Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999. * B(LALEIGANFALURhf car rental service © 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 Hverfisgðtu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGINIÚSAR SKIPHOLH 21 54MAR21190 eftir lokun slmi 40381 GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. - Sími 11171. LOFTUR H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ipgólfsstræti 6. PantiS tíma í síma 14772. jrBUNAÐARBANKINN # er banki liílhsin.s Haísteinn Sigurðsson hæstaréttarlögmaður Tjarnargötu 14, simi 19813. BÍLAHLUTIR Rafmagnshlutir í flestar gerðir bila. KRISTINN GUÐNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 198 Simi 12314 og 21995 að BEZT er að auglýsa í Morgunblaðinu 0 Örnefni og alfaraleiðir vestra Jón G. Jónsson, skrifar: „Nokkuð er það algengt, þeg- ar talað er um vegi og staðar- heiti, að eitt nafn er látið duga um heil landsvæði eða þjóðvegi, þótt þar hafi frá fomu fari ver- ið um glögg markaskil að ræða. Út yfir tekur þó, þegar heilir landshlutar eru taldir undir einu og sama nafninu og það jafnvel í Útvarpinu, að þetta eða hitt, sem fréttnæmt þykir, er talið hafa gerzt á Barðaströnd, þótt atburðurinn, sem um er talað, hafi orðið suð- ur í Reykhólasveit. Flestir ættu þó að vita, að takmörk Barða- strandahrepps eru frá SkorarhLíð um suður á Hjarðarnes, og því ekki um aðra Barðaströnd að ræða. Þá langar mig til að fara nokkr um orðum um tiltölulegan nýjan þjóðveg, sem í daglegu tali geng ur undir nafninu „Vestfjarðar- leið“. Það er þjóðvegurinn frá Vatnsdal á Barðaströnd til Am- arfjarðar. 1 bókinni „Landið þitt“ bls. 161 segir svo: Hornatær, um þær og Dynjandisheiði liggur Vest f jarðarvegur milli Vatnsfjarðar og Amarfjarðar. — Þetta er rétt, svo langt sem það nær, leið þessi sem mun hafa verið allfjölfarin fyrr á tímum, var í daglegu tali kölluð „að fara Homatær", en það eru mörg fleiri ömefni á þess- ari leið, ef lýst er legu vegar- ins, þótt þeirra sé að engu getið, og ekki á korti heldur, þótt án efa mörgum fróðleiksfúsum ferða langi þyki gaman að vita, hvar hann er á vegi staddur. Vest- fjarðarleið liggur frá Vatnsfirði upp Penningsdal um Helluskarð niður Vatnahvilft um svokallað- an Smiðjuhvamm, og kemur þá á Kollagötu, sem hann liggur eft- ir fyrir botni Geirsþjófsfjarðar upp svokallað Leiðargil á Dynj- andisheiði, unz hann sveigir niður í lítinn dal, sem heitir Afréttar- dalur, en þar voru höfð til forna geldneyti. Hlaðinn hefur verið grjótgarður fyrir mynni dalsins, og sér enn vel fyrir honum. Mátti fyrir nokkru glöggt sjá, hvar hlið ið hafði verið. Skammt þar frá til hægri þar sem vegurinn sveig- ir niður í fyrrnefndan dal, er fell eitt, sem kallað er Samkomuhóll. Stendur það hjá vatni eigi all- stóru, sem kallað er Ljótunnar- v^rtn. Skammt þar frá em gras- hagar allgóðir, fomar sagnir herma, að þar hafi flokkar þeir, er riðu til Alþingis, mætzt, það er Arnfirðingar, Barðstrendingar og Rauðsendinga og menn úr syðri fjörðum, og af því dragi fellið nafn sitt. Hafa þeir þá eflaust farið Horntær. Greina mátti fyrir nokkram ámm þarna marga götu slóða, einnig hafa fundizt