Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. tíltgieíandí H.f. Árvakur, Reykjavlk. Fnamkvæmdastj óri Haraildur Sveinssm. ’Ritstjóraf Sigurður Bjarnascxn frá Viguir. Matthías Johannessten. Eyjólfur Konráð Jónssoíl. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson-. Fréttaistjóri Bjöirn JóbannssoiE, Auglýs ingastj óri Árni Garðar Kristmsson. Eitstjórn og afgtreiðsla Aðalstræti 6. Sírni 10-109. Auiglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-89. ÁHkriiftargj'ald kr. 150.09 á mánuði innarilamds. í lausasöiu kr. 10.00 eintakið. 100 MILLJONIR I B YGGINGARIÐNAÐINN í viðtali við Bjarna Bene- * diktsson, forsætisráðherra í Mbl. í gær kom fram, að nú hefur verið ákveðið að út- hluta þegar í þessum mán- uði lánum til húsbyggjenda að upphæð 100 milljónir kr. og verður þeim fyrst og fremst varið til þess að hraða framkvæmdum við íbúðir, sem í smíðum eru, þannig að hægt verði að ljúka þeim hið fyrsta. Lán þessi verða aðal- lega veitt þeim, sem fengu fyrri hluta láns Húsnæðis- málastjórnar á sl. sumri en einnig til þeirra, sem hafa atvinnu af því að byggja og selja íbúðir og komnir eru ámóta langt með sínar íbúðir. Þá hefur verið ákveðið að stórauka rekstrarlán og önn- Ur lán til útgerðar og iðnað- ar og atvinnumálanefndum kjördæmanna hefur verið fal- ið að kanna hvaða fiskiskip og fiskvinnslustöðvar geta ekki hafið starfrækslu nema sérstök fyrirgreiðsla komi til og verður þá haft samband við banka og aðrar lánastofn- anir um þau mál. Forsætis- ráðherra skýrði einnig frá því í þessu viðtali, að tunnuverk- smiðjurnar á Akureyri og Siglufirði mundu hefja starf- rækslu nú þegar og mun það að sjálfsögðu bæta töluvert atvinnuástandið á þeim stöð- um. Enginn vafi leikur á því, að þær 100 milljónir króna, sem fara í umferð í þessum mánuði í byggingariðnaðin- um munu örva mjög alla byggingarstarfsemi og verða til þess að auka mjög atvinnu meðal byggingariðnaðar- manna. Er Ijóst, að ríkisstjórn in og Atvinnumálanefnd rík- isins hafa brugðið skjótt við í þessum efnum og er þess að vænta að þessar aðgerðir beri skjótan árangur. Jafn- framt er nú unnið ötullega að því að fá sem bezt yfirlit yfir atvinnuástandið um land allt, þannig að það fjármagn sem varið verður til þess að út- rýma atvinnuleysinu komi að sem beztum notum. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, lagði þó á- herzlu á að allt þetta starf væri unnið fyrir gýg nema sjómannadeilan leystist hið fyrsta. Hann kvað ríkisstjórn ina hafa leitast við að beita áhrifum sínum til þess að svo mætti verða og lét í ljós von um að deilan leystist áður en langt um liði. Jafnframt und- irstrikaði forsætisráðherra nauðsyn þess að vinnufriður haldist í landinu en innan tíðar hefjast væntanlega við- ræður við verkalýðssamtökin um nýja kjarasamninga. Upplýsingar forsætisráð- herra benda tvímælalaust til þess að senn fari að birta til í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, þótt mikið starf sé að sjálfsögðu óunnið enn þar til atvinnuleysi verður að fullu útrýmt. Hér þurfa að haldast í hendur, annars veg- ar skjótar ráðstafanir til þess að bæta úr atvinnuleysinu og hins vegar ötult starf að því að hefja uppbyggingu nýrra atvinnugreina og má í því sambandi minna á ræðu Jó- hanns Hafsteins, iðnaðarmála ráðherra, er hann gat þess fyrir nokkrum dögum, að nýir aðilar hefðu nú áhuga á að byggja hér álbræðslu og