Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. Frá Hafísráðstefnunni: Nauðsyn að stdrefla jöklarannsóknir Breytingar jökla varða mjög virkjanir fallvatna Á fimmta fundi Hafísráðstefn- unnar á miðvikudag voru flutt fjögur erindi. Sigurður Þórar- insson flutti erindi um „Breyt- ingar jökla á tslandi og hugsan- legar afleiðingar þeirra“. Þor- leifur Einarsson flutti erindi um „Loftslag, sjávarhita og haf- ís á ísöld og nútíma á felandi“. Sveinbjörn Bjömsson flutti er- indi um „Hitadreifingu í hafinu á síðustu öldum samkvæmt rannsóknum á botnseti“ og Trausti Einarsson flutti erindi um „Veðurfarssveiflur og hugs- anlegar orsakir þeirra“. Öll er- indin fjölluðu um vísindalegar athuganir í nútíð og framtíð. Sigurður Þórarinsson rakti í stuttu máli jökla'breytingar á ís- landi síðan sögur hófust og sýndi fram á að á síðari öldum hafa tímabil hopunar og framgangs jökla verið nokkurn veginn sam- tímis víðast hvar á jörðinni og taldi hann því ástæðu til að svo yrði áfram. Sigurður benti á, að síðasta áratuginn hefði almennt dregið úr hopun jökla, a.m.k. kringum norðanvert Atlantshaf og jökl- um sem ganga fram fer fjölg- andi. Sigurður taldi, að ef í hönd fer tímabil almenns vaxtar jökla •hérlendis hafi það í för með sér vaxandi hættu af hlaupunum úr Hagavatni, Grænalóni, Vatns- dalslóni og lónum við Hoffells- jökul. Einnig benti Sigurður á, a ðslík þróun í jöklabúskap gæti valdið stærri Skeiðarárhlaupum en þeim, sem átt hafa sér stað síðustu 3 áratugina. Bent var á nauðsyn þess, að hafa þetta í huga m.a. þegar gerð verður vegaáætlun um bílveg yfir Skeið arársand. Samkvæmt reynslu undanfarinna alda, sagði Sigurð- ur, að búast mæbti við vexti í búskap jökla hérlendis, ef í hönd fara hafísár. Um breytingar í jöklum fyrir miðja 16. öld er lítið vitað, en t.d. benti Sigurður á, að Breiða- merkurjökull hafi verið miklu innar um aldamótin 1700, heldur en hann er í dag. Taldi hann lík- legast að þar gæti munð 10—15 km frá upphafi landnáms á ís- landi hve innar jökullinn hefði legið þá. Sigurður gerði víðtæk- ar rannsóknir á jöklasvæðinu í Austur-Skaftafellssýslu á árun- um 1936 til 1933 og kannaði hann m.a. breytingu á jöklum sam- kvæmt sögnum, annálum, örnefn um og fleiri heimildum sem til voru um búskap jökla. Sigurður benti á, að aukinn vöxtur í búskap jökla varðaði mjög þjóðarhag t.d. í sambandi við virkjanir fallvatna, en af- leiðingarnar af bættum jökla- hag taldi hann í stærstu dráttum þessar: a) Jöklarnir verða fram- brattari og úfnari, b) Jökulvana svæði hyljast jökli, c) Sporða- lón minnka eða hyerfa, d) Jaðra- lón og ihlaup úr þeim vaxa, e) Jökulhlaup af völdum jarðelda breytast e.t.v., f) Rennslissveifl- ur jökulárna aukast, g) Farvegir jökulárna verða óstöðugri, h) Nýtileg vatnsorka í landinu minnkar. Taldi Sigurður brýna nauðsyn á að stórefla jöklarannsóknir á íslandi og í lok erindis síns kom hann fram með þá tillögu að stofnaður yrði sjóður til þess að efla þessar rannsóknir og afla fjár til þeirra og kom Sigurður með þá uppástungu, að slíkur rannsóknarsjóður