Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 18
! 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 196« ÍSLENZKT ATVINNULÍF Eftir Guðlaug Tryggva Karlsson Undanfarið hefur verið held- nr dauft hljóðið í þeim, sem fjalla nm íslenzkt atvinnulíf. Aflabreztur og verðfall afurða okkar á erlendum mörkuðum dró niður í mönnum og þegar við baetizt mikið harðæri síðastlið- ins vetrar, hafís og jarðbönn, þá þótti mörgum, sem hallæri væri í landinu. Slíkt hallæri í sjávarútvegi og landbúnaði, grundvallaratvinnu- greinum þjóðarinnar, þýddi að sjálfsögðu mikinn samdrátt hjá öðrum atvinnugreinum í þjón- ustu, verzlun og iðnaði. Mjög dró úr öllum fraimkvæmdum, ein staklingar óttuðust samdráitt og fjárhagserfiðleika, en ríkisvald" ið óttaðist halla á greiðslujöfn- uði og lífgaði þess vegna ekki upp á atvinnulífið með útþenslu eftir peninga- og fjármálaleiðum. ATVINNULEYSI Síðastliðinn vetur gerðist svo það, sem ekki hefur átt sér stað hér á landi í langan tíma, at- vinnuleysi myndaðist. Það er ó- þarfi að fara náið út í þá mein- semd, sem atvinnuleysi er. Ekki einungis er það efnahagsleg só- un, að vinnufærir menn, sem vilja sinna einhverju starfi, séu verkefnalausir, heldur er það einnig félagsleg meinsemd, sem vekur úlfúð og óánægju. Á landi sem íslandi á ekki að þurfa að koma til atvinnuleys- is. Þótt mikil uppbygging hafi átt sér stað á undanfömum ár- um, þá er síður en svo, að vinnufúsir menn geti ekkert þarft gert. Fyrix utan það, að aðalatvinnugreinar okkar eru þannig lagaðar, að engin tak- mörkun er þar á fjölgun, þá bíða mörg verkefni greinilega úr lausnar. Sérstaklega þarf að gera vegakerfinu góð skil á næstu árum, svo og fullgena nokkur mannvirki, sem þegar hefur verið byrjað á. Einnig bíða hér úrlausnar verkefni, sem miða beint að því, að minnka gjaldeyriseyðslu þess mikla inn- flirtnings, sem hér á sér stað. Margur okkar innflutningur er þannig lagaður, að vel má flytja hann inn á minna unnu fram- leiðslustigi en nú er og full- vinna hann síðan hér. Þetta stefnir augljóslega bæði að því að spara gjaldeyri, sem og full- nýta íslenzkt vinnuafl og fnam- leiðsluþættL NÝTING AT VINNU GREIN ANN A Sú skoðim er nú mjög uppi, að ekki fáist full nýting úr at- vinnugreinum hvers lands, nema ákveðið atvinnuleysi sé til stað- ar. Atvinnuleysi á að tryggja full afköst vinnuaflsins, sem og hreifanleika þess. Þeasi skoðtm hefur srum staðar orsakað bein- an samdrátt í opinberum fram- kvæmdum, sem og samdráttarað gerðir í peninga- og fjármálaað gerðum ríkisvaldsins. Að sjálf- sögðu má um það deila, hvað átt er við með atvinnuleysi, en mið- að við íslenzkar aðstæður, getur þessi skoðun verið varhugaverð. Lega landsins og landið sjálft er þannig, að hver vinnufús hönd þarf oft á tíðum til að koma til þess að ekki sé stefnt í voða sjálfri tilveru þjóðarinn- ar í landinu. Þegar á móti blæs, þurfa allir að leggjast á eifit, tii þess að mæta vandaunm og ó- neitanlega er stundum um vanda að ræða á íslandi, þótt víst sé, að „eyjan vor er engum köld“, ef rétt er að íarið. EFNAHAGSVANDINN Sá efnahagsvandi, sem nú steðjar að þjóðinni, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja, til rýmunar á verðmæti útflutnings afurffa okkar. Hér á við bæði minnkun á magni útflutnings, sem og lækkun á verffi útflutn- ingsafurðanna. Það er því rétt, að Mta fyrst á þá atvinnugrein, sem á stærsta þáttinn í útflutn- ingnum, sjávarútveginn. SJÁVARÚTVEGURINN Það er víst öllum ljóst, að mið- að við full afköst á verðmæta- sköpun sjávarútvegsins varla sinn líka. Umhverfis landið eru ein auðugustu fiskimið, sem finn ast. Frá fomu fari hefur okkur verið þetta ljóst, enda þekkja engir betur