Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 1
T 31. tbl. 56. árg. FÖSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nixon ræðir við leið- toga 5 Evrópulanda Verður í Briissel 23. febrúar Washington, 6. febr. AP-NTB. • A fundi með fréttamönnum í Washington í dag tilkynnti Richard M. Nixon að hann legði upp í ferð til Evrópu 23. þessa mánaðar. Fyrirhugað er að for- setinn fari tii Briissel, London, Berlínar, Bonn, Rómar og París- ar, og ræðir þar við ráðamenn um ýms sameiginleg vandamál. Með í förinni verða William P. Rogers utanríkisráðherra og dr. Henry Kissingar ráðunautur Nix- ons um varnarmál. 1 ferðinni heimsækir Nixon aðalstöðvar NTAO í Briissel, og gengur vænt anlega á fund Páls páfa. • A fundinum minntist Nixon á nokkur þeirra mála, sem hæst ber um þessar mundir í Bandaríkj- unum. Taldi hann umræðurnar í París um Vietnam hafa farið vel af stað, en það væri undir fram- haldi þeirra komið hvenær unnt yrði að hefja heimsendingu bandariskra hermanna frá Suður Vietnam, og eins hinu hve vel gengi að þjálfa her Suður-Viet- nam. • Varðandi deilu Araba og Gyð- inga sagði Nixon að ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins væri nú þannig að Hilton Iátinn Beverly Hills, Kalifomíu, 5. febr. (AP). HÓTELEIGANDINN Conrad N. Hilton jr. andaðist að heimili ■sínu í Beverly Hills á miðviku- <3ag 42 ára að aldri. Hann var Jyrsti eiginmaður leikkonunnar Elisabetar Taylor, og elzti son- iUr stofnanda Hilton-hótelanna. Var Hilton jr. forseti Conrad 'Hilton stofnunarinnar, og átti •saeti 1 stjórn Trans World Airlin- es oig Hilton International Co. hvenær sem væri gæti soðið upp úr. Taldi hann nauðsynlegt a<5 koma á friði milli Araba og Gyð- inga og sagði að mái þetta yrði rætt í ferðinni. • Nixon sagði að viðræðumar við Ieiðtoga í Evrópu gætu leitt til þess að fljótlega yrði unnt að halda fund leiðtoga Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Þó sagði hann að það ætti ekki að vera neinn skyndifundur, boðaður fyrirvaralítið, heldur vel undir- búin ráðstefna. Nixon heldur af stað frá Was- hington 23. febrúar, og kemur samdægurs til Briissel. Hann gist ir í Brussel fjrrstu nóttina og Framhald á bls. 27 Róstusamt hefur verið á Ítalíu að undanförau og verkföll tíð. nýjum hjálmum og skjöldum til að verjast grjótkasti, og var m artækin voru tekin í notkun í fyrsta sinn nú í vikunni. Hefur lögreglan þar verið búin ynd þessi tekin þegar nýju vam- Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Svíinn Per Olov Enquist — hlaut t>au fyrir bókina „Hermennirnir" Helsingfors 6. febr. NTB-FNB Bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs 1969 var úthlutað í Helsingfors í dag. Að þessu sinni hlaut þau sænski rithöfundur- inn Per Olov Enquist fyrir skáld sögu sína Legionarerna, sem fjallar um örlög Eystrarsalts- landa. í forsendum úthlutunarnefnd- ar segir að verðlaunaskáldsagan sé snjöll listræn tjáning nútíma manns, sem geri tilraun til að skilja aðstöðu sina og samtíð- ar sinnar með blæbrigðaríkri rannaókn á umdeildum kafla í sögu Norðurlanda eftir síðustu heimsstyrjöld. Kosygin kominn í leitirnar Fundur œðstu manna A-Evrópu í Moskvu? Moskvu, 6. febrúar. NTB. ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra, kom í dag fram opinber- lega í fyrsta skipti síðan í des- ember þegar hann og Leonid Brezhnev, aðalieiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, buðu ung- verska kommúnistaleiðtogann Janos Kadar velkominn til Moskvu. Kosygin kom síðast fram opin berlega 20. desember, þegar hann ræddi við hinn nýja sendiherra Frakka í Moskvu, Roger Sey- doux, í tvær klukkustundir. Hann virðist vera við góða heilsu og ætlaði að taka sér frí frá störf- um. Síðan „hvarf“ Kosygin og hvarf hans vakti stöðugt meiri forvitni og bollalagt var hvort honum hefði verið vikið frá störfum, eða að hama væri veik- ur. Sovézkir talsmenn sögðu að- eins, a'ð forsætisráðherrann væri í orlofi. Forsætisráðherrann, sem er 65 ára gamall, virtist