Morgunblaðið - 07.02.1969, Síða 3

Morgunblaðið - 07.02.1969, Síða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1960. Börnin renndu sér á þotusleðum á hvolnum við Flókagötu. Þau renndu sér á móti sólinni í 16 stiga gaddi. Ljósmynd Árni Johnsen. f I svellum GLITRANDI sólbrat dönsuðu á isflögunum í höfninni í gær. Hafið gljáfraði ekki einu sinni við bryggjustaurana eða kinn unga skipanna. Sólin flóði yf- ir Reykjanesið, en það var brunagaddur um 15 stig. Logn sléttur sjór, sól gyllti hvít- bláan himin og nístandi frost. Sannkallað fagurt vetr- arveður. Á klöppunum vest- ur á Granda léku sér mávar og ritur við hrímaðan unn- arhlein og öldugljáfrið hjal- aði þögulla en venjulega. Það var eins og sæskvetturnar tsem hossuðu þaralynginu Igugnuðu við að stökkva upp i lí frostið, þær rétt kögruðust Iþunnum hvítfyssandi fald og hjúfruðu sig síðan niður. í haf flötinn aftur. Gamall maður sat á polla á bryggjuhaus og horfði fjar- lægum augum á trillurnar. Hann handfjatlaði rauða klút inn sinn, rak upp hreppstjóra roku og tók síðan ærlega í Jafnvel skólatöskurnar voru notaðar fyrir sleða . . . til þess að spara rassinn á bux- unum. nefið. Það var ekki að sjá að honum væri kalt. Siglutré skipanna trónuðu upp í him- ininn eins og þéttur skógur og ýsan og sá guli sigla sinn sjó í friði um sinn. Sólin smaug um möstrin og kinn- ungarnir bíða eftir því að kljúfa ölduna. Gullfoss var í höfninni með hrímuð stög og kaldan vanga. Karlarnir voru að skipa upp. Þotusleðar á hvolnum. Einar Benediktsson var á Miklatúni en Kjarvalshúsið er aðeins búið að skjóta upp frjó anga. Ef til vill á það erfitt uppgangs vegna þess að það er ekki reist á Sunnuhvol. Kynjaverurnar búa í hvoln- um, alls staðar, og kynjamynd ir meistara Kjarvals myndu sóma sér vel á hvolnum. Allt um það var túnið baðað sunnu og krakkarnir léku sér með þotusleða á hvolnum, sem hef ur verið hlaðinn í norðaust- urhorni túnsins. Einar Bene- diktsson gerði ljóð um flesta þætti íslenzkrar náttúru og tveir þeirra sól og frost ljóð- uðu við hörpu Ásmundar á túninu í gær. Stytta Einars við hörpuna er líklega næst því í túlkun Ásmundar, að kveða hörpuljóð Einars sjálfs, stór- brotnar hugmyndir. Krakkarnir sem léku sér hress og kát í hvosinni á hvoln um voru vel dúðuð ullarklæð um og enginn kvartaði yfir kuldabola. Á fleygiferð fóru þau niður svellaðan hvolinn, upp aftur, niður, upp og nið- ur, upp og niður. Undir svell- inu sefur grasið til vors og ef til vill búa álfar í hvoln- um þótt hann sé mótaður af jarðýtum. fslenzk börn í ís- lenzkri náttúru, er framtíð- in. Framtíð fslendinga er ekki í syfjuðum stórborgum suð- lægra landa. Fótskriður á hjarni og kapp í leik. Njáll renndi sér fótskriðu forðum og enn hittir ísland sjálft sig aftur. Á gljáfægðu svelli við Langholtsskólann renndu krakkarnir sér í gær í runum, syngjandi, hávær og með leik í augum. Flest börn in renndu sér án sleða og til skiptis á sitjandanum eða flug hálum leðurskóm og einstaka notaði skólatöskuna fyrir sleða. Nokkur voru með þotusleða og einnig sást bregða fyrir sleðum af gömlu gerðinni úr furuspýtum. Við spurðum krakkana hvort að þeim væri ekki kalt, en þau héldu nú ekki. Það var miklu meira við tímann að gera, en láta sér verða kalt. Við spurðum nokkra stráka að því hvort þeir væru í föðurlandinu og merkilegt nokk, þeir voru það flestir. Á öðrum stað í Laugardaln- um við Sundlaugarnar voru ungir piltar að keppa í ís- hokkí. 