Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. 19 Felix Sigurbjarnarson verkstjóri — Minning ÞAÐ var á fjórða tug aldarinn- ar,a ð fundum okkar Felixar bar fyrst saman. Það var. árum áð- ur en okkur alþýðumennina var farið að dreyma um dansinn kringum gullkáM stríðsáranna. Flestir áttu þá nóg með að sjá sér og sínum farborða ,en hreysti og dugnaður manna eins og Felixar var þá meira virt en nú, enda bar hann nokkuð með sér merki þeirrar karlmennsku er einkenndi þá er sótt höfðu sjó og verið eftirsóttir togaramenn eem hann. Hugsjónahreyfing aldamóta- kynslóðarinnar var þá enn nokk- uð sterk og þótt afleiðingar fyrra stríðsins hefðu no'kkuð lamað verklegar framkvaemdir og véltækni lítið hafið innreið sína ,hafði félagsmálaihreyfingin haldið velli, skáld og skáldverk voru dáð, enda ljóð þá jafnan auðþekkjanleg frá órímuðu máli. Oft er það eitthvert eitt sér- kenni, sem verður manni eftir- tektarverðast við fyrstu kynn- ingu manns. Er ég sá Felix fyrsta sinni í kaffiskúr bæjarstarfsmanna Reykjavíkur, urðu mér nær strax ljós þrjú sterk einkenni persónuleika hans. í fyrsta lagi hans háa og tilþrifamikla óþjálf- aða söngrödd, þá ekki síður hans hressilega bjarta yfirbragð og eftir mjög skamma kynningu ekki sízt hans bróðurlega alhugs hlýja. Á þeim árum kom til allmik- illar félagslegrar samvinnu okk- ar í félaginu „Kvöldvaka" þar sem unnið var að túlkun alls konar Skáldverka með framsögn, kveðskap og song. Bæði mér og mörgum öðrum mun ógleyman- leg sú stund það atriði dagskrár eins fundar í Baðstofu Iðnaðar- manna, er þessi ólærði alþýðu- maður hólf upp með töfrandi skærri röddu 'hina háu byrjunar- tóna hrópandi bænar Guðmund- ar Guðmundssonar (skólaskálds) „Friðarins Guð“ svo ótrúlega milt og það eftir örfáar æfingar. Alda viðkvæmni og hrifningar fór um salinn. Ég held, að upp frá þeirri stundu hafi ég fundið til sérstaks vinskapar við Felix fram yfir marga aðra; þess vinskapar sem aldrei féll skuggi á. ;Það var svo ekki fyrr en mörg um árum síðar, er leiðir okkar lágu saman á starfssviði Góð- tempplarareglunnar, að mér varð Ijóst, að í þessari kærleiks- bæn söngsins, hljómuðu saman strengir Ijóðskáldsins, tónskálds- ins og Felixar sjálfs. Enn ljósara varð mér þetta af frásögn ná- búa þeirra Felixar og eftirlifandi konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Svo sagðist þeim nábúum frá, að af mörgum góðum, hefði ekk- ert fólk verið sér svo eiskulegt og gott sem þau, er erfiðleikar sóttu þau heim. Of vel þekki ég bróðurþel Sigríðar og Felixar til að efa þá staðreynd af eðlisfari þeirra, en þar gat og hjálpað til sjálfsreynsla Felixar. Faðir hans var Sigurbjarni vélstjóri Guðriason, Ámesingur að ætt. Hann fórst í Englands- ferð er Felix var 10 ára. Móðir Felixar, Sigríður Kristinsdóttir frá Suður-Reykjum í Mosfells- sveit, lézt svo 6 árum síðar frá 7 börnum sínum, er fóru sitt í hverja áttina til vandalausra. Það vita allir, hve mikið tjón bamssálum það er, að missa svo föður og móður, fara á mis við heimanfylgju kærleikans, at- hvarf, umhyggju og umönnun er sumum börnum fylgir sem vernd arengill all langt út á lífsbraut- ina. Aldrei heyrði ég Felix minn- ast á þessi kjör sín, en allt bend- ir til þess, að þeirra hafi hann verið vel minnugur, er hann hitti aðra sem vegnaði ver en honum. Um árabil mun Felix hafa verið á