Morgunblaðið - 07.02.1969, Page 11

Morgunblaðið - 07.02.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1969. 11 Stjórn V.R. 1969-1970. Sitjandi frá vinstri: Bjöm Þórhallsson, gjaldkeri; Guðmundur H. Garð- arsson, formaður; Magnús L. Sveinsson, varaformaður og Hanncs Þ. Sigurðsson, ritari. Sitjandi f.v.: Heigi E. Guðbrandsson, Steindór Ólafsson, Elís Adolphsson, Halldór Friðriksson, Bjarai Felixson og Óttar Októsson. Á myndina vantar Grétar Haraldsson og Braga Lárusson. Frá aðalfundi VR: Á 5. þúsund félagsmenn — Oflugur lífeyrissjóður AÐALFUNDUR Verzlunar- BSRB og samn- ingsrétturinn — Yfirlýsing frá stjórn F.H.K. mannafélags Reykjavíkur var haldinn í Tjarnarbúð laugardag- inn 25. jan. 1969. Fundarstjóri var kjörinn Magnús L. Sveins- son og fundarritari Steindór Ól- afsson. Formaður félagsins, Guðm. H. Garðarsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir s.l. ár, Björn Þórhallsson, gjaldkeri, lagði fram reikninga og Gunn- laugur J. Briem gerði grein fyrir stöðu og störfum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meðal helztu atriða, sem komu fram í skýrslu stjórnarinnar voru þessi: Öflug félagsstarfsemi var rekin á árinu. Auk stjórnarfunda voru haldnir fimm trúnaðarmanna- fundir og þrír almennir félags- fundir. Sjö fræðslufundir voru haldnir með sama formi og árið áður, þar sem fyrirlestrar voru fluttir af sérfróðum mönnum um þýðingu og mikilvægi þeirra at- vinnugreina og starfa, sem verzl- unar- og skrifstofufólk vinnur. Fengur var í að hlýðla á og ræða við fyrirlesarana. Jók það á skiln ing á viðkomandi málum. Hvað kjaramál snertir ein- kenndist árið 1968 af þvi að verkalýðshreyfingin einbeitti sér nær einvörðungu að því að tryggja vísitölubætur á laim. Átti V.R. fulltrúa í 18 manna samninganefnd A.S.Í., sem fór með samningagerð fyrir nær öil stéttarfélög landsins í vísitölu- málinu. Félagið er nú með lausa samninga eins og flest félög. Lokunartími verzlana hefur verið mikið vandamiál og þróað- izt inn á mjög alvarlegar brautir á sl. ári. Sífellt fleiri kaupmenn hafa verzlanir sínar opnar á kvöldin og brjóta bæði samninga, sem þeir hafa undirritað við V.R., og reglugerð Reykjavíkurborgar, sem kveður á um afgreiðslutíma verzlana. Viðræður hafa farið fram vegna þessa máls bæði við Kaupmannasamtök íslands og borgaryfirvöld, en þær umræður hafa enn engan árangur borið. Er enn unnið að lausn þessa máls. V.R. greiddi kr. 845.722.00 í atvinnuleysisbætur á s.l. ári, til 97 félagsmanna, 48 konur og 49 karlar. Með samningum, sem V.R. gerði 1966 var félaginu tryggð aðild að atvinnuleysis- tryggingasjóði frá 1. jan. 1967, með sama rétti og aðrir þeir höfðu, sem voru aðilar að sjóðn- um. 77 félagsmenn voru skráðir at- vinnulausir, þegar aðal-fundur- inn var haldinn. Sent hefur vertð bréf til alls félagsfólks V.R. vegna hins ótrygga ástands í at- vinnumálum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er orðinn mjög öflugur og var höfuðstóll hans um s.l. áramót 218 millj. Aukning s.l. tvö ár voru 94 millj. eða 72%. Lán til sjóðsfélaga voru veitt á s.l. ári samtals að upphæð kr. 53 