'Þeir voru allir í ull- arpeysum og þutu um svell- ið á glerhálum skautum. Það var keppnisskap í þeim, keppnisskap, sem einkennir æsku íslands í dag og hefur ugglaust alltaf gert. Því hvað væri ísland í dag ef fólkið hefði ekki lært af náttúrunni og mótað skapferli sitt eftir henni. 16 ára piltar voru að leik á svellinu við Sund- láugarnar, en 100 metrum vest Framhald á bls. 15 <§> KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. NÝJAR VÖRUR TEKNAR UPP í DAG VERÐHÆKKANIR ÓTRÚLEGA LITLAR - TOPPTÍZKUVÖRUR Dömudeild: ★ SÍÐBUXUR — TWEED alfóðraðar — ný snið. ★ KÁPUR — NÝ SNIÐ ★ KJÓLAR ★ SAMKVÆMISBUXUR ★ PEYSUR ★ ULLARSOKKABUXUR Herradeild: ★ JAKKAR — TWEED NÝ SNIÐ ★ BUXUR — TWEED OG TERYLENE & ULL ★ PEYSUR MARGAR GERÐIR ★ EINLITAR SKYRTUR M/HÁUM KRAGA. KIiÆÐIÐ AF YÐUR KULDANN STAKSTEIWII Alltaf á að bíða Þegar umræðurnar um álver- ið í Straumsvík og stórvirkjun- in við Búrfell stóðu sem hæst fyrir tveimur árum, var það ein meginröksemd Framsóknar- manna gegn þessum fram- kvæmdum, að þær mundu taka vinnuafl frá öðrum atvinnuveg- um þjóðarinnar og þess vegna ætti ekki að taka ákvörðun um þær þá. Reynslan hefur hins vegar leitt í ljós með eftirminni- legum hætti, að framsýni ríkis- stjómarinnar var jafn mikii og skammsýni stjórnarandstæðinga. Eða hvernig halda menn að at- vinnuástand hefði verið á þessu landi að undanförnu ef ekki hefði verið hin mikla vinna, sem skapast hefur í kringum þessar stórframkvæmdir. í gær fárast svo Framsóknarblaðið yfir því, að Jóhann Hafstein hefur skýrt frá nýjum áformum um bygg- ingu annarrar álbræðslu og olíu- hreinsunarstöðvar. Telur Fram- sóknarblaðið nú að þessi mál eigi að sitja á hakanum meðan unnið sé að því að útrýma at- vinnuleysi, sem nú er. Þetta er furðulegur hugsunarháttur. Rík- isstjómin hefur lagt ríka áherzlu á að gera róttækar ráðstafanir til þess að bæta úr atvinnuleys- inu, en væntanlega höfum við Is- lendingar, þótt fáir séum, bol- magn til þess að horfa einnig fram á við og leita nýrra leiða til þess að treysta efnahag og atvinnulíf landsins. Eða hvemig halda menn að ástatt væri hér, ef framtíðaruppbygging atvinnu veganna yrði alltaf látin sitja á hakanum ár eftir ár, þar til Framsóknarmönnum þóknast loks að drattast til að vinna að þeim málum. Nú er rétti tíminn Einmitt þegar erfiðleikamir eru svo miklir sem nú er fyllsta ástæða til að leita allra ráða til þess að renna nýjum stoðum und ir atvinnulíf landsmanna. )Hér verða aldrei neinar framfarir ef bíða á ár eftir ár eftir því að hefjast handa. Þegar skortur var á vinnuafli var það meginrök- semd Framsóknarmanna fyrir því að ekki mætti ráðast í stór- framkvæmdir, en nú, þegar skortur er á atvinnu er það allt í einu orðinn helzti fyrirsláttur Framsóknarmanna fyrir því að við eigum að bíða og bíða. Þessi röksemdarfærsla og tvískinnung ur Framsóknarflokksins er furðulegur og kemst einna næst þeim undarlegu skoðunum kommúnista að framkvæmdim- ar í Straumsvík og við Búrfell hafi orðið til þess að auka at- vinnuleysið, hvemig sem menn koma því nú heim og saman. Nýtum auðlindii landsins Islendingum er höfuðnauðsyn að nýta allar auðlindir landsins og erfitt er að sjá hver munur er á því að selja útlendingum sjávarafurðir okkar og selja þeim orku fallvatnanna. í óbeizlaðri orku fallvatnanna er ef til vill okkar mesti fjársjóður og við eigum að hafa snör hand- tök við að notfæra okkur þann fjársjóð. En afturhaldsöflin í Framsóknarflokknum eru greini lega enn við sama heygarðshom ið og fyrir tveimur árum. Þeir vilja bíða og bíða og þora ekki að taka hinar stóru ákvarðanir, sem skipt geta sköpum um fram tíð þjóðarinnar. En aðrir menn eru reiðubúnir til þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.