Kiðabergi í Grímsnesi og bar alla tíð hlýhug til þess heim- ilis uppfrá því, enda hefur líf hinnar gróandi frjálsu náttúru vafalaust átt vel við hann, mann unnandi öllu lífi. Var ek'ki þessi sjálfsreynsla orsök, en vitnis- burður samferðamannanna af- leiðing? Búskapurinn átti líka löngum hug hans, og má vel vera á þeim árum er hann var á búgarði útá Jótlandi og eitt- hvað á búnaðarskóla, að í slíka átt hafi hugur hans stefnt, þótt önnur öfl breyttu þar striki. Tuttugu og þriggja ára kom hann til Hafnarfjarðar og á heilags Þorláks-messu 1934 gengu þau Sigríður í hjónaband. Þar með eignaðist hann tvö stjúp- börn frá fyrr hjónabandi Sig- ríðar og skilst mér að þau hefðu ekki getað átt sér betri föður. Þau hjón eignuðust síðan saman pilt og stúl'ku. Það var eins gaman að vera með þeim hjónum á skemmti- stað, sem að hitta þau eða Felix að störfum eða hvar sem var, lifandi lífsorka með þó fullu tilliti til alls umhverfisins. Svo farnaðist hon- um margra ára starf á veghefli, að aldrei veit ég til þess að hann hafi orðið fyrir neinu óhappi, en eignast marga vini og ekki sízt börnin. Manni fannst það svo ótrúlegt, að þessi hrausti mað- ur er maður sá fyrir svo stuttu lífsglaðann við starf, væri að heyja sitt harða lokastríð á Landakotsspítala, þar sem yfir lauk nú hinn fyrsta febrúar. Felix var fæddur Reykvíking- ur 1. október 1968 og því rétt orðinn sextugur. Trúr var hann í störfum og þvi falin umsjá þýðingarmikilla verka borgarinn ar. Ekki efa ég að allir samverka- mennirnir þar sem við í I.O.G.T. söknum hans, en góðan dreng er gott að muna og betri mun marg ur vera fyrir að hafa kynnst honum. Við þá góðu minningu vona ég að ástvinir hans og aðrir vandamenn finni sína huggun harmi í, og geymi í trú, von og kærleika. Ingþór Sigurbjs. Fáein kveðjuorð í DAG þegar til hinztu hvíldar veirður botrinn Felix Ottó Siigux- bjarnarson, þá er kvaddur maðux og drengur góður. Nú við þessi þáttskil lífsins, minnisit ég margra ánægjuiegra saimverufuinda, ail'lit firá fyrstu tíð er leiðiir otekar lágu saman fyrir um 30 áruim. Það mun hafa verið árið 1938, að aitvilkin höguðu því þannig tii, að ég fluittiist með fjölsteyldu mína í næslta nágrenni við þau mætu hjón Sigríði og Felix, en þau bjuiggu þá að Sogabletti 7. Á þeim árum var viða fátækt og lítið um avinnu og þröngt fyrir dyrum. Er mór enn í daig minnisstæð fyrsta viðkynning okikar, og hversu hún var mér og fjölskyldu minni, strax mikils virði, og hefuir æ verið síðan. Á þeiim 30 árum, sem síðan eru liðin, er að vísu margs að minnast, en alilar eru þær minn- ingar teærar. Ávadlt hefur sá mœti vinur, siem nú er kvaddur, verið sá sami auðfúsugesturinn, sem fiut hefur með sér, létitan og hressilegan geðblæ, og áva'ilt hefuir hönd hanis verið söm, framxétt til hjálpar, hvenær sem þörf gerðist. Felix Ottó Sigunbjamaxson var að mínum dómi hamingjusamur maður. Hann átti að lífsföru- nauit, góða konu, er bjó honum og börnum þeirra farsælt heim- ili. Hann var léttur og glaður í iund, ör og heitur í steapgerð, atorteumaður og sikjótur til úr- ræða, áhugamaður og vixteur innan GóðtempLara og bindindis- hreyfinigarinnar. Mikill sögu- maður, og eftirsóttur starfsmað- ur, vel metinn af hverjum sín- um vinnuiveitanda. Þegar ég minnist alils þess, og minna persónuliegu kynnia, þá er mér efsit í huga, virðing og