Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. 21 - RÆÐA JÓNS Framhald af bls. 20 komist að áfellast framsóknar- flokkinn þunglega fyrir fram- ikomu hans í utanríkia og sér- staklega í varnarmálum. Fram- sóknarflokkurinn hefur svo til allt lýðveldistímabilið notað varnarmálin sem spilapeninga í innanlandspólitíkinni og oftast í trausti þess, að ekki væri mark á þeim tekið. Þessi sundurlausi flokkur hefur bvað eftir annað notað yfirlýsingar um varnarmál sem haldreipi til þess að fhalda saman ólíkum sjónarmið um um innanríkismál. Skoðanir framsóknarmanna á varnarmál- unum hafa verið og eru enn í dag, allt frá því að við eigum að selja okkur Bandaríkjamönn- um með húð og hári og yfir til þeirrar skoðunar, að ísland eigi að vera með öllu varnarlaust og nánast án tengsla við önnur ríki. Helzti talsmaður fyrri skoðunar- innar var fv. formaður flokks- ins Jónas frá Hriflu, helztu tals menn síðari skoðunarinnar eru nokkrir afgamlir sveitaþing menn framsóknarflokksins, sem hafa þá meginskoðun, að margra alda menningararfur fslendinga glatizt við hverskonar samskifti við útlendinga og eina leiðin til þess að semja ekki af sér, sé að semja alls ekki um neitt við neinn. Samþykktir fram- sóknarmanna um varnarmálin eru svo oftast tilraun til þess að sætta þessi sjónarmið og einn ig sjónarmið hinna róttæku hálf rauðu framsóknarmanna, sem finna til samstöðu um flest á- hugamá'l kommúnista. Samþykkt- ir flokksins um dvöl varnar- liðsins eru eitt í dag og annað á morgun. Alvaran er Slík, að þegar framsóknarmenn eru í að- Stöðu til þess að koma skoðun- um sínum um brottför varnar- liðsins fram, eins og t.d. 1956— 58, þá aðhafast þeir ekki. Ekki er nú áhuginn meiri en svo, þegar á herðir. Röksemd Framsóknarmanna fyrir kollsteypum sínum í varn- armálunum er jafnan hin sama: Nú horfir svo friðvænlega í heiminum. Nú hafa Rússar sýnt friðarviija sinn. Það hefur hitzt svo á, að varla hafa framsókn- arspámennirnir sleppt orðinu, að þeir í Moskvu brýndu busan sinn. 1956 samþykktu framsókn- armenn um brottför varnarliðs- ins og friðarviljann og friðar- horfur, nokkrum vikum síðar réðust Rússar inn í Ungverja- land. 1968 samþykktu framsókn- armenn um brottför varnarliðs- ins, góðar friðarhorfur og frið- arvilja Rússa. Um sama leyti réð ust Rússar inn í Tékkóslóvakíu. Við skulum nú vona Pólverja vegna eða Búlgara, að fram- sóknarspekingarnir láti af frið- arspádómum og samþykktum. Það er ömurlegt hlutskipti, að það þurfi jafnan heilan her, og það rauðan her, til þess að af- sanna kenningar framsóknar- manna um varnarmálin og það ekki einu sinni heldur oft. - RÆÐA HARÐAR Framhald af l>ls. 20 um, að íslenzkir „sérfræðingar" tækju að sér varnirnar, tillög- um, sem þeir þá lýstu sem eins konar opinberun í íslenzkum stjórnmálum. Nú var þessari speki ekki gert hærra undir höfði en það, að það skyldi athugað, hvort nokkurt vit hafi verið í henni! Illmögulegt er að geta sér til um það, hvort ræður fráhvarfi ungra framsóknarmanna frá til lögum þeirra um gerð fjögurra ára áætlunar um brottför banda ríska varnarliðsins og þjálfun íslenzks liðs til að taka við af því, hirtingar og frýjunarorð kommúnista eða það, að þeir hafi sannfærzt um það, sem rétt er, að tillögur þeirra vsir ekki unrut að framkvæma nema með því að stofna íslenzkan her. Hvor ástæðan, sem lá tll stefnubreytingarinnar, þá sýnir hún, að hringlandaháttur og á- byrgðarleysi