millj. Þá voru að au-ki keypt skuldabréf af Verzlunarlána- sjóði fyrir 1-0 millj. Hlámarks lánsupphæð til sjóðsfélaga var hækkuð úr 250 þúsund í 300 pús- und við síðustu úthlutun í haust. í sjóðnum eru nú 2500 félagþr. Lífeyrissjóðurinn var stofnaður árið 1956 og hefur lánað út um 220 millj. kr. til sjóðstfélaga. Gefið var út 24 síðna félags- blað. Unnið er að því að hefja útgáfu félagsblaðsins á nýjum og breyttum grundvellL Unnið hefur verið að undir- búningi námskeiðs fyrir af- greiðslufólk, sem gert er ráð fyr- ir að fari fram í verzlununum sjálfum í vinnutímanum. Áætlað er að námskeiðin hefjist mjög fljótlega. Flugstöðvardeild V.R. var stofn-uð á árinu. í deildinni er fél-agsfólk V.R. sem vinnur í af- greiðslum flugfélaganna ásamt hlaðfreyjum. Formaður deildar- innar er Jóhann Jónsson, starfs- maður Flugfélags ísland». V.R. keypti húseignina Haga- melur 4 í desember s.l. og mun félagið flytja starfsemi sína þangað á þessu ári. Er húsið mjög vandað og -hentugt fyrir félagsstarfsemi. Húsið kostaði 5,2 millj. og hafð félagið tryggt sér lánsloforð hjá atvinnuleysis- tryggingasjóði. Vextir af láninu verða 6%. Þann 3. apríl 1968 var gerður starfssamningur milli V.R. og Flugfreyjufélags íslands, en flug freyjur eru i Lífeyrissjóði verzlun armanna. Samkvæmt samningn- um lætur V.R. flugfreyjum í té skrifstofuaðstöðu og annasf dag- lega fyrirgreiðslu fyrir þær. Þá aðstoðar V.R. flugfreyjur við samningagerð og var á árinu gerðar breytingar á kjarasamn- ingi þeirra, sem fól í sér veru- legar kjarabætur þeim til handa. Félagsmenn V.R. voru 4024 um síðustu áramót og höfðu aukizt um 3% frá árinu á undan. Margar samþykktir voru gerð- ar á aðalfundinum. M.a. var sam þykkt að heimila stjórn V.R. að kaupa hluta-bréf í fyrirhuguðum banka, sem stofna á úr Spari- sjóði alþýðu í samræmi við lög og reglur væntanlegs banka. Þá var samþykkt að óska eftir þvi, að lán úr Lífeyrissjóði verzl unarmanna verði veitt til 20 ára í stað 15 eins og nú er. Einnig var samþykkt að fara fram á að heimildin um viðbóitartiUag á hámarkstaxta V.R., vegna greiðslna iðgjalda í Lífeyrissjóð- inn hækki úr 20% í alltað 50%. Samþykkt var iheimild til handa stjóm V.R. að festa kaup á hlutabréfum í blaðaútgáfu, ef henta þætti Þá voru samþykktar minni háttar lagabreytingar. Samþykkt var að félagsgjald V.R. fyrir þetta ár skyldi vera óbreytt frá fyrra ári, kr. 900.00 fyrir konur og 1000.00 kr. fyrir karla. Þá var eftirfarandi samþykkt gerð vegna afgreiðslutíma verzl- ana: „Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, hald- inn í Tjarnarbúð 25. jan. 1969, telur að mjög neikvæð þróun hafi átt sér stað varðandi af- greiðsl-utíma verzlan-a, þar sem núiverandi reglugerð leiðir til mikils ósamræmis og mismunar einstökum verzlunum, auk þess sem ríkjandi fyrirkomulag ýtir undir og hefur þegar valdið lög brotum og miklum erfiðleikum og tjóni fyrir starfsfólkið. M!eð vísan til þessa, skorar að- alfundurinn á borgarstjórn Reykjavíkur að breyta niúiver- andi reglugerð samkvæmt til- lögu sem afgreidd var við fyrri umræðu í borgarstjórn Reykja- víkur 18. janúar 1968, svo að haagt verði að fylgja settum lög- um og reglum“. Fyrir aðalfund V.R. hafði ver- ið auglýst eftir framboðslistum, aðeins einn listi barst og var hann því sjálfkjörinn. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur var endur- kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir Helgi E. Guðbrands son, Hannes Þ. Sigurðsson, Bjarni Felixsson og Grétar Har- aldsson. Fyrir í aðal-stjóm voru Magnús L. Sveinsson, Bjöm Þór- hallsson, Halldór Friðriksson og Óttar Októsson. í varastjórn voru kjörnir: Elís Adolphsson, Steindór Ólafsson og Bragi Lár- usson. Ennfremur var kosið í 25 manna trúnaðarmannaráð, sem skipað er fulltrúum úr öllum helztu starfsgreinum, sem féla-gs menn V.R. vinna L Vegna viðtals við hr. Kristján Thorlaeius, formann BSRB, í Mbl. miðvikudagirin 5. þ.m. viH stjórn F.H.K. taka fram eftir- farandi: 1) Sú staðreynd stendur óhögguð, að í nýafstöðnum samningum milli BSRB og ríkisváldsins gerðu forráðamenn BSRB sig seka um þá dæma'- lausu ósvinnu að hafna til- boði ríkisValdsins um að háskóla menntaðir kennarar með fyllstu kennsluréttindurri á gagnfræða- stigi yrðu -færðir úr 18. í 19. Ifl. 2) í þessu máli er stjórn BSRB endanlega uppvís orðin að herfi- legri misnotkun á þeim trúnaðí sem bandalaginu er sýndur með því að fela því einu samnings- rétt opinberra starfsmanna, einn- ig þeirra sem utan samtakanna standa. Óþarft er að taka fram, að BSRB tekur sér vald tii að hafna tilboði um kjairabætur til háskólamenntaðra kennara, án vitundar og vilja viðkomandi stéttarfélags, FHK, að því er virðist vegna þess að það er ekki aðili að BSRB. Þarf frekari vitna við um að núverandi samninga- kerfi opinberra starfsmanna er brostið? Hver eru hin veigamiklu rök BSRB fyrir þessari sérstæðu kjarabaráttu? BSRB segir, að þar sem full- trúar ríkisvaldsins hafi ekki vilj- áð fallast á kröfu þess um sam- svarandi flokkshækkun kenriara, sem voru í starfi fyrir 1952, hafi þótt eðlilegt að hafna tilboði um hækkun háskólamenntaðra kenn ara. Við þetta er eftirfarandi að athuga: 1) Hin eina sjálfsagða viðmið- un um kjör háskólamenntaðra kennara er kjör annarra hópa háskólamenntaðra manna í þjón- ustu ríkisins með sömu eða sam- bærilega menntun. Sú staðreynd, að menntamálaráðherra skipaði kennara, í starfi fyrir 1952, í sama (18.) lfl. og háskólamennt- aða kennara á gagnfræðastigi (og það með bréfi 1964 utan samn- inga BSRB) er málinu óviðkom- andi, svo sem leiða má rök að ad absurdum: óheimilt að miða kjör háskólamenntaðra kennara við aðra sambærilega starfshópa. Undarlegir æviteknaútreikningar það. 2) Manni skilst á hr. Kris-tjáni Thorlacius að þetta réttlætist af því, aíð „fyrir 1952 var B.Á. deild ekki til við H.í.) . . B.A. deild var hvorki né er til við H.I. Hins vegar var B.A. próf tekið upp við heimspekideild H.í. með sér stakri reglugerð árið 1942. Það er ekki ljóst við hvað formaður- inn á. 3) Formaðurinn segir, að tillög ur starfsmatsnefndar, sem nýgert samkomulag BSRB og ríkisvalds ins byggist á, séu ekki byggðar á starfsmati. Þetta er rangt. Forsendur fyrir tillögum stéirfsmatsnefndar eru sérstakar kröfur sem gerðar eru rnn menntun, ábyrgð e'ða for- ræði á fólki eða fjármunum o. s. frv., þ.e. þau sjónarmið, er starfs mat byggist á. í samræmi við þetta eru flestir hópar háskólamenntaðra manna færðir upp um einn launaflokk, þ.