þessi mið, en við sjálfir. íslenzkir fiskimenn afla margfalt á við erlenda stéttar- bræður sína, oft það mikið, að vandræði hafa skapast við nýt- ingu aflans. Þessi góðu fiskimiff og hin afkastamikla íslenzkasjó mannastétt, er án efa einn stærsti þátturinn í efnaíhagslegri velmegun íslendinga. Svo til allt verðmæti útflutnings okkar bygg ist á sjávarútvegi. Án hans væri því lítill sem enginn innflutn- ingur. Þar sem utanríkisverzlun íslendinga er mjög mikil er greinilegt mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir þjóðarframleiðsl- una í heild. Það er því nauð- synlegt að efla þessa atvinnu- grein sem mest, ekki einungis til þess að bægja frá gjaideyriserf- iðleikum, heldur einnig til þess að efla atvinnulífið í hei'ld. ALÞJÓffLEGT HAGKERFI Nú er mjög talað um alþjóð- lega sérhæfingu framleiðslu- hátta. Það er greinilegt, að í Hallfríður Jónasdóttir Fædd 8. október 1903. Dáin 15. desember 1968. MÉR FÓR sem fleirum við svip uð tíðindi, að mér brá ónota- lega, þegar mér barst fregnin um að Fríða væri dáin. Slíkt er varla tiltökumál, og það jafnvel ekki þó að fráfall ástvina eða ann- arra, sem nærri manni standa í lífinu, sé ekki með öllu óvænt, þá verður víst ekki breytt, að alltaf vonar maður í lengstu lög að kveðjustundin sé sem fjar lægust. Fríða hafði átt við mikla og þjáningarfulla vanheilsu að stríða um mörg undanfarin ár, og vonir um fullan bata höfðu síður en svo verið bjartar, enda reyndust þær veiku vonir þvi miður tálvonir. Heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt þrátt fyr ir fullkomna umönnun færustu lækna hér heima og erlendis. Á síðastliðnu hausti hafði hún farið utan ásamt eiginmanni sín- um til dvalar í heilsuhæli, þar sem þeim hjónum höfðu verið gefnar allgóðar vonir um þolan lega líðan hennar og e.t.v. nokkra heilsubót, er fram í sækti. Hún var á heimleið og var væntan- leg heim fyrir jól, en ætlunin var að dveljast um stuttan tíma á heimili dóttur sinmar og tengda sonar, sem eru búsett í Dan- mörku, þegar kallið kom. Og nú er Fríða horfin okkur, við erum ÖU — mjög mörg — einum ástvininum fátækari eftir, við kveðjum hana hinztu kveðju frá Fossvogskapellu á mánudag- inn. Margir segja, að maður komi í manns stað, en það vita allir syrgjendur að það eru aðeins huggunarorð, vissulega vel meiwt og oft vel þegin, en röng eigi að síður. Það kemur enginn í stað Fríðu — það sem eftir verður eru hugljúfar endurminn ingar, sem okkur munu endast lengi og aldrei verða frá okk- ur tekmar, eins og alltaf verður, þegar gott og góðvffljað fólk hverfur sjónum. Margar beztu bemskuminning ar mínar eru á eimhvem hátt tengdar Fríðu systur minni, en systur mína taildi ég hana alltaf þó að ég væri tökubarn móð- ur hennar og stjúpa. Heima á Brekkustíg var alltaf f jrrst leit að tid Fríðu, ef eitthvað amaði að, og til hennar var alltaf gott að leita, enda var það oft gert án þess að ti'lefni væru brýn. Mér er það því enn vel mimnis- stætt, þegar hún sagði mér að hún ætlaði að fara að gifta sig. Þá grét ég heilan dag yfir að þá myndi hún flytja alfarin frá okkur. En þeim támm var sem betur fór úthellt að ástæðu- lausu, því að úr rættist á þann veg, að þau ungu hjónin stofn- uðu heimili sitt svo að segja í tvíbýli við foreldra mína. Fyrir mömmu og pabba, sem bæði áttu við erfitt heilsufar að stríða, var það mikill létrtir, því að Fríða reyndist þeim í alla staði fóm- fús og umhyggjusöm dóttir eins og jafnan fyrr. Eftirlifandi eiginmaður Fríðu er Brynjólfur Bjarnason, fyrr- verandi menntamálará'ðherra, sem reynzt hefir konu sinni ein staklega nærgætinn og þolinmóð ur í hinum þungbæru veikindum hennar. Þau eignuðust eina dótt ur, Elínu, sem gift