Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989. 27 Baade, 1. stýrimaður — Þýzkii sjómenn Framhald af bls. 28 Verður togarinn í Reykjavík- urhöfn, þar til fjórir skip- verjar koma frá Þýzkalandi í stað uppreisnarseggjanna. Er blaðamaður Mbl. hitti skipstjórann, Karl Balk, um borð í togaranum í gær vildi hann fyrst fátt segja. „Þetta er bara þýzkt mál — hreinit þýzkt mál“. „En hvað gerðist?" „Við vorum að koma að heiman og ætluðum að fara að hefja veiðar á miðunum milli íslands og Grænlands. Þá gerðu fjórir uppreisn gegn stjórn skipsinis“. „Réðust þeir að ykkur?“ „Þeir réðust að fyrsta stýri manni og ætluðu að stinga hann með hnífum. Þeir voru Karl Balk skipstjóri drukknir — höfðu broitið upp gieymslu, þar sem áfengi var geymt. Þeir drukku í 36 stund ir“. „Særðist ekki stýrimaður?“ „Nei, þeir særðu hann efcki“. Nú kom stýrimaður, Baade að nafni, upp í brú, og að- spurður um hvar þetta gerð- ist, sagði hann: „Ég var afturí, þegar þeir komu og ætluðu að ráðast á mig“. „Og höfðuð þér afl gegn þeim fjórum?“ „Nei, Ne-hei Ég held að ég sé nú ekkert sterkur". „En hvað þá?“ „Ég hljóp“. „Hvert?“ „Hingað, upp í brú“. „Og vörðust hér?“ „Nei ég sbellti í lás“. „Hvers vegna réðust þeir að yður — var einhver ósætti?“ „Nei, ég hafði ekkert gert þeim. Þeir voru fullir og vit- lausir og einhver varð að vera fórnarlambið“. „Voru þeir svo lokaðir inni á leið til lands?“ „Nei, nei. Þess þurfti ekki“. ,Sýndu þeir engan mót- þróa?“ „Nei.“ Er Glúckburg lagðiist að bryggju kl. 7.55 í gærmorgun voru eins og fyrr segir lög- reglumenn á bryggjunni, að ósk skipstjóra. Voru tveir handteknir í afturskipinu, álberandi ölvaðir og reyndu þeir að sýna mótþróa. Voru þeir handjiárnaðir. Sá þriðji var handtekinn á framþilfari og var sá ódrukkinn. Sá fjórði var handtekinn í koju og allir voru þeir fluttir í fangageymslu lögreglunnar i Síðumúla. Er mál skipverjanna í rann sókn, en í gærkvöldi hafði, að sögn umboðsmanns togarans hér, ekki verið tekin ákvörð- un um hvert framhald þess verður í ÞýzkalandL - KOSYGIN Framhald af bls. 1 LEIÐTOGAFUNDUR? Kadar kom með járnbrautar- lest í hálfopinbera heimsókn, sem talið er að standa muni til sunnu dags eða mánudags. Talið er, að Kadar ræði ástandfð í Tékkó- slóvakíu við sovézka leiðtoga. Fréttaritarar í Moskvu telja ekki loku fyrir það skotið að haldinn verði fimdur æðstu leiðtoga Austur-Evrópu í Moskvu ein- hvern næstu daga Austur-þýzki flokksleiðtoginn Walter Ulbricht hefur dvalizt í orlofi í Sovétríkj- unum og hefur ákveðið að lengja dvöl sína. En heimildarmenn í Moskvu telja það óliklegt að slíkur fundur ver'ði haldinn, enda þótt utanríkisráðherra Tékkó- slóvakíu, Jan Marko, sé staddur í Moskvu. Marko ræddi í dag við Nikolai Podgorny, forseta, og síðan við Gromyko utanríkisráðherra. Utan ríkisráðherrarnir ræddust við á sjúkrahúsi í Moskvu, þar sem Gromyko liggur handleggsbrot- inn. Tékkóslóvakískar heimildir í Moskvu segja að tiilgangur heimsóknar Markos sé að kynn- ast sovézkum leiðtogum. — BORGARSTJÖRN Framhald af bls. 