Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. hátt og mjðg skemmtilegur. Þau höfðu fengið ágætan mat og dans að ofurlítið á eftir. Hann dans- aði ekkert sérlega vel, en lagði svo mikla stund á að þóknast henni, að hún vissi, að hann gæti ekki verið með hugann við bréf ið í vasa sínum. Næsta dag hafði hann hringt snemma og spurt hana hvort hann mætti ekki fara með hana í bílnum sínum að heimsækja Símon. Það fyrsta sem hún sá þegar hún steig upp í bílinn hans, var þetta bölvaða bréf, en nú umslagslaust, en því hafði verið stundið kæruleysis- , . ÁLFTAMÝRI 7 LOMAHÚSIÐ simi 83070 Opið alla daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. lega undir mælaborðið. Enda þótt það væri freistandi að líta á það, þá sti'llti hún sig og tókst fljótt að gleyma því. Þau fóru sér til skemmtunar út í Richmond skemmtigarðinn. Peter gaf sig talsvert að drengn um, en Símon var einkennilega hlédrægur. Hún fór að velta þessu fyrir sér, er hún hellti kaffinu í könnuna. Kannski var þetta bara platónisk vinátta, sem stundum verður með karii og konu, hugsaði hún með sér þeg- ar hún var að bera könnuna inn í setustofuna. Peter hrökk við og stóð upp. — Afsakaðu, sagði hann. — Ég var næstum sofnaður. Ef ein hver skepna er ofalin, þá er það ég. Komdu með kaffið hing að að eldinum. Hann seildist út með langa handlegginn og tók kodda af legubekknum og lagði hann á gó'lfið en benti henni, að hún skyldi setjast í hægindastólinn. — Ég hef verið að hugsa um að bjóða þér heim, sagði Lísa. — En hver sagði þér af mér? Þú sagðist hafa heyrt að mér liði vel. Var það einhver flug- maðurinn? — Já, ég held, að það hafi verið McCall flugstjóri og einn þjónninn var líka eitthvað að spyrja um það. — Hvað í ósköpunum sagði Svarti Mack? — Hann var afskaplega hátíð legur og sagði, að þú værir fé- laginu hreinasti kjörgripur. Vin sæl hjá áhöfnunum og sérstak- lega góð við krakka — en hann hélt ekki, að þú mundir verða langæ þarna. — Hvað heldurðu, að hann hafi átt við með því? spurði Lísa snöggt. — Ég býst við, að hann hafi átt við það, að þú mundir innan skamms fara og giftast einhverj um lukkupanfíl. — Hm. Hann er nú ekki van- ur að vera sérlega ræðinn, sagði Lísa og reyndi að vera ekki skjálfrödduð. — Þekkirðu hann vel, Peter? — Ég hef flogið talsvert mik- ið með honum, en þar fyrir get ég ekki sagt, að ég þekki hann sérlega vel. Hann er einkennileg ur náungi. Ágætis flugmaður og fyrsta flokks flugstjóri. Eitil- harður þegar agi er annarsveg- ar, en óhlutdrægur og það líkar mér vel. Ég dáist alveg tak- markalaust að honum, en er jafn framt álltaf dálítið hræddur við hann. Veiztu það, að hann eyðir Njótíð ferðarinnar í heillandi andrúmslofti Nú 15 ferðir í viku til Japan Tapan Air Llnes haf* enn á ný fjölgað flugferðum sinum Irá Evrðpu til Japan og geta nú boðið 15 ferðir á viku til Japan eftir 3 mismunandi leiðum: • Daglega yBr Norðurpólinn til Tokyo.* • 4 ainnum í viku »SilkiIeiðina« um Indland og Hongkong Ul Tokyo.* • 4 tinnum 1 viku yfir Atlandshaf um New York og San Frandsco til Tokyo. Dagleg brottför um sumartímann. • í sambandi við Air France, Alitalia og Lufthansa. Þannig er nú um að ræða 15 möguleika á viku hverri til að komast til Japan og hinna fjarlægari Austurlanda með stórum c»_:» T-„-_ a s_ r • DC-8 turbo-fan þotum frá Japan Air Lines, en í þeim njótið þér öe8ÍÖ J aPan Line8 hverrarmínútuiandrúmslofti japansks yndisleika oggestrisni. VÍO ferðaskrifstofu yoar. Skrlfstofur fyrlr Skandinavíu: Kaupmannahöfn’: Imperial-Huset, 1612 V., Sími (01) 11 33 00, Telex 24 94 Stokkhólmur: Sveavagen 9-11, C., Simi (08)23 34 30, Telex 10665 Oslo: Tollbugaten 4, Herbergi 512, Sími 42 24 64 - 41 33 03, Telex 6665 — Þú verður að afsaka ástand ið hér heima, en konan mín vinn ur úti. talsverðu af frítímunum sínum í að halda fyrirlestra og þess- háttar í hinum og þessum drengja klúbbum víðsvegar um landið. Gat hann hafa verið á slíku ferðalagi, þegar hann var næst um búinn að aka