er Godtfred Vestergaard. Þau búa í Dan- mörku eins og áður segir, og eiga fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku, sem ber nafn ömmu sinn ar. Það er margs að minnast, en flest er það svo persónubundið, að ekki er ástæða til þess að rekja í minningararðum. Fríða hafði fjölþætt afskipti af opin- berum málum, einkum við hlið eiginmanns síns, og lagði hún ýmsum þáttum mannúðarmála heilladrjúgt lið af heilum huga og án hugsunar um endurgjald eða þakklæti. Ég er þess full- viss, að þeir sem þar þekkja bet ur til en ég, muni minnsat henn- ar nú að leiðarlokum á verðug- an hátt annars staðar. Með þessum orðum hef ég að- eins viljað láta í Ijós einlægar þakkir mínar til Fríðu systur minnar fyrir ástúð og velvild, sem hún hefir ævinlega sýnt mér og mínum. Eiginmanni hennar, dóttur og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína og bið þeim líknar í sárri sorg og blessun- ar í framtíðinni. Elín J. Þórffardóttir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. sjávarútvegi höfum við yfir- burðaaðstöðu gagnvart öðrum þjóðum og því mun staða okkar í hinu alþjóðlega hagkerfi vera bezt tryggð með því að við leggj um áherzlu á uppbyggingu þess- arar gtreinar. Sem og í annarri frumframleiðslu esru mikil ára- skipti af aflamagni og þarf því umfram allt að tryggja, að það komi sem minnst fram í fram- leiffsluverðmæti. Auka þarf þvi nýtingu afurðainna og efla þann þátt útvegsins, sem árvissastur er, togaraútgerðina. Það þarf að búa sjómönnum okkar þá beztu aðstöðu, sem völ er á, — búa þeim þau tæki í hendur, sem þeim sæmir. Því ekki aðeins standa sjómennimitr undir stór- um hluta efnahagslegrar velmeg unar okkar, heldur megun við líka minnast þess, að án sjó- manma hefðum við aldrei orðið þjóff. LANDBÚNAÐURINN Annar grundvallaratvinnuveg ur þjóðarinnar er landbúmaður inn. Ef segja má um sjómenn- ina, að þeir hafi einu sinni gert okkur að þjóð, þá má segja um bænduma, að þeir _ hafi haldið okkur sem slíkum. Án bænda og landbúnaðar hefði íslenzka þjóð- in aldrei getað haldið vel'li, sveit imar mynduðu burðarás ís- lenzks þjóðlífs. — Forfeður okk ar voru bændur, sem stunduðu sjó. Þetta samspil lands og sjáv- ar, ef svo má að orði komast, myndaði íslenzku þjóðina. <Jt- vegsbóndi var gott dæmi um fs- lending. Bæði í senn, höfðingi lamdsins og víkingur hafsins. í sveitunum myndaðiist íslenzk menning, tungan meitlaðist og þar voru þau skilyrði, sem veittu ungu lífi frjómagn. Svona var þetta og í rauninni er þetta svona enn. Bændabýlin þekku eru eran þá þeir staðir, sem bjóða vina til. Þetta er nokkuð, sem ekki má gleymast, þegar rætt er um landbúnaðinn. Landbúnaður- imn verður þannig ekki mældur efnahagslegri mælistiku einni saman. Að honum standa fleiri þættir en svo, að einskorðuð sjónarmið dugi. Hitt er svo ann- að mál, að ekki má gjörsamlega slíta landbúnaðinn frá þeim efna hagslegu lögmálum, sem aðrir at- vinnuvegir verða að lúta. Dugn- aður og kapp bænda má held- ur ekki verða til þess, að jarð- vegurinn, frjómoldin sjálf, bíði hnekki af. í þessu sem öðru, gildir, að vandratað er meðal- hófið. ÚTFLUTNINGUR LANDBÚNAÐARAFURÐA Nokkur útflutningur landbún aðarafurða á sér stað. Þar sem innlendur framleiðslukostnaður er mikilL hefur þurft að greiða þetta niður. Mörgum firarast þó, að þar seim gæði t.d. dilkakjöts ins er í sérflokki miðað við sömu afurðir erlendis, þá eigi ekki að þurfa að greiða þetta niður held ur béri að ieggja áherzlu á sér- stök gæði afurðanraa og haga sölumennsku og verðlagi sam- kvæmt því. Niffurgreiffslur eins og reyndar önnur óhagræn af- skipti af efnahagslífinu, ýta und ir hverskonar annarleg viffskipti, aðeins til þess fallin