þar hornístöð og hornhagldir, grænar af elli, jafnframt slitrum af Söðul- gjörð. Fundu smalar þetta, án þess að þeir væm þó neitt að huga að slíku, — bendir þetta til, að sagnir þessar hafi við nokkur rök að styðjast. Þaðan hefðu þeir svo getað farið yfir hálendið til Þorska fjarðar. Eigi skal svo fjölyrt meira um þetta, en benda má á, að mjög liggur nú við borð, að gömul ör- nefni glatist ásamt gömlum alfara leiðum eða afbakist á einhvern hátt. Og þó að sjálfsögðu megi kalla þennan þjóðveg Vestfjarða leið einu nafni, er það staðreynd, að hér er um gamla alfaraleið að ræða með gömlum örnefnum, svo sem Kollagötu, Smiðjuhvamm og Leiðargil, sem er þó að engu get- ið á uppdrætti. 0 Afbakanir á íslands- kortum Þá vildi ég með nokkmm orð- um minnast á nokkur örnefni þarna í kring, sem mér virðast hafa afbakazt á síðari ámm á íslandskortinu. Á kortinu, sem talið er, að sé endurskoðað 1964 til 1965, em felUn fyrir botni Trostansfjarðar og Norðdals tal- in upp í réttri röð sunnan frá og endað á Lónafellshnúk. Ekki hefi ég heyrt þetta nafn fyrr og þykist þó allvel kunnugur á þess- um slóðum. FelUð hefur frá önd- verðu heitið ÁrmannsfeU. Þar er og fjalUð frá Dynjanda að Ósi í Mosdal kallað Urðarfell, en heit- ir Urðarfjall, enda ekki um íell að ræða 1 venjulegri merkingu þess orðs, þar sem það er 8 til 10 km á lengd. Mosfellsmegin heit ir það Flatafjall, enda allgreið- fært þeim megin upp að efstu brún. Á kortinu er það nafn- laust. Þar er og talað um Arn- ólfsfjall, sem hefur frá öndverðu heitið örnúlfsfjall, enda fremst á því dys eða grjóthrúga, sem heit- ir örnúlfshaugur. Fjallið fyririnn an og ofan Hrafnseyri heitir Ána- múli. Þar er talið, að landnáms- miaðurinn Án rauðfeldur sé heygð ur; er talið, að þeir örnúlfur og hann hafi viljað láta heygja sig, þar sem þeix sæju hvor til ann- ars og landnám þeirra blasti við. Á kortinu er fjallið nafnlaust, og þar því enginn ÁnamúU til. Sum- ir segja kannske, að Utið geri til, þótt svoha örnefni glatist eða gleymist, enda má segja, að af- bökun þeirra sé eyðunni verri, en þjóðlégt getur það vart tal- izt, og minnast mættum við hinma fleygu orða: Landslag yrði Utils virði, ef það héti ekki neitt. Mik ið er nú rætt um að gera ísland að ferðamannalandi, og víst er, að margar þjóðir hafa miklar tekj ur af ferðamönnum, og í Noregi koma ferðamenn hinir sömu ár eftir ár þangað til að eyða sumar leyfi sínu á sögufrægum slóðum, sem þeir hafa tekið tryggð við. Fullvíst er, að þeir sem eyða frítímum sínum i hinum suðrænu sólarlöndum á fjölbreytilegum skemmtistöðum myndu varLa verða fjölmennir í þeim hópi, er óskaði að dvelja hér. Við íslend- ingar eigum fjölbreytilegt og fag urt land ásamt sögu okkar og fornritum, sem margir kunna góð skil á, þar i flokki myndu verða margir, er heimsæktu land okk- ar til að æfa íþróttir eða göngu- ferðir og klífa bratta tinda. Einn ig myndu þar í flokki vera menn, sem kynnast vildu ýmsum merk- um sögustöðum, sjá þá og skoða, en minjar eru fáar og örnefnin ein til frásagnar um tengsl lið- inna alda við fortíð og nútíð, þar sem þau eru ekki gleymd eða glötuð. Menn, sem hefðu á- huga á slíkum fræðum, hefðu gam an af að heyra sagt frá þeim og kynnast af mönnum er kynnu þar góð skil á, og gætu auk þess gætt frásögn sína Ufi og litum með örnefnum er geymzt hefðu um aldir tengdir atburðum sög- unnar sjálfrar. Þá þyrftu og að vera fyrir hendi góðir og vist- legir dvalarstaðir, einmitt við Vest fj arðarveg, á hinum sögufrægu slóðum Hrafna-Flóka. Er Flóka- lundur, er Barðstrendingafélagið á og rekur að sumrinu, hinn á- kjósanlegasti dvalarstaður. Það- an er örskammt til ýmissa merkra sögustaða, gott berjaland og veiði í Vatnsdalsvatni. örskammt það- an, þegar farinn er Vestfjarða- tvegur, opnast Geirþjófsfjörður, lognvær og kyrr miUi brattra hUða og hára hamraveggja, hul inn gróskumiklum birkiskógi. Fyr ir ofan botn fjarðarins er gnótt berja og veiði nokkur í sjó og vötnum, þar gerðist og ein af perlum íslenzkra forsagna, Gísla saga Súrssonar, og enn kunna menn skil á ýmsum örnefnum, er varða sögu hans þar, þótt þau hafi aldrei komizt á íslandskort- ið. Einn er sá galli á, að eigi er bílfært af Vestfjarðaleið niður í Geirþjófsfirði, en þar sem stytzt er, mun það vera 3 til 4 km. Skógrækt ríkisins á nú Botn I Geirþjófsfirði, og verður ef til vill til þess að flýta fyrir því, að gert verði akfært niður í fjörð inn. Margt er fleira fallegra staða og sögufrægra á þessum slóðum, þar eru Dynjandafossar, fagrir og svipmiklir, og Dynjandadal- ur, sem vegurinn liggur eftir, viða vaxinn fögru birkikjarri og gott berjaland, væri þar hinn á- kjósanlegasti sumardvalarstaður, þar er og veðursæld svo að af ber. Á mörgum þessum slóðum eru ýmis forn örnefni, er varða veg Uðinna alda, þótt eflaust týn- ist sum þeirra innan skamms. Norðan fjarðarins er svo hinn merki staður Hrafnseyri, en þar sveigir vegurinn áleiðis til Dýra- fjarðar. Jón G. Jónsson“. 0 Enn um símaþjónustu öm Snorrason, skrifar: „Ég skrifaði nýlega nokkrar Unur um símaþjónustuna í sam- bandi við lokun, og ég skal engu þar við bæta. En hér kem ég i hreinskilni og af fullri alvöru með tiUögu: Ef símnotandi greiðir ekki sínar skuldir, þá afhendist krafan til lögfræðings, — látum þá borga, sem eru óskilvísir. En í ham- ingju bænum! Enga símalokun! Hún getur kostað Uf, og vill sím- inn bera þar á ábyrgð? Vinsamlegast, Örn Snorrason". Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Olíufélagið Skeljungur h.f,, Suðurlandsbraut 4. VEITINGASTOFA TIL SÖLU Veitingastofa ásamt veizlusal og öílu tilheyrandi til sölu. Hagstætt verð, góðir greiðsluskilmálar. Húsnæði tryggt til lands tíma. Tilboð merkt: „6095“ sendist blaðinu fyrir mánudags- kvöld. Glæsileg 5 herbergja íbúð á 1. hæð við Háaleitisbraut, stórt herbergi í kjallara fylgir, má setja hringstiga niður úr íbúðinni í her- bergið, ný og falleg teppi á allri íbúðinni. Mikið af fallegum innréttingum, teppi á stigahúsi, bílskúrs- réttur. Ágætir greiðsluskilmálar. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti' 17, símar 16870 og 24645. HLJÓMPLÖTUÚTSALA Hin árlega hljómplötuútsala hefst r dag 20% afsláttur af öllum erlendum hljómplötum Hljóðfœrahús Reykjavíkur, Laugavegi 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.