þötek. Það er eteki ætlun mán að skrifa hér æfiminningu, það verður sjálfsaigt gert af öðrum, heldur aðeins fáein kveð'jucxrð, sem innilegu þaktelæti fyrix allt það er við áttum og nutum sam- an, á otekar samleið. Kæra Sigríður ég sendi þér og fjölsteyldu þinni, börnum og bamabörnum djúpa samúð. Arinbjöm Árnason. HANN var fæddur í Reykjavík hinn 1. okt. 1908, og því sex- tugur. Foreldrar hans voru hjón- in Sigurbjarni Guðjónsson vél- stjóri og kona hans, Sigríður Kristinsdóttir. Felix var einn úr hópi átta systkina. Föður sinn missti hann árið 1918, en móðir sína fimm árum síðar. Má því ör- uggt telja að ekki hafi verið úr miklu að spila efnalega á æs'ku- árunum. Felix réðst samt til búnaðar- náms úti á Jótlandi, en landbún- aður varð ekki hans lífsstarf. Hann varð togarasjómaður um mörg ár, en árið 1943 réðst hann til Reykjavíkurborgar, fyrst sem veghefilsstjóri um fjölda ára, en nú síðustu árin sem verkstjóri. Felix kynntist yndislegri konu Sigríði Jónsdóttur, sem hann gekk að eiga á Þorlláksmessu ár- ið 1934, og voru þau gefin sam- an í hjónaband í Hafnarfirði. Var hjónaband þeirra með ágætum og væri betur að svo væri um fleiri hjónabönd. Frú Sigríður var ekkja og hafði hún eignazt tvö börn með fyrri manni sín- um, Ingibj örgu og Jón, en saman eignuðust þau Felix og hún Soffíu og Hörð. Harmur mikill er nú kveðinn að þeSsari sam- hentu og ágætu fjölskyldu við fráfall þessa ástríka og um- hyggjusama heimilsföður, sem ábyggilega var elskaður og virt- ur jafnt af stjúpbörnunum sem sínum eigin. Leiðir okkar Felix- ar lágu ekki saman fyrr en árið 1958, er ég gekk í Góðtemplara- regluna, en þar var hann þá fyrir sem ein styrkasta stoðin, ásamt með fjölskyldu sinni. Margar glaðar og yndislegar stundir höfum við lifað saman síðan og aldrei hefur ský né skuggi liðið þar yfir. Hvernig hefði líka slíkt getað skeð í sam- félagi við jafn lífsglaðan, grand- varan og drenglundaðan persónu leika sem Felix var. Felix hafði ekki gengið heill til skógar í fleiri ár, en hann bar sjúkdóm sinn sem hetja. í júní sl. varð hann þó að láta í minni pokann fyrir því sem koma skyldi og þjáningastrið hans stóð lengi. En yfir honum var vakað bæði af ástvinum og hjúkrunarliði og þeim, sem yfir öllum vakir. Hérvist hans lauk á Landakots spítala hinn 1. febrúar 1©69, það er öllum huggun í harmi að þján ingarfullri sjúkdómslegu er lote- ið á þann eina veg, sem hugsan- legur var. Þeir sem hafa þá trú og sannæringu að dauðinn sé ekki annað en flutningur til nýrra vistarvera, þeir eru einnig æfinlega reiðubúnir kallinu. Ég sendi fjölskyldu Felixar innilega hluttekningarkveðju frá fjölskyldu minni. Vegna stúk- unnar Andvara no. 265 og Góð- templarareglunnar eru þökkuð ósérplægin störf í þágu bindind- is í landinu, þakkir, sem ná út yfir gröf og dauða. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Sindri Sigurjónsson. ÞEIM fáu línum, sem hér birt- ast er eigi ætlað að lýsa upp runa, ætt né lífsstarfi hins látna vinar míns og mágs Felixar Ottós Sigurbjamasonar. Hitt er þeim fremur ætlað að túlka hug minn og þakklæti til hans, eftir um 36 ára náin kynni og vináttu, er með okkur hefir ríkt frá fyrstu kynnum okkar og til hinztu stundar, er hann nú er kvaddur hinztu kveðju að leiðar lokum. Þrátt fyrir þá ófrávíkjanlegu sannreynd að eitt sinn skuli hver deyja, þá fer