Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐI©, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 11 Rússneski björninn á Miöjaröarhafi MARE NOSTRUM — hafið okk ar, kallaði Mussolini Miðjarðar- hafið. En Miðjarðarhafið er ekki lengur ítalskt haf. Það er ekki heldur franskt haf, eins og í gamla daga, þegar Frakkland hafði virki og vígi beggja vegna. Sjötti floti Bandaríkjanna hefur aðsetur sitt þar mieð um 50 skip, 200 flugvélar og 25 þúsund manna lið. En Miðjarðarhafið er ekki heldur bandarískt haf. Öllu nær væri að segja, að það sé á góðri leið með að verða sovézkt haf. Rússar hafa lengst af mænt löngunaraugum til hlýrra hafa og undanfarna mánuði hafa Rússar aukið flotastyrk sinn á Miðjarðarhafi stórlega og fleiri og fleiri sovézkar flugvélar flugvélar streyma til herstöðva í Egyptalandi, Alsír og Líbanon og mikill fjöldi sovézkra „tækni- manna“ leggur leið sína til Kai- ró og ýmissa annarra staða i þess um löndum. Talið er að 54 flota- deildir sovézkar séu á Miðjarð- arhafi og nokkur beitiskipa þeirra eru búin eldflaugum. VALD SOVÉTS Enn kemst herstyrkur Rússa, hvað flugflota snertir, þó ekki í hálfkvisti við sameiginlegan flota Atlantshafsbandalagsins. Sá sovézki mun vera á stærð við ítalska flotann. En haldi Rússar áfram á sömu braut, geta hlut- föllin breytzt áður en varir. Vera flotans á Miðjarðarhafi hlýtur að flokkast undir út- þenslupólitík og er orðið hernaðarlegt vandamál fyrir Vesturveldin og NATO, sem telja, að þama sé reynt að grafa undan flotayfirráðum þeirra. Augljóst er því, að NATO og Vesturveldin skilja, hverja þýð- ingu þessi þróun getur haft. Samkvæmt upplýsingum Breta, sem hafa fylgzt náið með sovézka flotanum eru í honum að minnsta kosti tíu kjarn ugur og við lok síðari heims- styrjaldarinnar. Samtímis var skýrt frá því, að sovézk beiti- skip séu að sigla um Dardan- ellasund út á Miðjarðarhafi. Fáeinum dögum síðar berast þær fregnir, að NATO ætli að koma á fót sérstakri flota- stjórn fyrir Miðjarðarhafið og var það afráðið á NATO fund- inum, sem var haldinn í Reykja- vík í júní. Höfuðstöðvarnar skyldu vera í Napólí undir stjórn Edward Outlaw. Yrði þar með komið á styrkara eftirliti úr flug vélum með ferðum sovézkra flota deilda á Miðjarðarhafi. Nokkru síðar er sagt frá því að so- vézka beitiskipið Grosny og tundurspillirinn Gnavny og tveir kafbátar séu komnir í kurt- eifiisheimsókn til Casablanca og muni einnig hafa viðkomu í öðr- um höfnum í Marokkó. Um svipað leyti kemur banda- ríski aðstoðarutanríkisráðherr- ann Katzenbach í skyndiheim- sókn til Títós Júgóslavíuforseta, ríkjunum geta einnig fengið að I banir tóku að snúast á sveif fara um sundið, ef ekki fylgja með Kínverjum og gegn Sovét- þeim fleiri en tvö beitiskip i senn. Kafbátar frá nefndum löndum geta og farið um sundið að fengnu leyfi Tyrklandsstjórn ar. Herskip frá öðrum löndum geta aðeins siglt um sundið, ef þau eru undir 10 þúsund tonn að stærð og hafa ekki stærri fall byssur en átta tommur. Eftir síðustu heimsstyrjöld hafa Sovétríkin sýnt mikinn á- huga á Hellusundi og Tyrk- landsstjórn hefur hvað eftir ann að hafnað tilmælum frá Sovét- ríkjunum um að byggja sovézk- tyrkneska flotastöð við sundið. FLOTASAGA. Miðjarðarhafið er því skyndi- lega orðið brýnt og aðkallandi vandamál — hernaðarlega og póli tískt séð — í varnarkerfi vest- rænna ríkja. Hinar gífurlegu vopnasölur, sem Sovétríkin hafa samið um við Egypta og ákvörð- un Bandaríkjastjórnar um að mönnum — fóru þessar æátlan- ir út um þúfur — en þær eru engan veginn grafnar og gleymd ar. Þetta er ástæðan fyrir því að Júgóslavar, sem vita, að So- vétmenn geta því aðeins stund- að njósnir yfir Miðjarðarhafi, meðan júgóslavneska loftbrúin er notuð og Albanía skilur því- lika þýðingu það hefði fyrir So- vétríkin að hafa stöðvar á ströndum landsins — líta á hina sovézku útþenslustefnu af mestu alvöru. Það gera Banda- ríkin og NATO löndin einnig. ÓSKIR STALÍNS Á stórveldafundum þeim, sem voru haldnir, þegar dró til úr- slita í síðari heimsstyrjöldinni reyndi Stalín að ná flotastöðv- um við Dardanellasund og fleiri stöðum. Það tókst ekki, aftur á móti fékk hann um þriðjung ít- alska flotans í stríðsskaðabætur. „Truman kenningin" svo- Stjörnumar á kortinu sýna herstöðvar Sovétmanna við Miðjarðarhaf. Sovézka njósnaskipið Vladimir Komarov á siglingu um Miðjarð- arhaf. orkukafbátar og fjögur splunku ný flugvélaskip, sem flutt geta 36 þyrilvængjur. Þó að Sovétríkin hafi á síð- ustu mánuðum verið að færa sig meira og meira upp á skaftið á Miðjarðarhafi var það þó naum- ast fyrr en í byrjun október, að Vesturveldin fóru að bafa veru- legar áhyggjur af framvindu mála, f þeim mánuði gerðist meðal ann ars þetta: Tilkynnt var, að flagg- skipið í 22. bandarísku kafbáta- deildinni „Robert Owens“ komi I vináttuheimsókn til júgóslav nesku hafnarborgarinnar Du brovnik. Skömmu síðar er til- kynnt í London, að Bretar muni stórauka flota sinn á Miðjarðar- hafi unz hann sé orðinn jafn öfl til að tjá honum að Johnson for- seta sé umhugað um að fullveldi Júógslavíu sé tryggt og óskað eftir staðfestingu réttra aðila á að engin ógnun vofi yfir Júgó- slavíu. f fyrra mánuði hélt NATO um fangsmiklar æfingar á Miðjarð- arhafi, eins og skýrt hefur verið frá og tóku þúsundir flug- véla og skipa þátt í þeim æfingum, sem þóttu tak- ast ágæta vel. Sovézk skip gerð- ust að sögn iðulega nærgöngul við æfingar og könnunarskip NATO, meðan á æfingunum stóð en væntanlega hefur NATO flot inn notað tækifærið og fylgzt eft ir föngum með ferðum sovézku skipanna um hafið. Síðasti mótleikur Bandaríkja- manna var svo að ákveða að senda tvö bandaríska tundur- spilla inn í Svartahaí og láta þá vera þar á siglingu í fjóra daga, þrátt fyrir eindregin mót- mæli Sovétstjórnarinnar, sem staðhæfði að þetta væri bein ögr un, enda hafa Sovétmenn hyllzt til að líta á Svartahaf sem so- vézkt innhaf, þó að samkvæmt alþjóðasiglingalögum sé öllum heimilt að fara þar um. Varnar- málaráðuneytið í Washington skýrði frá því, að hér væri að- eins um venjulega eftirlitsferð að ræða, en Rússar sögðu hins vegar, að Bandaríkjamenn hefðu með þessu rofið Montreux samn inginn um siglingar um Hellu- sund, Marmarasund og Dardan- ellasund. Montreux samningur- inn var undirritaður af Tyrk- landi, Sovétríkjunum, Frakk- landi, Bretlandi, Japan, Grikk- landi, Búlgaríu og Júgóslavíu árið 1936 og kom í stað Laus- anne samningsins frá 1923, en þar er kveðið svo á um að víg- búnaður hvers konar væri bann- aður beggja vegna Hellusunds. Samkvæmt Montreux samningn um geta öll flutningaskip siglt um sundið á friðartímum. Her- skip frá Svartahafslöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu og Sovét- selja ísraelum fimmtíu Phantom orustuvélar, þrátt fyrir mikla andstöðu víða, sýna þetta enn ljósar. Hinar víðtæku varúðar- ráðstafanir, sem Júgóslavía og Albanía haf a gripið til bera og vott um það, en Albanir hafa leyft Kínverjum að reisa eldflaugastæði í landi sínu, eins og MBL hefur sagt frá. Allt mið ast að því að verjast hugsanlegri árás frá Sovétríkjunum. Áhugi Rússa á Miðjarðarhafi er ekki nýr af nálinni. Á tíma bilinu frá 1770-1920 má segja að rússneski flotinn hafi allan tím- ann tekið þátt í baráttunni um yfirráð á Miðjarðarhafi. í styrjöldinni milli Rússa og Tyrkja, sem var háð 1768-1774 voru rússneskar hersveitir sett- ar á land í Grikklandi til að leggja Grikkjum lið í baráttu þeirra gegn Tyrkjum. Rússneski flotinn, undir stjórn hinna nafn- toguðu Orlow bræðra vann frækilegan sigur við Cesme. Ár- ið 1798 réðust Rússar á ný til atlögu, þegar Uschakow aðmír- áll náði undir sig eyjunni Korfu, sem Frakkar höfðu ráðið. Níu ár um síðar var hún þó fengin Na- póleon aftur í hendur. í sjóor- ustunni við Navarino gereyddu Rússar, Frakkar og Bretar í sam einingu tyrkneska og egypska flotanum, og upp frá því tókst Bretum að treysta svo vel að- stöðu sína að þeim tókst í nær heila öld að halda yfirgangi Rússa á hafinu í skefjum. LEIT AÐ HERSTÖÐVUM Undir fasistastjórn Mussolinis á Ítalíu og með samþykki hans skaut nú rússneska flotanum aft ur upp á Miðjarðarhafi. Á árun- um 1924 til 1930 voru sovézkar flotaheimsóknir daglegur við- burður í ítölskum hafnarborgum og er leið að lokum síðari heims styrjaldarinnar eygðu Rússar nýja möguleika á að koma sér upp traustum flotastöðvum í Jú- góslavíu og Albaníu. Þegar sambúð Títós og Stalíns fór að kólna og úr varð að lok- um fullur fjandskapur, og Al- nefnda batt enda á yfirráð Breta á Miðjarðarhafi. Á nokkrum ár- um eftir stríð, eða upp úr 1950 hófu Sovétríkin samninga við Araba um vonpasölu til þeirra til að tryggja sér að nýju fótfestu á austan verðu Miðjarð- arhafi. Þessar vopnasölur og stóraukinn flotastyrkur á aust- anverðu Miðjarðarhafi voru að margra dómi beint upphaf sex daga stríðsins s.l. sumar. Sam- kvæmt opinberum heimildum í Tyrklandi fóru ekki færri en 152 sovézk herskip um Dardan- ellasund út á Miðjarðarhafs árið 1967 — 62 þessara skipa sneru ekki aftur til Sovétríkj- anna. Sovétrikin höfðu látið Nasser fá nýtízku beitiskip og þó nokkra tundurskeytabáta til ráðstöfunar — og við það gerðu ísraelar sér grein fyrir, að stríð ið varð að vinnast í einu leiftri, ef