28 Æskulýðsráðs og borgarráðs um nafn á staðnum. Styrmir Gunnarsson (S) kvaddi sér hljóðs á fundi borgar stjórnar í gær þegar til afgreiðslu var fundargerð borgarráðs frá 4. febrúar og gagnrýndi afstöðu borgarráðs til málsins. Sagði ræðumaður, að borgarráð hefði átt að vísa málinu á ný til Æskulýðsráðs úr því að borg- arráð gat ekki fallizt á tií- lögu Æskulýðsráðs og alla vaga hefði borgarráð átt að sýna það veglyndi gagnvart því unga fólki, sem unnið hefði mikið og óeigingjarnt starf við að koma hinu nýja æskulýðsheimili upp með því að leyfa því að ráða nafni staðarins, þótt borgarróð hefði kosið annað nafn. Jafnframt hvatti ræðumaður aðra borgarfulltrúa til þess að sýna sjálfstæðan vilja, vald og reiisn borgarstjórnar Reykjavík- ur gagnvart borgarráði, undir- nefnd borgarstjórnar og sam- þykkja tillögu um atkvæða- greiðslu meðal ungs fólks um nafn á staðnum. Loks lét ræðu- maður í ljós þá skoðun, að löngu væri orðið tímabært að taka til rækilegrar endurskoðunar hlut- verk borgarráðs í stjórnkerfi borgarinnar þar sem borgarráð hefði í vaxandi mæli tekið sér í hendur vald, sem í raun réttri ætti að vera í höndum borgar- stjórnar. Gunnlaugur Pétursson, borgar ritari, sem var staðgengill borgarstjóra, benti á, að Æ-ku- lýðsráð færi með æskulýðs- mál í umboði borgarráðis og því væri ljóst, að borgarráð hefði ekki farið út fyrir valdsvið sitt í þessu máli. Einar Ágústsson (F) lýsti fylgi við framkomna tillögu og tók undir þá skoðun, að of mikið væri af því gert að láta borgar- ráð taka ákvarðanir um mál. Hann kvaðst telja líklegt að frumlegra nafn kæmi upp i slíkri atkvæðagreiðslu en þau tvö sem nefnd höfðu verið. Svavar Gestsson (K) sagði að gleðilegt væri að heyra nýstár- lega sjálfistæðisviðleitni meiri- hlutamanna og væri einkennandi að hún kæmi fram, þegar -skíra ætti æskulýðsheimili. Hann lýsti fylgi við framkomna tillögu. Guðmundur Vigfússon (K) kvaðst telja það mikinn kost að æsikulýðsheimili í hverfum fylgdu nafni hverfanna. Hann kvað fráleitt að viðhafa atkvæða greiðslu um nafnið og fjarstæðu- kennt að fela Æskulýðsráði fram kvæmd hennar. Hann kvaðst vísa til föðurhúsanna fullyrðingum um að borgarráð hefði dregið til sín vald úr höndum borgarstjórn ar. Sigurjón Björnsson (K) sagðist ekki sjá að rök Guðmundar Vig- fússonar um að nafn æskulýðs- heimilis fylgdi hverfum væru haldgóð og kvaðst hann fylgja framkominni tillögu. Kristján Benediktsson (F) sagði að það hefði ekki verið ætlun borgarráðs að lítillækka Æsku- lýðsráð með því að fallast ekki á tillögu þess. Hann kvaðst telja tililöguna fráleita. Hugsanlegt væri að niðurstaðan yrði eitt- hvert orðskrípi. Ulfar Þórðarson (S) kvaðst ekki vilja láta því ósvarað að æskufólk í Reykjavík mundi velja staðnum skrípaheiti. Sagð- ist hann bera fullt traust til unga fólksins í þeim efnum. Styrmir Gunnarsson (S) sagði að atkvæðagrefðslan yrði væntan lega framkvæmd á þann veg, að allir þeir sem kæmu í húsið fyrstu vikuna fengju atkvæða- seðil með 20—30 nöfnum. Hann taldi traust Kristjáns