olíuhreinsunarstöð en jafn- framt vinna íslenzkir sérfræð ingar að rannsóknum á mögu- leikum sjóefnavinnslu hér- lendis. BARÁTTAN GEGN ATVINNU- LEYSINU tpullyrðingar Framsóknar- * blaðsins í gær um „að- gerðarleysi" ríkisstj órnarinn- ar gagnvart atvinnuleysinu stangast á við staðreyndir. Allt sl. ár beitti ríkisstjórnin sér fyrir margháttuðum ráð- stöfunum til þess að tryggja næga atvinnu og það með góðum árangri. í nóvember sl. beitti ríkisstjórnin sér fyr- ir róttækum aðgerðum í efna- hagsmálum, sem hafa gjör- breytt aðstöðu bæði útgerð- ar, fiskvinnslu og iðnaðar. Er ljóst að hefði ekki verið grípið til þeirra ráðstafana væri atvinnuástandið mun verra en ella. Ríkisstjórnin óskaði eftir viðræðum við samtök laun- þega og vinnuveitenda þegar að loknu ASÍ-þingi um sam- starf þessara aðila þriggja til úrbóta í atvinnumálunum. Það hefur hvorki fyrr né síð- ar staðið á ríkisstjórninni í þeim efnum. Samkomulagið um aðgerðir í atvinnumálum var árangur þessara við- ræðna og síðan hafa atvinnu- málanefndirnar haft skjót -íandtök til þess að kanna ástandið sem bezt. Þegar hafa verið gerðar raunhæfar ráðstafanir til þess að hleypa nýju lífi í bygg- ingariðnaðinn og útgerðinni standa til boða stóraukin rekstrarlán um leið og sjó- mannaverkfallinu lýkur. u& xwm Atriði klippt út úr nýjustu mynd Pólver jans Polanskis þegar hún var tekin til sýninga í London Nýlega eru hafnar sýningar í London á nýjustu kvikmynd Pólverjans Romans Polanski, „Rosemarys Baby“. Þetta er sjötta kvikmynd Polanskis en nann er aSeins 34 ára að aldri. Það olli honum óblandinni gremju, að brezka kvikmynda eftirlitið sá sig knúið til að klippa úr myndinni fimmtán sekúndna kafla, þar sem ung stúlka er bundin á fótum og síðan nauðgar djöfullinn henni. Brezka kvikmyndaeftir litið taldi áhorfendum íráleitt hafa gott af því að horfa á þetta atriði. Kvikmyndin „Rósemarys Baby“ hefur verið sýnd í Frakklandi undanfarið og þar óstytt me'ð öllu. Roman Polanski hefur vak- ið eftirtekt fyrir kvikmyndir sínar á síðustu árum og marg- ir telja hann upprennandi snilling í kvikmyndalistinni. Nokkrar mynda hans hafa hlotið viðurkenningu á alþjóð legum kvikmyndahátíðum, en aðrar hafa fengi'ð hrakalega útreið. Polanski er fæddur í París, en hélt með pólskum foreldrum sínum til Póllands á unga aldri. Á stríðsárunum voru foreldrar hans báðir send ir í fangabúðir nazista og móðir hans var tekin af lífi í gasklefanum. Hann segir: „Ég sá ýmsa hroðalega atburði gerast — með því fyrsta sem ég man var að ég horfði á þýzkan hermann skjóta konu á götu úti. Hún hélt á barni í fanginu. Ég get ekki gleymt hvernig barnið grét. Stund- um heyri ég þennan grát enn . . . Sg sá líka margt fleira grimmdairlegt. Og það voru raunverulegir atburðir. Það var ekki á kvikmynd. Ég veit ekki, hvort þetta gerði mig grimman — held þó ekki. Miskunnarleysið er hvort sem er á hverju strái.“ Polanski var alinn upp hjá bændafólki og í kaþólskri trú. Hann segist hafa gengið af trúnni um fjórtán ára aldur, og hafa verið guðleysingi upp frá því. Hins vegar svipar honum til Ingmars Bergmans að því leyti að hamn notar óspart trúarleg tákn í kvik- myndum sínum og sækir hug- myndir í Biblíuna. „Þessi mál eru mér hugleikin. Þau hljóta að vera leita á hugi allra skyni gæddra manna. Við getum ekki leitt þau hjá okkur.