Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. 15 Per Olov Enquist SÍÐASTI verðlaunahafi bók- menntaverðlauna Norðurlanda ráðs, Per Olov Enquist, er ung ur að árum, fæddur árið 1934 í Hjoggböle í Vesturbotnum. Hann er fil. mag. frá Upp- sölum, en hefur auk rithöf- undarstarfa verið gagnrýn- andi. Fyrstu bók sína, „Krist- allsaugað“, sendi Enquist frá sér árið 1961, skáldsögu, sem ekki vakti mikla athygli. „Veg ferðin“ hét önnur bók hans, sem kom út tveimur árum síð ar. Þar segir frá ýmsum fyrir- burðum á ferðalagi, en bók- in fjallar einnig um hvemig bók verður til. Þriðja bók En quists, sem kom út ári síðar, fjallar um kraftaverkamann í Þýzkalandi á 18. öld og við- fangeefni hans, tæknileg og siðferðileg. Eftir þá bók setti hann saman bókina Casey- bræður í félagi við skáldbræð ur sína og jafnaldra þá Torst- en Ekbom og Leif Nylén. Byggist sú bók á alls kyns samantekt úr bókmenntum, þar sem fólk hrærist aðeins í umhverfi sínu. Viðamesta verk Enquists á undan verðlaunabókinni var skáldsagan „Hess.“ Hess, stað / V erðlaunabókin „Hermennirnir“ gengill Hitlers, sem flýði til Engíands í síðustu styrjöld, er oft nefndur í þessari bók, en þó liggur ekki ljóst fyrir hvort 'hún fjallar um hann. Hún segir einkum frá manni, sem ætlar að skrifa ritgerð um Hess. Sagt hefur verið um þessa bók Enquists um Hess, að hún sé einhver djarfasta tilraun með mál og form í nýrri sænskri skáldsagnagerð, Eins og nánar er rakið ann- ars staðar í blaðinu fjallar verðlaunaskáldsaga Enquists um afhendingu Svía á her- mönnum frá Eystrasaltslönd- um til Rússa. Hefur höfund- ur gengið mjög markvisst til verks og rannsakað allt, sem unnt var að rannsaka í sam- \ bandi við þessi mál. Um að- ( ferð Enquists komst Lars Gust t avsen þannig að orði í Bonni- 7 er Littelrara Magasin í haust: \ „Bókin skýrir frá öllum stað- I reyndum, túlkun þeirra, senni í leik og mati, öllu sem maður væntir sér af vísindaritgerð, en hún inniheldur miklu meira. f bókinni stöndum við andspænis rannsókanrmannin um sjálfum, sem opinskátt læt ur uppi efa sinn, þrákelkni og þá tilfinningu, að skriða falli undir fótum hans. Hlutlægni er ekki til, þegar til úrslit- anna kemur verður maður að taka afstöðu.“ Lars Gustavson segir einnig, að höfundur taki í bókinni persónulega og sið- ferðilega afstöðu byggða á ná kvæmum rannsóknum á stað reyndum. Piltarnir voru að leika íshokki. Þeir voru vel klæddir, í ull- arpeysum og föðurlandinu. - SÖLBROT Framhald af bls. 3 ar sat 16 ára stúlka í heita karinu, sem er 40 stiga heitt og ef til vill kemur einmitt það heita vaitn 100 metrum neðar en karið er. Þetta er brot af möguleikum íslands, en ekki ókennilegur hjartslátt ur útlanda, þótt auðvitað beri okkur að læra og nýt"> það sem að gagni kemur. Út fellur, að fellur Það var að flæða norðan við Skúlagötuna og tvískyggn ið var að læðast inn yfir Sund in. f norðrinu hvarf hvtklædd Esjan upp í hvítbláan him- ininn. Sólin var lögst í sæ og við vorum að loka 'hringnum á flandri okkar um borgina klædda svelli, en baðaða sól um daginn. Hafið var ennþá spegilslétt, en það var aðeins hvassari tónn í öldugjálfrinu við Kolbeinshaus. Eilífðarsin- fónían sem aldrei hljómar eins, hafið, var búin að missa þann mjúka tón sem sólar- geislarnir gefa hryni öldu- gjálfursins. Flóðarmarnir teygðu sig lengra og lengra upp í klappirnar og braut is- inn, sem hafði bundið þangið í fangi sér. Það fellur út, það fellur að, slæmir tímar koma góðir tímar koma. Það held- ur allt áfram. Aðeins ef við höldum áfram er allt í lagi. Börnin sem