Benedikts- sonar og Guðmundar Vigfússon- ar til Æskulýðsráðs ekki mikið, ef þeir treystu því ekki til að annast þessa atkvæðagreiðslu. Birgir tsl. Gunnarsson (S) sagð ist hafa greitt atkvæði me’ð sam- þykkt borgarráðs en hann féllist á þau rök, sem fram væru færð fyrir því að efna til atkvæða- greiðslu um nafnið og mundi greiða tillögunni atkvæði. Auður Auðuns (S) kvaðst ekki kunna við annað en tjá sig um þetta hitamál. Legið hefði fyrir að ágreiningur hefði verið í Æskulýðsráði um þetta mál og m.a. þess vegna hefði borgarráð tekið að sér að ákveða nýtt nafn. Að lokinni klukkutíma um- ræðu um þetta mál í borgar- stjórn í gær var tillagan sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 12 atkv. gegn þremur. Þeir sem sögðu já voru: Sigurjón Björnsson (K), Svavar Gestsson (K), Einar Ágústsson (F), Efður Guðnason (A), Páll Sigurðsson (A), Rimólfur Pétursson (S), Þórir Kr. Þórðarson (S), Þor- björn Jóhannesson (S), Gunnar Helgason (S), Úlfar Þórðarson (S), Styrmir Gunnarsson (S) og Birgir ísL Gunnarsson (S). Á móti voru Auður Auðuns (S), Guðmund'ur Vigfússon (K) og Kristján Benediktsson (F). - LJÓTUR LEIKUR Framhald af bls. 28 inga og að eitt helzta deilu- málið, frjáls eða bundin að- ild að lífeyrissjóði, yrði leyst. Hafði mikið verið unnið að því af hálfu allra aðila í kyrr þei að ná samkomulagi um þetta mál, með jákvæðum ár- angri. Hins vegar brá svo við, eftir að þeir Lúðvík Jóseps- son og Ingvar Gíslason höfðu verið við iðju sína í Alþingis- húsinu í gær, að málamiðlun- artilboði um þetta atriði var algjörlega hafnað. Einn af nefndarmönnum í samninganefnd yfirmanna er Karl Sigurbergsson, sem jafn framt er einn af varaþing- mönnum kommúnista. Hann lýsti því yfir í margra manna viðurvist í gær, að Lúðvík Jósepsson biði í Kringlunni, (kaffistofu alþingismanna) eftir þvi að taka við ráðherra embætti. Þegar orð var á þessu haft við Lúðvik, sem vissulega var í Kringlunni, flýtti hann sér úr húsinu! Með þeirri þokkalegu iðju að spilla fyrir samningum í sjómannadeilunni eru Fram- sóknarmenn og kommúnistar að leika þann ljóta leik að við halda atvinnuleysi. Eru þeir reiðubúnir að taka afleiðing- unum af þeim verknaði? Eru Lúðvík Jósepsson og Ingvar Gíslason og félagar þeirra menn til þess að bera ábyrgð á atvinnuleysi þúsunda verka- manna og verkakvenna um land allt? Atvinnuleysinu verður ekki útrýmt fyrr en bátaflotinn fer á veiðar. Þess vegna er það hagsmunamál þess mikla fjölda, sem nú skortir at- vinnu, að þetta verkfall leys ist. Verulegar líkur voru til þess, að það mundi takast, þar til útsendarar Framsóknar- manna og kommúnista hófu sinn ljóta leik. Þeir menn verða að taka afleiðingum gerða sinna. - SVARTSÝNI Framhald af bis. 1 lýsingu vildi Thieu gera nánari grein fyrir þeim ummælum Nguyen Cao Ky varaforseta, að Saigon-stjórnin hafi gert margar tilstlakanir og sé reiðubúin að gera fleiri tilslakanir. Van Thieu sagði hins vegar, að Ky, sem er ráðgjafi suður- vietnömsku sendinefndarinnar í París, hefði aðeins átt við þa'ð, að slíkar tilslakanir