Morgunblaðið - 06.02.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969.
Svona vilja þeir að
frú Nixon klæðist
EINS og við er að búast, er allt.
sem viðkemur Nixons-fjölskyld-
unni mjög undir smásjá og geta
þau sjálfsagt tæpplega snúið sér
við án þess að fylgzt verði með
þeim næstu fjögur árin, en þetta
Nr 1:
Kápa eftir Blass
er einn af ókostunum við að
vera í opinberum stöðum hjá
stórþjóðum. Fólk í Bandaríkjun-
um virðist vera ófeimið við að
finna að ýmsu í fari íorsetans
og annarra manna í æðstu em-
bættum og sést ýmislegt af því
tagi á prenti. Forsetafrúin fær
lika sinn skerf, og nýlega sást í
amerísku kvennablaði grein, þar
sem bent var á ýmsa kosti henn-
ar og jafnframt á sitthvað, sem
ábótavant þótti við klæðaburð
hennar. Frú Nixon þykir yfir-
leitt ákaflega aðlaðandi, talsvert
unglegri en við mætti búazt af
Nr. 2:
Kvöldkjóll eftir Beene
Nr. 3:
Heimaklæðnaður eftir
De la Renta
56 ára gamalli konu. Hún er
sögð hafa einkennandi engilsax-
neskt útlit, góða beinabyggingu
og ljósleitan enskan hörundslit.
Ennfremur þykir ’hún hafa
fallegustu fætur allra kvenna
þeirra sem hæst ber í opinberu
lífi í Bandaríkjunum í dag.
En fundið er að fatasmekk
hennar, sem þýkir nokkuð blend
inn, hinum hárauða varalit
hennar, sem bókstaflega yfir-
gnæfir allan lit í andlitinu.
Vikuritið „Time“ bað fjóra
þekkta tízkuteiknara í Banda-
ríkjunum að teikna föt, sem
þeim fyndist að frú Nixon ætti
að klæðast, og sjáum við hér
árangurinn af því. Fyrst er
kápa (nr .1), eftir Bill Blass,
tízkuteiknara, og ber hún tals-
verðan rússneskan svip. Kápan
er úr ullarefni með safalaskinns
trefli og hatt úr sama skinni.
Geoffrey Beene leggur til, að frú
Nixon klæðist síða kjólnum nr.
2, en það er pils og blússa með
vesti utanyfir. Oscar de la Renta
álítur, að frú Nixon hafi ekki
notið sín vegna meðfæddrar
feimni. Hann sér hana fyrir sér
sem ákaflega kvenlega konu, og
það þurfi hún að leggja áherzlu
á í klæðaburði sínum. Velur
Nr. 4:
Kvöldkjóll eftir Brooks
hann þennan heimaklæðnað (nr.
3) fyrir hana. Donald Brooks,
fjórði tízkuteiknarinn, er ákaf-
lega óánægður með núverandi
val hennar á fötum, og þurfi
hún þar algjörlega að breyta um
stefnu. Teiknaði hann þennan
bleika crepe-kvöldkjól með
rauðum jakka úr satíni og
flaueli utanyfir (nr. 4).
(THIÍ
Heftari er mesta þarfaþing á
skrifstofu, eins og allir vita. En
það eru fcka not fyrir hann á
hverju venjulegu heimili, t.d. ef
rúllugardínan losnar frá trénu
að ofan, þá er hægt að festa
hana með heftaranum.
Sömuleiðis, ef gardínan er of
síð, er hægt að draga hana upp
eins hátt og óskað er og setja
svo heftiklemmu í tréð að neðan.
Ostahnifur —
mesta þarfaþing
OSTAHNÍFUR er ómissandi,
eins og allir vita, en hann má
nota til annars en að skera ost.
Reynið t.d. að skera agúrku-
sneiðar eða kál í ræmur með
ostahnífnum, og þegar smjörið í
ísskápnum er of hart til að
smyrja með, má skera það í flög
ur með ostahnífnum, og verður
það þá auðveldara viðfangs.
Ójbæg/nc// í
fótleggjum
TIL eru þeir, sem líða af óþæg-
indum í fótleggjum,- mismun-
'andj miklum, sumir fá jafnvel
krampa. óþægindi þessi geta
jafnvel valdið viðkomandi and-
vökunóttum. Til að örva blóð-
'rásina og vinna á móti þessum
óþægindum, er mælt með því að
bursta fótleggina með þurrum,
stífum bursta, og bursta að neð-
an og upp á við.
Hvítur kragi og uppslög
a. Hvítur kragi og bvít upp-
slög eru í tízku um þessar mund
ir. Það ætti að vera auðvelt að
sauma sér þetta eftir sniðinu,
sem við birtum hér. Þægilegt er
að hafa e.fni í kraganum og upp-
slögunum t.d. úr nælon eða
terrylene, þá þurfum við ekki
að strauja það. Einnig er hag-
kvæmt að sauma tvo kraga svo
að við eigum til skiptanna.
b. Snið af kraganum og upp-
slögunum. í 2 kraga og tvenn
uppslög fer 50 cm af efni (90
cm breiðu), 30 cm af þunnu,
hvítu bómullarefni í hálsmálið,
55 cm hvítt skáband.
Sniðið er 3 hlutar: 1. hálsmál,
2. kragi, 3. uppslög. Skiptið papp
ír í ferninga, 2x2 cm að stærð.
Teiknið sniðið eftir myndinni,
munið að mynztrið nr. 3 (upp-
slög) er teiknað tvisvar. Allir
hlutar sniðsins eru hér án
sauma. Þess vegna þarf að
reikna með 1 cm fyrir sauma á
öllum hlutum sniðsins. Kragi og
uppslög eru sniðin tvöföld. Háls-
málið er sniðið einfalt á ská.
•JCraginn er saumaður á þrem-
ur hliðum, honum snúið við og
strauaður. Hálsmálið er lagt tvö-
falt saman eftir línunni á mynd
nr. 1, saumað er fyrir endana og
2 cm yfir á hvoru megin við
langa sauminn (sjá snið nr. 1:
punktalínan sýnir, hvar festa á
kragann í). Snúið hálsmálinu.
Kraginn er síðan saumaðilr í
hálsmálið.
Uppslögin saumuð á röngunni,
tvær stuttu hliðarnar og snúið.
Festið skábönd á uppslögin
2 hnappagöt saumuð í.
og
O
J®
V
0>
Cy
V/
X4
f-4 \—1
I 1 3 4—1
,
/
/
T
J
1 r~
1 2
1
+
L |
1 1
X 1 * h •i
i N 4 1
JL f