ungra framsóknar- manna í varnarmálunum er ekki minna en hinna eldrL HERNAÐARÞÝÐING LAND- SINS GERIR VARNIR NAUÐ- SYNLEGAR Ungir Sjálfstæðismenn for- dæma það ábyrgðar- og alvöru leysL sem ungir framsóknar- menn sýna í kröfugerð og mál- flutningi sínum um varnarmál landsins, lifshagsmunamál þjóð- arinnar. Legu sinnar vegna hef- ur fsland hernaðarlega þýðingu, hvort sem okkur Ukar betur eða ver, og mun hafa a.m.k. svo lengi sem bandalagsþjóðir okk- ar beggja megin Atlantshafsins og við sjálfir teljum nauðsyn- legt að halda opinni siglinga- leið um hafið og á meðan nokk- ur þjóð telur sig geta haft hag af því að hafa aðstöðu til að torvelda eða stöðva þessar sigl- ingar. Friðarhorfur eru því mið- ur langt frá því að vera örugg- ar enn þá, að við megum láta ísland vera varnariaust, hvorki vegna okkar sjálfra eða banda- manna okkar. Sjálfir getum við ekki annazt lágmarksvarnir í landinu, nema með því að koma upp íslenzkum her, og þá byrði höfum við ekki viljað taka á okkur. Þess vegna verðum við enn um sinn að treysta á hið bandaríska varnarlið, sem hér er á vegum Atlantshafsbanda- lagsins, um varnir landsins. Hitt er annað mál, að sjálfsagt er að vinna að því áfram, að íslend- ingar taki að sér störf í sam- bandi við varnir landsins sem ekki eru hernaðarlegs eðlis, eins og þegar hefur verið gert í ýms um efnum. Og jafnsjálfsagt er, að fslendingar komi sér upp mönnum sem menntaðir eru á sviði hernaðartækni, þó að við viljum ekki setja á stofn íslenzk an her, því að búum við sjálfir yfir slíkri þekkingu, er okkur auðveldara að leggja sjálfstætt mat á varnarþörf landsins á hverjum tíma • Ný viðfangsefni. fslendingar mega að vísu aldrei sofna á verðinum um ör- yggi landsins, en í aðalatriðum hefur öryggismálum okkar ver- ið svo vel fyrir komið, að við eigum nú að geta einbeitt okk- uir að öðrum verkefnum í ut- anríkismálum. íslenzk æska í dag vill fá ný viðfangsefnL Við höfum ekki áhuga á til- raunum kommúnista til að særa hlutleysisstefnuna heitina upp úr gröf sinni. Og herstofnun- arboðskapur ungra framsóknar- manna fullnægir ekki metnaði okkar fyrir hönd þjóðar okkar. Hin stóru framtíðarverkefni íslenzkra utanríkismála, sem bíða íslenzkra æskumanna, eru í því fólgin að koma á aukinni efnahagssamvinnu þjóðlarinnar við nágrannaþjóðirnar. fslendingar eru í hópi þeirra þjóða heimsins, sem háðastar eru millilandaviðskiptum. Næst- um því helmingur af allri þjóð- arframleiðslunni er fluttur út til annarra landa, og við fáum frá öðrum þjóðum næstum helm- ing þess, sem við notum af vör- um og þjónustu. Og hin einhliða samsetning útflutningsins gerir okkur enn þá háðari milliríkja- viðskiptum, en þetta hlutfall gef ur tilef ni til að ætla. Utanríkisviðskiptin og þær leiðir, sem þjóðinni eru færar til að efla þau, eru því eitt al- þýðingarmesta viðfangsefnið í ís lenzkum utanríkismálum næstu árin. Við getum því aðeins tryggt hinum mikla fjölda ungs fólks, sem kemur á vinnumarkaðinn næstu tvo áratugina, arðbæra at vinnu, að útflutningsframleiðsl- an sé efld. Og meginforsendan fyrir því er sú, að ísland taki þátt í efnahags- og viðskipta- samvinnu Evrópuþjóðanna. Við verðum að brjótast út úr þeirri einangrun, sem við erum nú komnir í, í viðskiptalífi Ev- rópu og setja hamarimn á tölla- múrana, sem rísa æ hærra og hærra umhverfis okkur, þjóðinni til ómælanlegs tjóns. Þessvegna styðja ungir Sjálfstæðismenn heilshugar tilraunir