væru ein- göngu í því fólgnar að láta í Ijós góðan vilja til þess að ná góðum árangri í viðræðum um undir- stöðuatriði. Grundvallarskilyrði Saigon-stjórnarinnar væru óbreytt og tilslakanir þær, sem gerðar hefðu verið til a'ð sýna góðan vilja, hefðu aðeins snert deiluna um lögun samningaborðs ins og önnur dagskráratriði París arviðræðnanna. Ummæli Kys fælu ekki í sér, að Suður-Viet- namar væru reiðubúnir að draga úr styrjaldarrekstri eða breyta afstöðu sinni. Hann sa^ði, eð ekki hefði verið skýrt rétt frá ummælum Kys. VILJA EKKI RÆÐA HERMAL Á fundinum í dag reyndi aðal samningamaður Bandaríkjanna, Henry Cabot Lodge enn einu sinni að fá mótaðilana til þess að ræða um hermál, en lagði um leið áherzlu á, að þar með væri ekki sagt að hann viildi gera of lítið úr pólitískum hliðum deil- unnar. Hann ífcrekaði, að íbúar Suður-Vietnam yrðu sjálfir að gera út um pólitískan ágreining sinn, en sagði að ef reynt yrði að leysa hemaðarlegu hliðina rnætti skapa andrúmsloft er gera mætti kleift að pólitíski ágreiningurinn yrði leystuir án erlendra afskipta. Þess vegna legði Bandaríkja- stjóm áherzlu á að fyrst yrði rætt um endurreisn hlutlausa beltisins og gagnkvæman brott- flutning. Fullfcrúar Þjóðfrelsisfylkingar- innar héldu því fram, að Banda- ríkjamenn reyndu a’ð breiða yfir fyrirætlanir um að halda áfram styrjöldinni með því að reyna að koma því til leiðar að hemaðar- leg hlið deilunnar yrði rædd sérstaklega. Aðalsamningamaður Þjóðfrelsisfylkingarinnair, Tran Buu Kiem, sagði að slíkar til- lögur gerðu B andar íkj arnönnu m kleift að senda aukið herlið til að sláfcra íbúum Suður-Vietnam. Aðalsamningamaður Norður- Vietnams, Xuan Thuy sagði, að pólitísk og hernaðarleg mál væru óaðskiljanleg og sakaði Banda- ríkjamenn um að brjóta Genfar- samningana með því að misnota hlutlausa beltið. FRIÐUNARAÐGERÐIR Á blaðamannafundi sínum í Saigon sagði Thieu forseti, a'ð mikill árangur hefði orðið af friðunaraðgerðum á siðasta ári. Hann hélt því fraim að 89% suður-vietnömsku þjóðarinnar byggju á yfirráðasvæði Saigon- stjórnarinnar. Hann sagði, að 188,700 hermenn kommúnista hefðu fallið í fyrra, en 36,405 her menn Saigon-stjórnarinnar og bandamanna hennar. Bandariska herstjórnin til- kynnti í dag að í síðustu viku hefðu 198 Bandaríkjamenn, 242 Suður-Vietnamar og 3.190 komm- únistar fallið í Suður-Vietnam. Suður-Vietnamstjóm bannaði í dag útgáfu franska blaðsins „Vietnam Nouveau" á þeirri for sendu að ritstjóri þess leyfði kommúnistum að starfa á rit- stjórninni. Ritstjórinn, Pham Van Nhon, var handtekinn í desem- ber, grunaður um njósnir í þágu Viet Cong. - NIXON Framhald af bls. 28 ræðir þar við leiðtoga NATO, en fer síðdegis næsta dag til Lond- on þar sem hann dvelst í þrjá daga. Tilkynnt var í London í dag að þar færu fram viðræður þeirra Nixons og Hsuolds Wilsons forsætisráðherra, en auk þess væri ákveðið að Nixon gengi á fimd Elisabetar drottningar, og að hann ræddi við Edward Heath, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Dagskrá viðræðna Nixons