Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 23 Sparisjóðurinn ■ Keflavík verður lokaður frá 30. des. ’68 til 3. jan. ’69. Hafnarfjörður Skriístofustúlka óskust Umsækjendur leggi tilboð á afgr. Mbl. fyrir 4. janúar nk., merkt: „6838“. Nýtt — nýtt — nýtt — nýtt — nýtt — nýtt — nýtt — f*0 GRILL-INN 00 AUSTURVERI Háaleitisbraut 63 glóðar-steikur, kjúklinga, hamborgara, smurt brauð, heitar samlokur, kaffi, heitt súkkulaði, heitar vöffl- ur og úrvals kaffibrauð, ís, milkshake o. m. fl. — Einnig er góður hádegisverður daglega. — Góð bílastæði. — Athugið, þetta er á bakhlið hússins. Sendum heim ef óskað er — Sími 82455 Vií loj óíum ÞETTA GERÐIST í OKTÓBER Alþingi sett 10. okt. (11). Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins semja við Framsóknarflokkinn um samstarf við nefndakjör (13). Gert ráð fyrir 6.5 milljarða heildar- útgjöldum á fjárlagafrumvarpinu (15). Stjórnarfrumvarp um ný ráðuneyti (lö) Forsetar Alþingis endurkjörnir, Birgir Finnsson í Sþ., Jónas G. Rafn- ar í Ed. og Sigurður Bjarnason í Nd. (15) . Stjórnarfrumvarp um Handrita- stofnun íslands (16). Umræður um frumvarp um Stjóm arráðið (16). Umræður um heilbrigðismál og læknaþjónustu (22,23) Samgöngumálaráðherra upplýsir, að heildartekjur af erlendum ferðamönn um hafi numið 270 millj. kr. s.l ár (22). Stórfelldustu efnahagsörðugleikar í áratugi, segir fjármálaráðherra 1 fjár- lagaræðu sinni (25). VEÐUR OG FÆRÐ Fyrsti vetrarsnjórinn fellur á Vest- ur-, Norður og Austurlandi og veldur samgönguerfiðleikum (1). Bílar í erfiðleikum á Holtavörðu- heiði (3). Sæmileg færð nema á Austur- landi (9). Fjallvegir á Vestfjörðum og Aust- fjörðum ófærir (30). ÚTGERÐIN. Heildarsíldaraflinn 66:838 lestir um mánaðamótin sept.—okt. (4). Saltað hefur verið í 104.743 tunnur (5). 24 bátar á rækjuveiðum í ísafjarð- ardjúpi (8). Millisíld flökuð á Seyðisfirði til vinnslu í Norðurstjörnunni h.f. (9). Síldaraflinn 170 þús. lestum minni en á sama tíma í fyrra (10). Síldveiði útaf Reykjanesi (12, 15). Heildarsíldaraflinn 72 þús. lestir um miðjan mánuðinn (17). Nýtt útgerðarfélag stofnað með út- boði hlutafjár á frjálsum markaði (16) . íslenzk veiðiskip seldu 4814 lestir erlendis í sumar fyrir 36.4 millj. kr. (19). Heildarsíldaraflinn 74 þús. lestir 21. okt. (25). Saltfiskframleiðslan 60% meira í ár en á sama tíma 1967 ( 25). Heildarsíldarsöltun 136.874 tunnur (30). Heildarfiskaflinn fyrstu 8 mánuði ársins 383.356 lestir, eða 158 þús. lest- um minni en á sama tíma í fyrra (30). Saltað hefur verið rúmlega þriðj- ungur upp í samninga (31). FRAMKVÆMDIR. Ný dagheimili í undirbúningi eða byggingu 1 fjórum hverfum í Reykja vík (2). Dráttarbrautin á Akureyri vígð (5). Plastbelgjaverksmiðja í Vestmanna- eyjum (6). Hafnarbakkinn í Hafnarfirði lengdur um 73 m (13). Kostnaður við útbreiðslu sjónvarps 70 millj. kr. á árinu (13). Rannsóknarstöð fyrir gervitungl í Gufunesi (15) Brú yfir Tungnaá vígð (17). Ný vatnsveita á Patreksfirði (22). Norðurflug tekur aðra Beechraft- flugvél í notkun (22). Landleiðir fá nýjan almennings- vagn (24). Heildarkostnaður Breiðholtsfram- kvæmdanna 331 millj. (24). Nýtt símstöðvarhús á Suðureyri (30). MENN OG MÁLEFNI. Magnús Már Lárusson skipaður pró- fessor í sögu íslands við heimspeki- deild Háskólans (5). Andrés Valdimarsson skipaður sýslumaður Strandamanna (5). Ásberg Sigurðsson skipaður borgar fógeti í Reykjavík (5). Sr. Rögnvaldur Finnbogason kosinn prestur á Seyðisfirði (6). Skipstjóri Lord Tedder dæmdur í Hæstarétti fyrir landhelgisbrot (8). Eigandi Ásmundar GK 30 dæmdur í Hæstarétti til að missa bát sinn, en fallið frá eignaupptökunni (8,9,10). Skreiðarkaupmaður frá Biafra í heimsókn (9). Brezka ríkisstjórnin býður þremur íslendingum til Hull vegna rannsókn ar á hvarfi þriggja togara (10). Philip prins kemur hér við (12). Dr. Jens Pálsson tekur sæti 1 fasta- ráði Alþj óðasamb ands mannfræðinga (13). Hæstiréttur staðfestir 16 ára fang- elsisdóm yfir Þorvaldi Ara Arasyni (15). Yfirmenn Óðins sæmdir brezkum orðum (17,19). Bjarni Vilhjálmsson skipaður þjóð- skj alavörður (19). Víðtæk leit að rjúpnaskyttu (22). Dr. Halldór Þormar yfirmaður veiru rannsóknarstofnunar í New York (23). íslenzkum hnefaleikara dæmdar bætur fyrir tap kennslutækja (27). Kaþólskur biskupsdómur endur- reistur á íslandi. Hinrik Frehen skip- aður biskup (29). Þekktir Bretar koma á söguslóðir íslendingasagna næsta sumar (29). Björn Sigurjónsson skákmeistari T.R. (30). FÉLAGSMÁL. Þjóðkirkjan hefur sumarbúðir að Eiðum í fyrsta sinn (1). Miklar breytingar gerðar á próf- og kennslutilhögun í landsprófi og sam- ræming á námsefni fyrir gagnfræða- próf (1). Kristján Thorlacius endurkjörinn formaður BSRB (2,4). Nemendur M.A. verða 510—520 í vet ur (3). Guðmundur Auðbjörnsson kosinn formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi (3). Sölvi Sigurðsson endurkjörinn for- maður Þjóðdansafélags Reykjavíkur (4). Ráðstefna íslenkra sérfræðinga um hafís ákveðin í vetur (4). Læknafélag íslands heldur heilbrigð isráðstefnu (5). Magnús Guðmundsson kjörinn for- maður Bridgefélags Garða- og Bessa- staðahrepps (9). Þrítugasta Iðnþing íslendinga hald- ið í Ytri Njarðvík (10). Holger P. Gíslason endurkjörinn formaður Félags eftirlitsmann# með raforkuvirkjum (11). Helgi K. Hjálmsson endurkjörinn formaður Tónlistarfélags Garða- hrepps. (11). Aðalfundur Verzlunarráðs íslands haldinn (12). Haraldur Sveinsson kjör- inn formaður (19). Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna (12). Listi Vöku sigrar við stjórnarkjör í Stúdentafélagi Háskólans (15). 30. þing SÍBS haldið í Reykjavík (19). Emil Jónsson lætur af formennsku Alþýðuflokksins. Dr. Gylfi Þ. Gíslason kosinn formaður (20). Þórður Þórðarson endurkjörinn for- maður Dýraverndunarfélags Hafnar- fjarðar (23). Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til hverfafunda (23). Aukafundur SÍF haldinn í Reykja- vík (25). Nefnd á vegum Evrópuráðsins held- ur fund í Reykjavík (26). Steinar B. Björnsson kjörinn for- maður Heimdallar (27). 1200 stúdentar innritaðir í Háskóla íslands (29). 16. flokksþing Sósíalistaflokksins samþykkir að leggja flokkinn niður (29). Samtoand eigenda íslenzkra hesta stofnað í Danmörku (30). Aðalfundur Norræna félagsins hald- inn (30). 19. ársþing Landssambands hesta- manna haldið (30). Tenglar gangast fyrir geðheilbrigðis viku (30). 