Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 196« 5 Rússar óttast vinahót Kínverja við Bandaríkin Deilan vib Rússa virðist ganga fyrir hjá Kinverjum DÍPLÓMATAR í Peking velta því fyrir sér, hvort Kínverjar 'íti nú á Rússa sem aðalóvini sína. Þessi spurning hefur sí- fellt orðið áleitnari í seinni tíð og sérfræðingar útiloka ekki þann möguleika, að kín- verskir leiðtogar hafi ákveðið að milda stefnu sína gagnvart vestrænum ríkjum, einkum Bandaríkjunum, segir frétta- ritari fröns’ku fréttastofunnar AFP í Peking, Edouard Dillon. í grein um kosningasigur Richard Nixons í haust vitn- aði hin opinbera kínverska fréttastofa Nýja Kína í yfir- lýsingu frá Nixon þess efnis að nauðsyn beri til að Banda- ríkjamenn dragi saman s'eglin í heims'hlutum, þar sem nær- vera þeirra sé og mikil, og einbeiti sér í þess stað að mikilvægari svæðum, einkum Evrópu. Þremur vikum síðar, 26. nóvember, tilkynnti kínverska utanríkisráðuneytið, að ákveð ið hefði verið, að sendiherrar Kína og Bandaríkjanna í Var- sjá tækju að nýju upp viðræð ur sín í milli og skýrðu frá því hvenær þessi fundur yrði haldinn. í þessari tilkynningu, Krúsjeff sem var slegið upp í kínversk- um blöðum, var hugtakið „friðsamleg sambúð“ notað, þegar minnzt var á Banda- ríkin, Diplómatar í Peking minnast þess ekki, að Banda- ríkin og friðsamleg sambúð hafi verið nefnd í sömu and- ránnj í Kína. Rússar áhyggjufullir. Þeir sem vel fylgjast með gangi mála vitna líka í enn eitt skjal: skýrslu frá Mao Tse-tung til miðstjórnarinnar frá 1949. Skýrslan var endur- bixt í síðasta mánuði, en þar segir að markmið Kínverja eigi að vera það að heyja stjórnmálalega baráttu gegn heimsvaldasinnum. Þessar yf- irlýsingar og skjöl hafa vak- ið litla athygli í Washington en þeim mun meiri athygli í Moskvu, enda skilja Rússar ef til vill betur „fræðilegan" Mao grundvöll sambúða Kínverja við Sovétríkin og Bandaríkin og þeir eru töluvert áhyggju- fullir. Eftir innrásina í Tékkóslóv- akíu voru sovézkir leiðtogar opinberlega kallaðir „gagn- byltingarmenn“ í Kína og nú er því meðal annars haldið fram, að Sovétríkin séu „kapí- talistískt fasistaríki", sem und iroki með aðferðum frá keis- aratímanum íbúa Sovétríkj- anna og annarra Austur-Ev- rópuríkja. Þótt kínverskir leiðtogar hafi margoft fordæmt bæði Bandaríkin og Sovétríkin sem „árásargjarnar hýenur úr sömu herbúðum“, hafa þeir einnig bent á andstæður þess- ara tveggja risavelda. Þetta gerðist í fyrsta skipti í ræðu, sem Chou En-lai forsætisráð- herra hélt 30. september sl. Hann sagði þá meðal annars, að sovézkir endurskoðunar- sinnar og bandarískir heims- valdasinnar gerðu hvort tveggja í senn, að berjast gegn hvor öðrum og að vinna saman að misheppnaðri til- raun til að víkka út hags- munasvæði sín. Eitt er hvað sem öllu líður ljóst. í sambúðinni við Sovét ríkin hafa Kínverjar brennt allar brýr að baki sér. Sam- eiginleg breiðfylking gegn „bandarískri heimsvalda- stefnu" er ekki lengur hugs- anleg og ekki heldur endur- reisn þeirrar vináttu, sem svo mjög var rómuð á sínum tíma en menningarbyltingin lagði að velli. Mænt í vesturátt. Randaríkin eru enn efst á blaði óvinaríkja Kínverja, en kunnugir telja ekki ósenni- legt, að kínverskir leiðtogar telji ógnunina úr norðri hættu legri ógnuninni úr suðri. Sér- fræðingar í Peking hafa einn- ig veitt því eftirtekt, að á sama tíma og blöð í Norður- Kóreu klifa á því, að mikil hætta stafi frá bandarískum hermönnum sunnan 38. breidd arbaugs, hafa kínvers’k blöð ekki minnzt á þetta mál und- anfarið. Hugsanlegt er, að kínversk- ir leiðtogar hafi ákveðið að deilan við sovézka leiðtoga verði að sitja í fyrirrúmi og á hana verði'lögð megináherzla. Rússar eru ekki aðeins lifandi óvinur í augum Kínverja held ur einnig táknræn. Þeir eru tákn „endurskoðunarstefnu“, sem breytir þjóðfélaginu í eins konar „borgaralegt komm únistas’amfélags" með stétta- mismun. Má þá vænta meiriháttar breytinga á kínverskri utan- ríkisstefnu? Svarið er undir 1 ýmsu komið, meðal' annars því, hvernig Vietnam-styrjöld in þróast. Hin^að til hefur stríðið verið háð eftir for- skrift Maos, en Kínverjar hafa bæði varað Norður-Vietnama við því að semja og að halda áfram að taka við sovézkri aðstoð. Er Norður-Vietnamar vilja ekki fylgja kínversku lín unni áfram, þá getur svo far- ið að Kínverjar láti af stuðn ingi sínum við Norður-Viet- nama einn góðan veðurdag, að dómi kunnugra. J (NTB—AFP). j blaoburðárfolk * OSKAST í eftirtnlin hverfi: Seltjarnarnes (Skólabraut) — Fálkagötu — Háuhlíð — Laugavegur frá 1—33 — Breið- holt I — Hverfisgata I — Sogavegur frá 71-224 — Seslás. Talið við afgrciðsluna i sima 70700 Samband íslenzkra stúdenta erlendis boðar alla námsmenn erlendis til fundar um Mna- og styrkjamál í Norræna húsinu fimmtudaginn 2. jam. kl. 20,30. Menntamálaráðherra, herra Gylifi Þ. Gíslason, kemur á fundinn og svarar fyrirspurnum. F fíísni Bjóðið gestum ykkar upp á ostapinna með öli eða sem eftirrétt. Auðvelt og fljótlegt er að útbúa þá og pér getið verið viss um, að peir bragðast vel. Notið það sem til er á heimilinu og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir, Hér fylgja nokkrar hugmyndir, ■:/ <7 íí Leggið heilan valhnetukjarna ofan á teninga af goudaosti. 2. Vcfjið skinkulengju utan um staf af tilsltterosti, setjið sultulauka efst á pinnan og skreytið með steinsclju. 3. Skerið gráðost í teninga, ananas I litla geira, reisið ananasinn upp á rðnd ofan á ostinum og festið saman með pinna. 4. Heimingið döðlu, takið steininn úr og fyllið með gráðostlengju. 5. Skerið tilsitterost í teninga, setjið lifrakæfubita ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim upp úr þurrkaðri papriku og skreytið meö sultulaukum. 7. Setjið ananasbita og rautt kokkteilber j ofan á geira af camembcrt osti. 8. Setjið mandarinurif eða appelsínu- bita ofan á fremur stóran tening af ambassadorosti. 9. Festið fyllta olífu ofan á tening af ambassador osti. Skreytið með stein- selju. CMa~eg á/n/c i ócUa/i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.