við leiðtoga í Evrópu er óbundin, og sagði Nixon við fréttamenn áð komið yrði víða við. Sagði hann það þó einn megin tilgang ferð arinnar að kanna möguleika á að efla samstarf vestrænna ríkja. „Ég vil taka það skýrt fram að þetta er aðeins fyrsta sporið,“ sagði Nixon, „en mjög er naiuð- synlegt að ræða við leiðtoga bandalagsríkjanna áður en við- ræður geta hafizt við sovézka leiðtoga." í París hittir Nixon að sjálf- sögðu bandarísku fulltrúana á ráðstefnunni um frið í Vietnam. en forsetinn hefur ekki gert ráð fyrir viðræðum við fulltrúa Suður-Vietnam, né heldur við fullfcrúa kommúnista. Varðandi deilu Araba og Gyð- inga sagði forsetinn að fulltrúar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands kæmu saman til að ræða málið á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York. Sjálfur kvaðst hann ræða þetta mál í ferð sinni, og einnig myndu fulltrúar Bandaríkjanna ræða þáð við leiðtoga viðkom- andi ríkja. „Við ætlum okkur ekki að bíða eftir því að eitthvað nýtt gerist þar,“ sagði forsetinn, og benti á að ísxael og Arabarík- in væru suðupottur, sem gæti þyrfti að ekki syði upp úr. Að viðræðunum loknum 1 London heldur Nixon til Bonn 26. febrúar. Þaðan fer hann 27. til Berlínar og samdægurs áfram til Rómar. Frá Róm fer hann næsta dag til Parísar, en þaðan aftur til Rómar 2. marz á’ður en hann snýr heim til Bandaríkj- anna á ný. - STOFNAÐ Framhald af bls. 1 félagsstafseminnar til allra með- lima félagsins. D. Að gefa út sérhæfða bækl- inga, sem fyrst og fremst verða miðaðir við að veikja álhuga al- mennings á því, að alkóhólismi er sjúkdómur, að alkóhólistar eru sjúklingar, að það er hægt að lækna alkóhólisma og það er þess virði að fyrir ein- staklinga og þjóðfélagið í heild, að alkhólistum sé veitt sú að- hlynning, sem nauðsynleg er til þess að þeir geti náð bata. Til undirbúnings og styrktar þessu starfi hefur stofnframlag einstaklinga verið áætlað kr. 200, en leitað verður styrktar- aðila meðal félagshópa og fyrir- tækja strax að félagsstofnun lok- innL f undirbúningsnefndinni hafa eftirtaldir átt sæti: Sig. Haukur Guðjónsson, sókn arprestur; Kristján Gunnarsson, skólastjóri; Indriði Indriðason, fulltrúi; Hörður Felixson, skrif- stofustjóri; Guðlaug Narfadótt- ir, húsfrú; Geir P. Þormar, öku- kennari; Ingi K. Jóhannesson, framkvæmdastjóri; Valdimar Örnólfsson, íþróttakennari; Jó- hannes Proppé, fulltrúi hjá Sjóvá; Kristinn Danívalsson, SBK, Keflavík; Sigríður M. Helgadóttir, húsfrú; Friðrik Theodórsson, sölustjórL Loftleið um; Vilborg Helgadóttir, hjúkr- unarkona, Heilsuverndarstöð., Reynir Karlsson, framkvstj. Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Ein- ar Hannesson, form. Í.Ú.T.; Björn Bjarnason, fyrrv. form. Iðju; Axel Jónsson, fv. form. Landssamb. gegn áfengisbölinu; Árelíus Níelsson, form Bindind- issam’b. kristil. safnaða; Konráð Adolphsson, framkvstj. Stjórn- unarfélags íslands; Steinar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri AMI, Örn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.