
tilgangurinn með heimsókn
Katusjevs sé að telja tékkósló-
vakíska flokksleiðtoga á að
hreinsa dr. Sik og aðra fram-
farasinna úr röðum flokksins.
Þessi óvissa hefur leitt til ótta
meðal tékkóslóvakískra stúdenta
um að einn helzti leiðltogi frjáls-
lyndra, Josef Smrkovsky, verði
látinm víkja úr starfi þingforseta.
Þeir hafa hótað mótmælaaðgerð-
um ef honum verður vikið úr
embættL
Fyrir þremur dögum nefndi
sovézka blaðið Literatumaja
Gazeta nokkra aðra tékkósló-
vakiska leiðtoga, sem greinilegit
er að valdhafarnir í Kreml vilja
að reknir verði úr flokknum.
Þeirra meðal voru dr. Milan
Huebl, rektor flokksskólans,
Frantisek Kriegel, fyrrv. formað-
ur Þjóðfylkingarinnar og Vaclaiv
Prchlik hershöfðingi, fynrv. póli-
tískur yfirmaður í vamarmiála-
ráðuneytinu.
Þá eru Rússar taldir mótfalln-
ir áformunum um aV5 gera Tékkó
slóvakíu að sambandsríki vegna
þeirra áhrifa sem slíkt gæti hafit
í för með sér í Sovétríkjunum,
ekki sdzt í Ukraánu, þar sem
sterkra aðskilnaðartilhneiginga
hefur gætt. Talið er, að Katusjev
eigi að ganga úr skugga um að
engar breytingar verði gerðar án
samþykkir Rússa
- FLUGSLYS
FramJbald af bls. 1
eftir íendinguna. Þokan yfir
flugvellinum var svo mikil að
skyggni var stundum aðeins 200
metrar. Mörgum flugferðum
hafði verið aflýst áður en slysið
varð vegna ísingarinnar á flug-
brautinnb og öðrum ferðum
seinkaði.
Fyrr í gær hrapaði flugvél af
gerðinni DC9 í flugtaki frá flug-
vellinum í Sioux City í Iowa.
62 menn voru með flugvélinni.
Margir slösuðust en enginn beið
bana.
Bruland hverfur heim
HER hefur verið athafna og
hávaðasamt í músíklífinu, og
segja margir, að þakka beri
Sverre nokkrum Bruland fyr-
ir háreysti og skörungskap-
inn. Hljómlistarmennina eig-
um við sjálf.
Morgunblaðið heimsótti Bru
iandshjónin um daginn, en
þau voru á förum til átthag-
anna. Hér hafa þau dvalið
undanfarna þrjá mánuði með
fjölskylduna, sem er hvorki
meira né minna en fimm
drengir. Stendur þó steinn yf-
ir steini, og hver hlutur á sin-
um stað.
• — Þið lesið lexíur. (Það
eru Öyvind Helge og Jon
Inge) já við Oyvind og Helge
erum í Hamrahlíðarskólanum,
en Jón Inge er í barnaskólan-
um þar rétt hjá. En Asmund.
-Nei, hann er bara sex ára, og
er svo ágætur leikfélagí fyrir
bróður sinn, sem er á öðru
ári. Hann heitir Haavard.
— Er ekki dálítið erfitt að
koma svona þjótandi með alla
fjölskylduna bara í eina þrjá
mánuði?
— Við þutum ekkert, við
komum með skipi, og vorum
anzi sjóveik segir frúin.
— Hvernig var þá að setj-
ast að í ókunnu landi eftir
alla sjóveikina?
— Alveg dásamlegt. Við
höfðum tekið á leigu íbúð í
hænum og fólkið í húsinu var
svo gott við okkur, þótt það
þekkti hvorki haus né sporð
á okkur, að slíkt er sjaldgæft.
— Hvernig hefur gengið?
— Allt hefur gengið eins
og í sögu.
— Það er auðvelt að búa
hér. Allur þessi góði fiskur,
sem hægt er að borða eins
og mann lystir af. Við kunn-
um svo vel að meta hann. Það
er auðvitað margt annað, sem
er dýrt en það er óþarfi að
lifa mjög dýrt.
— Eitthvað hefur það þó
kostað að flytja hingað. Slíkt
er alltaf dýrt?
— Já, en þeirri upphæð
eyðum við gjarnan. Það er vel
þess virði. Við höfum mikinn
áhuga á sögu og erum því
fegin að hafa haft tækifæri
til þess að koma hingað. Það
hefur verið ánægjulegt að
ferðast hérna um og skoða
landið og fræða synina um
það og söguna.
— Er þetta ekki erilsamt
líf, sem þér lifið, og fær ekki
frúin sjaldan að sjá yður
hérna?
— Nei, ekki svo mikið
hérna, segir frúin. — Það er
reglubundnara heldur en
heima. Hérna eru tónleikarn-
ir á vissum kvöldum, og æf-
ingarnar á vissum tímum, og
sama er 'að segja um utan-
bæjartónleikana. Maðurinn
minn stjórnaði tvennum
hljómleikum nýlega í Hlé-
garði og í Stapa.
— Já, ég átti að vera í fé-
lagsheimilinu í Keflavík, en
þá brann það, og við vorum
í Stapa í staðinn.
— Haldið þér að það hafi
verið brennt vegna fréttar-
innar um tónleikana?
— Ne-ei, og þó er það alls
ekki víst nema svo hafi verið.
— Þetta var nú óvart, af-
sakið, en hvað verður nú, er
þér farið?
— Nú fljúgum við sko
heim. (Og brúnin léttist á
fjölskyldunni).
— Engin sjóveiki, húrra.
— Nóg verður víst að
starfa, er heim kemur, og ég
byrja strax að vinna við
Ríkisútvarpið heima sem
stjórnandi.
— Þá fer ég á flesta hljóm-
leikana, með ’honum, og ef
hann fer eitthvað lengra, er-
um við ekki í neinum vand-
ræðum með barnfóstrur, því
að eldri synirnir geta svo vel
litið eftir þeim yngri, og okk-
ur er alveg óhætt að vera
burtu, ef svo ber undir.
— Við sjáum eftir landinu,
er við förum. Það er alltaf
gott að koma heim. Þetta eru
tveir ólíkir heimar, ef svo
mætti að orði komast. En gott
hefur það verið að vera
hérna, og þeirri dvöl gleym-
um við aldrei, eða því ágæta
fólki, sem við höfum kynnzt.
— Við þökkum og óskum
góðrar ferðar. Segjumst sakna
hávaðans er fram í sækir.
M. Thors.
Brulandshjónin, frú Liv og Sverre hljómsveitarstjóri, ásamt sonum sínum fimm, Öyvind,
Helge, Jon Inge, Asmund og Haavard.