vera við beztu heilsu, þegar hann tók á móti Kadar í dag. Þar sem bæði hann og Brezhnev tóku á móti Kadar var kveðinn niður annar orð- rómur. Það vakti nokkra athygli í gær, að nafn Brezhnevs var ekki undir yfirlýsingu, sem gefin var út eftir heimsókn háttsettra leiðtoga tékkóslóvakiska komm- únistaflokksins. Framhald af bls. Z8 Per Olov Enquist Norðurlandaráðsverðlaunum var fyrst úthlutað árið 1962. Fyrsti verðlaunahafinn var sænski rithöfundurinn Eyvind Johnson, aem hlaut þau fyrir bókina Hans Nádes tid. Hafa sænsk skáld til þessa fjórum sinn um fengið verðlaunin, síðast í fyrra er Per Olov Sundman hlaut þau. Vaino Linna, sem er eina finnska skáldið, sem hefur hlotið verðlaunin, hlaut þau ár- ið 1963. Tarje Vesaas hlaut þau 1964 og Johan Borgen 1967. Að- eins einn Dani 'hefur hlotið verð launin til þessa. Lengra var skeytið frá Hels- ingfors ekki, en til skýringar má bæta því við, að Daninn, sem talað er um, er Færeyingurinn WiJliam Heinesen. Bók Per Olov Enquist fjallar um afhendingu Svia á hiermönn um frá Eystrasaltslöndum til Sovétrikjanna, hermönnum, sem höfðu barizt með Þjóðverjum í Framhald á bls. 27 55% styðja 'íholdsilokkinn London, 6. febr. — NTB — í NÝ-AFSTAÐINNI skoðana- könnun í Bretlandi kemur fram, að kröfur fulltrúa íhalds flokksins um takmörkun inn- flytjenda frá Asíu- og Afriku löndum hafa mjög aukið fylgi flokksins á kostnað Verka- mannaflokksins. Samkvæmt skoðanakönn- uninni, sem gerð var á veg- um „The Opinion Research Centre", nýtur Verkamanna- flokkurinn nú stuðnings 32% kjósenda, en hlaut atkvæði 48,7% kjósenda við þingkosn ingarnar árið 1966. Á sama tíma hefur fylgi ihaldsflokks- ins aukizt úr 41,4% í 55%. f greinargerð með niðurstöðu skoðanakönnunarinnar segir O.R.C. félagið, að megin- ástæða fyrir framgangi íhalds flokksins að undanfömu sé ræða, er Edward Heath flokksleiðtogi flutti nýverið, en þar krafðist Heath auk- inna aðgerða til að takmarka fjölda innflytjenda til að koma í veg fyrir auknar kynþátta- óeirðir á Bretlandseyjum. Svartsýni í Parísar-viðrœðunum: HARÐNANDI AFSTADA París og Saigon, 6. febr. AP. ENN einum fundi um frið í Víetnam lauk í dag án þess að nokkuð miðaði í samkomulags- Bylting var talin áformuð í Prag Novotnysinni rœðst gegn frjálslyndi Prag, 6. febrúar (NTB). RtfSSAHOLLIR kommúnistar höfðu sennilega áform á prjónun um um að taka öll völd í Tékkó slóvakíu í sínar hendur eftir út- för Jan Palachs í janúar, að því er dr. Milan Huebl, fulltrúi í miðstjórn kommúnistaflokksins, heldur fram í blaðagrein í dag. Framhald á bls. 15 átt. Aðalsamningamaður Banda- ríkjanna Henry Cabot Lodge, varaði við ástæðulausri bjart- sýni, og heldur virðist hafa dreg ið sundur með deiluaðilum vegna harðra árása fulltrúa Norður- Vietnams og Þjóðfrelsishreyfing- ar Viet Cong á ríkisstjóra Suður- Vietnam. Lodge sagði þó, að samningatilraunum yrði haldið áfram af fullum krafti. Á fundinum skoraði Henry Caibot Lodge á fulitrúa Norður- Vietnams og Þjóðfrelsisfylkingar innar að taka föstum tökum þau vandamál, er stæðu í vegi fyrir friði, en fulltrúi Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar lýsti því yfir, að frið- ur væri óhugsandi meðan Saigon stjórnin væri við völd og Banda- rikjamenn neituðu að semja beint við Þjóðfrelsisfylkinguna. Fulltrúiim sagði, að ekkert mundi miða áfram í viðræðunum meðan núverandi stjórn væri við völd í Saigon. Fulltrúi Norður-Vietnam tók undir or'ð fulltrúa Viet Cong og þannig virðist afstaða beggja hafa harðnað verulega. Þess vegna rikir mikil svartsýni í París um, að nokkur jákvæður árangur náist í viðræðunum í náinni framtíð. HARÐARI AFSTAÐA 1 SAIGON Það hefur orðið til að auka svartsýnina, að afstaða Saigon- stjórnarinnar virðist einnig hafa har’ðnað. Nguyen Van Thieu for seti lýsti yfir því á blaðamanna- fundi í dag, að Suður-Vietnam- stjórn mundi ekki fallast á neinar tilslakanir er brytu í bág við þjóðarhagsmuni. Með þessari yfir Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.