að auka erfiði og fyrirhöfn. Þannig kem ur ýmsum það spánskt fyrir sjón ir, að niðurgreiddur útflutningur laradsmanraa, skuli vera keyptur af íslendingum erlendis og síð- an fluttur heim tdl neyzlu hér. Varla bætir flutningurinn nota- gildi vörunnar. Ef svo fer, að ekkert saran- gjarnt verð fáist fyrir löndbún- aðarafurðirnar erlendis, þá kem ur mjög til greima að hafa verð- ið það lágt hér heima, að inn- lenda eftirspurndn mæti framboð- inu. Þar sem slíkt myndi lækka framfærslukostnaðinn innanlands, gæti það vafalaust haft áhrif til aukningar ferðamannastraums ti'l landsiras og þannig gætu land búraaðarafurðirnar aukið gjald- eyristekjur þjóðarinnar. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að umframframleiðslta landbúnaðar- ins verði send til þróuraariand- anraa og má þá skoða það, sem affstoff fslendinga við efnahags- lega varaþróuð lönd. INNFLUTNINGUR LANDBÚNAffARAFURffA Nokkuð hefur verið uim það ræfrt, að flytja mætti inn land- búraaðarafurðir. Þar sem fram- leiðslukostraaður er mjög hár á landbúraaðarafurðum hér á landi finnst ýmsum að lækka megi framfærsdukostnað með innflutn ingi ódýrra erlendra landbúnað arafurða. Miðað við verðlag á landbúraaðarafurðum ýmissa þjóða má þetta tiíl sanras vegar færa, en telja verður að gjalda verði mikinn varhug við að gera landsmenn sjálfum sér ónóga með landbúnaðarafurðir, bæði af ör- ygglsástæffum og jafnvel beinlín is af næringarástæffum. Mikið öryggi er í því, að hafa fjölbreytta matrvælaframleiðslu til staðar í landirau. Flutningar til landsins eru ýmsu háðir, og einn ig getur verðlag á erfendum mörkuðum breytzt þannig, að minni verðmunur verði á ísílenzk um og erlendum landbúnaðaraf- urðum, en nú er. Eiranig má segja að þótt nú sé nóg framboð l'and- búnaðarafurða á heimsmarkaffn- um, þá getur slíkt alltaf breytzt, þar sem landbúraaðarframleiðsl- an er miklum breytingum háð, sem önnur frumframleiðsla. Á móti þessu kemur að hér er nóg af fiski, þannig að segja má, að ekki sé beinlínis sultur fyrir dyr um, þótt eitthvað miranki með landbúnaðarframleiðsluna en að sjálfsögðu minnkar þá sú fjöl- breyttni, sem er á framboði fæðu tegundarana. Þó svo væri, að frá öryggis- sjóraarmiði væri talið geiriegt að flytja iran landbúnaðarafurðir, þá er ekki víst að frá hreinu næringarsjónarmiði sé það heppi legt. Þetta er að vísu getgáta, era ekki er ólíklegt, að næring- argildi ýmissa íslenzkra fæðuteg unda sé heppilegt fyrir lands- menn, að minrasta kosti, sem meginuppistaffa fæðunnar. AÐRAR ATVINNUGREINAR Þessar tvær atvinnugreimar, sjávarútvegurinn og landbúraað- urinn, eru grundvallaratvinnu- greinar íslendinga. Án þeirra fá aðrar atviraraugreinar ekki þrifizt og einnig er verðmætasköpunin í þessum atvinnugreinum mjög mi'kil. Aðeins Mtill hluti lanids- mararaa vinnur þó beinlínis við þessar atviraraugreinar. Aðrar at- vinnugreinar í þjónustu, verzl- un og iðnaði, hafa mjög stóran hluta vinrauafls þjóðarinnar inn- an sirana vébanda. Vöxtur þess- arra greina hefur verið mjög mik ill tmdaratfarið og hlutfallslegt mikilvægi þeirra innan atvinnu- skiptiragar þjóðarinnar hefur stóraukizt. Væntanlega heldur sú þróun áfram, en greinilegt er, að þetta fær einuragis skeð, ef framleiðsluaukning grundvallar- atviraraugreinanna eykst að sama skapi. Hitt má svo einnig segja, að sú fnamleiðsluaukning, er ein ungis kleif, vegna affstoffar þess- arra annarra atviranugreina við grundvallaratvinnugrein- arnar Etf íislenzkt atvinraulitf á að dafna, þá verður þessi vöxtur atviranugreinanna að gerast jöfn um höndum og gagnkvæmur skilnlngur þeirra, sem þar eiga hlut að málf verður að ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.