Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 196«. A og b eru rafmótorar sem kný ja vörpuna. Margt í koti Flotvarpa bæði til síld- og þorakveiða er nú mjög til um- ræðu hér á íslandi og er það vitaakuld vonum seinna. Það var íslendingur sem fann upp flotvörpiuia, Agnar Breiðfjörð. Hann byrjaði að vinna að henni 1847 og tókst í samvinnu við Bjarna Ingimarsson að gera hana að stórvirku veiðarfæri 1952 og hún bjargaði þá. Þjóðverjar hafa ekki gert ann að en þróa Breiðfjörðsvörpuna. í erlendum blöðum er flotvarp- an sem algengast er að nota, kennd við Breiðfjörð. ýmsar á- stæður lágu til þess, að við sinntum flotvörpunni lítið til þorskveiða og var þar aðalá- stæðan að togararnir voru rekn ir af hrygningarsvæðunum, þar sem fiskurinn gekk í torfum, en einnig réði þar miklu að síðu- togarar, eru ekki heppileg skipagerð til flotvörpuveiða, þar aem það er mjög umhendis að ráða við svo stóra og garn- mikla vörpu, sem flotvarpa til úthafsveiða verður að vera og fleiri tæknileg atriði eru þar Þrándur í götu. Þennan vanda síðutogaranna á notkun flot- yörpu til veiða á öðrum fiski en göngu fiski hefði þó verið hægt að leysa, ef ráðum Breið- fjörðs hefði verið fylgt, en nú tjóar ekki að þrátta um það — það tekur því ekki héðan af að hugsa um flotvörpuna í sam- bandi við síðutogara. Tilraunir Frakka og Þjóðverja hafa sýnt að skuttogarar eru miklu heppi- legri skipagerð við flotvörpu- veiðar, hvort heldur er til síld- ar- eða þorskveiða. Ekki má gleyma Breiðfjörð einu sinni enn Þrátt fyrir daufar undirtekt- tr hefur Agnar Breiðfjörð aldrei lagt árar í bát, heldur haldið á- fram að endurbæta hugmynd sína um flotvörpuna til síld- veiða á úthafinu. Enda þótt Þjóðverjar og fleiri hafi sannað, að flotvörpugerð Breiðfjörðs var nothæf til síld- veiða eins og þorskveiða, hvarf Breiðfjörð frá fyrri vörpugerð sinni að því er að síldveiðum lýt- ur og fann upp nýja gerð, sem hann er nú að vinna að og það er ekkert vafamáil að sú 'hug- mynd er miklu snjallari en það sem enn er þekkt í þessu efni. Guðni Þorsteinsson, fiskifræð- ingur er nú farinn út til Þýzkalands að kynna sér ár- angur, Þjóðverjanna cvg er það lofsvert framtak. Ekki má gleyma Breiðfjörð, enn einu sinni. Hugmynd Breiðfjörðs um sjálfstýrandi vörpu, sem hægt er að loka á augabragði, ef síld gengur í hana og er beint und- ir skipinu eða jafnvel á undan ' því og þarf ekki á togvírum né hlerum að halda, en hvort- tveggja þetta styggir auðvitað síldina — er stórsnjöll. Hún hef- ur nú legið á botni, en bolts- skúffurnar ( 13 ás. Það er rétt að vita hvað Þjóðverjarnir hafa verið að gera, reyndar vit- um við það, sem fyrr segir, í meg- inatriðum, en við megum til með að snúa okkur að því af krafti að vinna úr hugmyndum Breið- fjörðs. Með því móti tækjum við frumkvæðið á nýjan leik. er það karls... Annað verður að nefna hér, en það er að við eigum hér innlenda veiðarfæragerð og hana ágæta og samkeppnisfæra við erlendar veiðarfæragerðir — Hampiðjuna. Hampiðjan er eitt af þeim fáu iðnfyrirtækjum okk ar sem ekki hefur búið við verndartolla Hún hefur orðið að laga sig að samkeppni og tek- izt það. Við þurfum engar vörp- ur að kaupa af Þjóðverjum né neinum öðrum — við getum flutt út vörpur. í þessum iðnaði stöndum við óvenju vel að vígi. Hampiðjan ræður orðið yfir þjálfuðu iðnað- arfólki, og er velbúin vélum. Við eigum síldveiðiskipstjóra betri en aðrir og reynsla þeirra hef- ur verið hagnýtt af erlendum fyrirtækjum í gerð síldarnóta svo. árum skiptir. Við höfum manna mesta reynslu I línu- veiðum, sem við höfum stundað um aldaraðir. Þegar Hampiðjan Itók til að framleiða fiskilínu með styrktarþræði úr trevira var það nýjung á Evrópumark- aði. Það er sama að segja um botnvörpugerðir sem síldarnæt ur og fiskilínur, við þurfum þar ekki á öðrum að halda nema til hliðsjónar. Okkur er skylt að vita rétt hvar við stöndum í hverju efni. Við höfum margt að Frændur okkar Færeyingar eru ekki neitt blávatn, eins og okkur er manna bezt kunnugt og við getum nú verið montn- ir af því, að eiginlega er nú komin stór skuttogari í ættina. Stella Kristina eins og þessi skuttogari heitir fullu nafm verksmiðj utogari. Stella er 834 brúttótonn en en 760 tonn nettó. Hún er tæp- ir 62 metrar á lengd og breidd- in 10 metrar,en dýptin frá hlífð ardekki 7 metrar. Aðalvélin er diesilvél 220 hestöfl og gang- hraðinn 14 sjómílur. Hjálpar- vélar fyrir vinnslutækin eru þrjár diesilvélar, hver þeirra 166 hestöfl. Gert er ráð fyrir að nota þarna um borð bæði botnvörpu og flotvörpu og er togvindan vökvadrifin og tengd aðalvél- inni. Eins manns klefar fyrir stjórnendur skipsins eru í yfir- byggingunni, en tveggja manna klefar fyrir yfirmenn á dekki og yfirmenn við fiskvinnsluna eru á efraþilfari, en fjögurra manna klefar fyrir háseta og að- gerðarfólk á vinnsluþilfarinu. Á höfnin á Stella Kristina er 48 menn. Öllum vélum á dekki er stjórnað frá einum stað og af einum manni. Á vlnnsludekkinu eru tvær Iæra af öðrum þjóðum — en ekki allt. Þegar svo vill til, sem senni- lega er ekki nema í sjávarút- vegi, að við búum yfir tækni og þekkingu umfram aðra eigum við vitaskuld að notfæra okk- ur það. Flotvarpan og fiskveiðilögsagan Um flotvörpuna almennt verð ur rætt hér síðar ýtarlegar, því að málið varðar þjóðarheill — ef bátaflotinn, til dæmis tæki almennt upp flotvörpuveiðar í stað botnvörpu, gerbreytti það afstöðu manna til veiða innan fiskveiðialndhelgi. > Þá þyrfti ekki lengur að tala <um „botnsköfu". Tilraunir 'Frakka 1965 á bönkunum við •Nýfundnaland (World fishing Dec. 1965, Pelagic Trawling for Cod) sýna, að jafnvel þar sem fiskur gengur strjált eins og hér vélasamstæður til aðgerðar, hausingar, slægingar og flökun- ar og er önnur fyrir málfisk eru vélarnar frá Baader Hrað- frystiklefarnir eru þrír og er hægt að hraðfrysta 12 tonn af flökum á sólanhring hverjum þeirra. Lestin tekur 700 tonn af flökum. Þarna eru og vélar sem pakka flökunum og færibönd, sem flytja þau í lestina og all- ur flutningur á fiskinum í vinnslunni fer fram á færibönd er jafnan nema á hrygningatím- anum og í vertíðargöngum, er hægt að veiða jafnmikið í flot- vörpu, einsog botnvörpu á sömu slóð, ef hvort veiðafrærið um sig er notað einvörðungu. en það reynist hagkvæmara á litl um bátum að vera ekki sífellt að hræra milli veiðarfæra, held ur einbeita sér sem mest að annarri hvorri veiðiaðferðinni. Á stórum skuttogurum afturá- móti, tekur það ekki andartak að skipta yfir eftir hegðun fisks ins. Báðar vörpurnar liggja klár ar fyrir og það er bara að lása úr og í. Eins og sézt á meðfylgjandi mynd frá Kanada, er þar verið að innbyrða síld í vörpu og þó hún sé tekin inn á síðuna er hér um skuttogara að ræða. Hon um var breytt úr síðutogara í skuttogara, þannig að vírarnir voru teknir aftur með sitt hvoru megin við keisinn og rúlla sett á skutinn en varpan innbyrt sem áður á síðunni. Það var reyont um og hafa Færeyingar líkast til týnt niður þeirri íþrótt, sem við höfum haldið svo vel við og náð mikilli leikni í að kasta fiskinum af stingjum. í skipinu er einnig fiskilest, sem rúmar 100 rúmmetra af fiski uppúr sjó. í brúnni er gýróáttaviti, sjálf- stýring, simradsónar, ratar, neð ansjávaraugu tvö (scope, elac „netzonde,“ (vörpuauga) og svo auðvitað lóranmiðunarstöð og venjuleg miðunarstöð. í febrúar eða marz fá Fær- eyingar annan slíkan og í mai þann þriðja en teikningar liggja orðið fyrir af fjórða togaranum. fyrst með síðutogara en það lán aðist ekki. Kanadamenn tileink- uðu sér reynslu Þjóðverja, með á gætum árangri. Það er ekki fyrr en á síðastliðnu ári, að við höfð um verulega þörf fyrir síldveið- ar í flotvörpu, og því kannski von til að við létum okkur hægt í því efni, þó að öðru máli gegndi um þorskveiðar í flot- vörpu. Þar var alltaf ástæða til að halda áfram með að þróa veið færið. Sídlarnótin ásamt kraft- blökkinni var svo afkastamikið veiðarfæri, að trollið jafnaðiat ekki á við hana, þegar síld gekk í þéttum torfum. Nú horf- ir öðru vísi við. Þegar tregðað- ist á síldveiðum Kanadamanna við vesturströndina, sneru þeir sér að veiðunum við austur- ströndina og moka þar upp síld. Það var í fyrra að þeir byrj- uðu þessar tilraunir með síld- veiðar í flotvörpu á 156 feta skuttogara, sem sagt álíka stór- um og síldarbátunum okkar. Þetta lánaðist strax svo vel, að togarinn fékk 427 tonn í 12 höl- Trollið er hift inn á síðunni. um á St. Lawrence flóanum. Fjór um dögum seinna eða 6ta nóv- ember í haust að va,r kom skip- ið aftur inn og á með 499tonn síldar og þremur dögum síðar eða 9da nóvember kom það enn inn og þá með 300 tonn og fékk þannig 1200 tonn á vikutíma en veður hamlaði veiðum í síðasta túrnum. Stella frænka STELLA FRÆNKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.