á.m. menntaskólakennarar og kennarar á gagnfræðastigi með háskólapróf en án þeirrar upp- eldisfræði, sem veitir kennsiu- réttindi. Á allar þessar tillögur, sem fela í sér viðurkenningu á menntun, og launamismun henn- ar vegna, fellst BSRB — að einni tillögu undanskilinni. 4) Ástæða er til að spyrja: Hvers vegna fellst BSRB á, að taka beri tililit til menntunar, þegar öðrum háskólamenntúðum mönnum er raðað í launaflokka? Hvers vegna fellst BSRB á inn- byrðis viðmiðunargrundvöll annarra hópa háskólamarina? Hvers vegna setur BSRB ekki fram þá kröfu f.h. barnakehnara, að réttindalausir kennarar skuli skipa þar hæsta launaflokk (í stað þess að vera 3 lfl. neðar eins og nú er)? Hvers vegna er ekki heil brú í afstöðu BSRB í grund- vaillaratriðum? 5) M.ö.o. BSRB, fellst á grund- vallarsjónarmið starfsmets um vægi menntunax við röðun í launaflokka í öllum tillögum — nema einni. Hvers vegna? — Þessi afstaða vei'ður ekki akýrfl nema á einn veg: Sem hefndar- ráðstöfun BSRB gegn eínum höpi opinberra starfsmanna, sem sagt hefur skilið við BSRB, að feng- inni reynslu. 6) Það er ekki tilviljun eða slysni, heldur stefna BSRB að níðast á þeim trúnaði sem því er sýndur, með því að gera kröfur fyrir hönd réttindalausra kenn- ara til jafns við þá, sem aflað hafa sér menntunar og réttinda; háskólamenntuðum kennurum skal haldið í gíslingu, kjörum þeirra haldi'ð niðri, til þess að BSRB geti beitt ríkisvaldið fjár- kúgun. 7) Á það má minna, að þetta er í annað sinn sem háskóla- menntaðir kennarar sæta slikri meðferð. Með kjaradómi 1965 voru allir kennarar, að þeim sem höfðu aflað sér háskólamennt- unar og réttinda einum undan- skildum, færðir upp um einn lfL 8) Afleiðingin af þessum refsi- aðgerðum BSRB gegn háskóla- menntuðum kennurum er sú, að 3ja launaflokka munur skilur nú að háskólamenntaða kennara með sömu eða sambærilega menntun eftir því hvort þeir starfa á gagnfræðastigi eða vit> menntaskóla og aðra framhalds- skóla. Niðurstöður þessa máls eru tví- þættar og varða miklu fleiri en þann hóp opinberra starfsmanna, sem misrétti er beittur í þetta skipti: a) BSRB hefur í verki dæmt sig óhæft til að fara með samn- ingsrétt háskólamenntaðra manna. Ríkisvaddið getur þvl ekki lengur vikizt undan þeirri skyldu sinni a'ð endurskoða af- stöðu sína til samningsréttar- kröfu Bandalags háskólamanna (BHM). b) Láti ríkisvaldið, og þá fyrst og fremst menntamálaráðherra, BSRB haldast uppi að flæma háskólamenntaða kennara úr starfi af gagnfræðastigi með slíkum refsiaðgerðum, hefur hann í reynd afsalað sér valdi yfir stefnumótun í skólamálum og dæmt ómerka alla viðleitni til umbóta á því skólastigi, þar sem ástandið er nú miklu verst. ÁbyTgðin er endanlega hans. Reykjavík, 5. febr. 1969. F.h. Félags háskólamenntaðra kennara. Jón Baldvin Hannibalsson. VELJUM ÍSLENZKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.