bæri nafn þess manns, sem Haifísráðstefnan er kennd við, Jön heitinn Eyþórs- son, veðurfræðing. Þorleifur Einarsson rakti í grófum dráttum loftslagsbreyt- ingar frá því að jökla síðasta jökulskeiðs tók að leysa og fram að landnámi, en þær breytingar eru lítt þekktar með vissu. Þá ræddi Þorleifur um jarð- fræðilegar menjar hafíss við ís- land og benti t.d. á að í Breiða- víkurlögum á Tjörnesi hafa fund izt hafísbornir hnullungar í sjáv- arseti, sem í eru skeljar, einkenn andi fyrir svellkaldan sjó. Benti hann á, að þessi jarðlög væru sennilega um tveggja milljón ára gömul. Þá gat Þorleifur þess að í sjávarmyndunum frá síð- jökultíma hefðu fundizt fáeinir hafísbornir hnullungar og að hvort tveggja benti til þess að hafiss hafi öðru hvoru að minnsta kosti gætt við strendur landsins á ísöld. Engar menjar um hafís eru þekktar frá síðustu öldum eða fornsögulegum tíma utan hafísbornir hnullungar á fjörum austan- og norðanlands, en þeir hnullungar munu hafa borizt hingað á síðari öldum. Þorleifur sagði, að sjávarhiti hér við land virtist á síðjökul- tíma hafa verið a.m.k. 2°C lægri en nú er, en samkvæmt rann- sóknum á kjörnum af úthafs- botninum virðist breyting sjáv- abhitans í núverandi horf hafa orðið nokkuð skyndilega fyrir 10000 árum. Þá gat Þorleifur um ýmis at- riði úr rannsóknum sínum sem hann hefur gert á Tjörnessvæð- inu og benti t.d. á, að þar hafi fundizt skeljar sem séu ættaðar úr Kyrrahafinu. Sveinbjörn Björnsson flutti erindi um hitadreifingu í hafinu á síðustu ísöld samkvæmt rann- LAUGARDAG n.k. verður hald- inn stofnfundur Áfengismála- félags Islands í Sigtúni og hefst hann kl. 3. Félagar ÁMÍ munu enga afstöðu taka til áfengis sem drykkjar, heldur eru þessi helzt stefnumál félagsins: Að alkóhól- istar eigi greiðan aðgang að sjúkrahjálp, í öðru lagi að hvetja og hlúa að öllu félagsmálastarfi verðandi áfengismál í landinu, og loks að safna sem allra fjöl- breyttastri fræðslu um áfengis- mál í sérhverri mynd, og koma henni til almennings með öllum tiltækum ráðum. sóknum á botnseti. Botnset úthaf anna geyma sögu síðustu ár- milljóna, en meðal ránnsókna á þeim eru mælingar á hlutfalli súrefnissamsæta í skeljum göt- unga, sem finnast í botnseti. Með þessum mælingum má ákvarða hita sjávarins, þegar götungarnir lifðu. Stöðugt er unnið að þessum rannsóknum, en þagar hefur fengizt allgóð vitneskja um hita sveiflur nálægt miðbaug í At- nefnd ÁMÍ var blaðamönnum tjáð, að félagið ætti sér nokkuð langan aðdraganda, en hug- myndin að því fæddist fyrir þremur árum. Frumiskrefin að stofnuninni hafa síðan verið stig in hvert af öðru, þar til alls- herjarkynning á málefnum fé- lagsins hófst með sjö blaðagrein- um, sem birtust í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni — Alkóhál- isti spyr. Frumkvöðullinn að stofnun fé- lagsins hefur verið Steinar Guð- mundsson, nú framkvæmdastjóri félagsins, en hann leitaði til val- ins hóps áhugafólks um stofnun félagsins, sem mynduðu síðan 20 manna undirbúningsnefnd. Mun hún skila af sér n.k. laugar- dag, er félagið verður