voru að leik í borginni héldu stöðugt áfram þrátt fyrir kuldann og voru sæl, rjóð og glöð. á.j. - BYLTING Framhald af bls. 1 Dr. Huebl segir, að nokkrir þeir sem gerzt þekki til hafi búizt við að réttlínumenn reyndu að brjótast til valda þegar ólgan sem fylgdi í kjölfar sjálfmorð Palach var sem mest. Þar með hefur í fyrsta skipti verið gefið í skyn opinberlega að bylting hafi verið áformuð. í gær sagði aðalleiðtogi flokksins, Alexander Dubcek, að Tékkóslóvakar hefðu staðið af sér alvarlegasta hættu- ástandið frá dögum innrásarinn- ar, og hann gagnrýndi Rússa- holla andstæðinga fyrir klofn- ingsstarfsemi. isstefnu, þjóðernishyggju og skoðunum, sem gengu í berhögg við marxisma og lenínisma og viðurkenna um leið í einu og öllu grundvallaratriði alþjóða- hyggju öreiganna. Forsætisnefndin lýsti því yfir í kvöld, að lokið væri rannsókn í málí miðstjó-rnarfulltrúa er fyr irskipað hafði prentun bæklinga með árásum á Josef Smrkovsky. Málið verður rætt á miðstjórnar- fundi s'íðar í mánuðinum, og bú- izt er við að framfarasinnar krefj ist þess að vita nöfn þeirra sem stóðu á bak við útgáfu bækling- anna. Fiskimálaráð á fundi í gær.. Fiskimálaráö á fyrsta fundi í gær — i ráðinu siija fulltrúar allra greina sjávarútvegsins FISKIMÁLARÁÐ kom saman til fyrsta fundar síns í gær. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- málaráðherra, ávarpaði ráðið og lýsti að nokkru tilurð þess og svarfssviði, en síðan var kosið í þrigjgja manna framkvæmda- stjórn ráðsins og skipa hana þess ir menn, Matthías Bjarnason frá L.Í.Ú., Tómas Þorvaldsson frá S.l.S. og Gunnar Guðjónsson frá S.H. Sj ávarútvegsmálaráðherra sagði, að lögin um fiskimálaráð hefðu tekið gildi sl. v°r> og sjáv- arútvegsmálaráðuneytið hefði skömmu síðar óskað eftir því, að þeir aðilar, sem ættu lögum sam kvæmt að skipa fulltrúa í ráð- ið, tilnefndu menn í það. Nokkur bið varð á því, að tilnefningar foærðust vegna sífeldra fundar- halda yfir sumarið og síðan vegná anna, en niú er ráðið full- setið og skipa það fulltrúar út- gerðar, helztu greina fiskiðnað- ar, sjómanna, venkamanna, lána- stofnana sjávarútvegsins og ann- arra stofnana, sem fjalla um eifnahagsmál og sérmál útvegs- ins. Ráðherra minnti á, að í lögum *un Fiskimálaráð segir, að það skuli vera ráðgefandi um mót- un heildarstefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins og markaðsmál- un og það skuli beita sér fyrir góðri samvinnu við aðila, sem hlut eiga að máli, með þeim ráð- um sem líklegust eru talin hverju sinni. Starfssemi ráðsins skal einkum beinast í þrjár átt- ir, þ. e. að útgerð, fiskvinnslu og markaðsmálum. Ályktanir um uppbyggingu fiskis'kipastólsins skal Fiskimálaráð við það miða, að sem mest fjölbreytni sé að jafnaði í útgerðinni og eðlilegt jafnvægi millj einstakra greina hennar. Þá skal miða tillogur ráðsirts við, að hráefnisöflun til fiskiðnaðarfyrirtækja skuli ráð- ið semja þannig, að tillit sé tek- ið til æskilegrar dreifingár fyrir- tækjanna og við það miðað, að afkastageta þeirra sé hæfileg með hliðsjón af mögulegri öflun hráefnis, og að því stefnt að sem mest fjölibreytni verði í vinnslu sjávarafla. Um markaðsmálin segir að fis'kimálaráð skulí hafa forgöngu um rannsó.knir og skipulegar aðgerðir til að afla sjávarafurðum nýrra markaða, svo og framleiðslu nýrra vöru- tegunda. Árlega skal Fiskimála- ráð gefa ríkisstjórn og Alþingi skýrslu um störf sín. Sjávarút- vegsmálaráðherra sagði og í ávarpi sínu, að hann teldi mjög aðkallandi, að öll þau störf, sem eru unnin í þágu íslenzks sjáv- arútvegs verði tekin til endur- skoðunar og samræmingar. Ráðherrann benti að lokum á, að ekki hefði fram að þessu verið til stofnun, þar sem allir helztu aðilar, er að sjávarútvegi stæðu, ættu fulltrúa. Úr þessu væri nú bætt með skipan Fiski- málaráðs og hugmyndin hafi ver ið sú, að ráðið taki á sína könnu að einhverju leyti störf annarra stofnana, þ. e. að í ráðinu verði sameinuð störf, sem nú eru unn in í öðrum stofnunum. MEÐ bréfi Fjármálaráð'uneytis- ins til Landsbanka íslands dags. 2. jan. sl., tilkynnir ráðuneytið bankanum, að þeim gjaldend- um skattsins, siem undirritað höfðu skuldabréf til tryggingar greiðslu hans, sé gefinn kostur á fresti greiðslu þeirra 20%, sem greiða átti fyrir árslok 1968, enda gengist gjaldendur undir samkomulag um greiðslu eftir- stöðva vanskila á árunum 1969—1972. Er frestur gefinn til 1. maí 1969, en þá er talið að úrslit verði kunn í þeim tveim málum, sem nú er verið að taka fyrir í Hæstarétti út af fyrningu lögtaks í lausafé annars vegar og fasteign hins vegar. Úrskurðir uppboðsréttar í mál í grein sinni sagði Huebl að orðrómurinn um yfirvofandi bylt ingu Novotnysinna hefði vakið skelfingu í Tékkóslóvakíu. Hins vegar sagði hann að Rússar hefðu ekki lýst umsvifalaust yf- ir stuðningi við slíka byltingu, ef hún hefði verið gerð. STROUGAL GAGNRÝNIR Á fundi flokksleiðtoga og ráð- herra í Prag í dag var hvatt til baráttu gegn frjálslyndisrstefnu og fölskun marxisma. Lufoomir Strougal, fulltrúi í forsætisnefnd inni, skoraði á flokksleiðtogana að herða á hugmyndafræðilegum áróðri og berjast gegn frjálslynd um þessum gengu á þann veg, að talið var að lausafjárlögtakið væri niður fallið, þar sem bæði höfuðstó'll og vextir skattkröf- unnar væru fyrndir, en fast- eignalögtakið væri niður fallið fyrir vöxtum, þar sem allir vext- ir frá upphafi séu fyrndir, 'hins vegar væri eigi niður fallið lög- tak í fasteign fyrir höfuðstól gjaldsins. Ræður stjórn Fél. stór- eignaskattsgjaldenda greiðend- um skattsins til að ganga frá samkomulagi við Landsfoanka íslands um greiðslu eftirstöðv- anna á árunum 1969—1972 á fyrrnefndum grundvelli. (Fréttatilkynning frá Fól. stóreignaskattsg j aldenda). Formaður Þjóðarráðsins, Cesti mar Cisar, gaf í skyn í blaða- grein í dag að ekki yrði unnt að halda nýtt flokksþing fyrr en kosnir hefðu verið nýir fulltrú- ar. Hann kvaðst telja að kosning arnar í ágúst í fyrra væru ekki lengur gildar og tók þar með í sama streng og Rússar. Mesta hættan, sem flokkurinn stæði andspænis væri hægristefna, — Hann sagði að sæluríki algers frelsis gæti ekki komið í staðinn fyrir forustuhlutverk flokksins. Sovézkir hermenn í Tékkóslóv akíu hafa haldið fyrsta flokks- þing sitt með þátttöku fulltrúa úr miðstjórn sovézka kommún- istaflokksins, að sögn „Rauðu stjörnunnar“. Formaður Þjóðar- fylkingar Tékkóslóvakíu, Evzen Erban, sagði í blaðagrein í dag, að nefnd undir fors'æti hans hefði verið sammála sovézkum félögum um það í Moskvuheim- sókn nýlega að árangursrík þró- un sósíalistísks þjóðfélags væri bundin því skilyrði, að annars vegar væru viðurkenndar sér- stakrar aðstæður þróunarinnar í hinum einstöku löndum sósíal- ista og hins vegar væru viður- kenndir sameiginlegir hagsmun- ir sósíalistalandanna. - ATVINNULAUSIR Framhald af bls. 28 í öðnum kauptúnum, sem eru 35 voru atvinnulausir 1108 tals- ins. Flestir voru skráðir í Grund arfirði 103, í Ólafsvík voru þeir 93, á Þórshöfn og á Fáskrúðs- firði (Búðir) voru 8® skráðir at- vinnulausir á hvorum stað. Innheimtu stóreigna- skatts frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.