“ Hann segist meta frelsið meira en allt anna’ð. Hann hefur ekki búið í Póllandi í mörg ár og meðan ástandið er slíkt og nú treystir hann sér ekki til að búa þar. „Ég hef óbeit á hvers konar sam- tökum sem mata félagana á ákveðnum og fastmótuðum skoðunum og hugsunum," segir hann. Hann segist una vel sínum hag í Bretlandi, þar sem hann býr nú orðið eins og greifi og á sér kvik- myndaleikkonuna Sharon Tate fyrir konu. Um tveggja ára skeið var hann með annan fótinn í Hollywood, en honum féll ekki fordómar Bandaríkja manna í kvikmyndagerð og segir þá hleypidómafulla og þröngsýna. „Ég hefði svarið fyrir, að Bretar ættu þetta til, hefur hann sagt, og á þar vfð ákvörðun kvikmynda- eftirlitsms að banna atriði úr „Rosemarys Baby.“ Ritskoð- un er til bölvunar í hvaða mynd sem hún birtist, og á að heyra löngu liðinni fortið til. Mikil aðsókn hefur verið að kvikmyndinni í London og nokkrar deilur hafa spunnizt um hana meðal gagnrýnanda og leikmanna. Mörgum þykir sem hefði mátt klippa fleiri atriði úr myndinni en það sem nefnt var í upphafi. Tenorsöngvarinn Martinelli látinn ítalski tenorsöngvarinn Gio vanni Martinelli, lézt fyrir skemmstu í New York, 83 ára að aldri. Hann var um árabil einn aðalsöngvari vi’ð Metropolitan óperuna í New York, en hætti þar starfi árið 1945 og kom eftir það ekki fram opinberlega. Martinelli var fæddur í Montagnana á Ítailíu 22. októ- ber 1885. Hann gegndi her- þjónustu í ítalska hernum, þegar óvenjulegri söngrödd hans var athygli veitt og hann hóf síðan söngnám í Mílano. Fyrst kom hann fram árið 1910 og þá í Milanó. Giacomo Puccini frétti af þessum efni- lega unga manni og tók hann upp á sína arma og upp úr því hófst frægðarferill Martin ellis, sem færði hann syngj- andi um allan heim, en lengst starfaði hann í Bandaríkjun- um, svo sem fyrr er að vikið. Frægasta hlutverk hans var tvímælalaust Othello eftir Verdi, það söng hann fyrst í Chicago ungur að árum og í síðasta sinn á 25. ártíð sinni við Metropolitan operuna árið 1938. Eftir að Martinelli hætti að Giovanni Martinelli. syngja opinberlega lagði hann fyrir sig kennslu og margir þekktir óperusöngvarar nutu handleiðslu hans. — Jafnframt hafa ráðstafanir verið gerðar til þess að stór- auka fyrirgreiðslu við iðn- fyrirtæki. Hins vegar er Ijóst, að með- an sjómannaverkfallið stend- ur verður atvinnuskortur vegna þess að enginn afli berst á land í flestum ver- stöðvum landsins. Engum dettur hins vegar í hug að saka ríkisstjórnina um verk- fall sjómanna og hefði raun- ar mátt ætla, að engin stétt hefði lagt út í verkfall nema reynt hefði verið til þrautar að ná samkomulagi. Um leið og sjómannadeilan leysist má ganga út frá því sem vísu, að atvinnuástand batni mjög. VIÐTALSTÍMAR BORGAR- FULLTRÚA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Á kveðið hefur verið að borg- arfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafi fasta viðtals- tíma, fyrst um sinn til apríl- loka. í þessum viðtalstímum geta borgarbúar komið á framfæri óskum, ábending- um, aðfinnslum eða öðrum þeim málum, sem þeir hafa áhuga á. Eru Reykvíkingar hvattir til þess að notfæra sér þessa viðtalstíma, enda eru þeir líklegir til þess að skapa nánara samband milli borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarbúa.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (07.02.1969)
https://timarit.is/issue/114018

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (07.02.1969)

Aðgerðir: