Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 4
V 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 * Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 Hverfisfötu 103. Siml eftir Iokun 31160. MAGNÚSAR 4KIPHOLI»21 S4MAR21190 eftir k>kun slmi 40381 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 Allar gerdir Myndamóta 'Fyrir auglýsingar 'Bœkur og timarit •Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVÐAMÓT hf. simi 17152 MORGUNBLAÐSHUSINU Einangrun Góð plastelnangrun hefur hita leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Véi hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Armúla 26 - Sími 30978 0 Kristilegar barnabækur Velvakandi góður. Fyrir nokkrum dögum skrifaði þér kona, sem kvartaði yfir því að ómögulegt væri að fá kristi- legar barnabækur í öllu því bóka flóði, sem nú væri á boðstólum. Fleiri mæður hafa kvartað yfir þessu sama, þó að ég minnist þess ekki að hafa lesið það í Velvakanda nema í þetta skipti. Ef nefndri konu eða fleirumværi gerður greiði með því, vil ég láta þess getið, að eftir að þetta var skrifað í Velvakanda, hefurBlaða og Bókaútgáfan í Hátúni 2, Rvfk, fengið senda kristilega barnabók frá Akureyri. f bókinni eru vel- valdar bamasögur, sem Sæmund ur G. Jóhannesson, ritstjóri hef- ur safnað og gefið út. Bókin heit ir „Frekjulegi hvolpurinn og fleiri sögur". Bókin er mjögódýr kostar aðeins kr. 45.00 heft. Á jsamia stað fást fleiri ódýrar barnabækur, eins og t.dæmis Perl ur, er orðið hafa mjög vinsæl- ar. Engar af þessum bókum er að finna í bókaverzlunum hér, en fást á Blaða og Bókaútgáfu í Hátúni 2, Rvík. Opið alla daga milli kl. 1—3 eftir hádegi, nema á laugardögum, þá kl. 11—12 fyr- ir hádegi. Velvakandi, þú ert svo vanur að gera fólki greiða, svo að ég vænti þess að þú viljir birta þetta stutta bréf, því að ég hygg að fleiri en áðurnefnd kona telji sér greiða gerðan með þvi. Fyrir fram þökk. Ásm. Eiríksson. • Uppbygging — Síldarævintýri Ferðalangur skrifar: Sjónvarpið teygir nú geisla sinn til Norðurlandsins, og njóta nú Akureyringar og nærliggjandi byggðarlög sjónvarpsins með okk ur, sem vestar búum. Gagnkvæm- ur fögnuður ríkir. Sjónvarpið er boðið v elkomið i Eyjafjarðar- byggðum, og þeir sem sjónvarp höfðu áður, bjóða Eyfirðinga vel komna í hópinn. Hugrenningar þessu líkar voru undirstrikaðar í dagskrá sjónvarpsins, daginn sem norðanstöðin var opnuð, og jafn- framt á ýmsan hátt í dagskránni síðan. Þar staðfestist, að aðdáun landsmanna á Akureyri og Akur- eyringum er óumdeild. Það er þó talið, að meðal Akureyringa hafi framlag þeirra sjálfra til Ak ureyrarþáttarins, þótt að sumu leyti nokkuð vafasamt, og raunar verið umdeilt síðan. Sumir hafa nefnilega viljað halda því fram, að með einstökum efnisflytjend- um akureyrskum hafi gætt full- mikillar sjálfsánægju með þjóð- ernið. Hafi þessi tilhneiging jafn vel nálgazt rembing. En því er nú eindregið mótmælt af undir- rituðum. Aðaltilefni til þessara tislkrifa til yðar Velvakandi góður voru þó ekki ummæli Akureyringana sjálfra, heldur þess ágæta sjón- varpsmanns, sem um þáttinn sá. Hjá honum kom nefnilega itrek- að fram nokkuð sérkennileg skoð un í sambandi við þá fyrirmynd- aruppbyggingu, sem á undanförn um árum hefur séð dagsins ljós á Akureyri. Megin hugmyndin virt ist sem sagt vera sú, að Akur- eyringar hefðu réttilega leitthjá sér, það sem kallað var „síldar- ævintýrið", en í stað þess byggt upp atvinnulif og menningarlíf á allt öðrum og betri grundvelli. Virtist umræddur sjónvarpsmaður hafa skömm á þeim, sem álpazt hefðu út í síldarævintýrið, en vera þeim mun hrifnari af for- sjálni Akureyringa, sem farið hefðu allt aðra og skynsamlegri leiðir í atvinnu- og menningar- málum. Ekki er undirritaður viss um að Akureyringar sjálfir kunni umrædduim sjónvarpsmanni nein- ar sérstakar þakkir fyrir þessa gullhamra. Akureyringar munu nefnilega flestir, eins og aðrir landsmenn, þeirrar skoðunar, að hefði enginn viljað „álpast út í síld arævintýrið" á undanförnum árum, kunni uppbygging sú, sem í dag blasir við á Akureyri og annars staðar á landinu, að hafa orðið rislægri, heldur en raun ber vitni. Undirritaður er því þeirr- ar skoðunar, að Akureyringar munu ekki bera sama hugarþel til þeirra, sem stunduðu „síldar happdrættið" á undanförnum ár- um, eins og umræddur sjónvarps maður virðist gera. Ferðalangur 0 Dagskrá sjónvarpsins rædd á Akureyri Hér kemur annað bréf umsvip að efni: Akureyri des. 1968 Velvakandi góður: Oft hefur mig langað til að dýfa niður penna, en aldrei fund ið eins mikla hvöt til þess og nú. Hér á Akureyri hittast ekki svo tveir eða fleiri menn á götu, eða á vinnustað svo dagskrá sjón varpsins komi ekki til umræðu. Almennt held ég að menn séu mjög ánægðir með það sem kom ið er, hvað síðar verður skal engu um spáð, nema hvað um- mæli í blöðum gefa til kynna hnignandi gæði dagskrárinnar, og hljótum við því að eiga von á enn betru, þvi vitaskuld tekst sjónvarpið á við vandann. En til þess að halda í horf- inu, má ekki annað eins koma fyrir og átti sér stað í þætti Gunn ars Schram með þeim séra Sveini Víkings og Páli Koltoa. Sá þáttur hefði getað orðið mjög svo fróðlegur þeim er áhuga hafa á slíkum dulfræðum, hefði ekki komið til sá reiginmunur er var á framkomu þessara tveggja heiðursmanna, og leitt er að horfa uppá það að fuUorðimn maður sem kemur fram fyrir meirij>art þjóðarinnar skuU ekki virða þær leikreglur er eiga að gilda £ slíkum þáttum. Hafi ég nokkurn tímann haft samúð með nokkrum manni, þá hafði ég hana með PáU Kolka, því vissulega á slíkur maður sam úð skilið sem ekki kann sig bet- ur. Slíkir þættir, sem og aðrir þurfa að vera það fastmótaðir að ekki þurfi að draga þá langt fram yfir umráðatímann, og menn séu því næst sviptir mál- frelsi vegna yfirgamgs. Ég vU einnig geta þeirra trufl- ana er við sjónvaprsáhorfendur urðum fyrir, við látlausa bar- smið Páls Kolka í borðið, með þeim afleiðingum að allt virtist ætla niður að ganga er míkró- fónninn dansaði eftir borðinu, og mælt mál gat vissulega enginm skilið í þeim látum. f góðri von um að slíkt endur taki sig ekki, óska ég sjónvarp- inu farsældar. Tryggvi Pálsson, Ásvegi 15, Akureyri“. £ Spurningar á allra vorum Háskólastúdent skrifar: Kæri Velvakandi, Ég er hér með nokkrar spum ingar, sem ég vildi biðja þig að koma á framfæri í dálkum þín- um í von um að þeir, sem eiga 1 hlut, sjái sóma sinn í að svara. Ekki efast ég um að þessar spum ingar eru á vömm margra lands- manna. 1. Hversvegna hefur ekkert nýtt heyrzt í rannsóknum lögreglunn ar á morði leigubílstjórans? Er rannsókninni hætt? 2. Hefur lögreglan hætt leit sinni að bílstjóranum, er olli dauðaslyslnu (?) vlð Geitháls? 3. Hvað er það sem veldur þvi að flest „þannig mál“ gleymast einni eða tveimur vikum eftir at burðina, þ.e.a.s. í morðmálum, dularfullum slysum, mannhvörf um eða ránum o.s.frv. Varla er það getuleysi? 4 Það var í fréttum dagblað- anna hér í haust að tvö skip Eimskipafélagsins hefðu verið að koma dekkhlaðin síldartunnum frá útlöndum. Em tunnuverk- smiðjurnar á Akureyri og Siglu firði ekki nógu góðar? 5. Þegar 20% innflutningstoll- ur var lagður á allar vörurvoru veittar nokkrar undanþágur, svo sem á öskjum, kössum o.fl. Nú framleiðir Kassagerð Reykjavík- ur þessar vömr, er framleiðsla hennar ekki nógu góð? 6. Kassagerð Reykjavíkur getur framleitt mjólkummbúðirnar, sem Mjólkursamsala Reykjavik- ur notar. Hversvegna era þessar umbúðir þá fluttar inn frá Svl- þjóð? Ég þakka fyrirfram birtingu þessara spuminga minna. Háskólastúdent. Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. — Sími 42240. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Iðnaðorhúsnæði óskast Stærð 80 til 100 ferm. með góðri innkeyrslu. Á sama stað óskast rússa-jeppi til kaups, má þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í símum 82448 og 52314. Laugaveg 96 gull og silfur Hljóðfœrahús Reykjavíkur Samkvæmisskór gull og silfur Skóverzlun Péturs Andréssonar Cötunarstúlka óskast . Stúlka, sem er vön alhliða götunarvinnu með IBM- vélum óskast sem fyrst. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður. BJÖRCVIN HÓLM, Sími 22844. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.