íslenzku ríkisstjórnarinnar nú til að ná hagkvæmum samningum við Frí- verzluinarbandalag Evrópu. En nú tvístíga framsóknarmenn sem svo oft endranær, þegar mikils- verðustu málefni þjóðarinnar hafa verið til ákvörðunar. íslenzk æska er ekki haldin jeirri Evrópurómantík, sem á síðari árum hefur gripið um sig meðal æskulýðs þeirra Evrópu þjóða, sem öldum saman hafa borizt á banaspjót. Efnahags leg sjónarmið hljóta því að verða einráðari hjá okkur en flestum öðrum, þegar við ákveð- um, hvort eða á hvern hátt við tökum þátt í samvinnu Evrópu njóðanna. Úrslitum verður að ráða raunhæft mat á þörfum okkar og hagsmunum, en ekki HLeypidómar, tilefnislaus ótti eða vantrú á getu þjóðarinnar til að laga sig að nýjum aðstæð- um og standast samkeppni. - MYNDAKLÍÚBBUR Framhald af bls. 8 hennar, sem hér verður sýnd, „Yoko Ono No. 4“ ber vitni sér- kennilegri sköpunargáfu og leggur jafnframt fram lausn á vandamálum er stafa af ófriði. Auk þessara mynda verður sýnt verk fná gullöld þýzkra kvikmynda, „Die freudlose Gasse“ eftir G. W. Pabst með Gretu Garbo og Astu Niielsson í aðalhlutverkum, tilraunamynd eftir leikritahöfundinn Peter Weiss, myndir, er forfölluðust á fyrra misseri: snilldarverk Or- son Welles „Citizen Kane“ og hin fræga „Der blaue Engel“ eftir Josef von Sternberg, þess utan nokkrar smámyndir. í stjórn k v i kmyn daklúbbs M.R. eru Baldur Andrésson, Viðar Víkingsson formaður og Þorvaldur Gunnlaugsson. - þorkell Framiaia af bls. 18 Reykjavíkur síðla árs 1961 gerð- ist hann húisvörður hér í Sam- bandshúsinu og hefur gegnt því starfi síðastliðin sjö ár. Þegar liða tók á ágústmánuð síðastliðinn sáum við hér í Sam- bandshúsinu að þessum karl- mannlega og harðggerða manni var brugðið og hann gekk ekki heill til skógar. Enda fór svo, eins og jafnan áður, að enginn fær staðizt gegn ofureflinu, og sjúkdómurinn tók hann helgreip um sínum þá stuittu síðar. Á þeim tima sem Þorkell ann- aðist húsvörzlu hér í Sambands- húsinu var löngum þéttsetinn bekkurinn af vinnandi fólki í þessu stóra húsi, oft upp undir 200 manns. Á svo fjölmennum vinnustað sem þessum þurfa marg ir að leita til húsvarðar varð- andi aðstöðu sína og vandamál á þessu og hinu. Samskipti starfs fólks og húsvarðar verða því jafnan mikil og náin. Hann þarf jafnan að leysa úr hverskonar vanda og situr vissulega ekki á neinum friðastóli. Enda þótt upplag og starfls- hæfni Þorkels lægi á allt öðru sviði en því sem hann vann að síðustu árin, því maðurinn var fyrst og fremst harðduglegur og atorkusamur bóndi, þá tókst hon um að komast vel frá þessu starfi og varð manna vinsælastur. Þessu olli fyrst og fremat lipurð hans, vinnugleði og fúsleiki að leysa hvers manns vanda. Það fylgdi honum jafnan hressandi gustur, er hann kom á vettvang fullur af bjartsýni og með spaugsyrði á vörum, sem eyddi öllu víli. Það er jafnan harmsefni þegar Idugandi menn, enn á góðum Istarfsaldri, eru kvaddir til brott tfarar. Auða rúmið vekur tóm- leikatilfinningu, þótt jafnan komi maður í manns stað, er frá líð- 'ur. Ég leyfi mér að flytja Þorkeli 'hugheilar þakkir Sambandsins fyrir framúrskarandi árvekni og samvizkusemi í starfi ásamt sakn aðarkveðjum allra starfsmanna S.f.S. í Sambandshúsinu. Konu hans og fjölskyldu allri færi ég innilega samúðarkveðjur. Gunnar Grimsson. — Hafísidðstefna Framhaid at bls. 17 kanna þar árlögiin í jöklinum og þann hita sem hefur verið á mis- munandi skeiðum. Taldi