á þau á stígn- um, skammt frá kofanum henn- ar? aÞr var einmitt einhver vandræðastrákaskóli skammt frá við veginn, sem hann kom eftir. — Hann ætti að giftast og eiga krakka sjálfur, hélt Peter áfram — Hann er alltof einmana. Á ekkert skyldfólk nema Beamish- hjónin í Bagdad. Hefurðu verið boðun heim til þeirra? Já, vitan- lega hefurðu það. Þú sagðir mér það þegar þú fékkst mér bréfið frá henni Roxane. Það er hreinasta plága, sem sú kona getur verið. Þarf álltaf að vera að fá nýjan andlitsfarða eða hljómplötur eða guð veit hvað. Ég skil bara ekki, hversvegna hún þarf alltaf að vera að níðast á mér. En líklega er Blake bú- inn að fá nóg af því. — Honum virðist þykja mjög vænt um hana, vogaði Lisa sér að segja. — Það ætti honum líka að Þykja. — Hvað áttu við? — Þegar einhver náungi er svona einn síns liðs, ætti honum að geta þótt vænt um systur sína. — Áttu við, að Roxane sé syst ir hans Blake McCall? — Vitanlega. Vissirðu það ekki? — Nei, það vissi ég ekki. Ég hélt hann væri bara einn af þessum kunningjum hennar. Ég er víst ekkert sérlega gófuð. En það er rétt á hann fyrir að halda að ég væri mamma hans Símonar. Og he'ldur víst enn. Þú mátt ekki íáta kaffið kólna. Um leið og hún rétti honum kaffibollann, smellti hún snögg um kossi á ennið á honum. En hún sá samstundis eftir því, þegar hún sá löngunarsvipinn á honum og vissi varla sjálf, hversvegna hún hafði tekið upp á þessu. En fregnin um skyld- leika þeirra Roxane og Blakes hafði glatt hana svo óstjórn- lega, að henni fannst hún kom- ast alveg út úr öllu jafnvægi. Hrúturinn 21 marz — 19 apríl Sjálfstjórn þín er vissulega verð allrar aðdáunar, en hún getur gengið of langt, og þér er nauðsyn að trúa góðum vind fyrir þeim áhyggjum, sem á þér hvíla Nautið 20. apríl — 20. maí Heilsufar þitt hefur ekki verið upp á það bezta upp á síð- kastið. Þó skyldirðu gæta þess að verða ekki of móðursjúkur og angra vini þína með óþarfa sjúkdómstali. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Hafðu fyllstu gát á, ef þú þarft að skrifa undir einhvers konar samning, og lofaðu ekki meiru en þú ert viss um að geta staðið við. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Hætt er við að ýmsar áætlanir, sem þú hafðir bundið góðar vonir við standist ekki nánari athugun. Samt skaltu ekki missa kjarkinn, heldur fitja upp á einhverju nýju. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú ert væntanlega að hetfjast handa með nýtt verkefni og rýninn á störf þín. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september Þunglyndi og dapurð sækja á þig og þú virðist mikla á- hyggjuefnin og vandamálin fyrir þér. Umgengni þín við starfs- félaga mætti einkennast af meiri stillingu og hófsemi. Vogin 23. september — 22. október Metnað skortir þig ekki. Hins vegar er umburðarlyndi þitt ekki alltaf upp á marga fiska og þér hættir til að sökkva þér niður í mál, sem þér koma ekki við. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Ekki væri úr vegi að gera yfirlit yfir fjárhag þinn og hafirðu eytt meiru en þú aflaðir skyldirðu reyna að kippa því í lag hið bráðasta. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Bölsýni og sjálfsvorkunnsemi geta komið til með að eyðileggja daginn fyrir þér, ef þú tekur sjálfan þig ekki taki og kveður það niður. Steingeitin 22. desember — 20. janúar Afskiptasemi þín og málæði gerir samstarfsmönnum þínum lífið leitt. Hvernig væri að þú stilltir því í hóf og reyndir heldur að koma vinum þínum á óvart með prúðmennsku. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar Alls konar tilfinningamál efst á baugi í dag. Þú ættir ekki að láta þann vin synjandi frá þér fara, sem þarfnast skilnings þíns og göggskyggni. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz Þú skalt búa þig undir, að náinn ættingi eða starfsfélagi geri þér gramt í geði. Þín ljúfa ltmd ætti að auðvelda þér að taka slíkum óþægindum með brosi á vör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.