formlega stofnað, en þá verður kosin stjórn í félaginu, sem starfar næsta ár. Undirbúningsnefnd hefur gengizt fyrir söfnun stofn- félaga, og hefur sú söfnun geng- ið vel, enda munu nú stofnfélag- ar vera orðnir 800 talsins, enda keppt að því að fá 2 þúsund stofnfélaga. Verða allir þeir stofn félagar, sem ganga í íélagið fyrii 1. marz n.k. Sunnudaginn 1:5. desember sl. birtist í fyrs'ta sinn opinberlega fyribhuguð starfismynd ÁMI, ásamt markmiðum félagsins, þar sem landsmenn allir voru hvatt- ir til að gefa þessu félagi gaum, sem undirbúningsnefn'din taldi það eiga skilið. Síðustu daga jan úar og nú fyrstu dagana í febr- úar hefur svo 10 þúsund umburð arbréfum verið dreift víðsvegar um Reykjavík og nágrenni til hvatningar fólki um að leggja þessu máli lið. Það virðist vefj-1 lant'shafi síðustu 2 milljónir éra. Má þar greina mörg kuldaskeið auk minni sveiflna, en þessar ákvarðanir sýna aðeins stærstu drætti. Sveinbjörn gat um aðferðir til þess að bera saman set í sjó og á landi og einnig til þess að greina aldur setanna. Benti hann á, að við gætum haft gagn af að taka sýnishorn úr þeim set- lögum sem eru út af Suðurlands- hafinu, til könnunar á þeim ösku lögum sem í þeim kunna að finnast og geta ef til vill varpað skýrara ljósi á jarðsögu íslands. Sveinbjörn taldi ástæðu til að hefja undirbúning á því að bora i gegn um Bíárðarbungu og Framhaldá bls. 21 ast fyrir mörgum, að hér sé u«n að ræða bindindisfélag, en er tekið skýrt fram að svo sé ekki. ÁMÍ hefur þegar orðið sér úti um skrifs'tofuhúsnæði að Skip- holti 36 og verður þar rekin leið beiningarstöð, þegar félagið hef- ur opinberlega starfsemi sína mánudaginn 10. febrúar n.k. í byrjun verður lögð aðaláherzla að fá setta á laggirnar skyndi- hjúkrunarstöð fyrir alkóhólista, og kváðu talsmenn undirbúnings nefndarinnar þetta vera mjög knýjandi verkefni. Önnur helztu verkefni félagsins verða þessi: A. Að safna saman á eina hönd upplýsingum um biverja þá starfsemi i áfengismálum, sem fyrirfinnst í landinu, setja sig í samband við öll samtök og stofnanir, opinberar sem að’-ar, og leita eftir fuilri samvinnu við alla þessa aðila við gagna- söfnun, upplýsingadreifingu o.fl. B. Að setja sig í samband við allar þekktar stofnanir erlendar, sem að áfengismálum vinna, og fá stöðugt frá þeim upplýsingar um alla framþróun áfengismál- annna hjá hverju fyrir íig. ÁMI er þegar í sambandi við sterk- asta áfengismálafélag veraldar- innar, National Council on Alco- holism Inc. í Bandaríkjunum, sem þegar telur meðlimastofnan ir víða um heim. Frá þessu fé- lagi hefur ÁMÍ þegar fengið haf- sjó upplýsingabæklinga og rita, sem gefin eru út fyrir sérstaka starfsh'ópa, - svo sem lækna, presta, lögfræðinga, kennara, fyr irlesara og forvígismenn í við- skiptum, iðnaði og framleiðsiu. C. Að gefa út fréttabréf um áfengismál og hverja framvindu Framhald á bls. 27 Á fundi með undirbúnings- Stofnað Áfengismálafélag Markmiðið að hlúa að félagsstarfi varðandi áfengisvanda- málið og auka áfengismálafrœðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.