hann, að árlögin gætu verið a.m.k. 500—1000. Vísindamenn við Raunvísinda- stofnun háskólans hafa stundað vetnisLsótóparannsóknir á Vatna jökli og geta að vissu marki ákvarðað t.d. úrkomu á jöklana ár frá ári og einnig ákvarðað hvað mikið situr eftir í jöklinum og verður ís og hvað mikið hrip- ar af jöklinum. Gerðar hafa ver- ið ísópóparannsóknir á Græn- landsjökli m.a. á vegum Dana og Bandaríkjamanna og í und- irbúningi eru enn víðtækari rannsóknir á þessu sviði. Á Grænlandi eru þessar ísótópa- tannsóknir mjög auðveldar að því leyti að jökulinn heldur allri úrkomunni í sér og því breytist ísótópahlutfallið ekkert á hverj- um tíma. Vandinn við þessar rannsóknir hérlendis er hins veg ar sá að islenzkir jöklar missa mestan hluta sumarúrkomunnar frá sér og við bráðnun missa þeir einnig vissan hluta vetrar- úrkomunnar. Við þetta breytist ísótópahlutfallið í jöklinum mið- að við úrkomuna á hverjum tíma. Mælingarnar sýna þá ekki rétt hlufíali og vandinn er að finna hvað á vantar. Árssveifl- urnar í íslenzkum jöklum eru miklu minni en í Grænlands- jökli og ekki eins glöggar. En það sem ef til vill getur komið í staðinn við slikar rannsóknir eru öskulögin í íslenzku jöklun- um. Danski vísindamaðurinn Dansgaard stjórnar nú þessum ísótóparannsóknum Dana á Græn landsjökli, en með honum vinn- ur íslenzki eðlisfræðingurinn Sig fús Johnsen, sem nýlega hefur lokið prófi frá Kaupmannahafn arháskóla. Sigflús mun hafa sent skýrslu hinað heim um síðustu xannsóknir Dana á þessu sviði, en sjálfur mun Sigfús fara í rann SÓnkarleiðangur á Grænlandsjök ,ul í sumar og stunda þar rann- sóknir. Trausti ELnarsson flutti erindi um veðurfarssveiflur og hugsan- legar orsakir þeirra. VeSurfars- sveiflur ná yfir áratugi og lík- lega aldir á sögulegum tíma. — Sveiflurnar hafa verið ákaflega Imismunandi eftir tímabilum en ,t. d. um áhrif á breytingar þeirra má nefna úthreiðslu sjávar, pól- flutning, en á jarðöldum hafa þessar breytingar náð yfir millj- ónir ára. Hinar ýrnsu aveiflur þurfa ekki að vera af sömu rót, orsakir geta verið margar og fer það eftir jarðsögulegum tíma og lengd sveiflnanna hvaða orsakir koma helzt til greina. Breyting- ■ar síðustu öldina er.u einstæðar •sökum beinna mælinga og lík- urnar fyrir öruggri niðurstöðu eru því mestar á þes,su skeiði. lÝmislegt bendir til að fr.umor- saka síðustu sveiflna sé að leyta í efri lögum lofthjúpsins eða í áhrifum sólar á hann. Flestar skýringartilraunir hafa beinzt að sveiflum kvartersins í ísöldun- um. Eru helztu skýringar kann- aðar og beinist athyglin loks einnig hér að hálofltunum og áhrifum á þau, annað hvort utan frá eða frá breytilegu segulsviði jarðar. Trausti kom með ýmsar for- vitnislegar athugasemdir og hug myndir í sambandi við hugsan- legar orsakir veðurrafsveiflna. Ræddi hann m. a. um hring- sveiflur sólargeisla og breyting- ar á segulsvið jarðar í því sam- ■bandi. Þá ræddi Trausti um sam hengi vissra höfuðsveiflna í tíma sveiflum á veðurfarri>reytingum í Evrópu og Ameríku, sem hann sagði ver,a nokkuð vissar. Þá ræddi Trausti um þær rannsókn- ir, sem gerðar hafa verið á kvartelatímabilinu í þessu skyni, en þær hafa yfirleitt verið byggð ar á 10 þús. ára beltum. Taldi hann að svo langt tímabil gæfi ■ekki fullnægjandi niðurstöður um breytingar veðurfars. Trausti skipti í erindi sínu helztu hugs- anlegu orsökum veðurfars- •sveiflna í þrjá liði. í fyrsta lagi jarðrænar orsakir. 