þeir áttu að gera sér nokkrar vonir um að fara með sigur af hólmi, þar sem flotavarnir voru veikasti hleíkurinn. Síðan sex daga stríðinu lauk hefur aðstaða Rússa í flotastöðvum fyrir botni Miðjarðarhafs batnað. Sovézk herskip liggja enn við arborgunum Port Said og Alex- andriu. Þeim hefur einnig skotið upp í hafnarbæjunum La Challe og Mes E1 Kebir. Flotaheimsókn ir Rússa til Alsír sýna að þeir vilja einnig sækja fram á vest- anverðu Miðjarðarhafi. Þetta hef ur ekki farið fram hjá Vestur- veldunum, þar á meðal Frökk- um og þau hafa aukið árvekni sína. Fréttir berast um að ' Rússar séu í þann veg- inn að koma sér upp herstöðvum í Alsír og ná þar pólitískum á- hrifum og meðal annars af þessari ástæðu hefur NATO gripið til sérstakra varúðarráðstafana, sem nú er verið að hrinda i framkvæmd. Síðan landvarnar ráðherra Rússa, Andrei Grecho, marskálkur fór í fjórðu heim- sókn sína til Alsír í júlí hafa sovézk vopn og sovézkir tækni- fræðingar streymt til landsins. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í grein í franska blaðinu La Aurore eftir Roland Faure, verða átján þúsund sovézk- ir „leiðbeinendur“ „tæknifræð- ingar“ komnir til Alsír ásamt fjölskyldum sínum. Bærinn Ro- schen-Nur, skammt frá höfuð borginni Algeirsborg, er orðin nokkurs konar rússnesk nýlenda Rússar hafa lagt undir sig mörg fjölbýlishús og þeir hafa komið á fót eigin tækniskóla, eig in sundlaug og íþróttaleikvangi. Auk þess sem þeir þjálfa þama alsírska foringja og hermálasér- fræðinga, hafa þeir sett á stofn tvo skóla, þar sem þeir veita ný- liðum frá allri Afriku tilsögn í skæruhernaði. Á undanförnum þremur mánuðum hafa Rússar sent til Alsír hundrað þotur, 400 létta skriðdreka, 350 brynvarða flutningabíla og 20 tundur- skeytabáta. Allt er þetta miklu meira en Alsírsmenn þarfnast til að verja land sitt. ALSÍRSKA VIRKIð Samkvæmt grein La Aurore og öðrum upplýsingum frá Alsír mun einnig vera mikill skari Riissa í Bone og ekki sízt í hinni fyrrverandi flotastöð Frakka Mers E1 Kebir, sem Alsírsmenn fengu afhenta í febrúar síðast liðnum, sjö mánuðum fyrir samn ingsbundinn tíma. Þarna eru Rúss ar önnum kafnir við að byggja neðanjarðarskýli fyrir kafbáta og eldflaugastöðvar, og það hefur vakið mikla athygli 1 Frakk- landi. Svipaða sögu er að segja frá La Challe, sem er að breyt- ast í stóra sovézka herstöð. Frakkar hafa miklar áhyggjur af þessum framkvæmdum í fyrrver- andi nýlendu sinni og eins og ýmsar greinar í hinu opinbera franska hermálatímariti Revue de Defense Nationale eru viss á- form á prjónunum um breytimg- « ar í eldflauga og kjarnorkuvörn um Frakka, sem hingað til hafa grundvallazt á þeirri kenningu að hugsanleg árás verði gerð úr austri frá Mið-Evrópu. Þess vegna er Suður-Evrópa í raun og veru óvarin. De Gaulle, for- seti, sem hefur haft þá hugsjón festar í hafnarbænum Ladakia j„Evrópa frá Atlantshafi til í Sýrlandi og í egypsku hafn- • Framhaid á his. 12 Sovézkir „leiðbeinendur" og „tæknimenn“ eru fjölmennir á göt- um Kairo. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.