9. aðalfundur ÆSK í Hólastifti hald inn (30). Kirkjuþing vill þrjá biskupa hér (30). Snorri Jónsson endurkosinn for- maður Málm- og skipasmíðasambands íslands (31). BÓKMENNTIR OG LISTIR. Leiksmiðjan, félag ungra leikara, heldur sýningar (1). „Kristnihald undir Jökli“, ný skáld- saga eftir Halldór Laxness komin út (3). „Fólkið á ströndinni", fyrsta skáld- saga Arthurs Knut Farestveit komin út (3). Pétur Friðrik heldur málverkasýn- ingu í Reykjavík (5). Þjóðleikhúsið sýnir „Púntila bónda og Matta vinnumann", eftir Bertolt Brecht (8). Leikfélagið Gríma sýnir „Velkom- inn til Dallas Mr. Kennedy", eftir Kaj Himmelstrup (8). íslendingur sögufróði, bók 1 tilefni sjötugsafmælis Guðm. G. Hagalíns. Dögun, höggmynd eftir Einar Jóns- son seld á 110 þús. kr. (11). Skáldsaga Guðmundar Daníelsson- ar, Sonur minn Sinfjötli, komin út á dönsku (17). Mikið skrifað um ljóðabók Matt- híasar Johannessen í dönsk blöð (20). Peter Serkin leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni (24). Ný bók: Minningar um séra Jón- mund, ritaðar af Guðrúnu Jónmunds- dóttur (26). Jóhannes Jóhannesson heldur mál- verkasýningu (26). Leikfélag Akureyrar sýnir Dúfna- veizluna eftir Halldór Laxness (30). Þjóðleikhúsið sýnir Hunangsilm, eftir Shelagh Delaney (30). SLYSFARIR OG SKAÐAR. Hættulegar íkveikjur í Reykjavík (1). Heyhlaða brennur að Lindarbakka í Hornafirði (1). Fé ferst í Fögruhlíðará í Jökulsár- hlíð (2). íbúðarhúsið að Mánasseli í Jökuls- árhlíð brennur (2). 7 ára drengur bíður bana í dráttar- vélarslysi að Litlu Brekku í Arnar- neshreppi (3). Hús Jóhanns Eiríkssonar á Hofs- ósi eyðileggst í eldi (5). í fimmta skipti^ á skömmum tíma leikur grunur á íkveikju í Reykjavík. (6). Milljónatjón í stórbruna að Þóru- stöðum í ölfusi (10). Kveikt í hlöðu á Laxamýri í Aðal- dal (17,20). Símasambandslaust við Kópavog og Hafnarfjörð þar sem aðalsímastreng- urinn var slitinn (19). Eldur í 4 heyturnum í HvolshreppL (20). íbúðarhúsið að Bakkakoti II í Með- allandi brennur (23). Hlöðubruni á Þurá í ölfusi (24). íslenzkur flugmaður, Hans Ágústs- son, ferst í Guiana (29). Leiðslur slitnar, og vatns- og síma- sambandslaust við Borgarsjúkrahúsið (29). Miklar skemmdir í frystihúsi Þórð- ar Óskarssonar h.f. á Akranesi í bruna (30). íbúðarhúsið að Stöð í Stöðvarfirði brennur (31). Heybrunar að Kiðjabergi í Gríma- nesi og Litla-Hrauni (31). AFMÆLI. Æskulýðsráð Kópavogs 10 ára (1). Læknafélag íslands 50 ára (4). Útibú Landsbankans á Selfossi 50 ára (5). S.Í.B.S. 30 ára (5). Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan 75 ára (6). Bíóhöllin á Akranesi 25 ára (9). Stafafellskirkja 100 ára (11). 50 ár frá síðasta Kötlugosi (12). Sjóvátryggingarfélag íslands 50 ára (20). Bandalag háskólamanna 10 ára (29). ÍÞRÓTTIR. Benfica vann Val 8:1 í síðari leik félaganna í Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu (3). Vestmannaeyingar urðu bikar- meistarar í knattspyrnu (8). Dönsku handknattleiksmeistararnir HG keppa hér (16). ÝMISLEGT. Vinnuvélaeigendur mótmæla samn- ingsgerð vegna 850 m kafla Vestur- landsvegar (1). Verðlagsgrundvöllur búvara hækk- ar um 7% (1). Uppboðsréttur Reykjavíkur úr- skurðar, að krafa um greiðslu stór- eignaskatts fyrnist, þegar 4 ár eru liðin frá lögtaksaðgerðum (2). Taugaróandi töflum stolið (3). Hjartavernd hefur rannsókn á kon- um (4). Hlutafé Eimskipafélagsins aukið um 100 millj. kr. (4). SAS býður Flugsambandi Færeyja hluta FÍ í Færeyjaflugi (5). Horfur á sölu eldhúsinnréttinda til Englands (8). Innflutningsleyfi fengið fyrir allt að 4800 tonnum af saltfiski til Portúgals (8).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.