1. Fastalandið og breytingar á því, útbreiðsla og hæð, fjallgarðamyndun og hreyfing fjallgarða. 2. Hafið: ■breytingar á útbreiðslu eða straumum, seltubreyting og breyting á uppleystu kolsýru- magni. 3. Iður jarðar: hiti frá eldgosum, og aska í andrúmsloft inu. 4. Andrúmsloftið: a. Breyt- ing á hringrás. b. breyting á skýjahulu, c. breyting á raka- rnagni, d. breyting á Co2 magnL e. áhrif breytilegs segulsviðs á ■efstu loftslög, f. breyting á ísogs hæfni efri loftsl-aga með verkum segulsviðs. ‘ í öðru lagi er um að ræða ibreytingar á jarðarbraut og halla jarðar: 1. Lögmálsbundnar reikn anlegar breytingar, Milako- witsch-kenningin. 1. óvissar or- ■sakir. í þriðja lagi er um að ræða orsakir utan jarðar: 1. Breyting á útgeislun sólar (sóliblettir). 2. Dreyfing sólgeislunar á óþekktu efni utan jarðar. Trausti ræddi og ,um þann möguleika að breyt'ingar á kol- sýrumagni sjávar gætu haft stór kostleg áhrif á veðurfarið. T. d. ef litið væri á þá staðreynd að hiti botnsjávarins á dýpi gæti verið aðeins 1° og þar væri því um að ræða kuldaforðabúr, sem gæti verið stórkostleg orsök, ef einhver áhrif gætu leitt til þess að kaldi sjórinn færi upp á yfir- borðið. Efnismagn sjávar er um meira en andrúmsloftsins og heildarkolsýrumagn í sjónum er 127 sinnum meira en í andrúms- loftinu. Trausti sagði að ef hægt væri t. d. að benda á að kolsýru- magnið í sjónum raskist um t. d. 1%, þá gæti það haft ákaflega mikil áhrif á kolsýr.umagn and- TÚmslofltsins. Trausti sagði að oft væri talað ium kuldaástand eigi að ríkja ‘mjög lengi og að hitaástand eigi að ríkja mjög lengi, en í öllu felíku fcali, hélt hann áfram, er •einn hlu'tur. sem gleymist, þ. e. að árstíðarsveiflan er miklu fötærri og meiri, en aldasveiflum *ar sem kannaðar hafa verið. Miklar umræður urðu á eftir •erindum fyrirlesairanna og voru tmálin rædd fram og aftur. Síð- lasti fundur Hafísráðstefnunnar ter í dag og þá flytja erindi: Hjálmar R- Bárðarson, Sigurjón iRist, Jón Jónsson, Jakob Jak- tebsson og Sturla Friðriksson Yiirlýsing Alþ.bondalogs Alþýðubandalagið boðaði I gær fréttamenn blaða og útvarps á sinn fund og á honum skýrðu þeir Ragnar Arnalds, formaður bandalagsins og Lúðvík Jósefls- son formaður þingflokks þess frá yfirlýsingu er bandalagið hefur samþykkt í tilefni þess að Al- þingi kemur saman í dag. Skýrðu þeir einnig frá því að Alþýðubandalagið hyggðist nú efna til fundahalda víða um land. í yfirlýsingunni segir m.a., að þrátt fyrir atvinnumálasamkomu lagið þurfi að hefja nýja sókn í atvinnu- og kjaramálum og sporna gegn stefnu ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum. Megin stefna Alþýðubandalagsins í þeim vanda, sem nú blasir við sé m.a., að rjúf,a þing og efna til nýrra kosninga, tryggja lands- mönnum öllum fulla atvinnu, og þar með leggja áherzlu á aukna hráefnisöflun til að tryggja full nýtingu frystihúsanna, að auka framkvæmdir og peningaveltu innanlands, m.a. með því að taka upp nýja stefnu í innflutnings- og gjaldeyrismálum, með höft- um og takmörkunum á gjaldeyr issölu, að taka upp heildarstjórn fjárfestinga, breyta skattheimtu og þá sérstaklega innheimtu sölu skatts, leggja áherzlu á undir- stöðubreytingar í íslenzku efna- hagslífi og að lokum að taka upp óháða stefnu í utanríkismálum, með því að segja upp herstöðv- arsamningum og NATO-samn- ingnum. AUGLYSINGAR 5ÍMI 22.4*80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.