flestum svo að þeir standa óviðbúnir að meira eða minna leyti gagnvart þeim lög- málum lífs og dauða, er ástvin- ir og kærir samferðamenn eru kváddir brott, ekki sízt þegar slíkt ber að fyrir þann tíma er vér myndum telja eðlilegan og þá er í hlut eiga menn sem enn eru á góðum aldri, fullir af lífs- fjöri og starfsorku svo sem Felix var allt til hins síðasta. Því mun sjálfsagt flestum hafa farið sem mér, er séð varð að hverju fór, að þeim hafi reynzt erfitt að sætta sig við þau vá- legu tíðindi og þau endalok sem nú eru orðin og enginn fær um breytt. Víst er um það að við fráfall Felixar ríkir djúpur söknuður í brjóstum allra þeirra, er áttu því láni að fagna að kynnast hon um, áttu hann að ástvini eða nutu samfylgdar hans á lífs- leiðinni um lengri eða skemmri tíma. Margir munu þeir vera, sem fer sem mér þá er leiðir nú skiljast, að þeim, er þeir horfa til baka, skiljist máski nú fyrst, hversu margs hugljúfs er að minnast frá liðnum árum og hve margt er að þakka hinum látna vini og samferðamanni að leið- arlokum. Ég, sem þessar línur rita, átti þess kost um langt skeið að þekkja Felix mjög náið, að kynn ast persónuleika hans og mann- kostum, kynnast heimilisföðurn- um umhyggjusama og frábærum föður jafnt stjúpbarna sem eig- in barna og sem einlægum, trygg um og óumbreytanlegum vini. Á þau góðu kynni bar aldrei skugga, enda var Ottó, eins og hann oftast var kallaður, slíkur drengskaparmaður og lipurt Ijúf menni að skapgerð allri og dag- fari, að slíkt hlaut að efla vinar- hug og virðingu allra, því meir sem kynnin voru lengrL Karlmannlegur þróttur, létt lund og óbilandi starfsgleði ein- kenndu framgöngu Ottós jafnt í hversdagslegu starfi sem í hópi vina og kuningja. Sönghneigður var Ottó og söngmaður með ágætum, hafði mikla og bjarta rödd, sem örugg lega hefði skipað honum sess meðal fremstu söngmanna, ef þessir meðfæddu hæfileikar hefðu fengið eðlilega þjálfun. Hafði Ottó mikið yndi af söng og með söng sínum, hvort held- ur hann söng einn, eða með vin- um sínum, svo ag með hressilegri og glaðlegri framkomu sinni allri vakti hann athygli og aðdáun. Var hann og hrókur alls fagnað- ar hvenær sem 'hann kom sam- an rrieð vinum og venslafólki. Án hans hefði oss mörgum fundist lífið fábreytilegra og samverustundirnar dauflegri. Slíks drengs sem Ottó vax, er Ijúft að minnast. Slíkir menn sem ávallt bera með sér hress- andi glaðværð og góðvild eins og hann ávallt gerði, gefa vissu- Framhald á bls. 16 JÖRÐ TIL SOLU Saurbær á Vatnsnesi, Vestur-Hún. Bústofn og vélar geta fylgt ef óskað er. Skriflegum tiliboðum sé skilað fyrir 15. marz. Áskilinn réttur til að taka hvaða til— boði sem er eða hafna öllum. INGI GUÐMUNDSSON Saurbæ. BLADBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverli: Laugarásveg. TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 Kvikmyndokvöld í kvöld föstudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í Félags- heimili Iieimdallar. Sýnd verður hin þekkta enska kvikmynd „Eyðimerkursigurinn“. Mynd þessi var gerð að tilh'utan Winston Churchill árið 1943 og lýsir eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku. Félagsheimilisnefnd.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (07.02.1969)
https://timarit.is/issue/114018

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (07.02.1969)

Aðgerðir: